Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2000, Blaðsíða 32
Opel Zafira
Ný
manna
bíll
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnieyndar
er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ
FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2000
Átak Landlæknis:
Þunglyndir út
úr skápnum
Álag á geðdeildir hefur stórauk-
i >. ist í kjölfar kynningarátaks Land-
læknisembættisins á þunglyndi.
Hjá embættinu er almenn ánægja
ríkjandi með átakið sem virðist
hafa losað um fordóma og opnað
augu margra fyrir sjúkdómnum.
„Ég get staðfest að það hefur
verið óskaplega mikið að gera hjá
mér eftir að átakið hófst og þarna
virðast vera bein tengsl á milli,“
sagði Julíet Hansen, móttökuritari
á geðdeild Landspítalans. „Það er
engu líkara en þunglyndir hafi
komið út úr skápnum, alla vega
hringja þeir mikið og eru með fyr-
irspurnir. Það á ekki síður við um
aðstandendur en fólkið sjálft,"
sagði Júlíet.
Landlæknisembættið hyggst
halda áfram kynningarstarfi sínu
og taka fyrir eitt atriði í mánuði
hverjum. Nú stendur yfir átak
vegna slysa í heimahúsum, næst
verða það hjartasjúkdómar, þá
ofíitan og svo flkniefnin. Þá er ráð-
gert að vera með herferð undir yf-
irskriftinni: „Maður er manns
gaman“ og vekja þar athygli á
þeirri staðreynd að félagsskapur
sé heilsubætandi; rannsóknir sýni
að einvera geti kallað á sjúkdóma
og heilsuleysi.
» -EIR
Sækjandi
og verjandi
í Helgarblaði DV á morgun er við-
tal við feðginin og lögfræðingana Örn
Clausen og Guðrúnu Sesselju Amar-
dóttur sem hafa staðið andspænis
hvort öðru í réttarsalnum þar sem
hún sækir en hann ver.
Þar er einnig viðtal við Michael
Micari, biskup, bónda og einsetu-
mann á Kvennahóli í Dölum sem
bindur bagga sína ekki sömu hnútum
og aðrir samferðamenn. Micari hefur
sérstæðar skoðanir á Guði, íslending-
um og íslenskri náttúru. Fréttaljós
um „þriggja milljarðamanninn“ Þor-
stein Vilhelmsson er einnig i blaðinu
0r en Þorsteinn er áreiðanlega umtalað-
asti maður landsins eftir söluna á hlut
sínum í Samherja.
Tilkynning um eld í hesthúsi í Heröi í Mosfellsbæ barst eigendum um sexleytið í morgun. í húsinu voru 32 hestar. Af þeim drápust 19 i eldinum. Á myndinni
eru slökkviliðs- og björgunarmenn að störfum. DV-mynd Pjetur
Hesthús brann í Mosfellsbæ í morgun:
Nítján hross
drápust
32 hross voru í hesthúsinu þegar eldurinn kom upp
Nitján hross drápust þegar hesthús
í hesthúsahverfinu í Mosfellsbæ
brann í morgun. Kona sem átti erindi
í hesthúsahverfið til að gefa hrossum
sínum um klukkan 6 varð eldsins vör
og gerði viðvart, en slökkvistarfi sem
gekk veLvar lokið um tveimur og
hálfri klukkustund siðar.
í hesthúsinu þar sem eldurinn kom
upp voru 32 hross, 12 i austurenda
hússins og 20 í vesturenda. Öll hross-
in í austurendanum náðust út en öE
hrossin í vesturenda hússins þar sem
eldurinn geisaði drápust nema eitt
sem komst út. I morgun var óvíst með
ástand þeirra hrossa sem bjargað var
út úr húsinu, og jafnvel talið að ein-
hver þeirra hefðu fengið reykeitrun
og farga þyrfti þeim í dag.
Þegar slökkviliðið kom á vettvang
var mikill eldur í húsinu og var kall-
að eftir öllu tiltæku liði Slökkviliðsins
i Reykjavík. Nokkuð greiðlega gekk
að ráða við eldinn, en þó tafði það fyr-
ir að brunahani sem var nálægur var
bilaður þannig að sækja þurfti vatn
um langan veg. Einnig var tankbíll
með 7 tonn af vatni sendur á vettvang.
Tekin var ákvörðun um að rýma
eitt hús til viðbótar en þar var um ör-
yggisráðstöfun að ræða. Vindátt var
hagstæð og fleiri hús voru ekki talin í
neinni hættu.
-gk
Skelfileg aðkoma
„Þetta var skelfileg aðkoma,“
sagði Pétur Jónsson, einn þeirra er
áttu hross í hesthúsinu sem brann í
Herði í Mosfellsbæ. Pétur var á vett-
vangi í morgun þegar DV náði tali
af honum. Var þá beðið komu rann-
sóknarlögreglunnar.
Elías Þórhallsson tamningamað-
ur átti húsið ásamt fjölskyldu sinni.
í þvi voru 32 hross, bæði kynbóta-
hross og keppnishross, ásamt tamn-
ingahrossum. Meðal hrossa í hús-
inu var hinn kunni keppnishestur
Elíasar, Váli frá Nýjabæ.
Annar endi hesthússins varð eld-
inum að bráð, að sögn Péturs, sem er
mágur Elíasar. Hinn endinn virtist í
morgun hafa sloppið að mestu. Pétur
sagði að hringt hefði verið korter yfir
sex í morgun og tilkynnt um eld i
húsinu. Hann kvaðst ekki geta tjáð
sig frekar um málið. -JSS
Flugskóli Islands:
Hallarbylting
Hallarbylting var gerð í Flug-
skóla íslands í gær þegar Arn-
grímur Jóhannsson f Atlanta var
kjörinn stjómarformaður skól-
ans í stað
Halldórs
Kristjánsson-
ar, skrifstofu-
stjóra í sam-
gönguráðu-
neytinu.
Stjómar-
breytinguna
má rekja til
mikillar óá- Arngrímur
nægju sem hannsson.
verið hefur með rekstur skólans
og mikils falls nemenda á flug-
prófum.
„Stóra breytingin er sú að rík-
ið dregur sig alfarið út úr stjóm-
inni þó það sé stærsti hluthafi í
Flugskólanum," sagði Guðlaug-
ur Sigurðsson hjá Flugtaki sem
einnig vék úr sfjórn. „Ráðuneyt-
ismaðurinn sem var stjórnarfor-
maður var störfum hlaðinn og
hafði ef til vill ekki nægilega
þekkingu á flugmálum og rekstri
flugskóla. Það er flnt að fá Arn-
grím þama inn. Hann hefur vit á
þessu,“ sagði Guðlaugur. „Nú er
hægt að fara að lægja öldumar
og snúa sér að rekstri skólans."
-EIR
VORU FLUGNEMARNIR
FRJÁLSU FALLI?
Veörið á morgun:
Hlýjast fyrir
norðan
Á morgun verður suðlæg átt,
13-18 m/s vestanlands en 9-13
m/s austan til og rigning viðast
hvar um landið sunnan- og vest-
anvert. Skýjað verður að mestu á
Norðurlandi.
Hiti 3 til 6 stig, hlýjast á Norð-
urlandi.
Veðrið í dag er á bls. 29.
w,- &
SYLVANIA
Heitur matur í hádegjnu
á gódu verdi.
Bæjarlind 18 - 200 Kópavogi
sími 564 2100
Netfang: midjan@mmedia.is