Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2000, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2000, Blaðsíða 17
16 FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2000 Sport Sundmót Reykjavikur verður haldið í Sundhöll Reykjavíkur á morgun. Mótið hefst klukkan 9.30. Keppni í þýsku A-deildinni i knatt- spyrnu hefst aftur um helgina að loknu vetrarfríi. Topplið Bayern Míinchen mætir gömlu erkifjendun- um i Hamburger á sunnudagskvöldið en leikir á milli þessara liða hafa sér- staka þýðingu fyrir Franz Becken- bauer, forseta félagsins. Becken- bauer lék í 12 ár í búningi Bæjara en ferli sinum lauk hann hjá Hamburger þegar hann lék með liðinu 1980-1982. Eyjólfur Sverrisson og félagar hans í Hertha Berlin eiga erfiðan leik fyrir höndum en þeir mæta Hansa Rostock á útivelli en Hansa-menn eru mjög erflöir heim að sækja. Brasilíumað- urinn Alex Alves, sem Hertha keypti fyrir áramót, leikur sinn fyrsta leik fyrir Herthu. Dregió hefur verió i 8-liða úrslit í belgísku bikarkeppninni i knatt- spyrnu. Genk, lið bræðranna Þórðar og Bjarna Guöjónssona, mætir Gent á heimavelli og Lokeren, lið Arnars Þórs Vióarssonar, leikur á útivelli gegn Lierse. í hinum tveimur leikjun- um leikur Standard gegn Mons og Sint-Truiden mætir Aalst. Karl Malone, leikmaðurinn snjalli hjá Utah, getur ekki verið meö í hin- um árlega stjömuleik NBA sem fram fer um aðra helgi. Malone hefur átt við meiðsli að stríða í baki og gaf ekki kost á sér í leikinn. Spretthlauparinn Merele Ottey frá Jamaíku, sem berst hart fyrir því að fá nafn sitt hreinsað af meintri lyfjaneyslu á síðasta ári, hefur tekið stefhuna á að keppa á Ólympíu- leikunum í Sydney í haust. „Ég vil keppa í Sydney og ljúka þar ferli mínum,“ sagði Ottey í við- tali við fjölmiðla á Spáni í gær en 20 ár eru liðin síðan hún tók þátt í sín- um fyrstu Ólympíuleikum sem fram fóru í Moskvu árið 1980. Alþjóöa frjálsiþróttasambandiö á eftir að taka mál Ottey fyrir en verði hún fundin sek um að hafa tekið inn ólögleg lyf gæti hún átt yfir höfði sér tveggja ára bann. íþróttasamband Jamaíku hefur sýknað Ottey af ákæru og sjálf segist hún vera sak- laus. „Ég ætla ekki að tala fyrir aðra en hvað mig varöar er ég 100% sak- laus í þessu máli,“ sagði Ottey sem sigraði í 60 metra hlaupi á móti i Val- encia í fyrrakvöld þegar hún kom í mark á 7,14 sekúndum. -GH í kvöld Nissandeildin í handknattleik: Stjarnan-Valur .............20.00 KA-Afturelding..............20.00 1. deild kvenna í handknattleik: Afturelding-ÍBV ............20.00 1. deild karla í körfuknattleik: Þór Þorlákshöfn-Stjaman .... 20.00 HANOO* Ætg cgity Úrslitaleikur karla í körfuknattleik: Stefnir í hörkuslag -milli Grindvíkinga og KR-inga Það er reiknað með hörkuslag þeg- ar KR og Grindavík leika til úrslita í bikarkeppni KKÍ og Renault í karla- flokki. Liðin hafa mæst þrívegis á þessu tímabili. Grindvíkingar unnu báða leikina gegn KR í Eggjabikar- keppninni en KR-ingar höfðu betur í rimmu liðanna í deildinni. „Ég hef mjög góða tilfinningu fyrir þessum leik. Við erum með ungt lið og reynslu í bland og í liðinu eru strákar sem hafa vanist því að vinna í yngri flokkunum. Ég held að við fór- um aba leið,“ sagði Ólafur J. Orms- son, fyrirliði KR-inga, í samtali við DV. „Ég er ekki sammála því að Grindvíkingar séu með besta liðið á landinu í dag. Þeir eru með gott lið en eru ekki bestir þó svo að þeir séu á toppnum í úrvalsdeildinni. Við ger- um okkur alveg grein fyrir því að þetta verður mjög erfiður leikur og ég held að úrslitin komi ekki til með að ráðast fyrr en á