Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2000, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2000, Blaðsíða 58
66 ÍÉyndbönd LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2000 JLj V yndbanda GAGNRÝNt I Went Down: frskur krimmi ^ Hér er kominn annar gamansamur kr immi frá Bretlandseyjum, írlandi í þetta skiptið, en Bretamir virðast á góðri leið með að skapa sérstaka krimmaheíð með því að taka tarantínska krimmastílinn og staðfæra i lágstéttamenningu sína með léttgeggjuðum húmor. Þetta er óvit- laus blanda sem heppnaðist vel í smellinum Lock Stock and Two Smoking Barrels og jafnvel enn betur hér. í þessari er ekki cdveg jafnmikill hraði og hasar en í staðinn er nostrað aðeins meira við persónumar og söguna. Myndin segir frá ungum manni sem kemur sér í vandræði og þarf að vinna verk fyrir glæpaforingja sem á eftir að vinda upp á sig og áður en hann veit af er hann staddur í miðri orrahríðinni þar sem harðsvíraðir glæpamenn takastá. Ég var virkilega ánægður með þessa mynd. Handritshöfundurinn kann þá list að gefa ekki frá sér sögufléttuna strax í byrjun heldur fletta ofan af henni smám saman en það viðheldur áhuga áhorfandans á atburðarásinni. Vönduð og góð persónusköpun spiHir ekki fyrir og gefur leikurunum góð tækifæri. Sérstaklega grípur Brendan Gleeson tækifærið og skapar skemmtilega per- sónu sem í fyrstu virðist stereótýpískur mddi en sýnir bráðlega að meira býr að baki, og er bara orðinn ansi viðkunnanlegur í lokin. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Paddy Breatnach. Aðalhlutverk: Peter McDonald, Brendan Gleeson, Peter Caffrey og Tony Doyle. írsk, 1997. Lengd: 107 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Gloria: Ósannfærandi mæðgjn # ★ Stráklingurinn Nicky (Jean-Luke Figueroa) stendur skyndilega uppi aleinn og allslaus þegar miskunnarlaust glæpagengi myrðir aila fjölskyldu hans. Þegar fer að sjá fyrir endann á lífdögum hans kemur hin lánlausa Gloria (Sharon Stone) honum til bjargar. Spumingin er aftur á móti hversu lengi hún getur haldið yfir honum vemdarhendi. Ekki síst í ljósi þess að hún kann ekkert með böm að fara. Aumingja gamli jöfúrinn, Sidney Lumet, nú held ég að hann ætti að fara að leggja vélina á hilluna. Það er ekki nóg með að Gloria sé fullkomnlega metn- aðarlaus endurgerð heldur klúðrar hann henni. Eina áhorfendahópnum sem hugsanlega gæti haft gaman af myndinni, bömunum, er meinað um aðgang vegna óhugnanlegrar senu í byrjun myndar. Þá tekst aldrei að kveikja líf í sambandi Nicky og Gloriu. Og þótt strákurinn sé mikið „krútt“ em tilsvör hans einkar stirðbusaleg og Stone ofleikur skelfilega á löngum köflum. Geor- ge C. Scott stendur sig ekki illa í litlu hlutverk en minningu hans væri mik- ill greiði gerður ef menn gleymdu þessari síðustu mynd hans sem fyrst. Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: Sidney Lumet. Aðalhlutverk: Sharon Stone, Jean-Luke Figueroa, Jeremy Northam og George C. Scott. Bandarísk, 1999. Lengd: 104 mín. Bönnuð innan 12. -bæn Torrente: Dnilusokkur + Torrente er akfeitur og ógeðslegur skíthæll sem ekur um götur Madridar á nætureftirliti, þótt hann sinni reyndar sjaldnast neinum lögreglu- störfúm og láti það afskiptalaust þótt fólk sé að ræna, berja og drepa hvað annað. Hann er rasisti, fyllibytta og karlrembusvín og með alla þá lesti sem hugsast getur. Greinilegt er að persónan hefur verið sköpuð með það í huga að gera hana sem alira andstyggileg- asta. Hér er keyrt á svörtum og subbulegum húmor, svolítið í anda Farrelly-bræðra (There’s Something about Mary), þar sem geng- ið er skrefl lengra í gríninu og reynt að hneyksla áhorfendur um leið. Gallinn er að í Torrente er þetta ekkert sérstaklega fyndið. Farrelly-bræður eru fyndn- ir og þeir notfæra sér hneykslunargimi áhorfenda til að gera hláturinn enn tryllingslegri. Torrente sem persóna er ágætt sköpunarverk en brandciramir í handritinu era litið sniðugir og subbuskapurinn verður því í aðalhlutverki en ekki sjálft grínið. Santiago Segura skrifar handritið, leikstýrir og leikur aðal- hlutverkið. Hann skemmtir sér greinilega vel við að skapa þennan ömurlega druilusokk en hinir leikaramir era hálfgert hrat. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Santiago Segura. Aðalhlutverk: Santiago Segura. Spænsk, 1998. Lengd: 97 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ The Mummy: Tæknivædd múmía! 52 ★★ Egyptaland hefúr lengi verið uppspretta æv- intýralegra frásagna. Píramídar, eyðimerkur, dýrindis fjársjóðir og múmíur hafa eflaust vakið ímyndunarafl okkar flestra einhverju sinni. Það var Universal-kvikmyndaverið sem átti mestan heiður af því að gera múmíuna vinsæla á tjaldinu. Það reið á vaðið með The Mtnnmy (1932) þar sem Boris Karloff fór á kostum i aðalhlutverkinu. Nokkrar framhalds- myndir vora gerðar en heldur fóra þær að versna er á leið fimmta áratuginn. Það er vel við hæfi að Universal endurlífgi þessa kvik- myndahefð þótt nýjasta afsprengið eigi meira skylt við Indiana Jones en gömlu hryllingsmyndimar. Sá samanburður er þó lítt hliðhollur The Mummy. í fýrstqa lagi hefúr Brendan Fraser enga af persónutöfrum Harrisons Fords. í öðra lagi era tæknibrellumar hér til trafala, ekki síst þær sem lúta að sviðs- myndinni og era mjög „tölvulegar”. Og sjálf múmían minnir reyndar stund- um meira á vélmenni úr framtíðarmynd en 3000 ára gamlan líkama. í þriðja og síöasta lagi vantar myndina ferskleikann sem Indiana bjó yflr. The Mum- my er þó sæmilegasta afþreying með nóg af fjöri og látum fýrir þá sem þyrst- ir í ævintýri. Útgefandi: CIC-Myndbönd. Leikstjóri: Stephen Sommers. Aöalhlutverk: Brendan Fraser, Rachel Weisz, John Hannah og Arnold Vosloo. Bandarísk, 1999. Lengd: 124 mín. Bönnuð innan 12. -bæn Tálkvendið Sharon Stone Sharon Stone er hvorki framúrskarandi leikkona né eru kvik- myndir hennar sérstak- lega merkilegar. Engu að síður skipar hún mikil- vægan sess í kvik- myndagerð tíunda ára- tugarins. Kemur þar fyrst og fremst til frammistaða hennar í hlutverki tálkvendisins Catherine Tramell í kvikmyndinni Basic In- stinct (1992). í þekktasta, umdeildasta og mikil- vægasta atriði myndar- innar (og kannski alls tí- unda áratugarins) þagg- ar hún niður í karlkyn- inu við yflrheyrslur með því að bera einmitt það sem skilur hana frá þeim. Hvað sem áhorf- endum kann að þykja um þetta atriði hefur það komið Stone á spjöld kvikmyndasögunnar. Upphafsár Stúlkubarnið Sharon fæddist 10. mars 1958 í bænum Meadville i