Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2000, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2000 Jj"V fréttir Fjölskylda sem bjó í Njarðvík fékk óvæntan glaðning á dögunum: Fékk myndir úr fram- köllun eftir 21 ár - myndirnar fundust við tiltekt og bárust eigendum fyrir tilviljun „Já, þetta er alveg ótrúlegt. Þetta gerðist í siðustu viku og þá var liðið tæpt 21 ár,“ segir Ásthildur Ólafsdótt- ir, en fjölskylda hennar endurheimti á dögunum myndir sem fóru í framköll- un árið 1979 en Ásthildur var þá fjög- urra ára. „Við áttum heima í Njarðvík og þegar eldri systir mín varð sex ára var tekið fullt af myndum. Síðan fór mamma með filmuna ásamt nokkrum öðrum í framköilun í Hljómval en heyrði aldrei neitt meira og pældi ekkert í því. Siðan á dögunum hringdi vinkona hennar í hana og sagðist vera með myndir frá Hljómvali sem væru ansi gamlar en konan sem á Hljómval er gift frænda þessarar vinkonu mömmu minnar. Á myndunum er fólk úr fjölskyldunni og fullt af krökk- um, ansi hlægilegar myndir því fólk getur imyndað sér hvernig tískan var,“ segir Ásthildur. Að sögn Ástu voru eigendumir að Hljómvali, sem hafa verið með búðina í mörg ár, að fara yfir gamlar myndir og sáu að einn filmupokinn var merktur móður Ásthildar sem í dag- legu tali er nefnd Hanna Sigga. „Mamma mín heitir Jóhanna Sigríður og eigandinn vissi ekkert hvað varð um hana því við fluttum frá Njarðvík árið 1983. Hún reyndi að leita en fann enga Hönnu Siggu. En á myndunum sá hún börn og konu sem maðurinn hennar er skyldur og fór því með myndirnar heim til hennar og sagðist ekki finna eigandann og hún mætti því bara eiga þetta. Þetta var hins veg- ar vinkona mömmu minnar frá því við bjuggum í Keflavík og er enn. Vin- konan hringir því í mömmu, segir henni frá þessu og sendir þær svo norður á Hvammstanga. Þetta var því mjög óvæntur glaðningur," segir Ást- hildur. -hdm Hugleiða „Akureyrarinnrás“ DV, Akureyri: „Ég vil hvorki játa þessu né neita,“ segir Guðmundur Marteins- son, framkvæmdastjóri Bónuss, um það að fyrirtækið sé á leiðinni til Akureyrar og hyggist opna þar verslun í vor eða snemma sumars. Guðmundur játaði því hins veg- ar að Bónusmenn væru að hug- leiða að láta til sín taka í verslun- arrekstri á Akureyri að nýju. „Það er rétt að við höfum hugleitt þetta og skoðað ýmsa möguleika en enn sem komið er hefur ekkert verið ákveðið. Þetta mun skýrast á vor- b'nus dögum,“ sagði Guðmundur. Einhverjir muna það sjálfsagt að skömmu eftir 1990 opnaði Bónus verslun á Akureyri, í aðeins um 200 metra fjarlægð frá verslun KEA-Nettó á Gleráreyrum. Akur- eyringar hafa aldrei séð annað eins vöruverð og þá var í boði, stríðið milli verslananna var þvílíkt að vöruverð lækkaði á klukkustund- arfresti eöa oftar. Svo fór hins vegar eftir nokkra mánuði að Bónus gaf eftir og lok- aði verslun sinni. Af og til síðan hefur komið upp orðrómur þess efnis að Bónus væri á leiðinni norður aftur en því hefur jafnharð- an verið harðneitað af forsvars- mönnum fyrirtækisins þar til nú. Orðrómur er uppi þess efnis að Bónus hafi þegar tryggt sér 1500 fermetra húsnæði á ágætum stað á Akureyri og aðeins sé eftir að ganga frá formsatriðum áður en til- kynnt verður um að opnuð verði verslun í höfuðstað Norðurlands. -gk Uppnám í Ásaprestakalli í Skaftártungum: Séra Hanna María segir upp - gleymdi jaröarför „Ástandið hefur ekki verið gott. Annað vii ég ekki segja,“ sagði séra Haraldur Kristjánsson, prófastur í Vík í Mýrdal, um prestskap séra Hönnu Mariu Pétursdóttur í Ásaprestakalli i Skaftártungum en séra Hanna María réðst þang- að í prestskap 1996 eftir að hafa hrökklast frá störfum þjóð- garðsvarðar og prests á Þingvöll- um. Hanna Maria hefur sagt sig frá kjóli og kalli eftir heimsókn frá um- boðsmanni biskups og tekur afsögn hennar gildi um næstu mánaða- mót. Troöfull kirkja - eng- inn prestur Séra Hanna María mun hafa átt í erfíðleikum með að sinna prestsstarfi sínu svo og kennslu við grunnskólann á Kirkjubæjarklaustri sökum óreglu. Um þverbak keyrði þó þegar hún gleymdi að mæta í jarðarfor í Lang- holtskirkju í Meðallandi og prestslærður kirkjugestur þurfti að taka að sér að jarðsyngja með nokk- urra mínútna fyrirvara: „Ég hafði ákveðið að fylgja manni sem ég þekkti til grafar í Meðalland- inu en það endaði með því að ég þurfti að jarðsyngja hann sjálfur," sagði séra Hjörtur Hjartarson, prestur í Kópa- vogi. „Þegar ég kom á staðinn var kirkjan troðfull, rútur biðu fyrir utan, heitt kaffi og meðlæti í hliðarsal en enginn prestur," sagði séra Hjörtur. Óvenjulegt og ógieymanlegt Jarðarforin hafði verið auglýst klukkan 14 og þegar klukkuna vant- aði fimm mínútur í kom sendiboði aövífandi og tilkynnti organistan- um í Meðallandi að séra Hanna María væri veik og gæti ekki kom- ið. Að sögn séra Hjartar greip um sig skelfing í kirkjunni og allra augu beindust að honum þegar inn- ansveitarkona í kórnum hrópaði upp fyrir sig: „Séra Hjörtur er mættur ... séra Hjörtur er mættur!“ Það skipti engun togum, séra Hjört- ur klæddi sig í rikkilín og stólu og hóf að jarðsyngja hinn látna: „Sem betur fer þekkti ég manninn og bak- grunn hans og kláraði mig því í gegnum jarðarfórina. Þetta var bæði óvenjulegt og ógleymanlegt,“ sagði séra Hjörtur Hjartarson. Séra Hanna María Pétursdóttir hefur búið ásamt þremur börnum sínum á prestssetrinu að Ásum. Börnin eru öll á grunnskólaaldri og hafa sótt skóla að Kirkjubæjar- klaustri. -EIR Hanna María Pét- ursdóttir - enn á förum. Séra Hjörtur Hjartarson - jarð- söng óvænt. Ber víurnar í starfsmenn Eins og fram hefur komið í fjöl- ; miðlum þykja Kaupþingsmenn með | þeim snjöllustu á fjármálamarkaðin- |um og hafa komið í kring ýmsum viðskiptum sem hafa gefið fyrirtækinu vel í aðra hönd. Síðasta dæmið er söfnun og sala bréfa i Eim- skipafélaginu sem sögð er hafa fært bankanum sölu- hagnað upp á 450 milljónir króna. Starfsmenn Kaupþings þykja margir gulls igildi og sá orðrómur gengur á fjármálamarkaði Iað Bjarni Ármannsson, forstjóri FBA og fyrrum forstjóri Kaupþings, sem þekkir vel innanhússmál síns gamla fyrirtækis, bjóði nú grimmt í nokkra af helstu starfsmönnum Kaupþings. Enginn er annars bróðir í leik en þessi starfsmannaslagur er sérstaklega viðkvæmur vegna þess að Kaupþing og FBA eru að hluta til í sama húsinu... Ahyggjur Spurningar og svör eru meðal vin- j sælasta dagskrárefnis á öldum ljós- vakans þessa dagana og er hin sívin- sæla spurningakeppni Gettu betur farin af stað í út- : varpinu. Hlutskipti : dómara í þessari nafnfrægu keppni hefur ekki verið þakklátt í gegnum árin og skemmst að minnast tíðra upphlaupa sem átt hafa sér stað vegna keppninnar. Sandkorn hefur fregnað að nokkrir aðdáendur keppninnar séu nokkuð : áhyggjufullir þessa daganna þar sem þeim þykir dómarinn, Ólína Þor- varðardóttir, ítrekað hafa orðið ber ; aö röngum svörum. Vitna þeir m.a. til þess að hún hafi tjáð alþjóð að Apolló 2 hefði fyrst geimfara komið til tunglsins þrátt fyrir að flesta minni að það hafi verið Apolló 11 með þá Neil Armstrong og félaga 1 innEmborðs... Dóri stjóri Þeir sem nenna að fylgjast með þessari keppni segja meintar rangfærsl- ur Ólínu hafa verið fleiri. Urðu þær kunningja Sand- korns tilefni í eft- irfarandi limru: Af Draupnl fást heilmargir hringar, og Apolló annar er geimfar. En samt er hann Dóri enn Landsbankastjóri þó Ólína hald'ann sé annar. Hljóðritun? í dag heldur nefnd um aukinn hlut | kvenna í stjómmálum námskeið fyr- ir þingkonur sem nefnist Alþingi er sett. Þar verður meðal annars fjallað um hvaða þýð- ingu fjölmiðlar | hafa fyrir stjómmálafólk, skoðuð sú mynd sem - fjölmiðlar draga upp af konum í stjórnmáb" um o.fL. Ein spuming sem leitað verður svara við er: Hver er réttm- fólks sem kemur fram í fjölmiðlum j og hvernig er hægt að tryggja að rétt j sé haft eftir? Blaða- og fréttamenn hafa yfirleitt notað hljóðupptökur af samtölum við stjórnmálamenn til að tryggja að rétt sé eftir haft. En nú hefur Alþingi sett stein í götu þeirra með nýjum fjarskiptalögum þar sem þess er krafist að tilkynnt sé um hljóðupptöku í upphafi samtals. Verður sjálfsagt forvitnUegt að fylgj- ast með boðskap námskeiðshaldara í þessum efnum og viðbrögöum þing- kvenna sem samþykktu lögin... Umsjón Haukur L. Hauksson Netfang: sandkom @ff. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.