Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Blaðsíða 41
3DV FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 %ndið 1999« Það var margt að gerast í Reykjaneskjördæmi 1999: Bláa lónið - perla Suðurnesja Nýr baðstaöur var opnaður við Bláa lónið í júlímánuði og er aðstað- an öll hin glæsilegasta og hefur hönnuðum tekist að draga fram á áhrifaríkan hátt sérkenni landsins og nálægðina við nýsköpun jarðar- innar. Hróður Bláa lónsins, svo og lækningamáttur þess, hefur borist víða og fer gestum stöðugt fjölgandi og eru komnir í 250.000 á árinu mið- að við 172.000 allt árið í fyrra. Þess má geta að Bláa lónið hlaut um- hverfisverðlaun Ferðamálaráðs fyr- ir árið 1999 en aðaleigandi þess er Hitaveita Suöurnesja. Þá var nú í desember opnað sýn- ingarsvæði í Gjánni í Eldborg sem Arnheiöur Guðlaugs- dóttir, fréttaritari DV, Reykjanesbæ er hugsað sem nokkurs konar fræðasetur. Þar hefur verið sett upp margmiðlunarefni sem hægt er að fletta upp og skoða. Heilladrjúg spor Hitaveitunnar Nú um áramótin eru liðin 25 ár frá stofnun Hitaveitu Suðumesja. Fyrirtækið hefur á þessum árum markað djúp spor í atvinnuupp- byggingu á Suðumesjum og er í dag eitt af öflugustu fyrirtækjum lands- ins. Það hefur jafnan haft vakandi auga fyrir nýsköpun í atvinnu- rekstri auk þess sem íbúar svæðis- ins hafa notið góðrar þjónustu þess og hagstæðs verðs við upphitun húsa sinna. Farsæld hefur fylgt starfsemi Hitaveitunnar og nú um árþúsundaskiptin er hún sem fyrr með mörg járn í eldinum sem eiga eftir að bæta hagsæld Reykjaness í upphafi nýrrar aldar. Reykjaneshöllin Einn af stærri viðburðum ársins á sviði íþróttamála var undirritun samnings milli Reykjanesbæjar og Verkafls hf. um byggingu fjölnota íþróttahúss í Reykjanesbæ, þess fyrsta sinnar tegundar á landinu. Gert er ráð fyrir að húsið verði af- hent fullbúið í febrúar næstkom- andi. GólfQötur hússins er alls um 8.344 fermetrar að stærð og skiptist í iþróttasal og gervigrasvelli í fullri stærð og þjónustubyggingu. Gert er ráð fyrir að hægt sé að leggja park- etgólf yfir gervigrasið ef með þarf fyrir sýningahald. Nú í lok ársins virðast allar áætl- anir um byggingu hússins ætla að standast og að skammt sé þess að bíða að Reyknesingar haldi upp á opnun þessa glæsilega íþróttamann- virkis. Þá hefur markaðsráð Reykja- nesbæjar lagt til við bæjarstjóm að Bláa lóniö, vel heppnuö framkvæmd sem rómuö er jafnt af íslendingum sem erlendum gestum okkar. DV-mynd Arnheiöur húsið fá nafnið Reykjaneshöllin. Atvinnuleysi nánast ekki til Atvinnuástand er gott á Suður- nesjum og má heita að atvinnuleysi sé nær óþekkt en það var 0,9% í lok nóvember miðað við 1,8% á sama tíma fyrir ári og í mörgum greinum vantar fólk í vinnu, svo sem í fisk- vinnslu. Fræðasetrið í Sandgerði vinnur meðal annars að verkefninu Botn- dýr á íslandsmiðum. í ár var rann- sóknarstöðin tilnefnd sem einstök vísindaaðstaða á vegum Evrópu- bandalagsins og í tengslum við þessa tilnefningu dvöldu margir er- lendir vísindamenn við rannsóknir á setrinu. Þá má geta þess að nú í desember var undirritaður samningur milli Miöstöðvar símenntunar á Suður- nesjum og Háskólans á Akureyri um nám í hjúkrunarfræði