Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2000, Blaðsíða 14
Ik LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2000 DV m Gott að vera íslenskur lista- maður í Bandaríkjunum „Að geta sagt að ég sé íslendingur opnar mér flestar leiðir i listaheim- inum í Bandaríkjunum," segir Anna Concetta Fugaro, sem margir þekkja af sérstæðum collage-verk- um sem hún vann þegar hún bjó á íslandi um árabil. Anna, sem á ís- lenska móður, hefur verið með ann- an fótinn á íslandi frá því að hún var krakki og á endanum flutti hún alveg til íslands og kynntist hér manni sínum, Sigurði Guðjónssyni, sem er húsasmiður, eða öllu heldur ómetanlegur timburlistamaður og var íbúð þeirra viö Laugaveginn þekkt sem útskorna íbúðin en þar hafði Sigurður skorið út heilu vegg- ina. íslensk í kaþólsku um- hverfi Faðir Önnu er ítalskur og er hún alin upp í Bronx í New York, ramm- kaþólsku umhverfi sem hefur, ásamt íslenskri náttúru, mótað hennar mjög svo sérstæðu mynd- sýn. „Ekki bara íslensk náttúra," segir Anna, „heldur öllu heldur þessi sér- stæða tilflnning fyrir menningu sem er á íslandi. Ég kom hingað í fyrsta sinn þegar ég var fimm ára. Þá hitti ég tvíburasystur ömmu minnar, Ástríði. Hún var mjög ást- rík kona og stolt. Hún var mjög stolt yfir frænda sínum sem var Matthí- as Jochumsson og það var í fyrsta sinn sem ég heyrði að fólk væri stolt af því að hafa listamann í fjöl- skyldunni, einhvern sem eykur við menningararfleifðina. Þessi ömmu- systir var óþreytandi við að troða þvi í hausinn á mér að ég væri af mjög sterku fólki og miklum lista- mönnum og það var ekki fyrr en löngu seinna að ég skildi til fulls um hvað hún var að tala. Engu að síður tók ég þessa innrætingu með mér aftur til Bandaríkjanna, í mitt ítalska hverfi. Það hjálpaði mér mjög mikið vegna þess að ég var óskaplega smávaxin og þetta var nokkuð harður heimur. Þetta sum- ar, 1952, var ég meðal annars svo heppin að dvelja um tíma við Isa- flörð með frændfólki mínu, fjórum öldruðum frænkum og frændum, þar sem mér var kennt að leika mér með leggi og skeljar og að þekkja fuglaegg í sundur. Ég var aldrei ánægð með að þurfa að snúa aftur til Bandaríkjanna, því þótt þessi heimsókn hefði gefið mér mikinn styrk var ég hrædd um að missa þaö „ídentítet," sem ég hafði fundið á íslandi. Ég var hrædd við að tapa tilfinningunni fyrir því að vera af sterku fólki.“ - Anna Concetta Fugaro er af íslensku og ítölsku bergi brotin, starfaði sem myndlistarmaður hár á landi í nokkur ár en flutti síðan til Bandaríkj- anna og hefur gengið vel. Hún segir mikinn áhuga á íslenskum lista- mönnum þar Of erfitt að búa á ís- landi Fyrir um þrettán árum ákváðu þau Anna og Sigurður að söðla um og flytjast til Bandaríkjanna. Móðir Önnu, Guðrún Sigmundsdóttir, hafði endur fyrir löngu keypt heil- mikið land í Vermont á Nýja- Englandi og fluttist þangað um það leyti sem Anna fór að heiman. Á þeim tíma sem landið var keypt var Vermont nokkuð verðlaus útkjálki en er i dag paradís þar sem ríka og fræga fólkið hamast við að komast sér fyrir, Rockefellerar og aðrir sem ekki vita aura sinna tal. Þau Anna og Sigurð- ur ákváðu að reisa sér hús í landi Guðrúnar og setjast þar að. „Það var frá litlu að hverfa hér,“ segir Anna þegar hún er spurð hvort ekki hafl verið erfltt að rífa sig upp með rót- um eftir að hafa búið sér til fallegt heimili og gríðarmik- inn vinahóp. „Auðvitað var erfitt að kveðja vinina, en það var ekki eins og við værum að