Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2000, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2000 Utlönd Stuttar fréttir i>v Liðsmenn IRA hvattir til að af- henda vopnin Stjómvöld á Bretlandi og ír- landi hvöttu liðsmenn írska lýö- veldishersins (IRA) í gær til að hefja afvopnun til að hægt verði að bjarga friðarferlinu á Norður- írlandi. Bretar segjast vera reiðubúnir að ieysa upp tveggja mánaða gamla stjóm héraðsins og taka aftur upp beina stjóm frá Lund- únum láti IRA sér ekki segjast. Peter Mandelson, ráðherra mál- efna Norður-írlands, sagðist ætla að leggja fram frumvarp i dag þar sem grundvöllurinn er lagður að því að víkja stjóm mótmælenda og kaþólikka frá. Ráðherrann sagði þó ekki í gær hvenær bein stjórn frá London yrði tekin upp. Enn er því vika til stefhu til aö reyna aö komast að samkomulagi. Vill ekki tjá sig um fyrirrennara George Tenet, forstjóri banda- rísku leyniþjónustunnar CIA, neitaði i gær að tjá sig um fréttir um að heimilistölva fyrirrennara hans, Johns Deutch, hefði verið notuð til að heimsækja klámsíður á Netinu. Á sama tíma var mikið af leyndarskjölum á tölvunni og því ástæða tÚ aö hafa áhyggjur af öryggi gagnanna. „Ég get ekki og ætla mér það ekki,“ sagði Tenet þegar þing- menn spurðu hann hvort hann vildi tjá sig um staðhæfingar f]öl- miðla. Upplýsingar um notkun tölvu Deutch koma fram í skýrslu end- urskoðenda CIA. Ekki þykir sann- aö aö Deutch sjálfur hafi skoðað klámið. Hann hefur neitað því. Rússar alveg við að ná Grozní Rússneskir ráðamenn segjast vera um það bil að ná Grozní, höf- uðborg Tsjetsjeníu, undir sig. Þeir eru þegar famir að búa sig undir næsta skref í hemaði sín- um gegn uppreisnarmönnum múslíma, stórsókn á vígi þeirra í fjöllunum í sunnanverðu lýðveld- inu. Búist er við að átökin, sem hafa staðiö í íjóra mánuði, verði helsta umræðuefni Védrines, ut- anríkisráðherra Frakklands, og Pútíns, starfandi forseta Rúss- lands, í Moskvu í dag. Ný hægristjórn tekur viö völdum í Austurríki í dag: Tveimur ráðherra- efnum var hafnað Thomas Klestil Austurríkisforseti hafnaði í gærkvöld tveimur ráð- herraefnum úr Frelsisflokki hægriöfgamannsins Jörgs Haiders í nýja rikisstjórn með Þjóðarflokkn- um. Annar mannanna hafði hótað að gefa forsetanum einn á lúðurinn en kosningabarátta hins í Vínar- borg í haust þótti bera vott um kyn- þáttafordóma. Klestil mun með hálfum huga láta nýja ríkisstjórn Wolfgangs Schussels sverja embættiseiðinn í dag. Þar með verður bundinn endi á þrjátíu ára stjómarfar jafnaðar- manna. Jafnframt mun reyna á hvort Evrópusambandið stendur við hótanir sínar um að einangra Austurriki vegna þátttöku Frelsis- flokksins í ríkisstjóminni. Antonio Guterres, forsætisráð- herra Portúgals sem er í forsæti í ESB, sagði í Lissabon í gær að refsi- aðgerðirnar tækju gildi í dag. Jörg Haider, sem þekktastur er fyrir ummæli sín þar sem lítið er gert úr glæpum nasismans, tekur ekki sæti í nýju stjórninni. Flokkur hans mun þó fá sex ráöherra, þar á meðal embætti varakanslara, fjár- Evrópuskelfirinn og