Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2000, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2000, Blaðsíða 33
32 helgarviðtalið LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2000 lö'W 13"V LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2000 Welgarviðtalið « au tlðindi bárust í vik- unni að Jóhann Páll Valdimarsson, útgáfu- stjóri Forlagsins og yf- irmaður markaðssviðs Máls og menningar og Forlagsins, hefði verið ráðinn sem fram- kvæmdastjóri Genealogia Island- orum, eða Genis, sem er styttri út- gáfa af nafni fyrirtækisins. Ráðning Jóhanns vakti athygli þar sem Genis virtist hafa verið stofnað með önnur markmið í huga en almenna bókaútgáfu en Jóhann er einn þekktasti bókaút- gefandi landsins, alinn upp í fag- inu hjá foður sínum, Valdimar í Iðunni; tók við framkvæmda- stjórastarfinu þar af honum, stofn- aði síöan sína eigin bókaútgáfu, Forlagið, 1984, seldi meirihluta hennar til Máls og menningar sex árum síðar og hefur í því sam- starfi haft sjálfstæði í útgáfu og hefur marga af fremstu rithöfund- um þjóðarinnar á sinum snærum. En á síðustu dögum hefur kom- ið í ljós að hluti af starfsemi Gen- is verður mikil útgáfa á sviði ætt- fræði, auk þess sem fyrirtækinu er ætlað að gefa út bækur fyrir al- mennan markað, enda segir Jó- hann að ástæðan fyrir þvi að hann hafi tekið þessu atvinnutil- boði sé að þar bjóðist honum að byggja upp útgáfu fyrir almennan markað með höfundum sem hann hafi verið svo lánsamur að vinna með í gegnum tíöina. Baktería sem ég losna aldrei við „Útgáfustarf er líf mitt og yndi og augljóslega baktería sem ég losna aldrei við,“ segir Jóhann og bætir því við að á meðan hann eigi þess kost að vinna með jafn góðum höf- undum og raun ber vitni síðustu 26 árin muni hann halda sig við bóka- útgáfu. „Ég er fæddur inn í bókaútgáfu og allt mitt uppeldi snerist um hana. Heimilislífið einkenndist mjög af umræðu um bækur og bóka- útgáfu. Ég var bara smápjakkur þegar ég fór að afgreiöa í forlags- versluninni þar sem ég hlýddi á um- ræöur um bækur allan daginn. Ég tileinkaði mér alla frasana um bæk- umar og stóð þama smágutti sem náði varla upp á afgreiösluboröið og talaði mjög fjálglega um verkin - rétt eins og hálærður bókmennta- fræðingur." Þegar Jóhann er spurður hvort hann hafi ekki þótt heldur rogginn með sig, svarar hann því neitandi og segir að það hafi einmitt verið svo merkilegt að menn hefðu verið tilbúnir til að hlusta. Kannski vegna þess að foreldrar hans, Ing- unn og Valdimar, hefðu snemma kennt honum að upplýsingar af þessu tagi hefðu mikið að segja í bókavali kúnnans. „Það var merki- legt hvað fólk tók mark þessum strákgutta," segir Jóhann, „en ég fylgdi alveg frá upphafi þeim ráðum foreldra minna að reyna alltaf að ráða fólki heilt; reyna alltaf að átta mig á því fyrir hvaða fólk var verið að kaupa bók; hvert áhugasviðið væri, því þannig byggði maöur upp traust viðskiptavinanna. Þeir yrðu ánægðir með þær bækur sem þeir keyptu og kæmu þar af leiöandi aft- ur og aftur. Eftir því sem áratugimir líða finnst mér að þessum þáttum hafi hrakað í bókaverslun hér á landi. Afgreiðslufólk er almennt ekki nógu vel upplýst