Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2000, Blaðsíða 12
12
FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2000
Spurningin
Ætlaröu aö nýta tilboö
ferðaskrifstofanna?
Alfreö Lárusson: Nei, en ég ætla
að taka strætó.
Ingibjörg Sigurðardóttir prent-
smiður: Já, ég ætla að skreppa til
Danmerkur.
Jóhann Hansen: Já, ég gæti alveg
hugsað mér að fara til Amsterdam.
Arnar Þ. Stefánsson nemi: Hugs-
anlega og gæti þá hugsað mér að
fara til Frakklands.
Sindri Guðjónsson öryggisvörð-
ur: Nei.
Jón Þórir Þorvaldsson nemi: Já,
það gæti vel hugsast og þá til Ítalíu.
Lesendur
Landsbankinn f.h.
Seðlabanka íslands
- spáir á meðan Seðlabankinn sefur
Magnús Sigurðsson skrifar:
Vextir hafa verið að hækka að
undanförnu. Seðlabankinn hefur
verið að mjaka þeim upp um þetta
0,5% og nú síðast um 0,8%. Allt er
þetta gert á þeim nótum að „slá á
þensluna" eins og það heitir á fag-
máli Ijármálaheimsins. En gerir
auðvitað lítið sem ekkert gagn í
sjálfu sér fyrir þá sem á annað borð
ætla sér að taka lánin langþráðu til
bílakaupa eða annarra ijárfestinga.
- „Allt til að auka ánægjuna," aug-
lýsti Ingþór á Selfossi í útvarpinu í
gamla daga, en hann seldi dívana og
fleira í búið fyrir þá nýgiftu.
Um það mátti lesa í Morgunblað-
inu sl. laugardag (að mig minnir) að
Landsbankinn spáir nú vaxtahækk-
un Seðlabankans - fyrir marslok
nk. Landsbankinn hefur því tekið
við stefnumótun í vaxtamálum hér-
lendis, um skeið a.m.k. eða svo
lengi sem Seðlabanki íslands sefur.
Seðlabankinn rataði hins vegar
ekki réttu leiðina á vaxtahækkunar-
ferlinum að undanförnu þegar hann
hækkaði með stuttu millibili vext-
ina um 0,5% eða eitthvað í þeim dúr
(þar til síðast um 0,8%). Slíkar smá-
skammtalækningar (les: smáhækk-
anir) duga skammt i landi öfganna.
Hefði Seðlabankinn lagt til að vext-
ir hækkuðu um þetta 4,5 eða jafnvel
6% og þá einungis á skammtímalán-
um, hefði þenslan fengið rothögg,
eða nálægt því.
Sannleikurinn er sá að almenn-
ingur hér, einkum sá hluti hans
sem gerir ekki nema halda í horfinu
„Landsbankinn hefur því tekið við stefnumótun í vaxtamálum hérlendis, um
skeið a.m.k. - Er Seölabankinn orðinn aö léni í Landsbanka íslands?
með afborganir á húsnæði, bíl og
innbúi, þolir enga vaxtahækkun,
hvorki 0,5% né aðrar hærri. Hinir
sem eru að leika sér á lántökuvell-
inum eiga að fá að borga fyrir lán-
in. Það sem nú kallast stýrivextir til
að viðhalda nauðsynlegum vaxta-
mun milli Islands og helstu við-
skiptalanda okkar getur ekki orðiö
landsmönnum til hagsbóta.
Fari boðuð vaxtahækkun fyrir
marslok nk. yfír 1% má reikna með
uppþoti í efnahagslífinu hér. Sem
þýðir, að allt öðrum ráðum en vaxta-
hækkunum verður að beita til að
lækka rostann í þenslunni. - Þar er
efst á blaði að setja skorður við
neyslulánum fólks með verulegri
hækkun vaxta á slík lán og hækka
að sama skapi innlánsvexti á bundn-
um reikningum og hvetja til spam-
aðar með öllum tiltækum ráðum.
Umönnun aldraðra á sjúkrahúsum:
Hvers erum við metin?
Guðrún skrifar:
Nú fara kjarasamningar í hönd.
Nýlega las ég auglýsingu í blaði þar
sem óskað var eftir fólki 1 vakta-
vinnu á skyndibitastað. Þar eru í
boði laun fyrir 16 ára 92.000 kr., fyr-
ir 18 til 22 ára 103.000 kr. og fyrir
eldri en 22 ára 106.000 kr. fyrir utan
yfirvinnu og orlof. Og var þess get-
ið að hægt væri að vinna sig áfram
upp í launum.
