Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2000, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2000 "V Uftlönd stuttar fréttir Skotið á lífvörð Aðallífvörður aðstoðarforsæt- isráðherra Serbiu, Vojislavs Ses- eljs, særðist í skotárás í gær. Að sögn lækna hlaut hann sex skotsár. Lestaslys í Belgiu Tugir særðust er tvær farþega- lestir rákust á í norðurhluta Belgiu síðdegis í gær. Uppgjöf í Tsjetsjeníu Rússneska Interfaxfréttastofan greindi frá því í gær að fjöldi uppreisnarmanna í Tsjetsjeníu væri reiðubú- inn til uppgjaf- ar. Samtímis hótaði upp- reisnarleiðtog- inn Khattab sprengiárásum í rússneskum borgum. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, hvatti í gær rússnesk yfirvöld til að binda enda á stríöið í Tsjetsjeníu. Ann- an hét flóttamönnum meiri að- stoð. Þrír létust í gíslatöku Lögreglumaður í Aschaffen- burg í Þýskalandi lést i gær af skotsárum er hann reyndi aö bjarga konu úr gíslingu. Sá sem hélt konunni skaut síðan hana og sjálfan sig. Kennararnir roðnuðu Breskir kennarar, sem sett höfðu upp veggspjöld þar sem hvatt var til betri stafsetningar, roðnuöu og tóku spjöldin niður þegar í ljós kom að margar staf- setningarvillur voru í texta á spjöldunum. Prófarkalesara var kennt um. Friðarferli í hættu Bretar hafa hvatt n-írska stjómmálamenn til að æsa sig ekki um of I kjölfar ummæla Gerrys Adams, stjórnmálaleið- toga Sinn Fein, um að IRA vilji ekki láta þvinga sig til að af- henda vopn sín. Hætti við Davosferð Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, hætti við fyrirhugaða ferð sína á ráðstefnu Alþjóða- efnahagsstofn- unarinnar í Davos í Sviss. í staðinn ætlar Barak að ræða friðarferlið í Miðausturlönd- um við Hosni Mubarak Eg- yptalandsforseta. Samkvæmt skoðanakönnun, sem birt var í gær, telur meirihluti ísraela að Barak hafi verið kunnugt um að fjáröflun flokks hans fyrir síð- ustu kosningar hafi verið ólögleg. Misskipting auðs Leiðtogar á ráðstefnu Alþjóöa- efnahagsstofnunarinnar í Davos í Sviss vöruðu í gær við aukinni óánægju vegna misskiptingar auðs í heiminum. 300 stjórnmála- menn, 1200 stjómendur fyrir- tækja og 400 menntamenn og rit- höfundar sitja ráðstefnuna. Sjálfstæði á næsta ári Friðarverðlaunahafinn Ramos- Horta sagði í gær að Austur- Tímor gæti lýst yfir sjálfstæði á næsta ári. Vilja stöðva Haider Belgar vilja að Evrópusam- bandið haldi fund til að reyna að koma í veg fyrir að Frelsisflokk- ur Jörgs Haiders myndi stjóm í Austur- ríki. Wolfgang Schauble, leið- togi kristilegra demókrata i Þýskalandi, kveðst ekki ótt- ast að Austur- ríki einangrist komist flokkur Haiders til valda. Fyrrverandi Qármálaráöherra Frakklands: Flæktur í nýtt hneykslismál lenskra króna vegna mútugreiðslna og slæmra fjárfestinga á fyrri hluta tíunda áratugarins. Samkvæmt fréttum þýskrar sjónvarpsstöðvar, sem ekki hafa fengist staðfestar, á Francois Mitterrand, fyrrverandi Frakklandsforseti, að hafa skipað olíurisanum að gefa hundmð millj- óna króna í kosningasjóð kristilegra demókrata, flokks Helmuts Kohls, fyrrverandi Þýskalandskanslara. í gær gerði þýska lögreglan skyndileit á skrifstofu fyrrverandi innanríkisráðherra Þýskalands, Manfreds Kanthers. Leitaði lögregl- an gagna um greiðslur i leynisjóði kristilegra demókrata. Einnig var gerð leit á heimili Kanthers. Hann sagði af sér þingmennsku í síðustu viku eftir að hafa játað að hafa átt þátt í færslu peningagreiðslna inn á erlenda leynireikninga. Kanther var leiðtogi kristilegra demókrata í Hes- sen. Roland Koch, leiðtogi kristi- legra demókrata í Hessen, sagði á fimmtudaginn frá meira fé á leyni- reikningum en vitað var um. Fyrrverandi fjármálaráðherra Frakklands, Dominique Strauss- Kahn, hefur nú verið bendlaður við mútuhneykslið tengt oliufyrirtæk- inu Elf-Aquitaine. ígær staðfesti lögmaður Strauss-Kahn frétt í franska blaðinu Le Monde um að grunur léki á að einkaritari ráð- herrans fyrrverandi, Evelyne Duval, hefði þegið um tvær og hálfa milljón íslenskra króna í greiðslur á ári frá olíufyrirtækinu samtímis því sem hún var í starfi hjá fyrirtækja- samsteypu sem Strauss-Kahn setti á laggirnar. Elf-Aquitaine-olíufyrirtækið við- urkenndi í gær að hafa tapað um 300 milljörðum íslenskra króna á þeim fjórum árum sem Loik Floch- Prigent var stjómarformaður þess. Strauss-Kahn sagði af sér í nóv- ember síðastliðnum vegna annars hneykslismáls. Hann var grunaður um að hafa fengið greiddar um 8 milljónir íslenskra króna frá trygg- ingafélagi