og ekki nægilega með- vitað um ábyrgö sína þótt auðvitað fmnist dæmi um hið gagnstæða." Ætlaði að leggjast í flakk Það var í nóvember sem Jóhann Páll sagði lausu starfi sínu sem yfir- maður markaðssviðs Máls og menn- ingar og Forlagsins, ákveðinn í að einbeita sér að sjálfu útgáfustarfi Forlagsins. „Þetta var liður í þeim breyting- um sem ég hef verið að gera á lífi mínu að undanfomu,“ segir hann. „Við Guðrún, konan mín, seldum einbýlishúsið okkar í Skerjafirði til að skapa okkur fjárhagslegt svig- rúm og hugsunin var sú að leggjast í stóraukin ferðalög og umfram allt að næra andann. Ég ætlaði að hlúa miklu betur að sjálfum mér sem ein- staklingi. En síðan gerist það síðustu vik- una fyrir jól að ég er boðaður á fund meö forsvarsmönnum Genis. Þeir bjóða mér að taka við framkvæmda- stjóm fyrirtækisins. Ég svaraði því Eg mun fara í þetta starf af lífi og sál og að sjálfsögðu verða andvaka yfir velferð fyrirtækisins. Það er einfaldlega mitt eðli. til aö ég hefði allt annað á prjónun- um og sagöist ætla að hægja á mér og fara að einbeita mér að sjálfu út- gáfustarfinu. Þeir sögðu strax að þeir myndu fagna því að ég renndi fleiri stoðum undir fyrirtækið og vildu að ég færi í sem öflugasta bókaútgáfu sem ég ræki algerlega eftir mínu höfði. í ljósi þessa var ljóst að ég yrði að hugsa þetta mál mjög vandlega. Mér þótti fyrirhuguð starfsemi Genis ákaflega spennandi og ákvað aö taka mér umhugsunarfrest." Afþakkaði starfið í fyrstu „Síðan fór ég til Kanaríeyja milli jóla og nýárs, illa haldinn af flensu. Ég var svo veikur að ég komst að þeirri niðurstöðu að þetta væru skilaboð af himnum ofan um að ég ætti að fara mér hægt í stað þess að auka mér álag. Þegar ég kom heim afþakkaði ég strax þetta starf af ótta við að ég væri að stefna heilsu minni í voða með þessu álagi. Forsvarsmenn fyrirtækisins sögðu hins vegar aö þetta væri ekk- ert vandamál, vegna þess að þeir hefðu ekki hugsað sér að ég sæti þama upp fyrir haus í daglegum rekstri og skýrslugerðum og sögðu að ég skyldi ganga í að ráða mér þá aðstoðarmenn sem ég þyrfti á að halda - og þá stóðst ég þessa áskor- un ekki lengur.“ Forlagshöfundarnir fylgja Sem fyrr segir hefur Jóhann Páll verið útgefandi ýmissa af fremstu rithöfundum landsins og þar sem hann þykir hreinskiptinn og trygg- ur sem slíkur, auk þess að vera blátt áfram og merkilegheitalaus í samstarfi, er vist að þeim hefur brugðið í brún þegar fréttist að hann væri á förum frá Forlaginu. En hvað verður um þessa höfunda? eiginlegri niðurstöðu með öðrum,“ segir Jóhann Páll en bætir við eftir smá umhugsun: „En ég er nú einu sinni þannig gerður að ég vil hafa allt eftir minu höfði, enda hefur mér fundist að málamiðlanir leiði iðu- lega til útvatnaðrar niðurstöðu. Auðvitað getur verið mjög gott að geta skipst á skoðunum við aðra varðandi ýmiss konar ákvarðana- töku en ég held að góður stjómandi verði að vera fær um að taka sjálf- stæðar ákvarðanir fljótt og vel vegna þess að tímasetning skiptir iðulega svo miklu máli og auðvitað taka allir einhverjar vitlausar ákvarðanir. Málið er að hinar réttu ákvarðanir séu fleiri en þær röngu. Engu að siður hefur það verið mjög hollur skóli fyrir mig að þurfa að komast að sameiginlegri niöur- stöðu og samstarf mitt við alla í Máli og menningu hefur undantekn- ingalaust verið gott.