Nú er ég búin að vinna í rúm 6 ár
á hjúkrunarheimili í vaktavinnu
þar sem bæði alzheimersjúklinga og
geðsjúka þarf að annast og eru laun
mín eftir þessi ár 83.611 krónur í
fastalaun að viðbættu vaktaálagi
sem er 12.000 kr. og enginn mögu-
leiki á að hækka í launataxta. Þótt
ég væri búin að starfa í 10 eða 15 ár
væru launin samt sem áður þessi.
Er ekki kominn tími til að gera
okkur láglaunafólkinu kleift að lifa
af laununum okkar á mannsæmandi
hátt? Mér finnst mitt starf ekki met-
ið að verðleikum, og það er einnig
álit samstarfsfólks míns. Lágmarks-
laun ættu alls ekki að vera lægri en
100 til 120 þúsund á mánuði.
Þar sem ég er einstæð móðir með
eitt bam og í leiguhúsnæði lifi ég
ekki á þessum launum svo vel sé.
Ég get aðeins borgað skuldir um
mánaðamót og á rétt fyrir nauðsynj-
um. Ég leyfi mér ekki lengur neinar
skemmtanir eða annað, ekki heldur
get ég leyft barninu að stunda
íþróttir eða fara í bíó. Aurar eru
einfaldlega ekki til lengur.
Það er sannarlega kominn tími til
að gera vel við láglaunafólk í land-
inu því það erum við sem erum
máttarstólpar þjóðfélagsins og höld-
um bákninu á floti, þótt fáir vilji
viðurkenna það. Þið sem farið með
samningamál okkar láglaunafólks-
ins: færið okkur nú þau laun sem
við eigum skilið.
Andlát graðfisks veldur sorg
Ragnar Eyþórsson kvikmynda-
gerðarmaður sendi pistilinn:
Ég sendi ykkur á DV til gamans
úrklippu úr bandarísku blaði þar
sem fjEillað er í „frétt“ um dauða
fisksins Stóra Bláa sem fiskeldis-
menn um allt ísland eru sagðir
syrgja mjög. Stóri Blái er mestur
graðfiska á íslandi segir fréttin, gíf-
urlega stórvaxinn sjóbirtingur og
frjósamari en nokkur annar fiskur í
sögunni.
Fréttin er sögð koma frá Akur-
eyri og þar í bæ fullyrðir fólk, segir
„fréttin", að afkvæmin bragðist bet-
ur en aðrir fiskar.
„Stóra Blás verður saknað, segir
fiskeldisbóndinn Herm Zwieelard
Lesendur geta sent mynd af
sér með bréfum sínum sem
birt verða á lesendasíðu
J
ISISNOTMT ANOfSER EISHWE
moum dea
of super-stud
AKUREYRL — Ffcb
fkrmers across the country are
nwmmlDg the dealh of Bíg Blue
— the greatest stad Hsh ia lce-
WiUKoqrt
ThebdaKdSsh was a giant wra
trout shared by Bsh farma Bnnm
hen toKeyldavik.
He provsd tobetbe moat fertile
stad fi*h in history — and folks
hm evas lnsisted that hta osff-
tasted better than other
22*'
"Btgl
1 be mUaed,- said
flBh tarmer Hcsnn Zvieebrd. Tbn
ttever had to worry ubout raistog
eo«ngh fieh wben that guy was to
jmrpuid*
Tfte soperírout was givtn a fo-
nernl attended by aceres of
mottrners, bttt he waan.’t edea.
“That woold be like eattogyour
beat fttond,- Zvieefard taid.
„Fréttin" í ameríska blaðinu um fslenska súpersilunginn.
(afar eyfirskt nafn eða hitt þó held-
ur!). „Það þurfti ekki aö hafa áhygg-
ur af fiskeldinu meðan þessi gæi
var í tjörninni."
Síðan segir að súpersilungurinn
hafi verið jarðsettur með viðhöfn -
og að hann hafi ekki verið étinn.
„Það hefði ver-
ið eins og að
éta besta vin
sinn,“ er haft
eftir Herm
bónda Zwieel-
ard. - Þessari
„frétt“ fylgir
teiknimynd þar
sem súperfisk-
urinn liggur í
dánarbeði sín-
um og fjöl-
skyldan syrgir.
Það er vissu-
lega margt sem
fram hjá okkur
fer sem ritað er
um ísland og ís-
lendinga í er-
lendum blöð-
um. Oft má sjá
hinar skopleg-
ustu fréttir í er-
lendum blöðum
af mannlífi hér á útskerinu, en svona
frétt er þó með því skondnasta sem
ber fyrir augu á þeim vettvangi. Það
væri ekki sanngjamt að leyfa okkur
íslendingum ekki að fylgjast með þeg-
ar erlendir íjölmiðlar taka sprett af
þessu tagi um mannlífið í landinu.