fara á enda veraldar. Við höf- um haldið sambandi við okkar vini og þeir hafa flestir komið að heimsækja okkur, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Siggi hefur líka komið nokkrum sinnum heim en ég hef ekki komið í átta ár. Ég hef einfaldlega haft of mikið að gera. En fyrir utan vinina var ekki frá neinu að hverfa. Það er eitt að hafa íslenska innræt- ingu sem listamaður og annað að starfa sem listamaður á ís- landi. Ég reyndi það og hefði aldrei getað lifað á því. Ég kunni ekkert annað en mynd- list svo það var vonlaust fyrir mig að fá vinnu. Þess vegna fékk ég langvarandi leiðaköst og við vorum dauðþreytt á því að vera alltaf blönk. Og þótt íbúðin okkar væri faileg, þá var hún alltof lítil til að við gætum unnið þar, ég við myndlistina, Siggi við útskurð- inn - það er að segja þegar hann var ekki í byggingavinnu. Þótt við hefðum unnið eins og brjálæð- ingar alla ævi hefðum við ekki get- að eignast hús sem hefði passað okkur hér,“ segir Anna og bætir síð- an hugsi við: „Það er svo skrýtið að hér á íslandi er talið nauðsynlegt að eiga sitt húsnæði en það er svo dýrt og erfitt að þú getur ekki lifað eða gert neitt annað árum saman á með- an þú ert að eignast það.“ Niöur- staðan hjá okkur varð sú að við ákváðum að prófa að fara til Banda- ríkjanna og sjá svo til. Ef við gætum ekki lifað þar eins og manneskjur gátum við alltaf komið til baka í streðið." Bandaríkjamenn líta á Island sem kúltúrland En fljótlega eftir að til Bandaríkj- anna kom var Sigurður tilbúinn með teikningu að draumahúsinu þeirra og upphófust húsbyggingar sem standa reyndar enn þá, vegna þess að þau ákváðu að innrétta eitt herbergi i einu og alveg á þann hátt sem þau langaði til. Það þýðir oftar en ekki að vera vakandi fyrir alls kyns bílskúrsútsölum þar sem kaupa má gamla, rispaða og snjáða skápa og kommóður og húsgögn sem þau Anna og Sigurður slípa al annars í New York i gall- eríum sem höfðu bara skellt á mig dyrunum áður. Og þá var sko komið að mér að vera með nefið upp í loftið - og gat leyft mér það vegna þess að í kjölfar- ið á þessari sýningu fékk ég umboðsmann, mjög góð- an, sem velur hvar ég sýni og verðleggur verkin min. Það merkilegasta við þetta allt saman er að núna er talað um mig sem „ís- lenska listamanninn" og eftir allt þetta puð og streð er ég skyndilega við stjórn- völinn og get sagt já og nei í þessum húsum þegar mér sýnist. Vegna þessarar reynslu minnar er ég svo viss um að það er mikill markaður fyrir íslenska listamenn í Bandaríkjunum og ég myndi eindregið ráðleggja fólki að koma sér í sam- band við umboðsmenn þar - ekki vera að vasast í gall- eríhöldurunum sjálfum eða þvælast á milli þeirra með möppurnar sínar. Svo er alveg hægt að byrja annars staðar en á Manhattan, vegna þess að það eru allir umboðsmenn og gallerí- haldarar i „örvæntingu" að leita að hæfileikafólki. Þetta er allt fólk sem vill hafa „uppgötvað“ ein- hvem.“ Ætla að koma oftar í heimsókn til Islands „Þaö merkilegasta viö þetta allt saman er aö núna er talaö um mig sem „íslenska listamann- inn“ og eftir allt þetta puö og streö er ég skyndilega við stjórnvölinn og get sagt já og nei í þessum húsum þegar mér sýnist." upp og mála eftir eigin höfði. Einnig að sæta færis þegar verið er að tæma byggingar eða loka verksmiðj- um og verslunum og fá má fyrir lít- inn pening eðalfínan gólfmarmara og annað efni sem ekki verður keypt á daglaunum verkamannsins. Og smám saman er það að