Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2000, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2000 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Réttur til lífsgæða Verslunarmannafélag Reykjavíkur hefur slegið nýjan tón í samningagerð, tón sem eftir er tekið og er þegar orðin fyrirmynd annarra. Verslunarmannafélagið er eitt öflugasta stéttarfélag landsins og hefur réttilega bent á að hlutverk slíkra félaga snýst um annað og meira en reglulegar samningalotur við vinnuveitendur. Hlutverk félagsins er að mynda þéttriðið öryggisnet utan um þarf- ir ailra félagsmanna sinna. Verslunarmannafélagið legg- ur á það áherslu að ánægja í starfi er nátengd vinnu- afköstum og um leið afkomu fyrirtækjanna. Það fer fram- hjá hefðbundinni kjarabaráttu en bendir á réttinn til lífs- gæða, styttri vinnuviku, sveigjanlegs vinnutíma og or- lofs. Það er hins vegar ekki nóg að líta aðeins til dagsins í dag. Trygg afkoma við starfslok er grundvallaratriði. Að þeim þáttum þarf að huga við upphaf starfsævinnar, jafnvel þótt hugur ungs fólks á vinnumarkaði sé bundinn öðru en lífeyrisstöðu efri ára. Þá er rétt að hafa í huga nýja rannsókn Félagsvísindastofnunar Háskóla íslands. Þar kemur fram að 72 prósent eftirlaunaþega eru í tveim- ur lægstu tekjuhópum og 84 prósent, eða allur megin- þorri eftirlaunaþega, í þremur lægstu tekjuhópunum. Fé- lag eldri borgara benti á það fyrr í vikunni að margir líf- eyrisþegar nálgast fátækramörk. Lífeyrismálin eru því veigamikill þáttur þeirra kjara- samninga sem framundan eru. Þar hafa Verslunar- mannafélag Reykjavíkur og viðsemjandi þess, Samtök verslunarinnar, gefið ágætt fordæmi. Frá því var greint í DV í gær að nýgerður kjarasamningur þeirra leiddi til þess að viðbótarlífeyrissjóður yxi mun hraðar en hjá þeim sem spara samkvæmt „gamla“ lífeyrissjóðakerfinu, kerfi því sem flestir landsmenn búa við. Samningurinn verður til þess að þeir sem byrja ungir að spara í viðbótarlífeyrissjóð geta allt að tvöfaldað mán- aðargreiðslur úr sjóðnum eftir 60 ára aldur miðað við al- mennu regluna nú. í samningnum er gert ráð fyrir við- bótarframlagi launþega, 2 prósent. Ofan á 0,2 prósent framlag vinnuveitanda bætist 2 prósent viðbótarframlag vinnuveitanda. Framlag í viðbótarlífeyrissjóð verður því 4,2 prósent og lífeyrisgreiðslur í heild nema því 14,2 pró- sentum í stað lögbundinna 10 prósenta. Það kemur fram í blaðinu í dag að Flóabandalagið svo- kallaða, verkalýðsfélögin við Faxaflóa, Efling í Reykja- vík, Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur setja fram sams konar kröfur og um samdist í samningum Verslunarmannafélags Reykjavíkur og Samtaka verslunarinnar. Fulltrúar verkalýðsfélaganna eru sammála um að ákvæði sem þessi séu mikil hvatn- ing til sparnaðar. Þau eru hagstæð launamanninum og um leið samfélaginu. Aukið mótframlag vinnuveitanda er, segir Halldór Bjömsson, formaður Eflingar, meiri hvati fyrir félags- menn að leggja fyrir í séreignalífeyrissjóð og í raun lykillinn að því að þetta verði myndarlegur sjóður. Þá skiptir það og verulegu máli að sjóður sem verður til vegna viðbótarlífeyrisspamaðar er séreign og erflst ef viðkomandi fellur frá. Verslunarmannafélag Reykjavíkur og viðsemjandi þess, Samtök verslunarinnar, lögðu línur til þess að brjótast út úr hefðbundnu fari kjarasamninga með mark- aðskjarasamningi sínum á dögunum og ekki síst lífeyris- þætti samningsins. Önnur stór verkalýðsfélög virðast ætla að