Pennsylvaníu. Snemma komu í ljós nokkur þokki og afburðagáfur (í dag stærir hún sig af greindarvísitölu upp á 152), en flmmtán ára gömul hóf hún nám í „skapandi textagerð". Hún vakti þó fyrst og fremst athygli fyrir feg- urö sína og eftir stutta viðdvöl I fegurðarsam- keppnum hóf hún módel- feril í New York og lék títt í sjónvarpsauglýsing- um. Metnaði hennar var þó ekki fullnægt og réðst hún til atlögu viö hvíta tjaldið. Árið 1980 fékk Sharon Stone sem Gloria hún sitt fyrsta hlutverk í mynd sjálfs Woodys Allens, Stard- ust Memories. Þaö var mjög smátt í sniðum og gerði lítið fyrir feril hennar sem næstu árin var að mestu bundinn sjónvarpinu. Árið 1985 tók kvikmyndaferill hennar loksins við sér er hún lék ljóskuna á móti Richard Chamberlain í King Salomon’s Mines. í framhaldi fylgdu jafn ólíkar myndir og Police Academy 4: Citizens on Patrol (1987), Állan Quatermain and the Lost City of Gold (1987), Action Jackson (1988) og Steven Seagal hasarinn Nico (1988). Sameiginlega eiga myndimar þó takmörkuð gæði. Slegið í gegn Paul Verhoeven gerði gæfumun- inn fyrir feril Stone en það var í mynd hans Total Recall (1990) sem hún vakti fyrst raunverulega at- hygli. Hann tók hana síðan fram yflr Juliu Roberts og Michelle Pfeif- fer i aðalhlutverkið á móti Michael Douglas í Basic Instinct (1992). Flestum áhorfendum þótti nóg um frammistöðu hennar en Douglas fór alveg yflr um. Greyið þurfti fljótlega að leita sér hjálpar við ákafri kyn- lífsfíkn og vart verður hjónaband hans og Catherine Zeta-Jones nokk- ur lausn á vandræðum hans. Ef marka mátti Sliver (1993), gægju- flkilstryllinn sem átti að fylgja eftir vinsældum Basic Instinct, var Stone aftur á móti útkeyrð. Myndin kveikti ekki í áhorfendum frekar en næstu myndir þar á eftir: Intersect- ion (1994), The Specialist (1994) og The Quick and the Dead (1995). En þá kom sjálfur Martin Scorsese Sto- ne til bjargar er hann valdi hana í mynd sína Casino (1995). Fyrir (of- metinn) leik sinn hlaut Stone ósk- arsverðlaunatilnefningu og lagði nú til atlögu við alvarlegri hlutverk. Heldur var nú árangurinn takmark- aður í myndum eins og Last Dance (1996), Sphere (1998) og Gloriu (1999) en The Mighty (1998) og The Antz (1998) kunna að vera hennar bestu myndir. Og hún þurfti ekki einu sinna að sýna sig, hvað þá bera, í þeirri síðarnefndu. -Bjöm Æ. Norðfjörð Myndbandalisti vikunnar ----- Vikan 18 - 24. janúar SÆTI FYRRI VIKfl VIKUR Á LISTfl TITILL ÚTGEF. TEG. 1 NÝ 1 Analyze thb WamerMynfir Caman 2 5 2 Officespace Skifan Caman 3 4 2 Insbnct MymJform Spenna 4 1 5 Entrament SJtifan Spenna 5 2 4 The out-of-towners CIC Myndbönd Gaman 6 3 5 Notting hill Gaman 7 NÝ 1 Universal soklier. Tbe retura .1 Skifan Spenna 8 6 3 Go Skffan Canun 9 7 8 EdT* CKMynMnd Canan 10 8 6 10 things 1 hate abont you SAM Myndfiind Carnan 11 10 4 1 The astronauts wife Myndfonn Spenna 12 9 4 Vins SUa Spcau 13 12 2 Rlntnuster HáskéUMi Caman 14 11 3 Octobersky CtCMyndMnd Draoa 15 13 5 Modsquad Waraer Mynár Spenna 10 16 2 Goodbey lover WnwMynár Spemu 17 NÝ 1 1 Allt um móJur mína J lerpflt Canun 18 14 8 Matrix WarmrMyndr Spmnu 19 17 10 Traecnme Waraer Mynár Speana 20 fll 13 flrtmgtnn road HásUiabM Speona
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.