Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2000, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2000 15 McCain er kom- inn á kortið - í forkosningunum í Bandaríkjunum McCain viröist kominn á gófta sigiingu, en þrátt fyrir allt veröur að telja Bush líklegri en McCain til aö hljóta útnefninguna, segir m.a. í grein Gunn- ars. - McCain og George Bush yngri frambjóöendur Repúblikana í Banda- ríkjunum. Óvæntur stórsigur McCains í forkosning- unum í New Hamshire setur nýjan svip á kosn- ingabaráttuna í Banda- ríkjunum. Hann sigraði Bush með 17 prósentu- stiga mun og er hér eft- ir frambjóðandi sem taka verður alvarlega. Hann vann meirihluta óháðra kjósenda, sem eru lykillinn að al- mennum kosningasigri, enda þótt þeir skipti minna máli í flokkspólitísku forvali. Ósigur Bush er algjör. Allir þeir milljónatugir sem hann ræður yfir náðu ekki að kaffæra boðskap McCains. Boöskapur Sá boðskapur er fyrst og fremst að færa almenningi aftur völdin í alríkisstjórninni, draga úr pen- ingaveldinu, sem ræður svo miklu um ljöggjöf á þinginu, og að minnka áhrif þrýstihópa. En það sem fyrst og fremst hafði áhrif á kjósendur er heiðarleiki McCains og hreinskilni. Hann er hreinskil- inn með ólíkindum, svo að aðrir pólitíkusar hrökkva í kút. Hann hikar ekki við að segja sína skoð- un, jafnvel þótt hún gangi þvert á hagsmuni kjósenda. Fyrir þetta uppsker hann, gagnstætt öll- um væntingum, virðingu og aðdáun, sem er aðalástæðan fyrir þessum sigri. Bush er aftur á móti af gamla skól- anum og höfðar fyrst og fremst til harðra flokks- manna. Meðal demokrata sigraði Gore Bradley með meiri mun en búist hafði verið við, og er nú á góðri leið að tryggja sér útnefnd- ingu síns flokks. Samkeppnin við Bradley hefur hjálpað honum mikið við að losna undan skugga Clintons. Framhaldiö Næstu forkosningar meðal repúblíkana verða 19. febrúar í Suður Karólínu, og síðan verða kosningar beggja flokka í 12 ríkj- um 7. mars. Eftir það verða línur orðnar skýrar. Ef McCain sigrar líka í Suður Kar- ólínu, má Bush alvarlega fara að vara sig, enda þótt hann sé enn- þá talinn sigur- stranglegri á landsvísu. Bush sakar McCain um að vera ekki sannur íhalds- maður, hann hafi laðað að sér vinstri atkvæði. Það er fátt um vinstri atkvæði í Suður Karólínu og pólitík þar með öðrum hætti en í New Hampshire. En þess má geta að síðan 1952 hefur enginn orðið forseti sem ekki sigraði í New Hamshire, nema Bill Clinton sem tapaði fyrir Tsongas 1992, en vann útnefning- una samt. McCain virðist kominn á góða siglingu, og hann er ættað- ur frá Suðurríkjunum, þar sem forfeður hans börðust undir fána Suðurríkjanna í þrælastríðinu. Hann er kominn af hermönnum og flotaforingjum í báðar ættir og er stríðshetja frá Víetnam. Það skiptir miklu í Suður Karólinu. Óvinir En McCain á ótrúlega marga og valdamikla óvini i flokknum. Hann hlítir engum flokksaga og fer sínar eigin leiðir. Hann boðar umbætur sem eru eitur í beinum forystumanna flokksins, sem margir berjast opinberlega gegn umbótahugmyndum hans. Svo langt gengur þessi fjandskapur að forysta flokksins í New York, þar sem kosið verður i mars, hefur hingað til komið í veg fyrir að nafn hans verði á kjörseölinum. Óvíst er hversu lengi eftir þetta þeim verður stætt á þvi. Samt eru það ekki aðallega umbótatillögur hans sem laða að kjósendur, held- ur persónuleikinn sjálfur. Fólk er þreytt á Clinton, kvennamálum hans og pólitískum látbragðsleik. McCain er alger andstæða hans. En þegar allt kem- ur til alls, eru það pengingar sem ráða úrslitum, hver hefur mest fé til auglýsinga og annars. Þar stendur Bush langbest að vígi, og ósigurinn í New Hamshire mun verða hvatning öllum sanntrúuð- um íhaldsmönnum meðal repúblíkana að styrkja hann enn frekar. Því verður þrátt fyrir allt ennþá að telja Bush líklegri en McCain til að hljóta útnefninguna, enda þótt enn sé langt í land og allt mögulegt geti gerst. Gunnar Eyþórsson Kjallarinn Gunnar Eyþórsson biaöamaöur „Næstu forkosningar meöal repúblíkana veröa 19. febrúar í Suður Karólínu, og síðan verða kosningar beggja flokka í 12 ríkj- um 7. mars. Eftir það verða línur orðnar skýrar. Ef McCain sigrar líka í Suður Karólínu, má Bush al- varlega fara að vara sig...u Feluleikur Landssímans Nokkrar vikur eru liðnar frá því frelsi komst á íslenskan