Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2000, Blaðsíða 16
i6 jieygarðshornið * "k k: LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2000 Erum í pólitískum þankagangi margra landsmanna gætir sérkennilegrar þversagnar sem mætti ef til reyna að lýsa með þeim orðum að þeir séu kratar - en á móti krötum. Menn segja gjarnan sem svo: ja erum við ekki öll kratar - en neita þá jafnframt að stíga hið rökrétta næsta skref í pólitískri virkni sem væri að styðja krataflokkinn til þeirra áhrifa og valda sem orðið gætu til þess að auka jöfnuð í land- inu og ábyrgðarfullt velferðar- kerfi. Hvers vegna? Á þvi eru tvær hugsanlegar skýringar: annaðhvort erum við ekki öll þeir kratar sem við segj- umst vera eða enn hefur ekki bólað á þeim krataflokki sem fær væri um að vera kjölfesta í ís- lensku þjóðlífi sem endurspegli lífsviðhorf meirihluta landsmanna - eins og hægt væri að segja um krataflokkana á norðurlöndum. *** Sennilega gilda báðar skýring- amar. íslenski draumurinn snýst um taumlausa velgengni án þess að leggja ýkja mikið á sig, eins og frammistaða handboltalandsliðs- ins er síðasti vitnisburðurinn um; þetta er draumurinn um glópalán- ið. Sá draumur er í grundvallarat- riðum andstæður kratiskri hugs- un: þó að við aðhyllumst jöfnuð og og lítum á fátækt sem svívirðu og séum enn blessunarlega laus við að líta upp til þeirra sem halda að þeir séu silkihúfur, þá er kratískt samfélag í eðli sínu bundnara en hentar þessum draumi um taum- við ekki öll kratar? lausa velgengni sem detti af himn- um ofan, setur einstaklingnum meiri skorður, leikreglur eru strangari í kratísku samfélagi en svo að henti athafnaþrá íslendings- ins, sem vill ekki undirbúa sig af kostgæfni og fara eftir nákvæm- lega fetaðri braut að settu marki heldur „spila eftir eyranu", „með hjartanu", „af fmgrum fram“. Kratisminn er í eðli sínu ekki nógu umhleypingasöm stjórnmála- stefna til að höfða til þeirra fjöl- mörgu íslendinga sem eru spek- úlantar að upplagi - dreymir um skjótfenginn gróða við að spá í hlutina, hitta á rétta mómentið: í kratískum rikjum verða til dæmis aldrei „æði“ eins og svo algeng eru hér á landi, hvort heldur það er eitthvert fáránlegt nammi handa bömunum, höfuðbúnaður handa unglingunum eða verðbréf og nektarbúllur handa þeim full- orðnu. Og svo er hitt. Samfylkingin var fyrir síðustu kosningar ótrúverð- ugur valkostur fyrir nánast alla aðra en þá beinlínis voru að kjósa drauminn um stóra jafnaðar- mannaflokkinn - það var það eina sem í boði var. Um hvað kýs fólk? Ég er náttúrlega enginn Ólafur Þ. Harðarson en ég ímynda mér samt að það sé velflest að kjósa um hagsmuni sína, um það hvort það geti ekki alveg örugglega haldið áfram næstu fjögur árin að borga af bílnum sínum, húsinu og því öllu - að áætlanir þess um líf sitt og sinna standist. Þetta er eina skýringin á því aö Sjálfstæðis- flokkurinn nýtur yfirburðafylgis á meðan fram kemur í hverri könn- uninni á fætur annarri að mikill meirihluti landsmanna er ósam- mála ráðherrum flokksins í stór- um grundvallarmálum - umhverf- ismálum og kvótamálum og vel- ferðarmálum. Fólk sem hefur skömm á framkomu stjórnvalda í garð öryrkja vegna óskammfeil- innar tekjutengingar bóta kann að kjósa engu að síður Sjálfstæðis- flokkinn sem ber ábyrgð á þessari stefnu. Hvers vegna? Vegna þess að það vill geta haldið áfram að borga af bílnum sínum. Það vill ekki fara á vonarvöl. Og það treystir ekki öðrum flokkum í efnahagsmálum. Stærstu mistök Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar voru að leggja ekki of- uráherslu á um- ræður um efna- hagsmál og hamra á því við kjósendur að þeim væri treystandi til að varðveita stöðug- leika og fara vel með góðærið. skilinn einhvern veginn einn eftir þegar hann varaði við því sem nú er allt komið á daginn, og afgreidd- ur með hótfyndni Guðmundar Ólafssonar hagfræðings sem ráð- herramir eru ekki jafn duglegir að vitna í núna og þeir voru þá, enda búinn að reikna út að álverið í Reyðarfirði borgi sig ekki. Hót- fyndni Guðmundar um að í Sam- Guðmundur Andri Thorsson fylkingunni væri samankomið allt vitlausasta fólk landsins í hag- fræði var hins vegar ekki annað en tiltekinn talsmáti úr Alþýðu- bandalaginu og hefði ekki þurft að taka alvarlega en var einhvern veginn ekki svarað fullum hálsi. Það var engu líkara en að þau í Sam- fylkingunni tryðu þessu sjálf. Nema Össur. Von Samfylk- ingarinnar um sjálfstraust hlýtur að felast í því að hætta að