feta í fótsporin, minnug þarfa félagsmanna sinna. Jónas Haraldsson „Mér er hins vegar óskiljanlegt hvernig skáldiö getur álitið það málstað sínum til framdráttar að gera lítiö úr og tala niður til starfsfólks ráðuneytis og Tryggingastofnunar ríkisins," segir greinarhöfundur m.a. - f Trygginga- stofnun ríkisins. Skáldatími réttindum er safnað á persónulegan reikning með iðgjaldagreiðslum og réttindi hvers og eins reiknast út eftir fram- lagi hans til sjóðsins. Ahnannatryggingar, sem fjármagnaðar eru af skattfé, eru til þess ætlaðar að tryggja framfærslu og hafa borgararnir þá tryggð- an rétt til þess að nauð- synlegustu þörfum þeirra sé sinnt. Gamla ómagahugtakið, sem skáldinu var tíðrætt um, er þessu auðvitað óskylt, þótt Grágás hafi í upphafi talað um rétt manna til framfærslu. Kjallarinn Jón Sæmundur Sigurjónsson hagfræðingur „Nú er þaö auðvítaö frumréttur hvers höfundar aö fá aö ráöa sögulokum í verkum sínum og best ef þau eru nokkuö óvænt eins og þarna var. Þaö veröur hins vegar aö segjast aö skáld- gyöjan er ekki góöur ráögjafí þegar aö því kemur aö reikna út dæmi í tryggingarétti. u Hér fyrir nokkru skrifaði ég stutta kjallaragrein i DV um nið- urstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um réttmæti skerðingar trygg- ingabóta vegna tekna maka. Dóm- urinn taldi að það væri að lögum og útfærði ég nokkur frekari ástæður sem styddu niðurstöðu héraðsdóms. Andstæðar skoöanir Þá ber svo við að einn helsti þrætubókcdistamaður þessa lands, Þorgeir Þorgeirson rithöfundur lýsir sig gjörsamlega andsnúinn þessari niðurstöðu og færir sín rök fyrir því í DV nú nýlega. Það er auðvitað ekkert nýtt undir sól- inni að menn greini á og sjónar- mið Þorgeirs er örugglega eitthvað sem margir vilja berjast fyrir. Mér er hins vegar óskOjanlegt hvemig skáldið getur álitið það málstað sínum til framdráttar að gera lítið úr og tala niður til starfsfólks ráðuneytis og Tryggingastofnunar ríkisins. Þetta ágæta fólk gerir nú ekki annað í sínum daglegu störf- um en að framfylgja samþykktum Alþingis sem þar að auki hafa m.a. verið staðfestar af dómstólum. Þetta nýjasta skáldverk meistar- ans, sem birtist þarna í DV, er reyndar það eina sem ég hef lesið eftir þennan höfund. Það er vart hægt að segja að þetta sé heimilda- verk, þótt ört sé vitnað í lög og reglugerðir. Ritsmíðin er síðan kórónuð með reiknidæmi einu miklu sem sýna á hagnað ríkisins, ef farið væri að hugmyndum meist- arans. Nú er það auðvitað fmm- réttur hvers höfundar að fá að ráða sögulokum í verkum sínum og best ef þau em nokkuð óvænt eins og þama var. Það verður hins vegar að segjast að skáldgyðjan er ekki góður ráðgjafi þegar að því kemur aö reikna út dæmi í tryggingarétti. Eðli almannatrygginga Almannatryggingar, sem fjár- magnaðar eru af skattfé, eru ekki það sama og lífeyrissjóðir þar sem Gamla ómagahugtakið fól í sér að fólk þurfti að segja sig til sveitar og missti ýmis borgaraleg réttindi. Almannatryggingar gjörbreyttu þessu með því að skapa fram- færslurétt. Þessu fylgir að ríkið beitir tekju- tengingum, þegar það álítur að fólk geti framfleytt sér með öðrum ráð- um en með bótum trygginganna. Framfærslan er sem sé tryggð með öðru móti. Þannig hafa hjón ætíð fengið lægri bætur en tveir ein- hleypingar, af því að það þykir hag- kvæmara aö búa í sambúð með til- liti tO íramfærslu. Fyrir nokkrum áratugum þótti ódýrara að búa á landsbyggðinni og var því landsbyggð- arfólki greiddar lægri bætur