lokamínútunum." - Er ekki lykilatriði fyrir ykkur að reyna að stöðva Brenton Birmingham? „Við þurfum vissulega að halda honum niðri og það sem gerir leikinn erfiðan fyrir Grindvíkinga er að þeir eru að spila þetta mestmegnis á ein- um manni en við erum að dreifa þessu meira. Það á eftir að að skila sér sterkt í lokin að við erum með sterkari liðsheild. Auðvitað söknum við Jónatans Bow og hann skilur vissulega eftir sig gat en við höfum verið að stíga upp og það sýndi sig til dæmis á móti Njarðvík að við getum fyllilega staðið í þessum stóru liðum og unnið þau,“ sagði Ólafur. „KR-liðið hefur sýnt það í vetur að það er mjög gott og við vanmetum það alls ekki. Keith Vassell er er aðal- maður KR-inga og þá hafa þeir hörkuvopn, menn eins og Ólaf Orms- son og Jesper Sörensen. Þá hafa leik- menn komið af bekknum sem hafa verið að spila vel. Það var auðvitað slæmt fyrir KR að missa Bow en leik- ur þeirra hefur ekkert hrunið við það og mér sýnist að KR-ingamir hafi bara þjappað sér betur saman. Ég sá KR á móti Njarðvík og þar var liðið að leika mjög vel,“ sagði Einar Ein- arsson, þjálfari Grindvíkinga. - Talað hefúr verið um að leikur Grmdvíkinga standi og falli með Brenton Birmingham: „Við höfum oft verið að skora yfir 90 stig í leik og Brenton hefur kannski verið að skora 30 þeirra. Hin 60 stigin hafa dreifst á aðra leikmenn svo mér finnst þessi umræða um að hann sé allt liðið mjög furðuleg. Allir vita það að einn leikmaður vinnur ekki í liðsíþrótt. Einhverjir aðrir í lið- inu hljóta að hafa verið að standa sig vel fyrst við erum komnir í úrsht bik- arsins og erum á toppi úrvalsdeildar- innar. Við höfum líka verið að vinna leiki þar sem Brenton hefúr ekki leik- ið vel. KR-ingamir munu sjálfsagt ætla að taka Brenton fóstum tökum og sá leikmaður sem fer í það hlut- verk verður vonandi mjög þreyttur og niðurbrotinn maður. Ég á ekki von á öðru en að þetta verði mjög jafn leikur. Ef við verðum á tánum veit ég að við vinnum þennan leik en ef menn em ekki tilbúnir verður þetta erfitt," sagði Einar. -GH Þaö kemur til með að mæða mikið á Bandaríkjamönnunum í liði KR og Grindavíkur á morgun. Hér eru Keith Vassell KR-ingur til vinstri og Brenton Birmingham í liði Grindavíkur. DV-mynd S DV Brenton Brimingham á örugglega eftir að leika stórt hiutverk í úrslitaleiknum KR. Leikur Grindvíkinga veltur mikið á framgangi hans í leiknum. URVALSDEILDIN Urslitin í nótt: New York-Portland.........98-88 Houston 22, Ewing 20, Sprewell 14 - Smith 18, Wells 18, Stoudemire 16. Dallas-Charlotte ........106-96 Finley 32, Strickland 23, Nowitzki 14 - Jones 21, Coleman 19, Wesley 12. Houston-Philadelphia . . .109-106 Anderson 32, Olajuwon 14 Williams 14 - Iverson 40, Ratliff 25, HiU 12. SA Spurs-Toronto .........112-95 Duncan 32, Johnson 19, Rose 15 - McGrady 21, Carter 19, Curry 17. Utah-Milwaukee ..........99-102 Malone 28, Stockton 18, Russel 14 - Allen 36, Robinson 30, Williams 10. Bikarúrslit í körfunni: Bikar-Brenton - hefur ekki tapað bikarleik Brenton Birmingham hefur skorað 33,4 stig að meðaltali fyrir Grindavík í úrvalsdeildinni í vetur og hitt úr 61% skota sinna, þar af 54,4% 3ja stiga skota. Hann hefur gert 3,5 3ja stiga körfur að meðaltali í leikjunum 16 og þá hefur Brenton tekið 8,8 fráköst, gefið 5,3 stoðsendingar og stolið 4,1 bolta að meðaltali í leik. Þessi upptalning er ekki sist merkileg fyrir þær sakir að Brenton hefur ekki enn þá tapað bikarleik á íslandi, hann hefur leikið níu leiki, fimm með Njarðvík þar sem hann varð bikarmeistari i fyrra og fióra með Grindavík í vetur. -ÓÓJ íslandsmótið í badminton um helgina: Spennandi mót 51. meistaramót íslands í badmin- ton hefst í TBR-húsinu á morgun og lýkur með úrslitum á sunnudaginn sem hefiast klukkan 14 en klukkan 10 um morguninn verður leikið í undan- úrslitum. Þau Tómas Viborg, Brynja Péturs- dóttir, Sveinn Sölvason og Tryggvi Nielsen, sem öll æfa og keppa erlend- is, eru komin heim gagngert til að taka þátt í mótinu og má reikna með því að ungir og efnilegir badminton- spilarar ásamt gömlum jöxlum á borð við Brodda Kristjánsson, Guðmund Adolfsson, Þorstein Pál Hængsson og Elsu Nielsen reyni að veita fiórmenn- ingunum keppni. Tómas Viborg og Elsa Nielsen eiga titla að veija í einliðaleik karla og kvenna og verður fróðlegt að sjá hveming titilvömin fer hjá þeim. „Ég stefni auðvitað að því að end- urheimta titilinn og ég er ekki með á mótinu fyrir annað. Ég er í ágætu formi en ég geri mér alveg grein fyr- ir að erfítt verður að vinna titilinn aftur. Ég reikna með að Brynja Pét- ursdóttir komi til með að veita mér mjög harða keppni og ef að líkum læt- ur mætumst við í undanúrslitunum. Hvað strákana varðar þá held ég að keppnm þar verði mjög jöfh og spenn- andi. Ég býst við að Tómas komist í úrslitin og mæti þar Sveini eða Tryggva og þar verður mjög erfítt að að spá fyrir um sigurvegara," sagði Elsa Nielsen í samtali við DV í gær. -GH PSV tapaði PSV Eindhoven tapaði á heimavelli, 0-1, fyrir Feyenoord í hollensku 1. deildinni í knattspymu í gærkvöld. PSV heldur þriggja stiga forystu i efsta sæti, hefur 41 stig, en í næstum sætum koma Heerenveen og Vitesse Amhem með 38 stig. ÍR lagði ÍS í körfunni I deild karla i körfuknattleik sigraði ÍR lið ÍS í Kennaraháskólanum með 99 stigum gegn 87. í 2. deild karla í handknattleik lagði Grótta/KR lið ÍR b með 27 mörkum gegn 25. -JKS FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2000 17 Sport Bikarúrslit kvenna í körfubolta: Fjórar reyndustu Fjórir reyndustu leikmenn bikarúrslitaleiks kvenna frá upphafi vom samankomnar á leik ÍS og Keflavíkur í 1. deild kvenna á mánudaginn en sömu lið mætast einmitt í bikarúrslitaleiknum í Höllinni á morgun. Þrjár léku leikinn og ein var að horfa á dóttur sína spila gegn sínum gömlu félögum en allar eiga þær 13 ára eða lengri bikarúrslitaleikjaferil að baki. Það verða 14 ár á morgun síðan Hafdís Helgadóttir, fyrirliði ÍS, lék sinn fyrsta bikarúrslitaleik, 1986, en hún bætir þar með met sitt og Kolbrúnar Leifsdóttur en sú síðamefnda var stödd í Kennó til að fylgjast með dóttur sinni, Öldu Leif Jónsdóttur, áður leikmanni með ÍS en nú Keflavíkur. Kolbrún heldur samt enn þá metinu yfir flest ár milli bikarmeistaratitla því 13 ár liðu frá þeim fyrsta, 1978, til þess síðasta, 1991, þegar hún einmitt tryggði IS titilinn með 3ja stiga körfú í blálokin, þá 39 ára. Anna María Sveinsdóttir og Kristín Blöndal jafna einnig árangur Kolbrúnar á morgun því þá verða 13 ár síöan þær tvær léku sinn fyrsta bikarúrslitaleik, 1987, en engin hefur þó skorað jafnmörg stig í úrslitaleik né fagnað oftar sigri en Anna María sem hefur skorað 16,4 stig að meðaltali i tíu úrslitaleikjum, samtals 164 stig og hefur fagnað átta bikarmeistaratitlum. Á DV-mynd Hilmars Þórs hér að neðan eru frá vinstri, Kolbún, Hafdis, Anna María og Kristín. -ÓÓJ Arnar ákærður - ásamt sjö öðrum leikmönnum Leicester vegna miðabrasks Arnar Gunnlaugsson, knatt- spyrnumaður hjá Leicester, hefur verið ákærður af enska knatt- spymusambandinu ásamt sjö sam- herjum sínum fyrir að braska með aðgöngumiða fyrir úrslitaleik deildabikarsins á síðasta tímabili þar sem