Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2000, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2000 Fréttir Halldór Björnsson, formaður Eflingar: Aukið mótframlag lykill að myndarlegum sjóði „Við erum með sams konar kröf- ur og samdist um í samningum VR og Samtaka verslunarinnar, þ.e. að ef launþegi ákveður að leggja 2% af launum í viðþótarlífeyrissjóð leggi vinnuveitandi 2% á móti. Aukið mót- framlag er meiri hvati fyrir félags- menn okkar til að leggja fyrir í sér- eignalífeyrissjóð og í raun lykillinn að því að þetta verði myndarlegur sjóður. Því er mikill áhugi á að semj- ist um aukið mótframalag atvinnu- rekenda," sagði Halldór Bjömsson, formaður Eflingar í Reykja- vík, sem ásamt Hlíf í Hafnar- firði og Verkalýðs- og sjó- mannafélagi Keflavíkur myndar svokallað Flóabanda- lag í kjarasamningaviðræð- um. DV skýrði frá því í gær að viðbótarlífeyrissjóður yxi mun hraðar og tryggði allt að tvöfóldun á mánaðargreiðsl- um úr sjóðnum eftir 60 ára aldur með tilkomu viðbótarframlags vinnuveit- Halldór Björnsson. enda eins og samið var um í nýgerðum kjarasamnng- um Verslunarmannafélags Reykjavíkur og Samtaka verslunarinnar. í samning- unum er gert ráð fyrir að ofan á 2% framlag launþega og 0,2% framlag vinnuveit- enda bættist viðbótarfram- lag vinnuveitenda upp á 2%. Heildarframlag í við- bótarlífeyrissjóð verður þannig 4,2%. Með dæmi var sýnt að 20 ára laun- þegi getur fengið greiddar allt að 140 þúsund krónur á mánuði eftir að 60 ára aldri er náð ef hann greiðir í við- bótarlífeyrissjóð samkvæmt samning- um VR (4,2%) en einungis 73 þúsund krónur ef hann sparar samkvæmt „gamla“ kerfmu (2,2%). Halldór sagði að séreignarsjóðir fé- laga í Eflingu hefðu vaxið mjög lítið. í lífeyrissjóðunum væru samtals 45 milljarðar króna en einungis 20 millj- ónir í séreignarsjóðum. „Þessu vilj- um við gjaman breyta." -hlh Mælifell. Vinnuslys um borð í Mælifelli: Féll niður í lestina DV, ísafiröi: Vinnuslys varð í gærkvöldi um borð í Mælifelli sem lá við bryggju á ísafirði. Tildrög slyssins voru þau að unnið var við losun farms og mun gámur hafa rekist í skipveija sem féll við það ofan af öðrum gámi tæpa þrjá metra niður á lestargólfið. í fyrstu var talið að maðurinn hefði slasast alvarlega og var búnaður feng- inn að láni hjá Björgunarfélagi ísa- fjarðar til að hífa manninn upp úr lest- inni. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar er skipveijinn nú á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á ísafirði og meiðsli hans minni en talið var í fyrstu. -KS Ásdís IS 55 frá Bolungarvík var sjósett úti á Granda í gær. Báturinn var nýveriö geröur upp, lengdur og ný vél sett í hann. DV-mynd S Fulltrúi borgarstjórnar - vegna misvísandi gagna um Grand Rokk: Oskar eftir skýringum „Ég er búin að óska eftir skýring- um bæði frá lögreglu og heilbrigðis- eftirliti. Þegar ég óska umsagnar um erindi sem segir að skýrsla segi ann- að og dagbókarfærslur hitt þá hlýtur umsögnin að þurfa að snúa að því. Verði það ekki þá geng ég sérstaklega eftir því.