Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2000, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2000, Qupperneq 29
i>V LAUGARDAGUR 29. JANtlAR 2000 ennmg Þegar Sven Hassel gaf út sína fyrstu bók, Hersveit hinna fordæmdu, árið 1959, náði hún fljótlega hylli lesenda víða um heim. Hér var kominn höfundur sem skrifaði af mikilli þekkingu og innsæi um raunveruleika þýskra hermanna í seinni heims- styrjöldinni. Höfundurinn sagðist byggja frásögnina á eigin reynslu en hann væri af austurrískum að- alsættum og dönskum og hefði nauðugur viljugur barist með Þjóðverjum í stríðinu. Bækurnar voru skrifaðar á dönsku en þýddar á fjölda tungu- mála og hafa farið víða um heim- inn. Hassel er löngu orðinn marg- faldur milljónamæringur. Á sjö- unda og áttunda áratugnum kom fjöldi bóka hans út á íslensku og voru meðal þeirra sem höfðu gam- an af því að lesa um fólk í stríði, settar á svipaðan stall og bækur Alaisters McLeans. Margir karl- menn gátu reiknað með bæði Hassel og McLean í hörðum pökk- um undir jólatrénu ár eftir ár eftir ár. Þetta var gaman. Bækur fyrir karlmenn Þetta voru bækur sem ilmuðu af hrottaskap og karlmennsku. Þær segja frá ævintýrum lítils her- flokks sem er borinn uppi af litrík- um persónum. Þar eru Porta rið- ilsstjóri, sem ekkert bítur á, Sven sjálfur, ungur og óreyndur, Gaml- ingi, sem hefur séð tímana tvenna r i i Einar Ólafsson, bókavöröur á Borgarbókasafni, segir aö Sven Hassel sé enn mjög vinsæll höfundur meöal bókasafnsgesta. DV-mynd Teitur Metsöluhöfundur afhjúpaður: Sven Hassel er reiðhjóla- þjófur og landráðamaður - barðist aldrei í neinu stríði og barðist í fyrra stríðinu líka, Lilli, sem er risastór en rammur að afli, og síðast en ekki síst Litli Legjónarinn sem hafði barist með frönsku útlendingahersveitinni og verið málaliði hingað og þangað um heiminn. Legjónarinn hafði misst eistun í höndum einhverra villimanna og var fullur af hatri og drápslöngun. Hann situr löng- um stundum afsíðis, hvetur hníf sinn og raular: Kæri dauði, kom þú fljótt. Þetta var lið sem kallaði ekki allt ömmu sína og hefði sennilega ekki hikað við að drepa ömmu sína. Einar Ólafsson, bókavörður á Borgarbókasafninu, upplýsti DV um að í eigu safnsins væru 27 titl- ar eftir Sven Hassel, flestir á ís- lensku en einnig á öðrum málum. Hann sagði að enn nytu verk Hassels mikilla vinsælda en þó virtist draga nokkuð úr þeim með árunum. Það var Ægisútgáfan sem gaf bækur Hassels út en þrátt fyr- ir eftirgrennslan frnnst fyrirtæki undir því nafni ekki i simaskrá. Allt sem Sven Hassel hefur sagt er lygi Sven Hassel er dulnefni eða skáldanafn manns sem heitir réttu nafhi Börge Villy Redsted Peter- sen Arbing. Hann fæddist í Dan- mörku 17. apríl 1917. Petersen barðist ekki í seinni heimsstyrj- öldinni, nema eitthvað svolítið við landa sína en hann var mjög hand- genginn Þjóðverjum meðan á her- námi Danmerkur stóð og aðstoð- aði þá við yfirheyrslur og pynting- ar í höfuðstöðvum Gestapo í Kaup- mannahöfn. Petersen er danskur í húð og hár þótt hann hafi oft reynt að telja fólki trú um annað. Nafn- ið Arbing, sem átti að sanna tengsl hans við austurrískar aðalsættir, keypti hann og bætti við nafn sitt 1951. Það sama ár giftist hann eig- inkonu sinni, Lauru Dorotheu Guldbæk. Rekinn úr hernum Þótt Hassel hafi ítrekað