Leicester lék gegn Totten- ham. Áður höfðu þeir Tony Cottee og Andy Impey verið ákærðir en aðr- ir í hópnum eru þeir Steve Guppy, Stuart Campbell, Graham Fenton, Neil Lennon auk Amars. Þrír starfsmenn félagsins hafa einnig verið ákærðir í sama máli. Sjö- menningarnir hafa verið kallaðir til funda hjá enska knattspyrnu- sambandinu þann 15. mars þar sem þeir verða yfirheyrðir vegna málsins. í umræddum úrslitaleik í fyrra sló í brýnu milli áhangenda lið- anna og mátti rekja það til þess að stórum hópi stuðningsmanna Leicester var úthlutað miðum á svæði áhangenda Tottenham. Ástæðu þessa vilja menn rekja til brasksins með aðgöngumiðana. í úrslitaleik sömu keppni þann 27. febrúar nk. milli Leicester og Tranniere á að koma í veg fyrir brask og fær hver leikmaður beggja liða einungis 25 miða í stað 75 í fyrra. Líklegt má telja að leikmennim- ir sem ákærðir hafa verið verði dæmdir í sekt. DV reyndi ítrekað að ná tali af Arnari Gunnlaugssyni vegna málsins í gærkvöld en tókst ekki. -JKS Bikarúrslit í körfu 2000 ÍS og Keflavík leika til úrslita í kvennaílokki og hefst leikurinn í Laugardalshöll klukkan 14. Leikinn dæma Einar Einarsson og Rögn- valdur Hreióarsson. Klukkan 17 hefst svo karlaleikurinn en þar eigast við KR og Grindavík. Það kemur í hlut Jóns Benders og Sigmundar Más Herbertssonar að dæma leikinn. Brenton Birmingham og Svavar Garöarsson, leikmenn Grindavíkur, urðu bikarmeistarar með Njarðvík í fyrra. Einar Einarsson, þjálfari Grindavík- ur, lék sjálfur tvívegis til úrslita með Keflvikingum í bikarkeppninni. Ein- ar fagnaði sigri í öðrum þeirra og tap- aði hinum svo hann þekkir báðar hliðar. Grindvikingar eru eina ósigraða lið- ið i bikarúrslitaleik karla ásamt Fram en Grindvlkingar unnu tvo úrslita- leiki sína til þessa, 1995 og 1998. KR-ingar hafa leikið flesta bikarúr- slitaleiki allra félaga en þetta er í fimmtánda sinn sem KR kemst í úr- slitaleikinn en Vesturbæingar hafa unnið níu af leikjunum 14. Grindjánarnir, stuðningsmenn Grindavíkur, ætla að koma saman í Veitingahúsinu Vör í Grindavík á morgun klukkan 13 og hita þar upp fyrir leikinn. Þar verður boðið upp á málningu og annað tilheyrandi og síð- an fara rútur á leikinn klukkan 15.30. KR-ingar geta náð í bikarinn til Reykjavíkur í fyrsta sinn í 9 ár, eöa síðan þeir unnu hann síðast árið 1991, en Reykjavíkurliö sem unnu fyrstu flmmtán bikarúrslitaleikina hafa aö- eins fagnað sigri í einum bikarúrslita- leik frá 1985. KR-ingar hafa unniö állar þrjár bik- arviðureignir félaganna. Allir leikirnir þrír hafa verið á heimavelli þeirra svarthvitu. Liðin mættust í undanúrslitunum 1997 og vann KR, 73-69, líkt og í 8 liða úrslitum 1992, 78-73, og í undanúrslitum 1991,120-90. Teitur Örlygsson úr Njarðvík hefur skorað flest stig allra i bikarúrslita- leik en hann hefur gert 181 stig í níu leikjum en Anna Maria Sveinsdótt- ir, sem er stigahæst hjá konunum, þarf að skora 18 stig I leiknum á morgun til að verða stigahæsti leik- maður bikarúrslitaleiks karla og kvenna frá upphafi en hún hefur gert 164 stig í sínum 10 leikjum. Þrir leikmenn í kvennaleiknum hafa tapað síðustu tveimur bikarúrslita- leikjum en það er ljóst að einhver þeirra fagnar loksins sigri í ár. Haf- dis Helgadóttir og Kristjana Magn- úsdóttir leika enn með IS en Alda Leif Jónsdóttir hefur fært sig um set og spilar nú með Keflavík. Keflavik og ÍS jafna á morgun met KR-kvenna frá því í fyrra er liöin spila bæði sinn tólfta bikarúrslitaleik en Keflavík hefur unnið oftast bikar- inn eða níu sinnum. Keflavík hefur unnið 9 af 11 bikarúrslitaleikjum og 