Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2000, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2000, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2000 tíðarandinn * Háskólabíó - Rogue Trader Prakkarinn Leeson Veröbréfamiðlarinn Nick Leeson varð heimsþekktur á auga- bragði í mars árið 1995 þegar það var tilkynnt að hann heíði tapað millj- ónum af eignum Bar- ingshanka á fjármála- mörkuðum Asíu. Hinn 200 ára gamli Baringsbanki, staðsett- ur í London, fór sam- stundis á hausinn með tilheyrandi látum. Rogue Trader er gerð eftir sögu hans og er Leeson titlaður sem einn af hand- ritshöfundum. En það sem hefði getað verið átakanleg mynd um stórgert ris og fall flármálstjörnu reynist þó einungis vera miðlungsræma. í fyrsta þriðjungi myndarinnar er eins og hún lendi í hálfgerðum vandræðum og festist á milli þess að útskýra hrigð- ugleika verðbréfamarkað- ins annars vegar og aðstöð- una sem Leeson kom sér í hins vegar. Þar mætti líkja henni við óskiljanlega vísi- tölugrein í Viðskiptablaðinu. Þessi óákveðni skin síðan i gegnum alla myndina þar sem leikstjórinn (Dear- den) reynir að koma samviskusamlega við á öllum vígstöðvum en með því tapast trúverð- ugleikinn og samúðin með Leeson verður eng- in. Með hækkandi flóði og vaxandi tapi laumast þó inn spenna sem spil- ar á gallann sem flestir hafa, að sópa vandamál- um undir teppiö. Ewan McGregor stendur sig ágætlega í hlutverki Leesons og tekur sig vel út í öllum æsingnum á verðbréfamarkaðnum. Hins vegar er eng- inn til að aðstoða hann við að halda myndinni uppi og er sambandi hans við eiginkonu sína (Friel) sérstaklega Ula skUað. Það hefði hreinlega mátt sleppa þeirri áherslu. Kannski hefði bara átt að setja meiri pening i mynd- ina og ráða betri leikara i kringum McGregor. En hún er ekki alslæm og er óhætt að mæla með henni fyrir töluspekúlanta og verðbréfagúrúa. Leikstjóri: James Dearden. Aðalhlut- verk: Ewan McGregor, Anna Friel og Yves Beneyton. Halldór V. Sveinsson Kvikmynda Tommy Hilfiger: Frelsi fyrir hann og hana „Freedom," er ilmur frá Tommy Hilfiger sem notið hefur mikilla vin- sælda meðal ungs fólks á undan- fomum misserum. Ilmurinn er til bæði fyrir konur og karla og segir Tommy Hilfiger að hann sé mis- munandi á fólki, rétt eins og frelsi hefur misjafna þýðingu fyrir alla. „Hugtakið frelsi (Freedom) hentar ilmi sem stendur fyrir sönnum mætti sjálfstæðis og þeim mögu- leika að velja fyrir sjálfan sig.“ Freedom er fyrir alla sem sjá lífið sem ævintýri og eru ákveðnir í að missa ekki af neinum hluta þess. Ilm- urinn er fyrir nýja kynslóð sem hefur mörg járn í eldinum og nýtur lífsins, eins og segir í fréttatilkynningu. Þar segir jafnframt að Tommy Hil- figer hafi fundið einstaka leið til að fanga þessa tilfinnmgu frelsis í glas. Það sem geri herra og dömu Freedom ilmina líka séu asískur engifer, tónn sem fengist hefur með nýrri tækni sem nefnist NaturPrint. Glösin eru gerð úr möttu og gegn- sæju gleri. Hvort fyrir sig hefur lögun sem aðgreinir þau sem einstaklega karlmannleg eða kvenleg; kvenlegar útlínur fyrir hana en karlmannlegri gegnheill femingur fyrir hann. Lancome: „Le gift"-dagar Hjá Lancome hefur skapast sú hefð að fara í skemmtilega söluher- ferð undir kjörorðinu „Le giff' á ári hverju og um næstu helgi býður Lancome upp á tilboðsdaga þar sem glæsilegir kaupaukar svíkja ekki, eins og segir í kynningu. Tilgangur herferðarinnar er að kynna Lancome-vörumar um land allt og einnig að umbuna góðum viðskiptavinum. Þegar keyptar eru Lancome-snyrtivörur fyrir 4.500 krónur eða meira fær viðskiptavin- urinn að gjöf sex vörutegundir, auk tösku eða hárbursta og greiðu frá Lancome. í gjöfmni að þessu sinni eru Hydra Zen rakakrem, 15 ml, Galaté- is-hreinsimjólk, 50 ml, Souplesse- rakamaski, 15 ml, Mini-Définicils augnháralitur, Bi-Facil-augn- hreinsivökvi, 30 ml, Ó OUI-ilmur, 7,5 ml, og auk þess taska eða hár- bursti og greiða. 1» Það eru 4 loftpúðar í öllum Renault Mégane Þegar þú velur bíl skaltu gæta þess að öryggið standist ströngustu kröfur. Renault Mégane fékk hæstu einkunn allra bíla í sínum flokki í NCAP árekstraiprófinu enda em 4 loftpúðar staðalbúnaður í öllum útgáfum Renault Mégane; öryggisbúnaður sem varla finnst nema í mun dýrari bílum. I Iliðarloftpúðarnir vernda þig sérslaklega vel í hliðarárekstrum sem ella gætu valdið meiðslum. Idafðu öryggið í lagi. Veldu Renault Mégane. Cijótháls 1 Sími 575 1200 Söludeild 575 1220 RENAULT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.