Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2000, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2000, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2000 57 yfirleitt ekki,“ hvíslar breskur blaðamaður. „Mínir menn gerðu ekki það sem fyrir þá var lagt,“ sagði Guð- jón. Hann bætti því við að leik- menn Millwall hefðu leikið mjög gróft - tæklað með takkana á und- an sér. „Ertu að segja að liðið hafi spilað óheiðarlega?" spurði einn blaðamaður. „Nei, alls ekki. Leik- menn léku einfaldlega upp að því marki sem dómarinn leyfði þeim.“ „Hefur þú aðallega áhuga á skandinavískum leikmönnum?" spurði einn. „Nei, en ég hef hins vegar fundið leikmenn þar,“ svar- aði Guðjón og kvaðst enn vera að leita. Vandinn væri bara sá í Bretlandi að fáir góðir leikmenn væru lausir .á góðu verði. „Veist þú nokkuð um góðan leikmann fyrir mig hér?“ spurði Guðjón og brosti, ekki síst með augunum eins og hann gerir gjarnan. Nú hlógu allir og and- rúmsloftið léttist mjög. íslenski þjálfarinn er greinilega ófeiminn við að láta Ijós sitt skína fyrir breska. Nú var komið undir kvöld. Guðjón hélt heim til Stoke með leikmönnum sínum. Hann ætlaði að hitta DV-menn á sunnudegin- um og á morgunæfingu liðsins á mánudag. r A fagurbláum Range Rover Frá London til Stoke er ekki óþægileg og rétt um tveggja og hálfs klukkustundar lestarferð í þægilegum sætum þar sem hægt er að fá að borða. Þaðan liggja veg- Guðjón horfír yfir leikmanna- hópinn sinn í morgunsólinni. Svipurinn á honum er eins og hann vilji segja: „Þetta eru strákamir minir.“ En svo segir hann: „Það er svo skrýtið með þessa stráka að það er eins og þeim hafi alltaf verið sagt að þeir geti ekkert í fótbolta - þeir hafi bara verið barðir áfram. Það eru sextíu stig eftir í pottin- um, tuttugu leikir. Ef við fáum 2 stig að meðaltali í hverjum leik þá erum við í góðum málum og get- um orðið í tveimur efstu sætunum til að komast upp úr deildinni án þess að fara í umspil. Við erum með 47 stig núna. Ef við fáum 40 í viðbót náum við takmarki okkar,“ segir Guðjón. Á mánudagskvöldinu „leit hann á“ sænskan center frá Malmö FF - leikmann sem hann var að spá i að kaupa. „Þetta er svartur boxari, dálítill rurnur," segir þjálfarinn. Blaða- maður tekur undir að slíkt komi sér ekki illa í allri hörkunni í þriðju bestu deildinni í Bretlandi. „Það er ekki annað hægt að segja en að það sé brjálað að gera hjá manni í vinnunni. Ég er hér á Britannia frá 9-5 á daginn og síð- an tekur gjarnan fleira við á kvöldin," segir hann. Síðustu fráttir Á þriðjudagskvöldið sigraði lið Stoke Blackpool í AWS-bikar- keppninni svokölluðu. Liðið er því nú aðeins þremur leikjum frá því að komast á Wembley í bikar- keppni neðri deildar liða í Bret- landi. Þetta var sjötti sigurleikur Guðjóns í átta síðustu leikjum í Bretar, íslendingar, írar, Svíi, Norðmaöur og Bermúdamaöur skipa leik- mannahóp Stoke City. DV-mynd Óttar ir til allra átta. Til Manchester er t.a.m. einungis 40 mínútna lestar- ferð. Á sunnudeginum kemur Guðjón upp á hótel í Stoke á fagurbláum Range Rover með hvítum leður- sætum og ekur með DV-menn um iðnaðarborgina Stoke on Trent í Staffordskíri. Þar búa um 400 þús- und manns. í borginni er annaö knattspyrnulið, Port Vale, sem leikur í næstu deild fyrir ofan. Á morgunæfingunni er farið á glæsilegan leikvanginn, sem stendur í borgarjaðrinum. Hann rúmar 28 þúsund manns, allt í sæti. Allt frá því að gengið er inn um aðalinngang að skrifstofum og búningsherbergjum Stoke á Britannia er alveg ljóst hvað það er sem svífur yfir vötnum - andi Guðjóns Þórðarsonar. Við hittum hann úti á velli. „Félagið sjálft á 49 prósent í leik- vanginum. Britannia og aðrir eiga hitt,“ segir Guðjón og bendir á að aðalatriðið sé ekki að eiga leik- vanginn sem leikið er á. „Menn hér eru búnir að vera að leita að æfingavelli fyrir okkur frá því fyr- ir áramót. Ég er nú orðinn dálítið þreyttur á að bíða lengur eftir því,“ segir Guðjón. Hann er með létta morgunæf- ingu á mánudeginum, bara til að fá mjólkursýruna úr leikmönnum og láta þá teygja og liðka sig. Mönnum veitir heldur ekki af hvild því erfiður bikarleikur er í Blackpool daginn eftir. Leikmenn- irnir fara í „fótboltatennis". Þar