sem mun hefjast á næsta ári. Vasagangan minnisstæðust á viðburðaríku ári Höfnin á Sauðárkróki - liflegt athafnalíf einkenndi Skagafjörö á árinu. DV-mynd GVA Þetta ár hefur á ýmsan hátt verið við- burðarikt hér í Skaga- firði. Þá er ég samt ekki að tala um að hver stórviðburðurinn hafl rekið annan held- ur hitt að ýmislegt já- kvætt hefur verið að gerast. Að visu kunna margir að hugsa með hryllingi til síðasta vetrar sem var sá lengsti í manna minn- um og talsvert harður. Fyrir mér var hann hins vegar ánægjuleg- ur enda kunnum við skíðafólkið að meta snjóinn. Minnisstæðast fyrir mig var "þátttakan í Vasagöngunni liðinn vetur. Þetta var í fyrsta skiptið, en áreiðanlega ekki það síðasta sem ég þreyti þessa þrekraun, að ganga 90 kílómetra í einni striklotu, en þess má geta að færið var mjög erfltt og íslend- ingamir sem hvað reyndastir eru í Vasa sögðu að þessi ganga væri sú erfið- asta til þessa. Símatöskugerð og íbúöa- lánasjóður Mér fannst ýmislegt jákvætt að gerast í atvinnumálum og mannlif- inu í Skagafírði á árinu. Ný fyrir- tæki byrjuðu starfsemi, eins og símatöskuverksmiðjan sem veitir um 20 manns vinnu, Ibúðalánasjóð- ur hóf starfsemi um síðustu áramót, hugbúnaðarfyrirtæki færðu út kví- amar og áfram mætti telja. Kannski hefur umræða um skuldastöðu sveitarfélagsins skyggt nokkuö á aðra viðburði. Vissulega ber að taka slika hluti alvarlega en engu að síður er þó skuldastaðan ekki verri en svo að lítið flsk- vinnslufyrirtæki hér fyrir norðan, sem fór 1 gjaldþrot í lok ársins, var eftir fréttum að dæma með lítið betri skuldastöðu. Mér finnst sem sagt eins og bjart- sýni Skagfirðinga hafi aukist á ár- inu og það var kannski til að kór- óna þetta allt saman núna í desem- bermánuði þegar kunngert var að Hestamiðstöð íslands yrði i Skaga- firði. Þetta umdeilda mál fékk far- sælan endi og varð meira að segja til þess að aðrir hestamenn í land- inu fá nú tækifæri i gegnum annað verkefni sem þeir sjálfsagt hefðu ekki fengið ef Skagfirðingar hefðu setið með hendur í skauti. Aö gera veturinn skemmtilegan Á íþróttasviðinu bar það hæst að körfuboltalið Tindastóls sigraði í Eggjabikarkeppninni fyrir skemmstu. Þá er það mjög skemmti- legt nú undir lok ársins og þá minn- ist ég á annað mál sem varð umdeilt á árinu að nú hillir undir það að nýja skíðasvæðið í Lambárbotnum verði tekið í notkun fljótlega á nýju ári. Rétt fyrir jólin tókst að steypa undirstöður undir skíðalyftuna og er ljóst að því verki lýkur strax í ársbyrjun. Ég á von á því að þetta íþróttamannvirki eigi eftir að veita mörgum ánægju á ókomnum árum. Það er alltaf verið að tala um að af- þreyingu vanti. Og þá náttúrlega sérstaklega yfir þann tíma sem Þórhallur Ásmunds- Wt J son, fréttaritari i r 1 \ • -** ; DV, , -jL '1 Skagafirði mörgum finnst hvað dimmastur og leiðinlegastur. En þá er bara um að gera fyrir fólkið að fara að nota snjóinn og þá verður veturinn miklu skemmtfiegri. r Utsalan hefst mánudaginn 3. janúar kl. 8.00 5—50% afsláttur Úlpur, jakkar, kápur, pelskápur, hattar o.tl. Opiö laugardag frá kl. 10-16 Mörkinni 6, sími 588 5518 Bílastæði við búðarvegginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.