Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Page 47

Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Page 47
FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 Kþenning „. ! Menningarárið 1999 Leikstjórinn Hilmir Snær Guðnason fór nýjar leiöir með Gullna hliö Davíðs Stefánssonar og færði það í nútíma- legan leikhúsbúning. Pað var ekki aöeins Skrattinn sem vakti athygli fyrir það aö vera oröinn kona - enda lengi verið vitaö að karlmenn líta á konur sem sinn helsta ógæfuvald - heldur var uppsetningin öll stílfærö á þann hátt sem sæmir samtímauppfærslu á þjóbsögunni sem leikritið er skrifaö eftir. Hvernig metur maður menn- ingu? Ef ein aðferðin er að telja þá má nefna að á árinu voru birtar hér í blaðinu umsagnir um talsvert á annað hundrað tónleika, um fimm- tíu leiksýningar og álíka margar myndlistarsýningar og þó fleytum við bara rjómann ofan af listvið- burðum. Meira gaman er að meta menn- inguna út frá tindunum. Því sem situr eftir og vekur með manni gleði af að vera manneskja. Það sem kemur fyrst í hugann er leik- hús. Nema hvað! Þrjár sýningar standa upp úr: Sjálfstætt fólk í tveimur hlutum í Þjóðleikhúsinu, Fegurðardrottningin frá Línakri hjá Leikfélagi Reykjavikur og Krít- arhringurinn i Kákasus í Þjóðleik- húsinu. Einkum er það sú síðast- nefnda sem yljar geðinu áfram og áfram. Þar mátti enn þá einu sinni flnna hve mikils virði er að fá fólk annars staðar að til að vinna með okkur. Mennimir frá Théátre de Complicité virkjuðu auðlindir listamanna hússins á óvæntan og ögrandi hátt svo að mann langar til að sjá sýninguna aftur og aftur. Myndlistarsýningin sem fyrst kemur í hugann var líka eins kon- ar leikhús - sýning Magnúsar Páls- sonar, þess hugkvæma listamanns í Gailerí i8. Textinn sem hann flutti á myndbandinu - og flutning- urinn líka - var innilega fyndinn en snerti líka taug. Snjallt var af Listasafni íslands aö fá til landsins ljósmyndasýningar Inez van Lamsweerde, Janietu Eyre og Nan Goldin til að sýna hvemig unnt er að tjá samtímann á ólíkan hátt með þessum listmiðli. Og ekki má gleyma að Hallgrímskirkju hlotn- aðist stór og merkilegur steindur gluggi eftir Leif Breiðfjörð undir árslok sem á eftir að kæta vegfar- endur um ókomin ár, ég tala nú ekki um ef hinn Leifurinn, sá heppni, verður færður um set svo maður þurfi ekki að gægjast á bak við hann á gluggann. Birtingsmenn vom verðlaunaðir í bókmenntunum, Thor Vilhjálms- son fyrir skáldsögu og Hörður Ágústsson fyrir sitt mikla verk um íslenska byggingarlist. Það er gam- an þegar kynslóðimar eiga allar fulltrúa á menningarsviðinu og gott þegar menn era metnir að verðleikum meðan þeir geta enn notið þess. Markvert var fyrr í þessum mánuði að barnabók skyldi í fyrsta sinn tilnefnd til ís- lensku bókmenntaverðlaunanna; þar braut Andri Snær Magnason blað. í tónlistinni heldur Sinfóníu- hljómsveit íslands, handhafi Menn- ingarverðlauna DV, áfram að gera garðinn heimsfrægan eins og ekki síst má sjá á hljómplötuútgáfu með leik hennar á árinu. Sífelldur fáránleiki Hjá svona lítilli þjóð hlýtur menningin alltaf aö vera fáránleg. Dýr „óþarfi". Og fyrir kemur aö manni gremst óskynsemin, eink- um þegar umsjónarmenn menning- arstofnana taka fáránlegar ákvarð- anir. Til dæmis hef ég aldrei skilið þegar leikhúsin taka til sýninga verk sem augljóslega henta lista- mönnum hússins illa. Besta dæmið - eða versta - er nokkurra ára gamalt - leikritið M. Butterfly í Þjóðleikhúsinu. Að taka það verk til sýningar án þess að eiga karlleikara sem gæti sýnst kvenlegri en nokkur kona var af- leit skyssa. Nýjasta dæmið er Bláa herbergið hjá Leikfélagi Reykja- víkur. Afsökunin fyrir því að taka það rýra verk til sýninga var að félagiö hefði átt leikara sem gætu skapaö þessar sundurleitu persónur og verið fyndnir um leið - og treyst sér til að leika það af nautn á litlu sviði, í nánu sam- bandi við áhorfendur. Má minna á Svaninn til samanburðar þar sem stórleikari vann með nær- göngular kröfur verksins um nekt af innsæi og snilld. Mikið vildi ég að ég gæti sagt eitthvað virkilega fallegt um bíó- myndir ársins af því þær eru nú um það bil það fáránlegasta sem ein smáþjóð getur farið út í, pen- ingalega séð. Ungfrúin góða og húsiö og Myrkrahöfðinginn glöddu augað oft að vísu en sem heild geiguðu báðar. Vit í vitleysunni Sem betur fer gengur hið fárán- lega oft upp þannig að þaö reynist rökrétt. Dæmi um slíkt á árinu er Salurinn í Kópavogi. I höfuðborginni hafa menn velt vöngum árum og jafnvel ára- tugum