Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2000, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2000
7
Fréttir
Grænlendingar vongóðir um stórkostleg efnahagsundur:
Olía, þorskur og gull
- Jonathan Mozfeldt landstjóri ræðir sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga við DV
Jonathan Mozfeldt, formaður grænlensku landstjórnarinnar, segir aðeins
spurningu um tíma hvenær Grænland fái fullt sjálfstæði. Vel árar í efnahags-
málum Grænlendinga og olía, gull og þorskur eru rétt hugsanlega handan
við hornið. Hér er landstjórinn ásamt hundi sínum Huppi.
DV-mynd Reynir
DV; Nuuk:
„Við höfum gert samning við
Statoil um að það komi hingað í
maí. Um er að ræða 160 kílómetra
svæði út af ströndinni þar sem verð-
ur borað eftir olíu í allt sumar. Ég
veit ekki hvort það heppnast en ég
vona að olían finnist," segir Jonath-
an Mozfeldt, formaður grænlensku
landstjómarinnar, um þær vænt-
ingar sem Grænlendingar hafa
vegna olíuborunar sem hefst við
vesturströnd Grænlands í sumar.
Um er að ræða svæði sem er á Fylla-
bank. Jarðfræðirannsóknir hafa gef-
ið til kynna góða möguleika á því að
olían fínnist en engu er þó hægt að
spá um árangur. Jonathan segir að
miklar vonir séu bundnar við olíu-
leitina og jákvæð niðurstaða bor-
unnar yrði feikilega mikilvæg.
Einhæft atvinnulíf
„Við búum við mjög einhæft at-
vinnuíf. Sjávarútvegurinn er það
eina sem við höfum. Námuvinnsl-
an, sem var á árum áður, er liðin
tíð. í raun og veru höfum við ekki
einu sinni námagröftinn sem
stuðning við sjávarútveginn. Ég
bind miklar vonir við olíu og
gasvinnsluna þótt sú vinnsla hafi
ákveðna áhættu f for með sér ef lit-
ið er til umhverfismála. Statoil hef-
ur á að skipa fremstu sérfræðing-
um í forvömum vegna umhverfis-
áhrifa og i viðbrögðum ef eitthveð
bregður út af,“ segir Jonathan.
Það eru fleiri efnahagsævinstýri
í sjónmáli á Grænlandi. Þar ber
hátt yfirvofandi endurreisn þorsk-
stofhsins sem ekki hefur látið sjá
sig siðan 1986. Þar fylgir þó böggull
skammrifi að grænlenskur sjávar-
útvegur er á engan hátt tilbúinn til
að taka við stórauknum þorskafla.
„Spumingin um það hvort
þorskurinn komi upp aftur hefur
verið á hvers manns vömm allt
síðan hann hvarf. Það breytir ekki
þeirri áætlun okkar að halda fast
við olíuleitina og líta á það sem
framtíðarauðlind. Það er ljóst að
olíuvinnsla og þorskveiðar geta
þrifist hlið við hlið. Það er ljóst að
vandamál munu fylgja endurkomu
þorskins. Það em aðeins örfáar
fiskvinnslustöðvar á Grænlandi
sem geta tekið við þorski til
vinnslu. Þorskbrestiu-inn leiddi til
þess að sjávarútvegurinn hefur
sérhæft sig í vinnslu á rækju, grá-
lúðu og krabba. Það er samt auð-
vitað von okkar að þorskurinn
komi,“ segir Jonathan.
Eins og fram kom í DV telur
grænlenskur fiskifræðingur að
sami þorskstofninn sé við ísland
og Grænland. Aðspurður um það
hvort samið veröi við íslendinga
um þorskveiði við Grænland segir
Jonathan að þjóðirnar tvær hafi
ævinlega leyst öll mál í vinsemd.
„Islendingar eru með sína
kvóta. íslendingar og Grænlend-
ingar hafa alltaf getað talað saman
og ef í ljós kemur að þama er um
að ræða einhver ágreiningsmál
munu menn setjast niður og ræða
þau mál. Við höfum alltaf getað
leyst allan ágreining," segh hann.
En það em fleiri væntingar um
efnahagsundur á Grænlandi. Gull
fannst í nýtanlegu magni skammt
frá Nanortalik á Suður-Grænlandi.
Jonathan Mozfeldt segh að vissu-
lega hafl fundist gull.
„Alveg eins og með olíuna og
þorskinn eru jákvæð teikn á lofti
en ekkert er fast í hendi. Það hafa
staðið yfir miklar rannsóknh á
Suður-Grænlandi sem gefa jákvæð-
ar niðurstöður. Reyndar finnst gull
víðar, svo sem á Norður- og Aust-
ur-Grænlandi en þar setja erfiðar
samgöngur shik í reikninginn og
vinnsla er nánast ógerleg. Verkefn-
ið í Suður-Grænlandi er unnið í
samvinnu við norska aðila en það
er eins og með alla aðra vinnslu að
markaðsverðið ræður. Huga þarf
að þeim kostnaði sem fylgh náma-
vinnslunni og fjárhagslegri áhættu
sem fylgh kostnaðarsamri leit.
Vega þarf á móti þær tekjur sem
fást af vinnslunni og ráðast af
sveiflukenndu heimsmarkaðsverði
á gulli,“ segh hann.
Gott samstarf
„Ég hef átt mjög gott samstarf
við íslensku forsætisráðherrana.
