Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2000, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2000 11 Fréttir Akranes og Borgarbyggð gera samkomulag um aukið samstarf Sameining innan tíu ára - segja bæjarfulltrúar DV, Borgarnesi, Bæjarstjórar Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar undirrituðu i vik- unni samkomulag um aukið samstarf og samvinnu miili sveitarfélaganna í því skyni að bæta þjónustu og ná fram hagstæðum samningum við vöru- og þjónustukaup. þeim tilvikum þegar fólk sem á lög- heimili í öðru sveitarfélaginu er veitt niðurgreidd þjónusta i hinu sveitarfé- laginu þá verði viðkomandi aðili ekki krafinn um hærra endurgjald þjónust- unnar en sá sem á lögheimili í sveit- arfélaginu. Samk'omulag þetta tekur m.a. til þjónustu dagvistarstofnana, heimilishjálpar, vinnu vinnuskóla og Bæjarstjórarnir tveir undirrita samkomulagiö um aukiö samstarf milli Akra- ness og Borgarbyggðar. DV-myndir Daníel Mun þetta samkomulag vera hið þjónustu tónlistarskóla. fyrsta sinnar tegundar hér á landi. 17. Sveitarfélögin ætla að beita sér fyr- grein samkomulagsins segir m.a. að „í ir samkomulagi um gagnkvæma að- msmm í® \ 'ý fá » ;• \ ^ , ’ ur Í4f' Bæjarráö Borgarbyggar og Akraness ásamt bæjarstjórunum. Gunnar Sigurösson, AK, Guðrún Jónsdóttir, BB, Sveinn Kristinsson, AK, Stefán Kalmansson, bæjarstjóri Borgarbyggöar, Gísli Gíslason, bæjarstjóri Akraness, Guö- rún Fjeldsted, BB, Kolfinna P. Jóhannsdóttir, BB, og Guðmundur Páll Jónsson, AK. stoð slökkviliða sveitarfélaganna til þess að auka þær brunavamir sem fyrir hendi eru ef meiriháttar bruna bera að höndum. Samkomulagið felur einnig í sér að kannaðir verði mögu- leikar á að standa sameiginlega að út- boði vegna kaupa á ýmsum búnaði til grunnskóla sveitarfélaganna á árinu 2001 og við kaup á tölvubúnaði til þeirra. “Ég hef sagt að ég telji að þessi sveitarfélög muni sameinast innan tíu ára,“ sagði Sveinn Kristinsson, for- maður bæjarráðs Akraness. „Ég held að Borgnesingar eigi eftir að taka sér dálítinn tíma til þess að melta það að sveitarfélögin sameinist en samstarf er alltaf af hinu besta og það getur al- veg farið svo að sveitarfélögin samein- ist innan tíu ára,“ sagði Guðrún Fjeld- sted, formaður bæjarráðs Borgar- byggðar. -DVÓ Dýrt spaug að vera nemandi í Verzlunarskólanum: Neyslan hleypur á tug- um þúsunda króna - segir Verzlómær Á meðan skólastjóri Verzlunarskól- ans heldur tölu um að óæskilegt sé að nemendur vinni með náminu, eru all- margar Verzlómeyjar i Kringlunni og þegar út er komið hafa þær eytt tug- um þúsunda í fót. En þær vinna fyrir sér því þær þurfa að tolla í Verzlótísk- unni til að vera ekki litin hornauga. „Það vinna allir með skólanum. Ég vínn fyrir svona 70.000 á mánuði en ég gæti ímyndað mér að meðaltalslaun nema með skóla séu í kringum 50.000 krónur. Svo eru allir með kort, ef ekki á eigin nafni, þá sem dótturkort frá foreldrunum. Svo má ekki gleyma far- símunum en það eru allir nema einn með slíkan í bekknum," sagði Saga Jónsdóttir, nemandi í skólanum, í samtali við DV. Einkunnir lækka og fötin hækka Daginn áður en Saga tók sín fyrstu skref í skólanum fór hún í verslunar- ferð með móður sinni en sú ferð kost- aði 50.000 krónur. „Það er bara rosa- leg tíska þama. Þetta er snobbskóli og þegar maður er í kringum fólk sem er í flottum fótum mætir maður ekki í íþróttagailanum," segir Saga. „Það er t.d. strákur í skólanum sem ekur um á rúmlega 2ja milljóna króna bíl. Hann á minnst i bílnum sjáifur en þetta er bara rosalegt „show“. Maður sleppir því bara að borða eða borðar minna eftir svona eyðsludag," segir Saga. Þetta er orðið vandamál. Skóla- gjöldin kosta 50.000 krónur. Einkunn- irnar hafa lækkað undanfarin ár en svona