hægriöfgamað- urinn Jörg Haider, leiðtogi Frelsis- flokksins í Austurríki, á leið til fund- ar við Thomas Klestil forseta. Rfkis- stjórn með þátttöku flokks Haiders tekur við völdum í dag. málaráðherra og félagsmálaráð- herra. Klestil hefur ekki farið leynt með andúð sína á nýju ríkisstjóminni en hann átti engra kosta völ annarra en fallast á hana þar sem Þjóðar- flokkurinn og Frelsisflokkurinn hafa mikinn meirihluta í þinginu. Forsetinn fylgdist sviplaus með því í gær þegar þeir Haider og Schússel undirrituðu skjal þar sem þeir hétu því að virða mannréttindi og evrópsk gildi. Klestil kvaddi tví- menningana ekki með handabandi. Schússel sagði skjalinu, sem Klestil skrifaði sjálfur, ætlað að full- vissa umheiminn um að Austurríki myndi standa vörð um mannrétt- indi og lýðræðisgildi. Ein klausa í skjalinu kveður á um að nýja stjórn- in hefji gagnrýna endurskoðun á nasistafortíð landsins. Hitler inn- limaði Austurríki árið 1938. Refsiaðgerðir ESB kveða meðal annars á að hin ríkin fjórtán munu ekki hafa tvíhliða pólitísk samskipti við Austurríki á meðan Frelsis- flokkurinn er í stjórn. Þá verður enginn Austmríkismaður studdur til metorða i alþjóðastofnunum. Kfnverjar hófu f gær hátíðarhöld vegna nýs árs, árs drekans sem gengur í garð á morgun. Hundruð þúsunda héldu heim í fæðingarbæi sfna til að fagna með fjölskyldum sínum. Myndin var tekin í Peking. Símamynd Reuter UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi elgnum verður háð á þeim sjáif- um sem hér segir: Fannafold 104, 50% ehl. í 3ja herb. íbúð á 1. hæð, merkt 0101, Reykjavík, þingl. eig. Eyþór Hafbergsson, gerðarbeiðendur Hekla hf. og Ríkisútvarpið, þriðjudaginn 8. febrúar 2000, kl, 14.30._____ Flétturimi 16, íbúð á 2. hæð t.v. m.m., merkt 0201, ásamt bílastæði í bflageymslu 00-02, Reykjavík, þingl. eig. Oddur F. Sigurbjömsson og Guðrún Kristinsdóttir, gerðarbeiðandi Ibúðalánasjóður, þriðjudag- inn 8. febrúar 2000, kl. 15.00. Hamratangi 17, Mosfellsbæ, þingl. eig. Katrín Sigurðardóttir, gerðarbeiðandi fbúðalánasjóður, þriðjudaginn 8. febrúar 2000, kl. 11.30. Krókabyggð 32, Mosfellsbæ, þingl. eig. Sigurrós Ema Eyjólfsdóttir, gerðarbeið- endur íbúðalánasjóður, Mosfellsbær og Vátryggingafélag íslands hf., þriðjudag- inn 8. febrúar 2000, kl. 11.00. Laufengi 23, 3ja herb. íbúð á 2. h. f.m. m.m., Reykjavík, þingl. eig. Anna Þóra Birgisdóttir, gerðarbeiðendur Ibúðalána- sjóður, Laufengi 23, húsfélag, og Toll- stjóraskrifstofa, þriðjudaginn 8. febrúar 2000, kl. 13.30. Stakkhamrar 20, Reykjavík, þingl. eig. ívar Erlendsson, gerðarbeiðendur íbúða- lánasjóður og Tollstjóraembættið, þriðju- daginn 8. febrúar 2000, kl. 14.