námsmanna fyrir störf sem hann innti aldrei af hendi. Strauss-Kahn er bendlaöur viö mútumál olíurisans Elfs. Strauss-Kahn vísaði því á bug að hann hefði framið lögbrot. Breska blaðið The Financial Times sagði í gær að olíurisinn Elf heföi tapað um 300 milljörðum ís- sraelar og Palestínumenn vöknuöu í gærmorgun viö snjókomu, þá mestu í hálfa öld. Prjátíu sentimetra nýfallinn snjór var á götum Jerúsalemborgar. Pótti mörgum undarlegt aö sjá pálmatrén snævi þakin. Símamynd Reuter Pinochetmálið: Lögmaður stefnir utan- ríkisráðherra Spánar Spænskur lögmaður, Joan Garces, stefndi í gær utanríkisráð- herra Spánar, Abel Matutes. Er ráðherrann sakaður um að hindra framgang réttvísinnar með þvi að koma ekki á framfæri mikilvægum gögnum varðandi mál Augustos Pinochets, fyrrverandi einræðis- herra Chile, til Bretlands. Um er að ræða beiðni spænska dómarans Baltasars Garzons sem bað um að fá að sjá læknisvottorð- ið sem að sögn breskra yfirvalda sýnir að Pinochet sé of heilsuveill til að geta komið fyrir rétt. Garzon krefst einnig nýrrar læknisrannsóknar til þess að fá úr þvi skorið hvort Pinochet sé nógu andlega hraustur til þess að koma Abel Matutes, utanríkisráöherra Spánar. Símamynd Reuter fyrir rétt. Jack Straw, innanríkisráðherra Bretlands, hefur lýst því yfir að mögulegt sé að Pinochet verði sendur heim til Chile áður en langt um líöur. Spænsk yfirvöld segja að tilraun Straws tO að láta Pinochet sleppa við réttvísina sé pólítísk ákvörð- un. Hún tengist því ekki réttar- kerfinu. „Ég er alveg viss um að hæsti- réttur getur, eins og stjómin, gert greinarmun á ákvörðunum sem eru lögfræðilegar og stjómmálaleg- ar sem í þessu tilfelli eru af mann- úðarsjónarmiðum,“ sagði Matutes á fundi með fréttamönnum. Blaðamaður í hassveislum með Al Gore Fyrrverandi blaðamaður, John | Warnecke, kveðst í viðtali við bandariska blaðið Star hafa reykt reglulega marijúana og Js hass með A1 | Gore, varafor- | seta Bandaríkj- anna. War- necke heldur því fram að hann hafi hing- að til logið til að vemda félaga sinn. Gore hafi J þrýst á hann aö afhjúpa ekki ! leyndarmál þeirra. „Við reyktum reglulega. Á flmm ára tímabili reyktum við kannski þrisvar í viku. Og A1 þótti það gott,“ segir Wamecke. Hann játar að vita að Gore hafi I viðurkennt fikniefnaneyslu. „En hann sagði að það hefði bara ver- ið nokkrum sinnum. Það er ekki rétt.“ Samkvæmt frásögn Wameckes reyktu þeir fyrst saman í Nash- ? ville 1970. Wamecke greinir ! einnig frá því að Tipper, eigin- * kona Gores, hafi vitað um ávana manns síns og meira að segja Teykt með honum. Verðlækkun á tóbaki jók reykingar Frá því að tóbaksskattur var ; lækkaður í Svíþjóð í ágúst 1998 um 16 prósent hafa reykingar | aukist um 29 prósent. Þegar | sænsk yfirvöld hækkuðu skatt á I tóbaki í ágúst 1997 um 18 prósent minnkaði neysla á tóbaki um 20 prósent. Reiknað hefur verið út : að um 200 þúsund Svíar hafi hætt að reykja vegna skattahækkunar- 5i innar 1997. Skatturinn var lækkaður í kjölfar frétta um gríðarlegt smygl á sígarettum til Svíþjóðar. Vafi þykir leika á því að skattalækk- unin hafi borið árangur. Svo virðist nefnilega sem ekkert hafi dregið úr smyglinu. Á hverju ári deyja um 8 þús- und Svíar úr sjúkdómum sem I tengjast reykingum. Á milli 5 og 6 þúsund deyja úr sjúkdómum ; tengdum áfengisneyslu. Telja ísklumpa- regn koma frá flugvélum ísklumpar eru farnir að falla af himnum ofan í Svíþjóð eins og á j Spáni og Ítalíu. í síðustu viku rigndi ísklumpum yfir landar- eign bóndans Álf Johanssons við Norrköping. Alf og Karin kona | hans fullyrða að ísklumpamir hafl komið frá flugvél sem var að búa sig undir lendingu. Sænska flugumferðarstjórnin styður kenningu hjónanna. Ekki sé úti- Ílokað að þegar sjálfvirkri afísun hafi verið lokið hafi klumpamir fallið niður til jarðar. í fangelsi fyrir að skila ekki bókasafnsbók Starfsmenn bókasafns á Flór- ída í Bandaríkjunum eru orðnir Iþreyttir á öllum sem skila ekki bókum á réttum tíma og láta nú fangelsa þá sem svíkjast um. Barnshafandi tveggja barna móðir var látin sitja inni í 1 dag vegna 10 þúsunda króna skuldar. Konan segist hvorki hafa fengið bréf frá bókasafninu né viðvörun frá dómstól áður en tveir lög- reglumenn birtust morgun einn 1 við húsdyr hennar. 16 mánuðir vom liðnir frá því að skilaírestur á lánsbókum konunnar rann út. Fyrr í vikunni var 19 ára ung- lingi stungið inn fyrir að hafa ekki greitt skuld upp á 6 þúsund í krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.