Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2000, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2000 DV Sameining fyrirtækja í sjávarútvegi og vinnslu: Akureyrarrisar draga vagninn - markaðsverðmæti Samherja og IJA yfir 20 milljarðar króna „Þeir hlutir sem við höfum verið að sjá gerast í sjávarútvegi og vinnslu sjávarafurða hér á landi eru tímanna tákn. Fyrirtæki í þessum greinum eru að sameinast og það má eiginlega orða það þannig að framsýni stjóm- enda, bæði hjá Útgerðarfélagi Akur- eyringa og hjá Samherja, hafi orðið til þess að þessi fyrirtæki dragi vagninn öðram fyrirtækjum fremur í þessum efnum,“ segir stjórnandi í öflugu út- gerðar- og fiskvinnslufyrirtæki. Akur- eyrarfyrirtækin tvö, ÚA og Samherji, hafa verið mjög áberandi á þessu sviði að undanfórnu og verið að kaupa hluta í öðrum fyrirtækjum eða að sameina þau sinni starfsemi. Bakgrunnur þessara fyrirtækja er mjög ólíkur. Útgerðarfélag Akureyr- inga er áratugagamalt fyrirtæki sem lengst af hefur verið i meirihlutaeigu bæjarsjóðs Akureyrar og það var ekki fyrr en á síðasta áratug sem bærinn lét af meirihlutaeign sinni í fyrirtæk- inu. Samherjafyrirtækið, sem er inn- an við tveggja áratuga gamalt, var hins vegar stofnað af bræðrunum Þor- steini og Kristjáni Vilhelmssonum og frænda þeirra, Þorsteini Má Baldvins- syni, en þeir þremenningar era enn í dag stærstu eigendur Samherja og er talið að þeir eigi 60-65% hlutafjár í fyrirtækinu. Burðarásar á Akureyri Það sem fyrirtækin eiga fyrst og fremst sameiginlegt er að höfuðstöðv- ar þeirra era á Akureyri. Þar eru bæði fyrirtækin með mjög öfluga út- gerð og þau eru einnig með mjög öfl- uga landvinnslu i bænum. Útgerðarfé- lagið gerir þaðan út 6 togara og rekur öflugt frystihús og Samherji gerir það- an út fimm togara og tvö nótaveiði- skip. Auk þess er Samherji þar með landvinnslu sína, Strýtu, sem er geysiöflug rækju- og lagmetisverk- smiðja. Hvort um sig veita þessi fyrir- tæki hundraðum manna atvinnu á Akureyri og eru burðarásar i atvinnu- lífi bæjarins. En bæði fyrirtækin koma einnig öflug að atvinnurekstri víðs vegar annars staðar á landinu og er skemmst að minnast að Samherji var að kaupa um þriðjung túutafjár í Hraðfrystistöð Þórshafnar. Hugmynd- in með þeim kaupum er ekki síst sú að efla mjög vinnsiu á uppsjávarfisk- um, loðnu og e.t.v. síld. Sem dæmi um þær peningaupphæðir sem verið er að tala um þegar slík viðskipti era ann- ars vegar er talið að Samherji hafi greitt um 400 milljónir króna fyrir hlut sinn í Hraðfrystistöð Þórshafnar. Þá era kaup ÚA á Jökli á Raufarhöfn einnig í fersku minni. Starfsemi víöa Samherji átti um 40% hlutafjár í Þórshófn jLaugar f Reykjadal Akureyri Eskifjöröui Samherji hl reyringa Faereyjar Skotland Þýskaland -—........ .■■■■.-r- Utrás Akureyringa ■n Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Sam- herja. Guðbrandur Sigurðsson, for- stjóri Útgerðar- félags Akureyr- inga. Skagstrendingi á Skagaströnd en seldi hlut sinn í vikunni vegna óánægju með lítil áhrif á stjóm fyrirtækisins. Á Eskifirði rekur fyrirtækið síldar- verkun. Á Dalvík er Samherji aðili að Snæfefli í gegn um Kaldbak sem Sam- herji á ásamt KEA. Þá á Samherji 49% í Rifi í Hrísey sem gerir út rækjutog- ara. Skipaklettur er eitt fyrirtæki sem Samherji á aðild að en það fyrirtæki á Reyðarfirði á togarann Snæfugl sem er í leigu erlendis. Meginstarfsemi Samherja innanlands, utan Akureyr- ar, er hins vegar í Grindavík en þar á Samherji loðnuverksmiðju og verk- smiðju þar sem loðna er fryst. Þá kom Samherji við á ísafirði og yfirtók rekstur Hrannar hf. og þar með afla- skipið