“ Nú virðist starfið hjá Genis vera æði yfirgripsmikið. Hvernig ætlarðu að fara að því að lenda ekki á bólakafi? „Það er nú það,“ segir Jóhann, „ég er nú einu sini þannig gerður að ég get aldrei sætt mig við að gera hlutina ekki eins vel og ég vil og hæfileikar mínir leyfa. Ég veit ósköp vel að ég mun fara í þetta starf af lífi og sál og að sjálfsögðu verða andvaka yfir velferð fyrirtæk- isins. Það er einfaldlega mitt eðli, þannig að ég verð að slá á frest áformum mínum um langdvalir er- lendis í þeim tilgangi að drekka í mig erlenda menningarstrauma. Þær verða í eitthvað minni skömmt- um. Framtíð þessa nýja fyrirtækis ræðst af því að mér takist að fá til starfa hæfileikaríkasta fólkið á hverju sviði. Andinn í fyrirtækinu verður umfram allt að vera óhemju- lega skemmtilegur, þannig að menn gefi glaðir allt sem þeir hafa að gefa og það er mun ásættanlegra að lát- ast úr hjartaslagi hafi starfið verið mjög skemmtilegt. Ég treysti mér ekki til að útskýra „Ég veit að kollegar mínir í Máli og menningu eru sammála mér um að samstarfið hafi verið mjög farsælt og báðum til hagsbóta. Þetta hefur verið mjög lærdómsríkur tími fyrir mig; að þurfa að vinna með öðrum og þurfa að komast að sameiginlegri niðurstöðu með öðrum,“ segir Jóhann Pál. DV-myndir ÞÖK „Þetta hefur allt borið mjög brátt að en ég hef samt náð að tala við nánast alla höfunda Forlagsins. Þeir hafa allir óskað eftir því að fylgja mér nema tveir sem ekki geta það af persónulegum ástæðum sem eru fullkomlega eðlilegar." En þú skilur þitt fyrirtæki eftir. „Já, en Forlagið er í sjálfu sér ekkert nema ég og höfundamir. Auðvitað verða einstök verk eftir sem ég hef gefið út í gegnum tíðina en það er ekki stórt mál í mínum huga. Kjami málsins er að geta átt áfram samstarf við þá höfunda sem ég hef átt samstarf við í gegnum tíð- ina. Það skiptir mig öllu máli.“ Lánsamur þann daginn En hvers vegna seldirðu Máli og menningu meirihlutann í Forlaginu fyrir áratug? „Ástæðan fyrir því að ég seldi á þessum tíma var sú að í mér var mikill uggur um bókamarkaðinn og hvert hann stefndi. Enda kom það í ljós strax seinna að bókamarkaður- inn tók mjög bratta stefnu niður og stór og smá útgáfufyrirtæki fóru á hausinn í kjölfariö, eða þá að starf- semi þeirra dróst verulega saman. Ég reyndist afar lánsamur þann daginn, eins og svo oft i lífinu, að hafa selt þá í stað þess að bíða þar til allt var komið í kaldakol og ég hefði enga samningsaðstöðu haft. Ég veit að kollegar mínir í Máli og menningu eru sammála mér um að samstarfið hafi verið mjög far- sælt og báðum til hagsbóta. Þetta hefur verið mjög lærdómsríkur timi fyrir mig; að þurfa að vinna með öðrum og þurfa að komast að sam- það fyrir Lykla-Pétri að stressið hafi drepið mig í einhverju leiðinda- starfi en ég treysti því að hann skilji hitt; að það hafi verið ákaflega gam- an að þessu.