Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2000, Blaðsíða 22
LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2000 IjV Ik Ekki af baki dottin - DV fylgist með hræddum knöpum á námskeiði Sigrún Sigurðardóttir tekur að sér að kenna fólki sem af einhverjum ástæðum er hrætt við að fara á hestbak að öðl- ast sjálfstraust á ný. „Ástæðurnar fyrir því aö fólk kemur til mín eru margvíslegar. Sumir hafa hvekkst við einhver óhöpp, aðrir eru að taka upp þráð- inn eftir langt hlé eða vilja ná betra sambandi við hestinn sinn. Ég geng hins vegar út frá því í kennslunni að fólk sé taugaóstyrkt og umgengst það og hestana þess í samræmi við það.“ Eitthvað á þessa leið lýsti Sigrún Sigurðardóttir reiðkennari nám- skeiðum sem hún heldur og hafa það markmið að losa fólk við ótta við að sitja á hestbaki. Nú lægi beint við að halda að besta ráðið til að forðast óþægindi fyrir þann sem er hræddur við útreiðar væri að fara einfaldlega ekki á hestbak. Mál- iö er ekki svo einfalt. Margir eiga hesta sem þeir vilja kynnast betur. Fólk vill geta tekið þátt í þvi fjöl- skyldusporti sem hestamennska er mjög oft. Kennslan stendur i klukkutíma í senn og fer fram innandyra í ein- hvers konar bragga eða húsi í Víði- dal sem stendur við C-tröð. Sigrún hefur staðið fyrir slíkum námskeið- um í nokkur ár og aðsókn er jafnan góð. Sigrún er reiðkennari og hesta- maður með áratuga reynslu að baki. Blaðamaður DV fékk að fylgjast með einu sliku námskeiði hjá henni í vikunni. Hætt að segja jæja, stelpur Þátttakendur voru alls sjö, sex konur og einn karlmaður. Sigrún kennari segir konur að jafnaði fleiri og getur sér þess til að skýringin geti falist í því að þær eigi auðveld- ara með aö viðurkenna ótta sinn en karlmenn. Karlmaður sem verður ragur á hestbaki fær sér annan hest. Arinbjöm Vilhjálmsson er full- trúi karlmanna í þessum hópi og segist aðspurður ekki vera sérstak- lega hvekktur en vera alger byrj- andi í hestamennsku og hefði talið þetta ágæta byrjun því Sigrún væri góður kennari. Hann er þarna mættur með merina Hulu og vill nota námskeiðið til að kynnast henni betur. „Ég er feginn að Sigrún er farin að hvorugkenna okkur og segja þið i staðinn fyrir að segja alltaf: Jæja stelpur." Það er beðiö um stund eftir því að námskeiöiö geti haflst því eina kon- una vantar. Nemendur standa í litl- um hóp með hesta sína tilbúna og fondra viö reiötygi eða reyna að ná tilfinningasambandi við dýrið með því að strjúka því um snoppuna eða andlitið eða hvað þetta nú heitir sem hestar hafa framan í sér. Það er svo einkennilegt með hesta að þegar þeir verða loðnir og lubbalegir á veturna þá sýnast þeir enn minni en þeir raunverulega eru. Manni getur hæglega fundist að það sé hægt að taka hest undir höndina og skáka honum til. Svo er þó ekki. Lögfræðingurinn mætir Svo kemur konan sem vantar og maðurinn hennar, lögfræðingurinn, með henni og þau eru með nýjan hest handa konunni að æfa sig á. Lögfræðingurinn þarf auðsjáanlega enga æfingu. Hann er í hæfilega snjáðum reiðstígvélum og ákaflega reffilegur í öllu þessu tvídi eða hvað þetta nú er sem alvöruhestamenn klæðast. Hann teymir grádrapplit- aðan hest sem stjáklar af óþolimæði meðan eigandinn rekur ættir hans fyrir Sigrúnu kennara. Ég held reyndar að þessi litur heiti mósótt- ur. Nemendur eru beðnir að stíga á bak. Það segir Sigrún að þurfi að gerast einkar varlega og leggur sínu fólki sérstakar lífsreglur um með- ferð á písk. Hún er í miöri setningu þegar bæði menn og skepnur hrökkva við hart því sá mósótti tek- ur því illa þegar sest er á bak hon- um. Hann stekkur hart út undan sér og slær í leiðinni bylmingshögg í þilið svo undir tekur í húsinu. Kon- an hrekkur þegar í stað frá en lög- fræðingurinn eiginmaður hennar hangir í taumnum. Það verður uppi fótur og fit. Sig- rún lætur lögfræðinginn setjast á þann mósótta og ríða nokkra hringi. Það kemur á daginn að hann hlýðir taumhaldi lögfræðingsins ágætlega en mun vera aðeins sjö vetra gamall og óvanur aðstæðum eins og þess- um. „Hver er á Benz héma fyrir utan?