Guðbjörgu ÍS. Sameiningin stendur en enginn rekstur er á isa- firði. Samherji er einnig með umtals- verða starfsemi erlendis og er með út- gerð í fjórum löndum utan islands. Þetta eru Bandaríkin, Skotland, Fær- eyjar og Þýskaland, en þar á Samherji risafyrirtækið DFFU sem er mjög öfl- ugt útgerðarfyrirtæki. Auk þessa rek- ur Samherji söluskrifstofu í Englandi. Útgerðarfélag Akureyringa er sem fyrr sagði með höfuðstöðvar sínar á Akureyri, sem og umfangsmestu land- vinnsluna og útgerðina. Félagið rekur einnig frystihús á Grenivík og Raufar- höfn þaðan sem fyrirtækið gerir einnig út nótaskipið Arnarnúp. ÚA á Fréttaljós Gylfi Kristjánsson orðið alfarið fyrirtækið Laugafisk sem er með starfsemi að Laugum í Reykjadal, í Reykjanesbæ og á Akra- nesi. Þá er nánast frágengið að ÚA sameinist Hófmadrangi á Hólmavik og verði þar með öfluga rækjuvinnslu. ÚA keypti á sínum tíma og átti í Flaggskip Samherja, frystitogarinn Baidvin Þorsteinsson. talsverðan tíma meirihluta í þýska út- gerðarfyrirtækinu Mecklenburger Hoschefiserei. Sú fjárfesting varð ekki félaginu til fjár og hefur ÚA nú losað sig við þá starfsemi eftir mikinn tap- rekstur árum saman. 20 milljarða virði Sé stærð fyrirtækjanna tveggja bor- in saman kemur í ljós að Samherji er mun stærra fyrirtæki. Skráð hlutafé Samherja er 1.374 milljarðar og hafa hlutabréf í félaginu verið að seljast að undanfórnu á genginu 9,5. Áætlað markaðsverð Samherja er því um 13 miUjarðar króna. Útgerðarfélag Akureyringa hefur skráð hlutafé fyrir 968 milljónir króna. Gengi þeirra hlutabréfa að undanförnu hefur verið nálægt 7,6 þannig að hægt er að áætla markaðs- verðið um 7,5 milljarða. Fyrirtækin tvö eru því ríflega 20 milljarða króna virði. Bæði hafa fyrirtækin verið að skila góðri afkomu síðustu misserin. Þannig var hagnaður Samherja síð- ustu 12 mánuði um 400 milljónir króna samkvæmt upplýsingum frá Verðbréfaþingi en samkvæmt upplýs- ingum ÚA er hagnaður félagsins sl. 8 mánuði um 270 milljónir fyrir skatta en um 180 milljónir eftir skatta. Burðarás, eignarhaldsfélag Eim- skipafélagsins, er langstærsti einstaki hluthafinn í ÚA, á nú 40,3% hlutafjár og ráðandi hlut. Aðrir stórir hluthaf- ar eru ÍS15 sem er sjóður í eigu Bún- aðarbankans með 12,3% og Búnaðar- bankinn á 10,9%. Sem fyrr sagði eru frændurnir þrír, sem stofnuðu Sam- herja, stærstu hluthafar félagsins og talib að þeir eigi 60-65% sem fyrr sagði. Miklir möguleikar DV spurði Guðbrand Sigurðsson, forstjóra Útgerðarfélags Akureyringa, hvort hann teldi að þessi „útrás“ risanna tveggja á Akureyri muni halda áfram á næstunni og Guðbrand- ur svaraði: „Ég held að það séu enn fyrir hendi miklir möguleikar á hag- Höfuöstöðvar ÚA. ræðingu í sjávarútvegi og ég er sann- færður um að svo lengi sem menn sjá að það sé hagkvæmara fyrir tvo aðila að vinna saman en sitt i hvora lagi þá muni þessi útrás sem þú kallar svo halda áfram“. - Og það er jákvætt fyrir Akureyri þótt þessi fyrirtæki fjárfesti annar staðar en í þeirra heimabæ? „Ég er ekki i nokkrum vafa um að þessi þróun sem hefur verið að eiga sér stað hefur styrkt Akureyri mjög. ÚA er t.d. í dag í stakk búið til að takast á við stærri og viðameiri verk- efni en nokkra sinni fyrr. Höfuðstöðv- ar okkar era á Akureyri og þar verða þær um ókomna framtíð.“ AUt heilsimnar veffna CJ Chiropractíc heilsudýnumar Svtfnherbergishiísgögri HeUsukoddar Hlífðanlrmtr fíímtíeppmett Hágteða bónudlaríök Sœngur Sœaguruer Lampar Spegiar 'VJAví K - AKV3^e Listhúsinu Laugardal, sími 581 2233 • Dalsbraut 1, Akureyri, sími 461 1150 • www.svefnogheilsa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.