er Verzló. Þetta er ekki svona í öðrum skólum. Flestir krakkarnir eiga foreldra sem eiga fyrirtæki og eru því að vinna hjá þeim til að fjár- magna neysluna. En í gær var stór dagur hjá Verzl- ingum því hið árlega Nemendamót var haldið í gærkvöld. En hvað skyldi eitt slíkt kvöld kosta? „Þú þarft nátt- úrlega að fá ný fót. Kjól, yfirhöfn, ný undirföt, skó, litun og klippingu, fórð- un og nýjar neglur. Svo er farið út að borða og svo kostar sitt á sjáift ballið. Ætli þetta kosti ekki um 30.000 krón- ur,“ sagði Saga um leið og hún púss- aði gervineglumar. -hól Járnblendifélagið og Norðurál stofna fyrirtæki: Klafi mun annast um Grundartangahöfn DV, Grundartanga: íslenska járnblendifélagið og Norð- urál á Grundartanga hafa sameigin- lega stofnað fyrirtækið Klafa tU að annast um starfsemi við Grundar- tangahöfn. Höfnin á Grundartanga var upphaflega gerð í lok 8. áratugar- ins tU að mæta þörfum Islenska jám- blendifélagsins og eru eigendur hafn- arinnar sveitarfélög á Vesturlandi. Árið 1997 var hafist handa við stækkun hafnarinnar vegna bygging- ar Norðuráls. Stækkun hafnarinnar lauk árið 1998 og þjónar hún öUum hafnarþörfum beggja fyrirtækjanna. Grundartangahöfn er nú meðal bestu stórskipahafna landsins og geta 60.000 tonna skip lagst að nýja við- legukantinum við góðar aðstæður. Sjóflutningaþörf Norðuráls við 60.000 tonna framleiðslu nemur 220 þúsund tonnum á ári en í framtíð- inni er áætlað að hún geti orðið aUt að einni mUljón tonna á ári. Árlegir flutningar járnblendifélagsins um Grundartangahöfn nema nú 530 þús- und tonnum. Heildarflutningar beggja fyrirtækjanna um höfnina gætu numið um 1,5 miUjónum tonna innan nokkurra ára. Klafa er ætlað að anna þörfum beggja fyrirtækjanna fyrir uppskip- un hráefna og útskipun afurða en áður sinntu félögin þessum verkefn- um hvort í sínu lagi. Klafi er í jafnri eigu beggja fyrirtækjanna og áætlan- ir gera ráð fyrir hagræði að sam- starfi um höfnina. Klafa er einnig ætlað að þjónusta önnur skip sem leið eiga um Grandartangahöfn en til þessa hefur slík þjónusta ekki staðið sjófarendum tU boða. Eigendur hafn- arinnar vænta þess að hafnarfyrir- tækið muni leiða af sér aukna vöra- veltu um Grundartangahöfn og upp- byggingu á hafntengdri starfsemi á Grundartangasvæðinu. Nafnið Klafi er sótt í jarðarnafnið Klafastaði en verksmiðja járnblendifélagsins og hluti Norðuráls standa í landi Klafa- staða. Nýráðinn framkvæmdastjóri Klafa er Guðmundur Eiríksson en hann var áður tæknilegur framkvæmda- stjóri Loftorku í Borgarnesi. Stjórn Klafa skipa Ragnar Guðmundsson frá Norðuráli og Bjarni Bjamason frá íslenska járnblendifélaginu. -DVÓ „Búðirnar öskra á mann,“ segir Saga Jónsdóttir, Verzlómær, eftir einn feitan verslunardag í Kringlunni. Með henni á myndinni eru samnemendur hennar, Sæunn Viggódóttir og Dagbjört Einarsdóttir. Þær segja búðirnar í Kringlunni freista ógurlega en þangað leggja þær leið sína oft í viku. DV-mynd E.ÓI. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag á Kjalarnesi Borgarráð Reykjavíkur samþykkti 21. október 1999 breytingu á Aðalskipulagi Kjalarness 1990-2010 í landi Vallár. Jafnframt var samþykkt deiliskipulag 1 ha úr landi Vallár. Tillagan var auglýst þann 13. ágúst og var kynningin til 10. september 1999. Athugasemdafrestur var til 24. september og bárust athugasemdir. Borgarráð Reykjavíkur hefur afgreitt athugasemdirnar og hefur þeim aðilum sem þær gerðu verið sendar umsagnir. Aðalskipulagsbreytingin og deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun til yfirferðar og hljóta gildi við birtingu í B-deild Stjórnartíðinda. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Borgarskipulags Reykjavíkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.