Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2000, Blaðsíða 6
6
FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2000
Viðskipti
Þetta helst: Viðskipti VÞÍ 2.160 m.kr. ... Mest með húsbréf, 654 m.kr. ... Hlutabréf 224 m.kr., þar af 45
með bréf íslandsbanka ... Opin kerfi og Nýherji hækkuðu mest, eða um tæp 4% ... Síldarvinnslan lækkaði um
7,4% ... Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,4% og er nú 1.706 stig ... Pharmaco hækkaði um 2,68% ...
Hagnaður FBA
tvöfaldast milli ára
Rekstrarhagnaður FBA á árinu 1999
nam 1.511 milljónum króna fyrir skatta.
Það er meira en tvöfalt betri afkoma en
á síðasta ári og nokkuð meiri hagnaöur
en gert var ráð fyrir i endurskoðaðri
rekstraráætlun sem birt var með 6 mán-
aða uppgjöri bankans. Þessi rekstraraf-
koma jafngildir um 13,6% arðsemi eig-
infjár. Bankinn hefur nú nýtt ailt upp-
safhað skattalegt tap frá forverum sín-
um og reiknaðir skattar nema 304 millj-
ónum króna. Hagnaður eftir skatta er
því 1.206 milljónir króna.
Stjóm FBA samþykkti á fundi sínum
í gær að leggja til við aðalfund, sem
haldinn verður 23. febrúar nk„ að
greiddur verði 18% arður til hluthafa á
árinu 2000. Miðað við útistandandi
hlutafé um áramót er arðgreiðslan um
1.180 miiljónir króna. Það er hæsta arð-
greiðsla sem fyrirtæki, skráð á Verð-
bréfaþingi íslands, hefúr innt af hendi
til hluthafa sinna. Á fundi sínum sam-
þykkti stjómin jafnframt tillögu um
breytingar á samþykktum félagsins sem
fela í sér útvíkkun á starfsemi bankans
þannig að FBA verði heimilt að stunda
hverja þá starfsemi sem viðskiptabönk-
um og sparisjóðum er heimilt að stunda.
Hluthafar í FBA hinn 31.12. 1999 vom
3.883.
Sterkur tekjugrunnur
Vöxtur efhahagsreiknings FBA var
um 27% á árinu og námu heildareignir
í lok ársins 92,3 miiljörðum króna mið-
að við 72,8 milljarða í árslok 1998. Aukn-
ing útlána var nokkm minni, eða 24%,
og vom útlán í lok árs 74,6 miiljarðar.
Þrátt fyrir talsverða aukningu útlána
hækkuðu hreinar vaxtatekjur lítið, eða
um 150 miiljónir króna frá árinu 1998,
og námu 1,2 milljörðum króna á árinu.
Það þýðir lækkun vaxtamunar í pró-
sentum úr 1,74% í 1,61% ef miðað er við
vaxtamun sem hlutfall af útlánum í lok
timabils. Aðrar rekstartekjur námu
1.561 milljón króna og hækkuðu um
175% frá árinu áður. Munar þar mest
um gengishagnað af annarri fjármála-
starfsemi sem jókst um 802 miiljónir
króna. Hreinar vaxtatekjur vom nú um
43% af hreinum rekstrartekjum bank-
ans, en vom 65% á árinu 1998, og aðrar
rekstrartekjur af nýjum starfsþáttum
bankans jukust úr 35% 1998 í 57% af
hreinum rekstrartekjum á árinu 1999.
Þessi skipting endurspeglar þann góða
árangur sem náðst hefur í uppbyggingu
NaviPlus
meðal þeirra
framsækn-
ustu
í bók, gefinni út af Harvard
Business School Press í Banda-
ríkjunum, sem fjallar um árang-
ur hundrað framsæknustu hug-
búnaöarfyrirtækja í heiminum,
fær íslenska hugbúnaðarfélagið
NaviPlus mjög jákvæða umfjöll-
un að því er fram kemur í Mark-
aðsyfirliti Landsbankans í gær.
NaviPlus, sem er alfarið í eigu
Landsteina, þróar eingöngu
lausnir sem ganga inn í kerfi
danska hugbúnaðarins Navision
Software og er seldur um heim
aOan. Þetta er einn alvinsælasti
og algengasti viðskiptahugbúnað-
ur á íslandi og hefur selst vel hér
á landi.
- tillaga um greiöslu 18% arðs
nýrra þjónustu-
sviða bankans
sem styrkja
tekjugrunn
hans til framtíð-
ar.
Fjárhagsleg-
ur styrkleiki
Eigið fé
bankans jókst um 484 miiljónir króna
þrátt fyrir arðgreiðslu til hluthafa að
Qárhæð 544 milljónir króna þann 1. maí
og var í árslok 9,3 milljarðar. Eigingár-
hlutfaU bankans, mælt á svoköUuðum
CAD-grunni, 31. desember var 12,2% og
lækkaði um 2,5 prósentustig frá árslok-
um 1998. Þetta er í samræmi við stefnu
bankans og endurspeglar m.a. aukin
umsvif hans, en stefht er að því að eig-
infjárhlutfaU á CAD-grunni verði að lág-
marki 10%. Þrátt fyrir lækkunina er
eiginftárhlutfaU bankans hið sterkasta
meðal íslenskra viðskiptabanka og lána-
stoftiana og endurspeglar trausta stöðu
FBA.