verða til, draumahúsið með draumagarðinum sem Anna hefur ræktað upp og á morgnana er vaknað við beljubaul og fuglatíst. En Anna hefur gert fleira en að gera upp gömul húsgögn. Hún hefur haldið áfram í sinni list og eins og svo oft vill verða má sjá islensk áhrif síast inn i verk hennar eftir að til Bandaríkjanna kom, rétt eins og verkin sem hún vann þegar hún bjó á íslandi voru full af áhrifum frá Bandaríkjunum, einkum minnum úr kaþólsku kirkjunni sem Anna ólst upp við. „Bandaríkjamenn eru mjög upp- teknir af því að ísland sé mikið kúlt- úrland," segir hún, „og um leið og þeir heyra að við Siggi komum héð- an verða þeir ein augu og eyru og spyrja mann spjörunum úr. Þetta á við flækinga á götunni jafnt sem sjálfsupptekna, snobbaða galleríeig- endur. Fremsta myndin í möppunni minni er frá íslandi og þegar ég opna hana og galleríhaldarar sjá hana hrynja allar hindranir og and- rúmsloftið verður þannig að hægt er að tala saman.“ íslenskir listamenn þykja merkilegir Ertu þá ekki búin að sýna víða? „Nei, ég vann ekki mikið fyrst eft- ir að við komum til Bandaríkjanna vegna húsbyggingarinnar en dund- aði mér við að senda myndir af verkunum mínum til alls konar gallería. Svo heimsótti ég þau tii að fylgja þessu eftir en það voru allir með nefið upp í loftið. Það skal tek- ið fram að þetta voru ekki myndir sem minntu á ísland. En svo gerðist það núna í fyrra að einn af þessum rosalega ríku ein- staklingum, sem eru að setjast að í New England, ákvað að eyða dá- góðri fúlgu í alls konar ungar frænkur sínar til að hjálpa þeim að koma undir sig fótunum með því að gera upp gamalt, virðulegt og mjög fallegt hús og opna þar gallerí og veitingastað - mikinn klassastað. Ég þekkti þessar konur og það varð að samkomulagi að ég myndi sýna verkin mín þar þegar staðurinn yrði opnaður. Og það var eins og við manninn mælt, ég var komin á kort- ið. Síðan hefur rignt yfir mig tilboð- um um að sýna annars staðar, með- Anna segir þær sýningar sem hún fer að vinna að núna þó ekki verða í New England þar sem hún býr; hún ætli ekki að halda fleiri sýningar þar í bráð. „Það er svo sérkennilegt," segir hún, „að þótt þetta hafi ver- ið góður staður fyrir mig til að koma mér á framfæri er hann ekki góður til að selja.“ Hvers vegna ekki? „Vegna þess að þama býr mjög rikt fólk sem álítur sig í einhvers konar „efri klassa" og það vill helst kaupa gamla, klassíska list; eitthvað sem er dýrt og gaman að sýna að maður eigi. Þeir sem safna samtíma- list og eru að spá í hvaða listamenn verði stórir í framtíðinni búa annars staðar." En Anna segist ekki kvíða framtíð- inni í Bandaríkjunum; hún hafi góða aðstöðu til að vinna því húsið sé að mestu komið í það stand sem hún vilji hafa það, umboðsmaðurinn sjái um restina. Aðspurð hvort hún haldi að hún eigi eftir að flytja aftur til Is- lands, segir hún: „Ne-ei, varla úr þessu. Við Siggi höfum komið okkur vel fyrir og það er auðveldara að kom- ast af þarna. Hins vegar ætla ég að heimsækja ísland oftar en ég hef gert, því núna finn ég hvað ég hef saknað margs héðan, náttúrunnar, fólksins og umræðunnar um list. Hún er á allt öðru plani en í Bandaríkjunum. Það er eins og hér séu allir að spá í listir en það er sjaldgæft að rekast á þannig fólk í Bandaríkjunum. Hinum al- menna borgara þar er alveg sama,“ segir Anna og bætir svo við: „Það er gott að koma hingað til að ná andan- um og næra hann.“ -sús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.