saman yfir þörfmni fyrir sér- stakt tónlistarhús og sér ekki fyrir endann á þeim veltum enn. í Kópavogi reistu menn hús á furðu stuttum tíma en gáfu sér þó tíma til að tryggja eins góðan hljómburð og aðrar aðstæð- ur til tónlistarflutnings og einu sinni er hægt að tryggja. Árangur- inn er hið yndislegasta hús sem góður andi flutti inn í um leið og það var tilbúið og sem vekur undr- un og fógnuð innlendum og erlend- um gestum. Salurinn hefur verið í stöðugri notkun allt árið og fengið* mikið klapp. Eindregnast sló í gegn þar dagskrá þremenninganna Jónasar Ingimundarsonar, guðföð- ur hússins, Sigrúnar Hjálmtýsdótt- ur og Bergþórs Pálssonar með lög- um Sigfúsar Halldórssonar. Þar runnu saman i eitt hið listræna og vinsæla. Nú höldum við niðri í okkur andanum því fram undan er ein- hver mesta menningarveisla sem um getur. Árið 2000 verður kátt í borginni og á landinu öllu! -SA Sýning Magnúsar Páissonar í Gallerí i8 nú á haustdögum vakti veröskuldaöa athygli. Óneitanlega einn af myndlistarviðburðum ársins. Áramót Silja Aðalsteinsdóttir Andri Snær Magnason rithöfundur: Hraustlegur Eyja- bakkagjörningur „Eyjabakkagjömingurinn þar sem 100 manns af öllu landinu bám grjót til að leggja í götu Landsvirkjunar stend- ur upp úr af menn- ingarviðburðum ársins í mínum huga,“ segir Andri Snær Magnason. „Fólkið festi þjóð- sönginn á jafn marga steina og orðin era. Stein- amir vora síðan lagðir með 100 metra millibili á þann stað sem reisa á stífluna við fyrirhugaða Fljóts- dalsvirkjun þannig að hvert orð fékk sérstakt vægi. Þetta var hraustlega gert. Það er oft kvartað yfir því að listamenn skírskoti ekki beint til sam- tímans, en þama reyndu þeir að hafa bein áhrif á þjóðfélagið." Andri Snær Magnason rithöfundur. Ragna Róbertsdóttir myndlistarmaður: Þrjár fallegar í i8 „Ég er búin að vera svo mikið á flakki á árinu að ég hef misst af mörg- um listviðburöum," segir Ragna Ró- bertsdóttir. „Þijár sýningar standa þó upp úr af þeim sem ég sá. Þetta vora sýning- ar Magnúsar Pálsson- ar, Kristjáns Guð- mundssonar og Finn- boga Péturssonar í Galleríi i8, allar mjög Ragna Róberts- fallegar. Af einstökum myndiist- listaverkum era mér armaöur- sérstaklega minnis- stæð verk Harðar Ágústssonar í Gerðubergi, en þau vora síðast sýnd á Kjarvalsstöðum fyrir mörgum árum. Ég var líka hrifm af snjósköflum Hrafnkels Sigurðssonar í Gerðarsafni. Verkið samanstendur af ljósmyndum af snjó sem mokað hefúr verið í haug. Þetta er flottur íslenskur veruleiki." Friðrik Þór Friðriksson Halldór Guðmundsson, útgáfustjóri hjá Máli og menningu: Lífsþróttur núlifandi skálda og ítök Laxness kvikmyndagerðarmaður: Ágætis byrjun Sigurrósar „Til að byija með vil ég minnast á brúðkaup vina minna, Sigrúnar Sigur- jónsdóttur og Halldórs Lárassonar, en þau giftu sig á nýárs- dag í fyrra,“ segir Friðrik Þór Friðriks- son. Af eiginlegum menningaratburðum finnst honum þrennt standa upp úr. „Tón- leikar Bjarkar Guð- mundsdóttur í Þjóð- leikhúsinu era sér- staklega minnisstæð- ir. Kvikmyndahátíðin síðastliðið haust var líka eftirminnileg og svo svo má ekki gleyma út- gáfú geisladisks hljómsveit- arinnar Sigurrós, Ágætis- byijun." Friörik Pór Friöriksson kvikmynda- geröarmaður. Halldór Guömunds- son útgáfustjóri: Bókaútgefendur þurfa ekki að hafa áhyggjur í 1 breytninni. fæst við bókaútgáfu svona á milli jóla og nýárs. Hún sannar að sem fyrr er bóka- og bókmenntaáhugi ótrúlega mikill meðal íslendinga, og reyndar hefur það komið fram hvað eftir annað á árinu," svarar Halldór Guðmundsson hjá Máli og menningu þeirri spurningu hvað hafi staðið upp úr hjá honum í menningar- og listalífi landsins á árinu sem nýverið kvaddi okkur. „Þannig var haldin stórvel lukk- uð bókavika í kringum alþjóða- bókadaginn í vor, og um líkt leyti sýndu leiksýningamar upp úr Sjálfstæðu fólki hvað verk Halldórs Laxness eiga enn mikil ítök í þjóð- inni. Af menningarviðburðum sem ég sótti sjálfur er mér þó minnisstæð- astur upplestur í Rotterdam; þar var haldin feiknastór alþjóðleg ljóð- listarhátíð, og eitt kvöldiö lásu þar fimm íslensk ljóðskáld, frá Diddu til Vilborgar Dagbjartsdóttur, yfir mörg hundruð manna sal. Fjöl- breytnin og lífsþrótturinn f íslensk- um bókmenntum er sem betur fer ein skýringin á öflugum bók- menntaáhuga þjóðarinnar, og með- an svo er þarf sá ekki að hafa áhyggjur sem baukar við bókaút- gáfu.“ *■ „Nýaf- staðin bóka- vertíð hlýt- ur að vera efst í huga þess sem V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.