haldið því fram að hann hafi barist með þýska hernum í stríðinu og bækur hans byggi því á raunverulegri reynslu er það nokkuð langt frá því sanna. Sannleikurinn er sá að Petersen/Hassel var kvaddur i danska herinn árið 1936 og þjáifað- ur í reiðhjólaherdeild en þótti ekki hæfur til foringjaþjálfunar og hætti í hernum 1939. Hann kom ekkert nálægt hemaði á striðsár- unum, hvorki í sínu heimalandi né annars staðar, því árin 1939 til og með 1942 var hann árlega dæmdur í fangelsi fyrir þjófnað og fyrir að villa á sér heimildir. Hann stal einkum reiðhjólum. Seinni hluta stríðsins var hann eftirlýstur af dönsku andspymu- hreyfingunni sem taldi hann vera njósnara og svikara sem ynni fyr- ir þýska hemámsliðið. í mai 1945 var hann hnepptur í fangelsi og ákærður fyrir landráð og pyntingar. 1946 var hann dæmdur til dauða fyrir þessi af- brot en þeim dómi var síðar breytt i 10 ára fangelsi. 1951 var hann lát- inn laus til reynslu og þá tók hann sér nafnið Arbing og giftist. Hann hefur siðan ekki setið í fangelsi. Það var í kringum 1956 sem Pet- ersen/Hassel fór aö birtast á skrif- stofum danskra bókaforlaga með lúð handrit að Hersveit hinna for- dæmdu undir hendinni. Handritið var afskaplega iila skrifað, sund- urlausir órar og öll persónusköp- un víðs fjarri enda var höfundur- inn alltaf sendur með það heim aftur. Það var síðan ráðgjafi eða ritstjóri, Georg Gjedde að nafni, sem tók að sér að laga handritið og hann stytti það, endurskrifaði, bjó til persónurnar og kom nokkru sköpulagi á gripinn. Fljótlega eftir það tókst „höfundinum" að koma því á þrykk og þá fór boltinn að rúlla. Þessar upplýsingar eru fengnar af heimasíðu danska blaðamanns- ins Erik Haaest sem hefur unnið þrotlaust að þvi að fletta ofan af svikahrappnum Sven Hassel. Eftir því sem næst verður komist er Sven Hassel enn lifandi en er væntanlega orðinn 83 ára gamali. En hver skrifaði þá bækurnar? Þetta er auðvitað afar góð spum- ing. Svarið við henni er ekki alveg ljóst en á heimasíðu Haaest er leitt rökum að því að hinn raunverulegi höfundur bókanna sé eiginkona Hassels, Laura Dorothea. Þess er skylt að geta að Haaest fullyrðir að í ítrekuð skipti hafi þau hjónin gert dómssátt vegna yfirvofandi málaferla vegna ritstuldar því þau séu órög við að stela heilum köfl- um, söguþráðum og persónum frá öðrum rithöfundum sem hafa fjall- að um seinni heimsstyrjöldina. Sé þessi ævintýralega kenning um höfund Hersveitar hinnar for- dæmdu og allra hinna „meistara- verkanna" rétt, þá eru bækur Svens Hassel ekkert annað kvennabókmenntir samkvæmt flokkunaðferðum nútímans. -PÁÁ Gerðu vel við barnið þitt Skráning er hafin á sex vikna barna- og unglinganámskeið sem hefjast 7. febrúar. Stelpur og strákar sér. Barna- og unglinganámskeiðin í Heilsugarði Gauja litla eru ætluð börnum sem eiga við offitu að stríða. Unnið er náið með foreldrum sem fá fræðslu og viðtal á næringarráðgjafa auk Vilbótarfræðslu hjá lækni. wlnvíkeið sem skilar goðum „nfievkursiálfstraust arangn.evKU' 1 . híns b"r"3“ht Takmarkaðurfioldi þatt »Sd«9.m«b”"Sk'ðra ,pe,s6nule9«»»al“l1’ Dagskráin erfjölbreytt, með skemtilegum nýjungum og uppákomu t.d. Tae Bo, sund, skautum, göngu, yoga, og fleira. Heilsu?arður Gauja litk Skráning í síma: 8961298
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.