“ Fjölskyldan starfar áfram saman Þegar Jóhann er spurður hvemig eiginkonan, Guðrún Sigfúsdóttir, og bömin þrjú hafi tekið því að hann hætti við að anda rólega í framtíðinni viö menningarneyslu, segir hann að það hafi auðvitað verið vonbrigði fyr- ir Guðrúnu að þurfa að slá þessum áformum á frest. „En við ræddum þetta auðvitað allt áður en ég tók starfið aö mér. Hún er þó núna fyrst að átta sig á því hvað þetta hefur miklar breytingar í for með sér. En hún stendur þétt við bakið á mér eins og hún hefur gert í öllum mínum sviptingum í lífinu þau tæpu þrjátíu ár sem við höfum verið saman. Hún verður ritstjóri þessa nýja útgáfufyr- irtækis eins og hún hefur reyndar verið síðustu árin hjá Forlaginu. Á heimilinu em lika dóttirin, Sif, nítján ára og sonurinn, Valdimar, ellefu ára. Elsti sonurinn, Egill Örn hefur um árabil verið sölustjóri Máls og menn- ingar og Forlagsins og mun fylgja fóð- ur sínum í nýja útgáfufyrirtækið. „Ég er þannig gerður að ef fólk sem ég á samskipti og viðskipti við reynist mér vel, þá legg ég áherslu á að eiga áfram samstarf við það og þótt ég fái ýmis gylliboð frá öðrum aðilum, þá hleyp ég ekki á eftir þeim. Á meðan samstarfsfyrirtæki og samstarfsmenn reynast vel, þá held ég tryggð við þau.“ En verður bókaútgáfa Genis ekki eins konar fjölskyldufyrirtæki, með ykkur hjónin og elsta soninn innan- borðs? „Ég er alinn upp við það að fjöl- skyldan vinni saman og ég kann það. Engu að síður getur það verið erfitt fyrir fjölskylduna því maður gerir miklu meiri kröfur til íjölskyldu sinn- ar en annarra. Óvensluðu fólki sýnir maður oft meiri tillitssemi og skiln- ing. Ég er mjög kröfúharður við alla sem vinna með mér en ég kappkosta að vinna með fólki sem þarf ekki að nöldra í eða vera með afskipti af; fólki sem axlar sína ábyrgð." Það var már mikilvægt að sanna mig Þú segist hafa lært af foður þín- um að vinna með fjölskyldunni. Gerir þú hlutina þá alveg eins og hann? „Við feðgamir unnum að sjálf- sögðu mjög náið saman og í flestu tilliti gekk það ákaflega vel. En það voru ákveðin atriði sem voru mér mjög erfið. Inn í það spilaði að mér þótti sem ungum manni mjög erfið tilhugsunin um það að fólk héldi aö ég væri í þessu starfi vegna tengsla en ekki vegna hæfileika. Þess vegna var mér það óendan- lega mikilvægt að sýna og sanna að ég hefði getu til að gera það sem ég var að gera. Þau atriði, hins vegar, sem reynd- ust mér erfið í samstarfi við fóður minn, hafa sem betur fer kennt mér að foröast ýmislegt sem gæti orðið Eg er þannig gerður að ef fólk sem ég á samskipti og viðskipti við reynist mér vel þá legg ég áherslu á að eiga áfram til að spilla sambandi mínu við Eg- samstarf við það og þótt ég fái ýmis gylliboð frá öðrum aðilum hleyp ég ekki á eftir þeim. okkar samstarf hefur verið afar gott. Við höfum getað unnið faglega saman og haldið einkalífinu þar fyr- ir utan. í vinnunni ræði ég við Egil eins og óvenslaðan aðila - og sem betur fer eigum við mjög gott feöga- samband." -sús Jóhann Páll Valdi- marsson segir frá ákvörðun sinni um að yfirgefa Mál og menningu og Forlagið til að taka við stjárn- artaumunum í Genis, f ra mtíðaráf o rm u m þess fyrirtækis og heldur því fram að það sé ásættanlegra að látast úr hjartaslagi í skemmtilegu starfi en leiðinlegu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.