“ Þetta sagði Kristbjörg Stephensen, fulltrúi borgarstjórnar, sem hefur með höndum vinnslu málefna veit- ingastaðarins Grand Rokk fyrir borg- arráð. Borgaryfirvöld hafa ákveðið að endurskoða áminningu sem þau veittu veitingastaðnum þar sem skýrsla Karls Steinars Valssonar að- stoðaryfirlögregluþjóns um afskipti lögreglu af staðnum þykir gefa allt aðra mynd en dagbókarfærslur lög- reglunnar vegna sömu atburða. Einnig hafa eigendur Grand Rokk gert athugasemdir við hávaðamæl- ingar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á staðnum. Þær sýndu hávaða yfir leyfilegum mörkum. Kristbjörg kvaðst búast við að fá skýringar ofangreindra aðila í næstu viku. Að því búnu yrði eigendum Grand Rokk gefinn kostur á að koma með athugasemdir við skýringamar. Grand Rokk sótti um í nóvember að fá að hafa opiö lengur. Borgarráð synjaði því á grunni sömu raka og áminningin er veitt á, þ.e. skýrslu Karls Steinars Valssonar og hávaða- mælinga. Kristbjörg sagði að stað- setningin hefði ekki haft nein áhrif þar á. „Staðurinn þótti ekki, miðað við þau gögn sem við höfðum, hafa sýnt af sér þá rekstrarlegu ábyrgð sem við krefjumst af stöðum sem fá að hafa opið svona lengi. Það er ekki ólíklegt að við myndum endurskoða ákvörðun okkar um lengdan tima ef í ljós kemur að áminningin hefur ekki átt rétt á sér.“ Karl Steinar Valsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn kvaðst í gær ekki tilbú- inn til að tjá sig um skýrslu sína og dagbókarfærslur vegna afskipta lög- reglu af Grand Rokk. -JSS Borgarstjórn samþykkti 200% hækkanir á bílastæðagjöldum í miðborginni: Ótrúlegt að borgarstjóri neiti samráði - segir Guðlaugur Þór Þórðarson. 99% kaupmanna við Laugaveg mótmæltu Fulltrúar kaupmanna í miöborginni afhentu ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgar- stjóra undirskriftalista 99% kaupmanna við Laugaveg gegn 200% hækkun bíla- stæöagjalda. Borgarstjórn samþykkti hækkunina í gærkvöld. DV-mynd Hilmar Pór „Það er alveg ótrúlegt að borgar- stjóri, sem er búin að halda langar ræður sem ganga út á það hún stjómi með fólkinu en stjórni ekki fólkinu, neiti að hafa samráð við hagsmunaaðila í miðborginni um þetta mál,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson borgarfulltrúi, en borgar- stjóm samþykkti í gærkvöld hækk- un bílastæðagjalda i miðborginni um allt að 200% Fulltrúar kaup- manna við Laugaveg lögðu fram sáttatillögu sem svarað var með gagntilboði sem þeir töldu sig ekki geta fallist á. Fulltrúar D-lista lögðu til að afgreiðslu málsins yrði frestað „Það var sáttavilji alveg fram á ell- eftu stundu og það var borin fram sáttatillaga sem menn gátu sætt sig við sem fól þó í sér miklar hækkan- ir því menn hafa áhyggjur af því að ef það komi svona skyndileg hækk- un hafi það mjög slæm áhrif á mið- bæinn. En á þetta var aflt saman blásið sem er furðulegt þegar það er skoðað að það liggur ekkert á, hækkunin á ekki að taka gildi fyrr en í apríl. En borgarstjóri, sem eftir að hafa tapað Laugardalsmálinu hefur lagt áherslu á að hún stjórni með fólkinu en sé ekki að stjórna því, segir að þetta komi ekki til greina og ber sér á brjóst og segist vera alveg sérstaklega hugrökk að þora að gera þetta," segir Guðlaug- ur Þór. „Við lögðum fram undirskriftalista sem 99% kaupmanna við Laugaveg skrifuðu undir sem sýnir hvaða hug- ur er í kaupmönnum út af þessu máli. Við lögðum til að hækkunin yrði í 100 krónur í stað 200 og á móti bauð borg- arstjóri 120 krónur. Þá