en Reykvíkingum. Og þegar lífeyrisþegi á vel þénandi maka, þá er það búbót sem getur tryggt fram- færslu hans að öðru leyti. ísland er langt í frá einsdæmi hvað þetta varðar. Tekju- tengingar eru al- gengar um aOa Evr- ópu og tengingar við tekjur maka þekktar á Norður- löndum og á Bret- landi. Það má segja að þetta sé eðli al- mannatrygginga sem fjármagnaðar eru af skattfé. Jöfnuöur eöa ekki jöfnuöur Skáldiö sakaði mig í grein sinni um skort á jafnað- armennsku. Þetta kom vissulega við kaunin. Þessi sjálf- skipaði málsvari vel þénandi maka lífeyrisþega hafði meiri áhyggjur af þeim heldur en ef það var lífeyris- þeginn sem hafði góðu tekjumar. Hann hafði ekki áhyggjur af jöfn- un fjölskyldutekna. Honum virðist líka vera skitsama þótt tekjur hjóna, sem verða að draga fram líf- ið af bótum almannatrygginga ein- um saman, séu fleiri þúsundum króna lægri en sem nemur því marki þar sem bætur lífeyrisþega með vel þénandi maka byrja yfir- leitt að skerðast. Jafnaðarmennska skáldsins, að bæta betur í hjá þeim sem mikið hafa, er mér ekki að skapi. Fá- tæktin er oftast annars staðar. Jón Sæmundur Sigurjónsson Skoðanir annarra Röng skattlagning lífeyris „Síðan hafið var að innheimta 10% fjármagns- skatt, hefur verið ljóst að mikið misvægi er í skatt- lagningu lífeyris frá lífeyrissjóðum, sem eru skatt- lagðar almennar tekjur meö tæplega 40% skatti, en ekki 10% eins og aðrar fjármagnstekjur. Það hefur komið í Ijós að um 2/3 hlutar útgreidds lífeyris er vegna ávöxtunar þess fjár, sem við höfum greitt með mánaðarlegum greiðslum í lífeyrissjóð okkar, en sú upphæð fyUir 1/3 af lífeyrinum. Það er því augljós- lega rangt að skattleggja aUan lífeyri með hærri pró- sentunni ... En þessi skattlagning eins og hún er í dag, er bæði óréttlát, skökk og brýtur gróflega á stjómarskrá hins íslenska lýðveldis okkar.“ Páll Gíslason læknir í Mbl. 3. febrúar. Sparnaðarhræðsla? ísland er ekki rótgróið spamaðarsamfélag og frjáls sparnaður hefur sjaldnast átt upp á paUborðið. Spamaður var löngum knúinn fram með skyldu- spamaði og lífeyrissparnaður er lögbundinn ... í raun eru fjölmargar leiðir færar til að auka spamað. Hægt væri að koma á skyldusparnaði á ný en að flestra mati er slikt tímaskekkja í nútímasamfélagi ... Þó svo að verðtrygging hafi verið við lýði hérlend- is síðan Ólafslög voru sett árið 1980 þá virðist að ein- hverju leyti vera undirliggjandi sparnaðarhræðsla i þjóðfélaginu sem á rætur sínar í mikiUi verðbólgu sem hér ríkti löngum ... Gamla orðatUtækið grædd- ur er geymdur eyrir á því vel við ef áframhaldandi verðlagsstöðugleiki ríkir hér og ef gripið verður tU skynsamlegra aðgerða tU að örva sparnað." Bjarni Már Gylfason í Viðskiptablaðinu 2. febrúar. Aðgangur að auðæfunum „Enginn efast um að Þorsteinn Vilhelmsson og fyrrverandi félagar hans í Samherja eru dugmiklir menn sem hafa byggt upp og rekið fyrirtækið af miklum krafti og kunnáttu. Fyrir það eiga þeir hrós skilið og ber auðvitað að hafa af því fjárhagslegan ávinning. En forsendan fyrir öUu saman hjá þeim eins og öðrum eigendum útgerðarfyrirtækja er sú staðreynd, að þeir hafa fengið aðgang umfram aðra landsmenn að fiskinum í sjónum, sem á þó að vera sameiginleg eign þjóðarinnar. Á grundveUi þessara forréttinda hafa ýmsir eigendur útgerðarfyrirtækja verið að selja hlutabréf sín og hirða stórkostlega fjármuni." Elías Snæland Jónsson ritstj. í Degi 3. febrúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.