Sótt um starfsleyfi
Á næstu vikum mun FBA sækja um
starfsleyfi sem viðskiptabanki í sam-
ræmi við nýja stefnu fýrirtækisins sem
mótuð var í kjölfar vel heppnaðrar
einkavæðingar FBA í nóvember. Ákveð-
ið var að víkka út þjónustusvið bankans
og bjóða fjársterkum einstaklingum
ftármálaþjónustu. Einkabankaþjónusta
FBA byggist á þeim verkferlum, áhættu-
stýringu og þekkingu sem fyrir er í FBA
og mun renna enn einni stoðinni undir
tekjuöflun fyrirtækisins. Eins og fram
hefúr komið hefúr FBA samið um kaup
á enska einkabankanum R. Raphael &
Sons og hyggst efla þjónustu hans við
fjársterka einstaklinga. Tómas Sigurðs-
son lögfræðingur, sem verið hefur for-
stöðumaður lögfræðiþjónustu FBA frá
upphafi, mun taka við starfi fram-
kvæmdastjóra R. Raphael.
1999 1998
35,3% 39,7%
1,61% 1,74%
43,5% 64,9%
56,5% 35,1%
13,6% 9,1%
Kennitölur úr rekstri og efnahag:
Kostnaðarhlutfall (rekstrarkostnaöur/hreinar rekstrartekjur)
Vaxtamunur sem hlutfall at útlánum í lok tímabilsins
Vaxtamunur sem hlutfall af rekstrartekjum
Aðrar tekjur sem hlutfall af rekstrartekjum
Arösemi eigin fjár á ársgrundvelli
flARFÍSTlK'lARBAi
ATVIMNUtÍFSINÍ '
KAUPÞING HF
Innherjaviöskipti
vekja athygli
- myndu aldrei tíökast á þróuðum mörkuðum
ur og myndu viðskipti innherja
aldrei eiga sér stað svo stuttu fyrir
birtingu uppgjörs. Fram kemur að
engin slík ákvæði er að finna í ís-
lenskum lögum eða reglum en i
bæklingi sem Verðbréfaþing íslands
gaf út árið 1998 og tilmælum til út-
gefenda verðbréfa er mælst til þess
að innherjar eigi ekki viðskipti með
viðkomandi verðbréf nema á sex
vikna tímabili í kjölfar birtingar
uppgjörs.
Vekur tortryggni
í Morgunkorni FBA segir að þar
sem viðskipti fyrir birtingu upp-
gjörs séu aðeins til þess fallin að
vekja tortryggni á markaði er ljóst
að ákvæði sem takmarka myndu
viðskipti innherja á þennan hátt
myndu tvímælalaust hafa jákvæð
áhrif á íslenskan verðbréfamarkað
og auka tiltrú á hann. Jafnframt er
líklegt að slík ákvæði leiddu til þess
að félög birtu tíðar uppgjör sín og
upplýsingamiðlun á markaðinn
þannig gerð enn þéttari.
Undanfarna sex
daga hafa borist
tilkynningar um
viðskipti innherja
með bréf sex félaga
á VÞÍ. 1 Morgun-
komi FBA í gær
segir að í ljósi þess
hve skammt sé í
birtingu uppgjörs
félaga veki það at-
hygli að innherjar
skuli eiga við-
skipti á jafn við-
kvæmum tíma. FBA segir að
ákvæði sem takmarka myndu inn-
herjaviðskipti skömmu fyrir birt-
ingu uppgjörs myndu tvímælalaust
hafa jálkvæð áhrif á íslenska mark-
aðinn.
Víöast hvar óheimilt
„Nú fer sá tími í hönd að rekstr-
amiðurstöður ársins 1999 liggi fyrir
og munu uppgjör félaga verða birt
áfram á næstu vikum. Það vekur at-
hygli að þrátt fyrir að flestum
stjórnendum skráðra fyrirtækja
eigi nú að vera ljós meginniður-
staða ársins 1999 eru einhverjir inn-
herjar sem þrátt fyrir það eiga við-
skipti með viðkomandi hlutabréf á
jafn viðkvæmum tíma og raun ber
vitni. Verður að teljast ráðlegt að
fara varlega í þessum efnum svo
stuttu fyrir birtingu uppgjörs," seg-
ir FBA. Bent er á að á þróuðum
verðbréfamörkuðum erlendis gildir
sú regla fortakslaust að innherjum í
skráðum félögum sé óheimilt að
eiga viöskipti með verðbréf félags-
ins nema aðeins í nokkrar vikur frá
því að félagið hefur birt afkomutöl-
Gott lánshæfi rikisskulda-
bréfa gæti aukið eftirspurn
- nýtt mat frá Fitch IBCA
Fitch IBCA lánshæfismatsfyrir-
tækið tilkynnti klukkan 10 í
gærmorgun að það hefði veitt ís-
lenskum ríkisskuldabréfum láns-
hæfismatið AA-. Áður haföi
Moody’s veitt sambærilegt lánshæf-
ismat, AA3, og Standard and Poor’s
A+,sem er einu þrepi lakara láns-
hæfismat.