“ segir önugur hestamaður sem kemur i dymar. Lögfræðingur- inn skutlast af baki og hleypur út til að færa drekann. Eftir töluvert hljóðskraf þeirra hjóna ákveða þau áð fara af staðnum bæði saman ásamt þeim mósótta. Konan þorir alls ekki á bak honum eftir þetta. Ég heyri út undan mér að þetta muni vera algengt fyrirbæri. Eiginmenn meö metnað fyrir hönd sinna kvenna og sinna hrossa kæra sig ekki um að þær luntist á almanna- færi á einhverjum ættlausum, dáð- lausum memm. Mín kona skal vera vel ríðandi, hvort sem hún þorir það eða ekki. Svo fara allir á bak og ríða fetið hringinn í húsinu. Sigrún stendur i miðjum hringnum og það er auð- heyrt á mæli hennar að hún er eng- inn viövaningur í þessu. Nemendur er hvattir, þeim hrósað eða sett ofan í við þá eftir atvikum. Lenti utan í fjósvegg Ég tek Þóru Björk Harðardóttur tali en hún situr á Strák sínum og segist vera vön hestakona en vera komin á þetta námskeið til að ná úr sér skrekk sem hún fékk eftir að hestur henti henni utan í íjósvegg austur i sveitum. „Ég var í æfingum mjög lengi á eftir og gat ekkert farið á bak. Þetta var óþægileg reynsla og það situr enn skrekkur í mér. En mér finnst ég vera að koma til og er farin að ríða sjálf ofan úr hesthúsi og hing- að.“ Þóra var að prófa hest sem hún var að hugsa um að kaupa þegar óhappið varð. Hesturinn rauk af stað með hana um leið og hún sett- ist í hnakkinn og þau enduðu utan í fiósveggnum sem kostaði Þóru slæmt fótbrot. Varla þarf að taka fram að ekki varð af viðskiptunum. Þóra á þannig að baki svipaða reynslu og nokkrar aðrar konur í hópnum. Þær hafa dottið af baki, sumar illa, þó ekki hafi hlotist af al- varleg meiðsli. En við þetta verður stundum trúnaðarbrestur milli manns og hests og hann þarf að bæta. Sleppa hægri fæti Nemendur eru nú látnir æfa sig í að ríða fetið og losa annan fótinn í einu úr ístaðinu og finna ístaðið aft- ur á ferö. Síðan er einn og einn lát- inn taka sig út úr röðinni og stjóma hestinum í þröngan hring. Allt þetta vinnur að þvi að auka öryggi knapanna og æfa þá í að stjóma hestinum. Sigrún gefur þeim einnig ábendingar um það hvemig látæði hestanna gefur til kynna líðan þeirra og hvort þeir eru spenntir eða ekki. Allt þetta getur verið gott að vita áður en lagt er af stað. Síðan er skipt um hring og riðið tölt eða brokk rangsælis í skemm- unni og nú eru menn hvattir til þess að slá undir nára og taka gæðinga sína til kostanna á harðtroðnu tað- inu sem þekur gólfið og hestamir bæta jafnt og þétt á. Þetta gengur ágætlega en þó hnýtur einn hestur- inn skyndilega og knapinn veltur af baki. Þetta þykir talsverðum tíðind- um sæta en knapinn missir alls ekki móðinn heldur prflar ótrauð á bak aftur og reynir eftir megni að þrífa af sér skítablettina. Þaö er greinilegt að traustið fer vaxandi í skemmunni, bæði það traust sem knapi og hestur bera hvor til annars og ekki síöur það traust sem nemendur bera til kenn- arans og öfugt. Það hlýða líka flest- ir því sem þeim er sagt, bæði hestar og menn. Að faðma hest Námskeiðinu lýkur með dirfsku- fullum æfingum þar sem nemendur sleppa taumnum lausum og sitja á hestinum án taumhalds. Hestarnar fara að visu aðeins fetið en þetta er glæfrareið á mælikvarða flestra þátttakenda. Síðan eru menn látnir teygja frá sér hendurnar á víxl, setja þær fram og upp og í rauninni baða út öllum öngum. Þetta þjálfar víst bæði hesta og menn þó þetta sé ef til vill ekki tilkomumikil reið- mennska. Að lokum stöðva aflir reiðskjóta sína og gera saman teygjuæfingar. Þær felast einkum í að teygja DV-myndir Teitur vinstri hönd í vinstra eða hægra ístað, halla sér fram á makkann á hestinum og taka utan um hann eða halla sér aftur í hnakknum. Það er ákveðin upplifun að faðma að sér hest. Þeir lykta öðruvísi. Síðan er stigið af baki og kvaðst með virkt- um. Fyrir utan bíða óþreyjufullir nemendur eftir ráðgjöf Sigrúnar. Þetta eru útskrifaðir nemendur af hræðslunámskeiðum frá fyrra ári sem nú eru mættir á framhaldsnám- skeið. Þeir eru aldeilis ekki af baki dottnir frekar en við hin. -PÁÁ Mjög miklivægt er aö byggja upp trúnaöarsamband milli manns og hests. Brosmildur knapi situr á brosandi hesti. Jafnvægisæfingar eins og þær aö ríöa fetiö meö aðra höndina út í loftið eru nauösynlegur þáttur í námskeiöinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.