49 af 53 bikarleikjum liðsins frá upp- hafi. Af þessum fjórum töpum hafa tvö komið gegn Is. Keflavik og ÍS hafa alls mæst 12 sinnum í bikarnum í kvennaflokki og dregist saman I nfu skipti á síðustu 12 árum en eina liðið til að hindra Kefla- vík í aö komast í bikarúrslitin frá 1987 er ÍS, sem vann Keflavík í 8 liða úrslitum 1991 og undanúrslitum 1999 en öll önnur ár á þessu tímabili, alls 12 sinnum, hefur Keflavík komist í HöUina. -GH/-ÓÓJ Úrslitaleikur í bikar kvenna: Ekki tapa einum enn - segir Alda Leif Jónsdóttir, leikmaður Keflvíkinga ÍS og Keflavík mætast í bikarúrslita- leik í kvennaflokki á morgun. Fyrir fram reikna flestir með því að bikar- inn fari tfl Keflavíkur enda trónir Suð- umesjaliðið á toppi 1. defldarinnar og hefur leikið vel að undanfomu. Bikarúrslitaleikurinn er svolítið sérstakur fyrir Öldu Leif Jónsdóttur. Hún hefúr tvö síðustu árin tapað bik- arúrslitaleik með liði ÍS en nú leikur hún með Keflavík og mætir sínum gömlu samheijum, ÍS. „Það er auðyitað skrýtin tilfinning að leika gegn ÍS í úrslitaleik og það liggur við að maður geti sagt að hjart- að slái báðum megin. Ég hef tapað tveimur úrslitaleikjum i röð og ég hef sagt stelpunum í Keflavíkurliðinu að ég ætli ekki að tapa einum enn. Ég veit að lið ÍS mætir i þennan leik af mikilli grimmd og við verðum einfaldlega að gera slíkt hið sama ef við ætlum að vinna,“ sagði Alda Leif Jónsdóttir, leikmaður Keflavíkur. „Ég held að aðalmálið fyrir okkur sé að mæta í þennan leik ekki of sigur- vissar. Við þurftum að hafa mikið fyr- ir sigrinum á ÍS í deildinni nú i vik- unni. Styrkur ÍS-liðsins felst í þvi að þær geta spilað mjög vel saman sem lið og það hefur oft fleytt þeim áfram. Við þurfum að ná að spila sem ein sterk heild og ef það tekst verður mjög erfitt að stöðva okkur,“ sagði Alda. Vonandi brjótum við ísinn „Við höfúm spilað þrisvar sinnum á móti Keflavík í vetur og í þessum leikj- um höfum við náð að standa í þeim. Við vonum að nú takist okkur að bijóta ísinn og leggja Keflavík að velli. Styrkur Keflavíkurliðsins er að i lið- inu eru reynslumiklir leikmenn sem smita út frá sér og þá er byrjunarliðið stórt og líkamlega sterkt. Ef við náum toppleik held ég að möguleikar ÍS séu til jafns á við Keflavik," sagði Ósvald- ur Knudsen, þjálfari ÍS. -GH Hafdís Helgadóttir, fyrirliði ÍS (til vinstri), og Alda Leif Jónsdóttir, Keflavfk, hafa báðar tapað tveimur bikarúrslitaleikjum í röð en nú leika þær hvor með sínu liðinu í úrslitaleiknum á morgun og önnur þeirra fagnar sigri. DV-mynd S Samkomulag ekki náðst - um félagaskipti Gunnleifs Gunnleifssonar í Keflavík Keflavík og KR hafa enn ekki náð samkomulagi um félagaskipti Gunn- leifs Gunnleifssonar, markvarðar KR, yfir til Keflavíkur en eins og fram hefur komið vilja Keflvíkingar fá Gunnleif til liðs við sig. Gunnleifur er samningsbundinn KR og á rúmt ár eftir af samningi sínum við vestur- bæjarliðiö. „Við höfum átt í samningaviðræðum við KR-inga um að fá Gunnleif. Málin hafa eitthvað þokast áfram en þetta hefur dregist of mikið á langinn og ég vona bara að við getum klárað þetta mál sem allra fyrst," sagði Rún- ar Amarson, formaður knattspymudefldar Keflavíkur, við DV í gær. - Heyrst hefur að KR vilji fá miðjumanninn Eystein Hauksson og Bjarka Guðmundsson í skiptum fyrir Gunnleif. Hvað vilt þú segja um það? „Ég held að þetta séu bara sögusagnir. Við vilja bara fá Gunnleif keypt- an og ekki láta neina menn í staðinn. Hins vegar höfum við heimilað Bjarka að ræða við önnur félög,“ sagði Rúnar. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.