er hópurinn blandaður, Bretar, írar og Islendingar, Norðmaður, Bermúdamaður og Svíi. deild og bikar. Þetta er greinilega allt að koma hjá okkar manni í Stoke - að ógleymdum Brynjari Bimi, Sigur- steini Gíslasyni og Einari Þór Daníelssyni. Þeim siðasttalda virðist þó ekki ganga eins vel og væntingar stóðu til í upphafi. Á fimmtudag lá fyrir að sænski box- arinn yrði ekki leikmaður Stoke en þjálfarinn sagði að áfram yrði haldið að leita. Aðalatriðið er að þrátt fyrir tap í London á laugardag voru bæði leikmenn og Guöjón fullir sjálfs- trausts gagnvart framhaldi fót- boltavetrarins - ekki sist því að komast upp um deild sem er aðal- markmiðið. Það er vor á Britannia-leik- vanginum og í borginni Stoke on Trent. Menn eru fullir sjálfs- trausts. Áhorfendum er að fjölga og andinn góður. í dag, laugardag, verða 40 ís- lendingar á Britannia-leikvangin- um þegar Stoke-strákarnir taka á móti Burnley. Það lið er einnig of- arlega í deildinni. Þar verður því ekkert gefið eftir. Ekki frekar en í neinum öðrum leik. Því er greini- lega best að hafa alltaf í huga orð Guðjóns Þórðarsonar: „Ég er aldrei bjartsýnn - maður verður að halda sig á jörðinni." Þetta er umhverfi Skagamannsins sem er með sjálfstraustið í lagi - og trúna á sjálfan sig og strákana sína. Þetta er maðurinn sem Stoke ber virðingu fyrir - Skagastrákurinn sem gjarnan er nefndur maður orða sinna. Andi sjálfstrausts frá íslandi er farinn að svífa yfir vötnum á Britannia-leikvangin- um í Stoke on Trent. -Ótt I Graham Kavanagh: Ég hélt að Brynj- ar væri að deyja „Eg hef aldrei nokkum tím- ann vitað um þjálfara sem er eins mikill kunnáttumaður um mannslíkamann og Guðjón Þórðarson. Mér fannst dálítið skrýtið fyrst að fá þjálfara sem talaði ensku með hreim,“ segir hinn grásprengdi Graham Kavanagh, 26 ára, miðvallar- leikmaðurinn trausti hjá Stoke. I„Já, það er rétt, ég er frá ír- landi, besta landi í heiminum," segir Kavanagh sem var í nokk- ur ár á mála hjá Bryan Robson, knattspymustjóra Middles- borough. „Mér fannst fyrst skrýtið að þurfa jafnvel að æfa tvisvar á dag,“ segir írinn um þann tíma sem liðinn er frá því að Guðjón Þórðarson tók við i nóvember. „En þetta venst. Guðjón hefur mikið sjálfstraust og er að auka þol okkar og bætir líkamlegt ástand. Hann er ákveðinn i að allir leggi sig fram, hann er mjög vel skipulagður og veit óhemjumikið um knattspymu," segir Kavanagh sem var keypt- ur til Stoke fyrir 500 þúsund pund, um 60 milljónir íslenskra króna. En hvernig líst íranum vinnusama á íslensku leik- mennina hjá Stoke? „Brynjar er að komast í betri æfingu. Það er mikil harka í þessari deild. í leiknum á móti Preston (sem var sýndur á Sýn) leit ég undir lok leiksins fram- an í Brynjar sem var stutt frá mér. Andlitsdrættir hans voru þannig að ég hélt að hann væri að deyja,“ segir Kavanagh og glottir. „í framlengingunni í bikarleiknum á móti Oldham var þetta svipað hjá honum. En þetta er allt að koma hjá Brynj- ari núna. Hann er mjög sterkur leikmaður," segir írinn. Gavin Ward: Eigum að komast upp Gavin Ward er Breti, stóri strákurinn sem ver markið í Stoke. Hann var síðast með Eiði Smára Guðjohnsen, Guðna Bergssyni og Birki Kristinssyni í Bolton. „Það eru fínir strák- ar,“ segir Ward sem einnig var hjá Aston Villa, West Bromwich Albion og Leicester. „Ég sé ekki hvers vegna við ættum ekki að verða í tveimur efstu sætum í deildinni i vor,“ segir Ward. „Við áttum alveg Ískilið að ná jafntefli í leiknum gegn Millwall. En það er erfitt að leika þarna. Þetta var mikill leikur," sagði Ward. Hann segir að Brynjar Björn Gunnarsson sé líkamlega sterk- ur. „Hann kemur vel til hjá okkur. Steini (Sigursteinn Gíslason) er karakter en Einar Þór segir ekki rnikið." -Ótt Sunnudagareru fjölskyldudagar Kringlan er opin á sunnudögum og þar finna allir í fjölskyldunni eitthvaö við sitt hæfi. FLESTAR VERSLANIR frá kl. 13.00 - 17.00 STJÖRNUTORG skyndibita- og veitingasvæöiö frá kl. 11.00-21.00 alla daga. Aörir veitingastaðir og Kringlubíó eru meö opið fram eftir kvöldi. /CkO\ö((PJ\ P fl R 5 E MJ fl R T fl Ð 5 L RR UPPLÝSINGnSfMI 5 8 B 7 7 B B SKRIFSTOFIISlMI 5GB 9 2 0 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.