Þannig á ég náið samstarf við Dav-
íð Oddsson. Áður hafði ég mikið
samstarf við Steingrím Hermanns-
son og Ólaf Jóhannesson sem var
einn fyrsti erlendi stjórnmálamað-
urinn sem ég kynntist á mínum
ferli. Ég þekki fjöldann af íslensk-
um stjómmálamönnum sem ég hef
mikil samskipti við. Samskipti ís-
lands og Grænland eru þó nokkur
og aðallega á sviði ferðaþjónustu.
Þar má nefna samvinnu Flugfélags
Islands og Grænlandsflugs. Þá má
nefna samstarf í heilbrigðismálum
og á sviði sauöfjárræktar auk mik-
illa samskipta í sjávarútvegi. Það
mætti auka samstarf í heilbrigðis-
málum og senda flehi sjúklinga til
Islands í stað Danmerkur. I sauð-
fjárræktinni hafa þó skapast einna
mest tengsl því margt duglegt fólk
frá Suður-Grænlandi hefur verið í
framhaldsnámi í sauðfjárrækt á ís-
landi. Þetta hefur leitt til þess að
menningarstraumar hafa borist
milli landanna. Það er alltaf kær-
komið að auka samskipti á milli
landanna og ekki er útilokað að ís-
lendingar gætu komið til hjálpar ef
olía finnst á Grænlandi," segh
Jonathan.
Sjálfstæði í fyllingu tímans
Jonathan segir að Grænland
muni fá fullt sjálfstæði frá Dan-
mörku í fyllingu tímans. Hann seg-
h að þegar hafi verið sett í gang
nefnd í því skyni að kanna hvaða
leiðir séu heppilegastar.
„Við munum ekki fá sjálfstæði
meðan ég er við völd. Það er þó ekki
spuming að við munum ná fullu
sjálfstæði í fyllingu tímans," segir
hann.
Munu Grænlendingar fara sömu
leið og Færeyingar i sjálfstæðisbar-
áttunni?
„Við vinnum málið út frá okkar
eigin forsendum og í nánu samráði
við Dani. Það er fátt sameiginlegt
með okkur og frændum okkar Fær-
eyingum annað en sameiginlegt
konungsdæmi. Þar nægir að benda
á að Grænland er stærsta eyja í
heimi með 55 þúsund íbúa en í Fær-
eyjum er landrými lítið. Við mun-
um sækja okkar sjálfstæði með því
að taka í fyllingu tímans yfir ein-
staka málaflokka, svo sem utanrík-
ismálin og dómsmálin," segir Jon-
athan Mozfeldt.
-rt
Grænlenskir fiskifræðingar:
íslensku seið-
in vekja vonir
- skýrist i sumar, segir Jens Engelstoft
DV, Nuuk:
„Við urðum varir við íslensk
þorskseiði í fyrrasumar og nú bíð-
um við þess í eftirvæntingu hvort
þau hafi komist af. Það kemur í ljós
í rannsóknaleiðangri okkar í sum-
ar,“ segir Jens Engelstoft, einn
fimm fiskifræðinga í Nuuk, í sam-
tali við DV.
Engelstoft hefur það hlutverk að
fylgjast meö þorskstofninum sem
hrundi gjörsamlega árið 1986 eftir
að íslensk þorskseiði höfðu gefið
um 100 þúsunda tonna árasafla áriö
á undan. Síðan hefur ekkert veiðst
utan fjarða á Grænlandi. Sem dæmi
má nefna að ársaflinn í fyrra var
innan við þúsund tonn. Um 1960 var
ársaflinn aftur á móti yfir 300 þús-
und tonn. Miklar vonir eru bundnar
við uppsveiflu þorskstofnsins á
Grænlandi og þeh bjartsýnustu
trúa því að ársaflinn veröi 400 þús-
und tonn sem gæfi allt að 50 millj-
örðum íslenskra króna í tekjur.
Jens fiskifræðingur er varkár í
svörum þegar hann er spurður um
það hvort þessar væntingar séu
raunhæfar.
„Stóra spumingin nú er hvort
seiðin hafi lifað af veturinn og séu
nú ársgamall þorskur. Sá fiskur
verður þó ekki veiddur fyrr en efth
þrjú og hálft ár. Því er ekki að neita
að aðstæður í hafinu eru góðar, með
hærri sjávarhita en verið hefur um
árabil. Við erum því hóflega bjart-
sýnh,“ segh hann.
Jens segir að þorskurinn við
Grænland og ísland sé sami stofn-
inn. Hefjist veiðar að nýju verður
náið samráð haft við íslendinga um
nýtinguna.
„Við getum engan veginn verið
vissir um að stofninn komi upp en
fari svo mun verða náið samráð viö
íslendinga um það hve mikið verði
veitt. Þá þarf að hafa að leiðarljósi
við ákvörðim um veiöar að þorskur-
inn étur rækju sem er okkar mikil-
vægasti stofh. Það er áríðandi aö
jafnvægi haldist þar,“ segir Jens
Engelstoft fiskifræðingur. -rt
Jens Engelstoft fiskifræðingur í Nuuk er bjartsýnn á aö íslensku seiðin sem dúkkuðu upp í grænlenskri lögsögu
komist af. Mikið er í húfi ef þorskinum vex fiskur um hrygg og milljarðar eru í sjönmáli. Hér er Jens meö þorsk en
hann hefur verið fáséður á Grænlandi um árabil. DV-mynd Reynir