Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2000, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2000 33 "V Útlönd_________________________________________________ Forsætisráðherrafrú Kambódíu: Grunuð um morð a ástkonu eiginmannsins Kambódíska leikkonan Piseth Pelika var skotin til bana í júlí síð- astliðnum. Nú bendir allt til að for- sætisráðherrafrú Kambódíu hafi pantað morðið. Leikkonan hafði nefnilega í marga mánuði staðið í eldheitu ástarsambandi við Hun Sen forsætisráðherra. Piseth Pelika er sögð blanda af Díönu prinsessu og Monicu Lewin- sky. Hún var elskuð og dáð af þjóð- inni. En hún var einnig ástfangin af valdamesta manni landsins. Fallegasta leikkona og söngkona landsins varð fyrir hálfu ári aðal- persónan i hneykslismáli sem fjall- ar um völd og morð, kynlíf og af- brýði, ágirnd og frægð. Meðal annarra persóna i sögunni, sem hefur nánast þróast í sápuóp- eru og hryllingsmynd, er ástsjúkur forsætisráðherra, forsætisráðherra- frú hvít af reiði og afbrýði, veik- geðja lögreglustjóri og sennilega tveir leigumorðingjar. Syrgjandi ættingjar Peliku Piseth sem lést eftir skotárás á markaöi í Phnom Penh síöastliöiö sumar. Grunur ieikur á aö forsætisráðherrafrú Kambódíu hafi fengið leigumoröingja til aö ryöja leikkonunni úr vegi. Símamynd Reuter Uppnám meðal þjóðarinnar Andlát Piseth Pelika hefur valdið svo miklu uppnámi meðal kam- bódísku þjóðarinnar að það er álita- mál hvort hún lítur dauða hennar eða þjóðarmorð rauðu khmeranna sem stærsta glæpinn sem framinn hefur verið í landinu. Piseth Pelika dó nefnilega ekki af eðlilegum orsökum. Hún var tekin af lifi, skotin til bana í hefndar- skyni. Margt þykir nú benda til að Bun Rany, eiginkona forsætisráð- herrans, hafi fyrirskipað morðið. Þegar nokkrum klukkustundum eftir að Pelika var skotin á markaði 6. júlí síðastliðinn í Phnom Penh ríkti þjóðarsorg í Kambódíu. Þús- undir Kambódíumanna komu úr öllum héruðum landsins til þess að vaka og biðja fyrir utan sjúkrahús- ið þar sem hin heittelskaða stjarna lá milli heims og helju í nokkra daga áður en hún lést. Við bálför Peliku viku seinna komu jafnvel fátækir betlarar með fórnargjafir að bálinu. Fjöldi manna tók sér frí frá störfum til að vera við útförina. Keypti hús og bíl handa ást- konunni Þá þegar var orðrómur kominn á kreik um að hátt- settir aðilar tengd- ust morðinu. í bæn- um Ta Khmao, fyrir sunnan Phnom Penh, þar sem Hun Sen hefur aðsetur, var það á allra vit- orði að forsætisráð- herrann hafði keypt hús handa hinni frægu ástkonu sinni nálægt sinni eigin glæsivillu. Nokkur hug- rökk stjórnarandstöðublöð höfðu þegar ymprað á þeirri skoðun al- mennings að það hefði verið Bun Rany sem fyrirskipaði morðið á Peliku. Ríkissaksóknarinn, sem enn rannsakar morðið, vísaði á bug öll- um grunsemdum gegn forsætisráð- herrahjónunum. Málið virtist smátt og smátt ætla að falia i gleymsku í spilltu réttarkerfinu í Kambódíu. Sprengifimar dagbókarsíöur En þá sprakk sprengjan. Pelika hafði skrifað dagbók á meðan á ást- arsambandi hennar og forsætisráð- herrans stóð og einnig eftir að því lauk. I dagbókinni greinir leikkon- an fyrst frá eldheitri ást sinni á for- sætisráðherranum og leynifundum þeirra. Síðan skrifaði hún um ótta sinn við afleiðingarnar af hinu hættulega sambandi. Samkvæmt dagbókinni var fyrsta stefnumótið 18. ágúst 1998. Pelika þorir i fyrstu ekki að nefna nýjan Eiginkonan lokaði banka- reikningnum En utanhjónabandshamingju Peliku lauk í apríl þegar Bun Rany komst að sambandinu og krafðist þess að endi yrði bundinn á það. Með brostið hjarta sk.rifar Pelika síðan