DV
Pukur með
sjúkraskýrslur
Vilhjálmur Ólafsson skrifar
Ég átta mig ekki á fyrir hvers vel-
ferð Tómas Zoéga yilrlæknir geð-
deiidar Landsspítalans er að berjast
með þvi að útiloka afhendingu
sjúkragagna í miðlægan gagna-
grunn. Ég hélt satt að segja, að felu-
leikur og pukur með hvers konar
sjúkdóma, t.d. geðræna og fleiri
væri ekki lengur við líöi, hvað þá
leyndarmál. Fólk er sem betur fer
farið að líta á þetta allt öðrum aug-
um í dag en áður fyrr. Það er sjúk-
lingunum til bóta, að allt sé opin-
bert. Eins er meiri möguleiki á
framförum í læknavísindunum ef
læknar og aðrir sérfræðingar fá að
athuga sjúkraskýrslur. Ég sé ekki
annað en að ýmsir hópar sem voru
litnir homauga hér áður fyrr séu
núna að koma út úr skápnum (eins
og það er kallað í dag), sbr. homma
og lesbíur og sé ekki betur en öllum
líði miklu betur eftir að þetta hætti
að vera pukur og feluleikur.
Milljarða-
maðurinn og
markaðurinn
Stefán Jónsson skrifar:
Margir furða sig nú á því hvem-
ig einn maður á íslandi getur yfir-
leitt fengið rúma 3 milljarða í
hendumar, bara með því að selja
hlut sinn í einu útgerðarfyrirtæki,
þótt stórt sé. Ég viidi biðja fjöl-
miölana, t.d. blaðið mitt, DV, að
láta gera einhvers konar yfirlit
eða línurit þar sem maður getur
séð hvernig þessir milljarðar
verða tO og hver skiptingin er á
milli t.d. eignarhluta hans í skip-
um og tækjum og hver sé hlutur
kvótans eða óveidds sjávarafla.
Það hlýtur að vera einhver for-
senda fyrir verðgildi hlutabréfa
upp á þessa 3 milljarða. Sé þetta
ógerlegt verður maður að trúa því
að akkúrat engin innstæða sé fyr-
ir þessum auðæfum - sem ég per-
sónulega staðhæfi nú að sé engin
þegar öllu er á botninn hvolft.
Þeir bregöast
illa við
Torfi hringdi:
Mér finnst þeir hafa runnið illi-
lega á hálkunni í verðbréfabunkan-
um, þeir sem standa fremst í flokki
við að toga og teygja verklagsreglur
um hlutabréfaviðskipti. Ef það
reynist rétt og satt aö forsvarsmenn
bankanna hafi látið óátalið að þeir
sjálfir og starfsmenn þeirra hafi
verið að kaupa hlutabréf i óskráð-
um félögum og langt utan við sam-
þykktar reglur, er ekki spuming að
viðskiptaráðherra á ekki að vera
með neinn feluleik með því að biðja
um skýrslur og greinargerðir, held-
ur láta slag standa og beita viður-
lögum eins og gerist um aðra svik-
semi í viðskiiptalífinu, þegar hún
er sönnuð. Það liggur ljóst fyrir nú
að fjármálafyrirtækin, þ.m.t. bank-
arnir ætla ekki að bregðast öðru
vísi við athugasemdum Fjármála-
eftirlitsins en með frekjunni einni,
og heimta meira frelsi og frjálsræði
sér til handa.
Laxness og
líkamsstritið
- og aðdáendur fagna
Ólafur Jóhannesson skrifar:
Það var skondið að lesa um bréfa-
fundinn í safni Erlends í Unuhúsi.
Fræðimenn em sagðir bíða í röðum
eftir að komast í bréfin, sem fáir
geta samt lesið, að sögn. En í einu
bréfinu frá 1925 frá Halldóri Lax-
ness kemur fram, að þrátt fyrir pen-
ingaleysi skáldsins skyldi hann
„fyrr drepast en vinna líkamlega
vinnu“. Er þetta ekki dæmigert fýr-
ir menningarvitana hér á landi? Að-
dáendur Laxness eru nú sagðir
fagna ákaflega þar sem þeim hefur
líka sífellt verið í nöp við líkamlegt
strit. Vilja heldur fá sitt á „þurru"
beint i æð frá hinu opinbera, í formi
styrkja eða ívilnana af einhverju
tagi. Já, þeim leggst alltaf eitthvað
til, fræðimönnunum okkar.