Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2000, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2000 13 I>V Fréttir Yfirlæknir i Nuuk segir vestræna velmegunarsjúkdóma nema land: Svínafitan ógnar Grænlendingum - hálfrar aldrar glíma við landlæga berkla Gunnar Paliisgaard yfirlæknir og Halldóra Grétarsdóttir, deildarstjóri á sjúkrahúsinu í Nuuk. Glíman við berklana stendur sem hæst og hálfa öld tekur að útrýma ógnvaldinum. DV-mynd Reynir DV, Nuuk: „Neysla áfengis og tóbaks er stærsta heilbrigðisvandamál Græn- lendinga. Hvað áfengið varðar fylg- ir því mikið ofbeldi og slys. Þá hafa sykursýki og hjartasjúkdómar skot- ið rótum hér með því að Grænlend- ingar hafa tekið upp vestræna llfs- hætti.,“ segir Gunnar Pallisgaard, yfirlæknir Dronning Ingrids Hospi- tal í Nuuk, í samtali við DV. Hann segir að svínafita, tóbak, áfengi og fleira af vestrænum toga hafi gert það að verkum að nú glími þjóðin við þessa sjúkdóma í vaxandi mæli. „Skýrslur sýna svart á hvitu að hjarta- og æðasjúkdómar fara stig- vaxandi. Ástæðan er sú að nú reyk- ir fólk, drekkur mikið og borðar ótæpilega alltof feitan mat. Þama er um að ræða sjúkdóma sem áður voru óþekktir á Grænlandi," segir hann. Gunnar yfirlæknir segir að þrátt fyrir vestræna óhollustu hafi meðal- aldur Grænlendinga hækkað og þá sérstaklega í bæjunum á vestur- ströndinni, svo sem höfuðstaðnum. Því valdi helst að slysum af náttúr- legum völdum hafi stórfækkað. Þá hafi velmegunin orðið til þess að fólk sé ekki útslitið fyrir aldur fram eins og var á árum áður þegar óblíð lifskjör urðu til þess að um fertugt var fólk gjaman orðið gamalt. „Maður sér þó enn þá fólk í hin- um nyrstu byggðum sem er orðið illa farið strax á unga aldri. Þannig er ekki langt síðan 58 ára kona í einu þessara þorpa dó úr elli,“ segir Gunnar sem reyndar sérhæfir sig í berklasjúkdómum. „Ég hef mikið rannsakað berkla. Þeir eru algengir hér og þá sérstak- lega í þorpunum norður frá. Því veldur mengað vatn og þröngt heilsuspilandi húsnæði auk óþrifa. Við greindum 96 berklatiifelli árið 1997 en þá náði þetta hámarki. Á síðasta ári greindum við 45 tilfelli og ég trúi því að við höfum náð tök- um á vandanum. En það tekur hálfa öld að útrýma berklum og þar þarf markvissar aðgerðir til,“ segir Gunnar. Hann segir að stjómvöld hcdi ráð- ist markvisst að vandanum í ein- stökum þorpum og náð árangri. „Ég fór í þorpið Kollorsuaq sem er norðarlega á vesturströndinni. Þar em um 300 íbúar og við tókum alla i berklapróf. Það reyndust 20 manns vera sýktir og það var gripið til stóraðgerða í þorpinu. Þannig var tekið til hendinni og klóakið endurbætt, sem og vatnsbúskapur- inn. Þá var sett upp þjónustuhús með hreinlætisaðstöðu þar sem fólk gat þvegið þvott og farið í bað. Með þessum markvissu aðgerðum náð- um við tökum á ástandinu. Þá gild- ir að uppfræða fólk og fá það til að auka þrifin, svo sem að hreinsa vel í kringum kamrana sem eru nánast alls staðar á þessum slóðum. Það þarf að bregðast við víðar með sama hætti til að útrýma þessum skað- valdi, berklunum. Við vorum að ráða hjúkrunarfræðing í að sinna eingöngu berklasjúkdómum og það er mjög til bóta til að hafa yfirsýn yfir málið,“ segir Gunnar. Hann segir að stór hluti vandans í litlu þorpunum sé sá að læknar stoppi stutt við og því sé lækning oft ómarkviss. „Gömlu heimilislæknarnir eru nánast horfnir. Nú er algengast að læknar sérhæfi sig á einhverjum sviðum og því ráða þeir illa við að þjóna á einangruðum stöðum þar sem þeir þurfa að hafa mikla yfir- sýn yfir sem flesta sjúkdóma. Það er algengt að skipt sé um lækni i hér- uðum, jafnvel mánaðarlega," segir Gunnar. Árlega deyr að meðaltali einn Grænlendingur úr berklum. Hall- dóra Grétarsdóttir hjúkrunarfræð- ingur er deildarstjóri á lyfja- og barnadeild sjúkrahússins. Hún seg- ir að sé brugðist við i tíma takist að lækna fólk af berklum. „Við setjum sjúklingana í 14 daga einangrun og þeir ná fullum bata ef brugðist er við í tíma og þeir kom- ast til okkar. En einangrunin er þeim eðlilega mjög erfið,“ segir hún. -rt Bryggjuhús hrundi - staurar brotnuöu og gámur meö 5 tonnum af skreið lenti niður í fjöru DV, Breiðdalsvík: Mikið óveður gekk yfir Austur- land á dögunum og urðu skemmdir á ýmsum mannvirkjum. Á Breið- dalsvík var hvassviðrið slikt að menn muna ekki annað eins í 30 ár. Á síldarárunum upp úr 1960 voru síldveiðar stundaðar á sumrin og var þá síldin söltuð úti undir berum himni. Síðan færðust þær fram á haustið og veturinn. Þá var ekki lengur hægt að vinna utanhúss og var þá byggt um 500 fermetra sölt- unarhús við höfnina. í veðrinu nú hrundi það til grunna og brak úr Bryggjuhúsið sem hrundi. DV-mynd Hanna Ingólfsdóttir. því fauk um allt svæðið og braut ljósamastur á bryggjunni og skemmdi bát sem þar lá. Ýmsar aðrar skemmdir urðu. Raf- línustaurar brotnuðu og eru starfs- menn RARIK í óðaönn að gera við. 40 feta gámur með 5 tonnum af skreið rann niður í fjöru og gámavagn með gámi fauk á hús og skemmdust bæði vagninn og húsið nokkuð. Hurðir þeyttust upp í nokkrum fyrirtækjum en tveir ungir fullhugar fóru út í nóttina til að upplifa óveðr- ið í návígi og létu þá vita sem þurftu að líta eftir eigum sínum og kom það sér vel fyrir hlutaðeigandi. -HI Myndlist fyrir börn í Gerðubergi vorönn 2000 Myndlistaskólinn í Reykjavík býður upp á 12 vikna námskeið fyrir börn í Gerðubergi og hefst kennslan priðjudaginn 8. febrúar nk. Fyrirá-lOára börn þriðjudaga kl. 15.15-17 Fyrir 10-12 ára börn miðvikudaga kl. 14.30-17.30 Skráning á skrifstofu skólans að Hringbraut 121 í síma 551 1990 og551 193ó. Skrifstofan er opin mán.-fim. kl. 14-18, föst. kl. 14-17. MYNDLISTASKOLINN IHE RfcYKIAVÍK SCHOOl Of ART fl REYKJAVÍKl I HRINGBRAUT 121 «107 REYKJAVIK « SIMI 551 1990 | múlo 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is KALDIR Tilboð á frá 21. j 0 inDesu © Husqvarna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.