um hvernig hún hafi þurft að afhenda forsætisráðherrafrúnni hús sitt og bílinn sem forsætisráðherr- ann hafði keypt handa henni. Pelika uppgötvaði einnig að Bun Rany hafði látið loka bankareikningi með 200 þúsund dollurum sem Hun Sen hafði stofnað í nafni ástkonu sinn- ar. Hjartasorg kvikmyndastjörnunn- ar breyttist smátt og smátt í ótta við hina bálreiðu forsætisráðherrafrú og það augsýnilega ekki að ástæðu- lausu. Ríkislögreglustjórinn varaði leikkonuna við í dagbók Peliku stóð meðal ann- ars: „Mánudaginn 10. mai klukkan 9.15 hringdi ríkislögreglustjórinn, Hok Lundy, og bað mig að koma á sinn fund því að hann ætlaði að segja mér svolítið. ... Hann sagði að ég yrði að flýja til annars staðar um skeið af því að ... Bun Rany væri mjög reið og hefði í hyggju að drepa mig.“ Tveimur mánuðum síðar lá Pelika særð til ólífis á markaðnum f Phnom Penh. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Sam Rainsy á að hluta til þátt í því að dagbókarskrif Peliku urðu opinber. En áður en dagbókinni var smyglað út úr Kambódíu var hún rannsökuð nákvæmlega af óháðum Kambódíu- sérfræðingi, Steve Heder, sem starfar við stofnun Austurlanda og Afríku í London. Heder hefur lýst því yfir opinberlega að hann sé sannfærður um að dagbókarsíðurn- ar sprengifimu hafi verið ritaðar af Peliku Piseth. Ófær um ástarsamband eftir botlangaskurö Síðastliðið haust birti franska vikuritið L’Express söguna um dag- bók Peliku ásamt eldheitu ástarljóði sem Hun Sen var sagður hafa ort til ástkonu sinnar. Greinin vakti gríð- arlega athygli og hörð viðbrögð. Forsætisráðherrahjón Kambódíu létu ráðgjafa sinn vísa öllum ásök- unum á bug. Ráðgjafinn, Yentieng, benti á það í skriflegri yfirlýsingu að forsætisráðherrann hefði alls ekki verið fær um kynferðislegt samband í ágúst 1998 þar sem hann hefði á þeim tíma verið ófær um slíkt eftir botnlangaskurð mánuði áður. Yentieng viðurkenndi reyndar að Hun Sen væri höfundur ástarljóðs- ins. Hann vísaði því hins vegar á bug að það hefði verið ort til Peliku. Hok Lundy ríkislögreglustjóri harð- neitaði einnig að hann hefði átt fund með forsmáðu leikkonunni til að vara hana við reiði Bun Rany. Málið þagað í hel Nú velta menn því fyrir sér hvernig málið muni þróast. Hun Sen og Bun Rany hótuðu að lög- sækja L’Express. Fjölskylda Peliku, sem flúði frá Kambódíu, fullyrðir að hún hafi ýmsar aðrar sannanir fyr- ir tengslum forsætisráðherrahjón- anna við morðið. Dagbókin og ástarljóð Huns Sens eru nú vel geymd í bankahólfi í Par- ís. í Kambódíu, þar sem fólk er dag- lega skotið af minna tilefni, hika fjölmiðlar við að fjalla um málið. Yf- irvöld þegja um nýjustu afhjúpan- irnar. Lönd, sem veita Kambódíu fjárhagsaðstoð og ýmsar stofnanir hafa heldur ekki sýnt mikinn áhuga á að ræða málið. Byggt á Jyllands-Posten o.fl. elskhuga sinn með nafni. Hún kall- ar hann bara „manninn“. í lok árs- ins er leikkonan farin að skrifa nafn elskhugans og fljótlega eftir það skrifar hún: „Minn elskaði Sen“. í upphafi ársins 1999 skrifar Pelika: „Eitt sinni hitti ég minn ástkæra Sen á núðluveitingastað í Ta Khmao án þess að nokkur vissi. Seinna hitti ég hann þegar við prufu- keyrðum nýjan bíl míns elskaöa Sens.“ Pelika skrif- aði einnig: ,,Ó, elskaði Sen. Þú sagðir að þú ——1--------------- værir hamingju- samur yfir aö hafa unnið bæði hjarta mitt og líkama. Ég yrði einnig hamingju- söm ef þú hugsaðir um mig og gætt- ir mín að eilífu.“ Erlent frétta- Hun Sun, forsætisráðherra Kambódíu, á baki fíls við vígslu dýragarös í Phnom Tamao nú í vikunni. Símamynd Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.