láta hann dingla einan með sinn málflutning og fylkja sér að baki honum. Því að þótt við séum ef til vill ekki öll þeir kratar sem af er látið, þá ættu kratar þó að minnsta kosti að eiga fleiri skoðanasystkini í landinu en Ragnar skjálfti og Bima Þórðar- dóttir. „Kratisminn er í eöli sínu ekki nógu umhleypingasöm stjórnmálastefna til aó höfóa til þeirra fjölmörgu íslendinga sem eru spek- úlantar aö upplagi. “ W gur í lífi W W - Björn Grátar Sveinsson verkalýðsleiðtogi lýsir degi í lífi sínu Mánudagur. Ég vaknaði í fyrra lagi, svona hálfum tíma fyrr en ég er vanur, eða kl. 5, því ég vissi að það var langur og erilsamur dagur fram undan. Það var notalegt að bregða sér í sturtuna, að visu mjög stutt bað. Ég fékk mér smávegis morgun- kom um leið og ég fór yfir ýmis gögn sem þurfti að nota á þeim fundum sem voru á dagskrá. Ég leit á textavarpið, athugaði fréttir, veður og ýmislegt annað. Kominn á hjólið Rétt fyrir klukkan sex var ég kominn niður í World Class í tíma hjá og með góðu fólki til að hemja betur mínar ávölu linur. Þetta var gjöf frá eiginkonunni. Það er nú það. Ég er að puða til 7.30. Þetta er skemmtilegt og árang- ursríkt prógramm sem Gaui litli og hans fólk hefur byggt upp ásamt sínu fólki fyrir sig og okkur hin sem erum of íturvaxin. Eftir puð og mikil átök á hjólinu fór ég heim og bauð konunni góð- an dag. Fór svo í vinnuna rétt fyr- ir klukkan átta. Fletta blöðunum Ég byrja alla morgna i vinnunni á því að lesa blöðin (fletta). Á þess- um morgni var aðeins einu blaði að fletta. Ég skrapp síðan heim og keyrði konuna í vinnuna. Kl. 9 byrjaði samninganefndar- fundur Verkamannasambands ís- lands og Landssambands iðn- verkafólks. Þetta eru sextán manns alls sem koma víða að af landinu, frá hinum ýmsu félögum. Fólkið hefur unnið saman i allt haust við undirbúning samninga, fyrst í viðræðum við atvinnurek- endur um ákveðinn feril fyrir jól sem þeir höfnuðu (slæmt fyrir ís- lenskt þjóðfélag). Skemmtilegur fundur Og síðan kom að þeirri kröfugerð og hugmyndum sem nú á að klára á þessum fundi að kynna og bera und- ir formannafund kl. 13. Þessi hópur er orðinn vanur að vinna saman, ræðir málin, finnur lausnir og virð- ir skoðanir hver annars. Þessir fundir hafa verið skemmtilegir til þessa og það varð engin breyting þar á. Fundinum lauk fyrir hádegi með einróma niðurstöðu. Við fórum nokkur og fengum okk- ur snarl saman, undirritaður að sjálfsögðu núðlur eða eitthvað svo- leiðis vegna átaksins sem áður er nefnt. Þá setti ég í gang undirbúning að fréttamannafundi sem samninga- nefnd hafði ákveðið að yrði á morg- un, eftir fund með atvinnurekendum þar sem kröfur yrðu kynntar. Kl. 13 hófst fundur formanna þess- ara tveggja sambanda sem skipa samninganefndina en það eru um 40 félög með yfir 18.000 félaga sem eru saman í þessari samningalotu. Hugmyndir um mennt- un og fræðslu Farið var ítarlega yfir þær til- lögur sem samninganefndin hafði samþykkt að leggja fyrir fundinn. Formenn voru mjög ákveðnir að sýna í kröfugerð það sem hafði verið að gerast á launamarkaðn- um á samningstímanum og reynd- ar á lengri tíma hvað ýmsum rétt- indamálum viðvíkur. Mjög var tekið undir hina nýju hugsun um uppbyggingu taxta yfir í launaflokka þar sem metnaður og framsýni er lögð til grundvall- ar, hugmyndir sem byggjast á menntun og fræðslu: vinna sem á að skila miklum árangri. Vonandi að sá metnaður nái lengra og til annarra. Fundur formanna samþykkti allar hugmyndir sem fram voru lagðar af samninganefnd einróma með öllum atkvæðum. Einnig var samþykkt að 10. mars væri í síð- asta lagi sá tími sem samningsað- ilar hefðu til að flnna friðsamlegar lausnir. Reyndi að lesa undir svefninn Fundinum lauk um kl. 16. Þá tók við að huga að undirbún- ingi fyrir morgundaginn, fram- lagningu og kynningu krafna fyrir atvinnurekendum kl. 10 og síðan fréttamannafund kl. 11.30 og svo viðtöl við alla fjölmiðla. Þessi undirbúningur stóð með hléum fram eftir kvöldi. Við hjón- in settumst að snæðingi um 18.30. Allmikið var um símtöl við fjöl- miðla og aðra fram undir 22. Ég var kominn í rúmið um kl. 23 og las eitthvað en verð að játa að hug- urinn var annars staðar eins og svo oft áður. Ég er einn af þeim sem geta ekki skilið vinnuna eftir utan heimilis, það er eðli þessa hlutverks sem ég hef tekið að mér fyrir íslenskt verkafólk. Á morgun kemur nýr dagur, spennandi og erilsamur, jafnvel enn frekar en dagurinn í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.