Stöðug fjármálastefna ríkisins er
meðal helstu atriða sem Fitch telur
vera jákvætt. Aftur á móti telur fyrir-
tækið aö hætta steðji að vegna aukn-
ingar lána hjá fjármálastofnunum og
einstaklingum og að ofþensla sé hugs-
anlega í aðsigi. Auk þess hefur Fitch
áhyggjur af gengi krónunnar.
Gera má ráð fyrir meiri eftir-
spum eftir íslenskum ríkisskulda-
bréfum í kjölfar þessarar fréttatil-
kynningar, sem veröur að teljast já-
kvæð þróun. SPH Fyrirtæki og fjár-
festar telja að líta megi á þetta sem
viðurkenningu á sterkum efnahag á
íslandi en að ákveðin hættumerki
séu sjáanleg. Það er þvi er ljóst að
grannt er fylgst með efnahagsþróun
hér á landi en þessar fréttir gætu
leitt til aukinnar eftirspumar eftir
íslenskum ríkisskuldabréfum.
Innherjar ættu að fara
varlega
Páil Gunnar Pálsson segir í samtali
við Vísi.is í gær að hann taki undir
það að eðlilegast sé að ákvæði sem
takmarka innheijaviðskipti á ákveðn-
um tímum eigi sér stoð í lögum um
verðbréfaviðskipti.
Páll segir að verið
sé að vinna drög að
frumvarpi til laga
um verðbréfavið-
skipti og með hlið-
sjón af umræðunni
nú telji hann líklegt
að við vinnslu
frumvarpsins muni Fjármálaeftirlitið
vekja á máls á þessu atriði. „Ég tel
einnig að það sé virkileg ástæða fyrir
innheija að hugsa sig um er þeir eiga
viðskipti á þessum tima því með því
eru þeir að taka þá áhættu að þeir
verði teknir til athugunar," segir Páll
í samtali við Vísi.is. Páll telur jafn-
framt líklegt að þessi mál verði tekin
til umfjöllunar þegar frumvarp til
laga um verðbréfaviðskipti verður
tekið fyrir á þingi.
Raunávöxtun Lífeyrissjóös sjó-
manna 12,5%
Lífeyrissjóður sjómanna skilaði
12,5% raunávöxtun á síðasta ári og
gekk reksturinn vel samkvæmt frétt
frá sjóðnum. Samkvæmt uppgjöri
hækkaði hrein eign sjóðsins um
21,6% á milli ára, eða um 6,9 milljarða
króna, og er nú 38,9 milljarðar króna.
Fram kemur að góð ávöxtun skýrist
að mestu leyti af mikilli hækkun inn-
lendra og erlendra hlutabréfa sjóðs-
ins. Meðaltal hreinnar raunávöxtun-
ar sjóðsins sl. fimm ár er 8,2%. Iðgjöld
til Lifeyrissjóðs sjómanna voru 1.703
milljónir króna á síðasta ári, fjárfest-
ingartekjur námu 4.175 milljónum
króna og greiddar voru 829 mUljónir
króna í lifeyri. Til sjóðsins greiddu á
árinu 6.011 einstaklingar en heildar-
ftöldi sjóðfélaga í árslok var 36.401.
Vodafone og Mannesmann
sameinast
Tvö af stærstu fyrirtækjum Evrópu
á sviði upplýsingatækni og fjarskipta,
breska fýrirtækið Vodafone AirTouch
og Mannesmann AG frá Þýskalandi
hafa ákveðið að sameinast. Verðmæti
sameinaðs félags er álitið um 13.500
milljarðar króna. Hluthafar Vodafone
munu eignast 50,5% í sameinuðu fé-
lagi en hluthafar Mannesman 49,5%.
Vaxtahækkun í Evrópu
Seðlabanki Evrópu ákvað í gær að
hækka stýrivexti sína um 0,25 pró-
sentustig og eru þeir nú 3,25%. Vaxta-
hækkunin kemur í kjölfar vaxta-
hækkunar í Bandaríkjunum í gær og
er til þess gerð að styrkja evruna en
gengi hennar hefur lækkað um 17%
gagnvart doliara síðan hún kom til
skjalanna í byijun árs 1999.
Verð á áli mun hækka
á árinu
í spá Financial Times um álmark-
aðinn kemur fram að búist er viö að
eftirspum eftir áli komi áfram til með
að vera mikil og vaxa með áætluðum
hagvexti iðnríkjanna. Hins vegar er
nokkur skortur á áli, m.a. vegna þess
að stærsta verksmiðja Alco er enn
lokuð í Bandaríkjunum. Því verður
enn um sinn nokkuð lítið framboð af
áli. Þetta litla framboð gæti gert það
að verkum að Kínveijar þurfi að
flytja inn ál í stað súráls. Það mun
draga enn frekar úr framboði á áli og
setja enn meiri þrýsting á verðhækk-
un.