vildum við að aukastöðugjöldin yrðu 1000 krónur í stað 1500 en hún bauð 1200 og við náum engri sátt um það meðal kaup- manna. Kaupmenn skilja alveg að það verði að hækka en það verður að stíga dálítið varlega til jarðar í þessu máli,“ segir Ragna Óskarsdóttir, full- trúi kaupmanna við Laugaveg. -hdm Stuttar fréttir dv Vongóður Árni M. Mathiesen sjávar- útvegsráðherra sagði í svörum sín- um til Svanfríðar Jónasdóttur við ut- andagskrárum- ræðu á Alþingi í gær um Vatneyrardóminn og við- brögð stjómvalda að hann væri ósammála niðurstöðu héraðsdóms og hann væri mjög vongóður um að Hæstiréttur yrði honum sammála og myndi ekki staðfesta dóminn. Selt í dag? Búast má við því að sala á hlutn- um í Samherja sem Kaupþing keypti af Þorsteini Vilhelmssyni hefjist strax í dag. Núverandi eigendur Samherja útiloka ekki að þeir muni kaupa 2-3% hlut. Stöð 2 greindi frá. Samræming Bankaráð Landsbanka hefur ákveðið að samræma alla fram- kvæmd og eftirlit með verklagsregl- um um verðbréfaviðskipti starfs- manna og mun innri endurskoðandi Landsbankans hér eftir einnig hafa eftirlit með framkvæmd reglnanna i Landsbréfúm hf. Kortasvindl Kona sem þóttist vera starfsmað- ur tollgæslunnar sveik fjármuni út af kortareikningi annarrar konu með því að segjast vera að rannsaka fíknieftiasmygl. Konan hringdi og krafðist kortanúmers til sönnunar á því að korthafinn væri ekki viðrið- inn málið. Konunni sem hringt var í var nokkuð brugðið og gaf hún því upp kortanúmerið til að sanna sak- leysi sitt. Sjónvarpiö greindi frá. Eini umsækjandinn Menntamálaráðu- neytið hefúr staðfest að Páll Skúlason, núverandi rektor Háskóla Islands, sé eini umsælqandinn um stöðu rektors viðHÍ. HÍ dæmdur Hæstiréttur dæmdi í dag HÍ til að greiða fyrrum lektor 2,5 mifljónir, með dráttarvöxtum frá 1. nóvember 1995, vegna ólögmætrar uppsagnar. HÍ var sýknaður af kröfu stefhanda um að viðurkennt verði að ráðning- arsamningur hans sé í gildi og af kröfú um vangreidd laun sam- kvæmt þeim samningi. Ríkiö greiöi Héraðsdómur dæmdi í gær ís- lenska ríkið til að greiða Þoi-steini Jónssyni, Þórhafli Sigurðssyni og Ömólfi Ámasyni 2 milljónir króna með dráttarvöxtum frá árinu 1993 fyrir að hafa sýnt kvikmyndimar Átómstöðin og Punktur punktur komma strik í skólum og fræðslu- stoftiunum í rúmt ár án heimildar. Bylgjan greindi frá. Boöin upp Vatneyri BA og Háhymingur BA, skip Svavars Guðnasonar, útgerðar- manns á Patreksflrði, vora boðin upp hjá sýslumanninum á Patreks- flrði á miðvikudag. Mbl. greindi frá. Meiri hækkanir Enn hafa nokkrir innflytjendur og framleiðendur tilkynnt um verð- hækkanir á ýmsum vömtegundum. Hækkunin er á bilinu 2-10%. Kenna flestir um verðhækkunum á erlend- um vörum eða hækkun á verði að- fanga. Vill kaupa RARIK Akureyrarbær vill kaupa Raf- magnsveitur ríkis- ins og flytja höfuð- stöðvamar norður. RÚV greindi frá. Krefjast bóta Hjón í Garðabæ hafa krafið bæj- aryfírvöld um greiðslu fyrir tveggja daga vinnutap vegna þess að sam- ræmis gætir ekki í starfsdögum og foreldraviðtölum hjá grunnskólum bæjarins. Hjónin eiga 6 og 9 ára gamlar dætur sem var synjað um að ganga í sama skóla í kjöflar breyt- ingar á skólaskipan í bænum. Mbl. greindi frá. -hdm/hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.