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Arafat gekk út af fundinum með Barak Yasser Arafat, leið- togi Palestínumanna, gekk í mótmælaskyni af fundi sínum með Ehud Barak, forsætis- ráðherra ísraels, í gær. Sameiginlegum fundi þeirra með fréttamönn- um var aflýst og tals- menn Palestínumanna töluðu um kreppu í samskiptunum við ísra- el. ísraelskur sendifull- trúi hélt því hins vegar fram að allir þátttak- endur hefðu haft þolin- Yasser Arafat mót- mælti harölega. mæði til að sitja fundinn á enda. Á tveggja klukku- stunda löngum fundi sín- um þráttuðu leiðtogarnir um hvaða hluta Vestur- bakkans ísraelskir her- menn eiga að yfirgefa. Arafat mótmælti þegar honum varð ljóst að Palestínumenn fá ekki aftur svæði nálægt aust- urhluta Jerúsalems. Ráðgert er að Arafat og Barak hittist aftur á sunnudaginn. Skotárásir I Kosovo Þrir Albanir voru skotnir til bana í Mitrovica i Kosovo í gær. í fyrradag létust tveir Serbar og þrír særðust er eldflaug var skot- ið á bíl Sameinuðu þjóðanna sem þeir ferðuðust í. Slösuðust er gólf hrundi Yfir 160 manns slösuðust er gólf lét undan í vöruhúsi i Sevilla á Spáni i gær. Hundruð manna streymdu í verslunina til að kaupa ódýra stóla. Banna komu Pinochets Yfirvöld á Bermuda bönnuðu í gær Augusto Pinochet, fyrrver- andi einræðis- herra Chile, að koma til svæð- isins. Herflug- vél frá Chile beið á Bermuda í tvær vikur eft- ir skipun um að fljúga til Bret- lands til að sækja Pinochet. Vélin hélt til Bretlands 31. janúar síð- astliðinn. Stærsti samruninn Hiuthafar í þýska fjarskiptafé- laginu Mannesmann samþykktu í gær yfirtöku Vodafone AirTouch, stærsta * fyrirtækis Bretlands. Samruni fyrirtækjanna er sá stærsti hingað til. Eitraðar e-töflur Breskir tollverðir segja að eitr- uðum e-töflum kunni að hafa ver- ið smyglað tO Bretlands frá Hollandi. HoUenska lögreglan hef- ur fundið e-töflu með strikníni í. Svörtu kassarnir fundnir Báðir svörtu kassamir úr far- þegaþotu Alaska Airlines, sem fórst undan strönd Kaliforníu á mánudaginn, eru nú fundnir. Með forskot í S-Karólínu ÖldungadeUdarþingmaðurinn John McCain er með 5 prósentu- stiga forskot á George Bush, ríkisstjóra Texas, í S-Kar- ólínu sam- kvæmt fylgiskönmm sem birt var í gær. Var McCain með 44 prósenta fylgi en Bush 39,3 prósenta. McCain nýtur enn góðs af sigrinum i forkosn- ingunum í New Hampshire síðast- liðinn mánudag. Handtekin vegna morðs Rússnesk fréttastofa greindi í gær frá því að kona heföi verið handtekin vegna morðsins á þing- konuninni Galinu Starovoitovu í St. Pétursborg fyrir rúmu ári. Tóku rússneskt skip Rússar kröfðust þess í gær að Bandaríkjamenn létu laust olíu- flutningaskip sem bandaríski sjó- herinn stöðvaði í fyrrinótt í Ómanflóa vegna gruns um smygl á íraskri olíu. Rússar segjast hafa flutt íranska olíu. Ákærður fyrir morð íri var i gær formlega ákærður fyrir morðið á rannsóknarblaða- manninum Veronicu Guerin við umferðarljós í Dublin 1996. Tveir aðrir hafa þegar verið dæmdir í lífstíðarfangelsi fyir aðild að morðinu. Vinnulöggjöf Búist er við að Thabo Mbeki, forseti S-Afríku, fjalli um endur- skoðun á vinnulöggjöf- inni í stefnu- ræðu sinni sem hann flytur í dag. Atvinnu- leysi i S-Afríku er nú 30 pró- sent. Stjórnvöld segjast ekki geta dregið úr at- vinnuleysinu með núverandi vinnulöggjöf. Mbeki mun einnig fjalla um leiðir til að auka íjár- festingu og herferö gegn glæpum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.