fjar- skiptamarkað eftir að Alþingi samþykkti i desember ný lög um fjarskipti. Samkeppni hefur hafið innreið sina og menn fylgjast grannt með viðbrögðum Lands- símans. Þar á bæ tala menn fagur- lega um frelsi, samkeppni og þjón- ustu. Menn spyrja um efndir. Á sambærilegu verði Skíma - dótturfyrirtæki Lands- símans birti auglýsingu í Morgun- blaðinu um helgina. Þar var gerð- ur samanburður á verði Netsím- ans, Landsnets, Frjáisra fjarskipta landa. Islandssími var fljót- afgreiddur, því þjónustan er vart til staðar. Athygli vekur að verð á símtölum Frjálsra fjarskipta til út- landa var sambærilegt við verð Netsímans, það er að hringja á Netinu og Landsnets. Það út af fyr- ir sig vekur verðskuldaða athygli. Gæðaþjónusta Frjálsra fjarskipta er á sambærilegu verði og netsim- ar! Það vekur ekki síður athygli að I auglýsingu Landssímans er verð frá Landssímanum ekki birt! Af hverju ætli svo sé? Af hverju ætli Landssíminn birti ekki eigin verð- skrá? Er eitthvað sem þarf af leyna? Getur verið að samanburð- urinn valdi kinnroða. Brýtur gegn sam- keppnislögum Árið 1997 mun Landssíminn hafa keypt internetfyrirtækið Skímu. Fram að því var Skíma rekin með hagn- aði; tæplega fjög- urra milljón króna hagnaði 1996 og tæplega tveggja milljón króna hagnaði árið 1995. Hins vegar bregður svo við að eftir að Landssíminn verður eigandi, þá hallar undan fæti hjá féiaginu. 1997 var tæplega tólf milljón króna halli og 1998 var tæplega 18 millj- ón króna halli. Við birtingu samkeppni finnur Landssíminn sig skyndilega knú- inn til að lækka verð á símtölum Netsím- ans. Þetta að sjáifsögðu brýtur gegn sam- keppnislögum aukin heldur að Landssím- inn er að niðurgreiða þjónustu Skímu. Þetta að sjálfsögðu hljóta samkeppnisyf- irvöld að taka fyrir. Og þá hljóta Sam- keppnisyfirvöld að taka fyrir auglýsingu Landssímans/Net- simans í Morgun- blaðinu. Hún stríðir gegn góðu við- skiptasiðferði. Þar er ekki borinn saman raunverulegur kostn- aður af netsíma. Landssíminn rukkar sjálfur innanlandssímtalið, sem leggst ofan á verðið. Og not- andinn verður að borga hvort sem hann kemst í samband eða ekki; •hvort sem er á tali eða enginn heima. Kannanir sýna að það ger- ist í þriðja hverju símtali. Skýrði Landssíminn frá þessu í smá letr- inu? - Nei! Veröur ekki þolaö Skýrði Landssíminn frá því að þegar sambandi er náð þarf að greiða kr. 3.32 að viðbættum kr. 1,56 fyrir hverja mínútu? Og þegar símanúmer sem hringt er í er á tali, þarf engu að síður að greiða kr. 3,32? Og þegar símanúmer sem hringt er í svarar ekki, þarf hvað sem öðru líður að greiða kr. 3,32? Lét Lands- síminn svo lítið að skýra frá þessu? - Nei! Og það er dapur- legt að ríkisstofnun skuli vísvitandi blekkja almenning. Frjáls fjarskipti eru í samningaviðræðum við Landssímann um aðgang að grunnet- inu. Löggjafmn ætl- ast til samkeppni og að öðrum fyrirtækj- um sé hleypt inn á grunnnetið; grunnnetið sem íslensk þjóð hefur lagt. Hingað til hafa viðbrögð Landssimans verið að tefja og þæfa málið, beinlínis að hindra samninga. Það að sjálfsögðu verð- ur ekki þolað. Landssíminn undir forystu Þór- arins V. Þórarinssonar - sem um áratugi hefur boðað frelsi og sam- keppni - verður að greiða götu frelsis og samkeppni, án vífdengja. Alþingi hefur sett leikreglur þar að lútandi. Þóf og orðhengilshátt- ur verður ekki liðinn. HaHur Hallsson og Íslandssíma á símtölum til út- „Landssíminn undir forystu Þórar- ins V. Þórarinssonar - sem um ára- tugi hefur boðað frelsi og sam- keppni • verður að greiða gótu frelsis og samkeppni, án vífilengja. Alþingi hefur sett leik- reglur þar að lútandi.u Kjallarínn Hallur Hallsson stjórnarmaður Frjálsra fjarskipta Meö og á móti Mikael Torfason, rithöfundur og blaðamaöur. Er þörf á hléum í kvik- myndahúsum? Þaö séríslenska fyrirbrigöi aö hafa hlé á nánast öllum kvikmyndasýningum í kvik- myndahúsum hér á landi hefur fariö í taug- arnar á mörgum, sem telja þetta hafa ófyr- irsjáanlegar afleiöingar á stemmningu sem myndast hefur, á meöan aörir telja þaö nauösynlegt aö fá pásu. Síöasti geirfuglinn Hléin í bíó eru eitt af þess- um rammís- lensku fyrir- bærum í útrým- ingarhættu. Þetta er örugg- lega síðasti geirfuglinn hvað skemmt- ana- og menn- ingarlifið varð- ar. Nú er komið sjónvarp á flmmtudögum, sjónvarp allt sum- arið, drykkjusvall á miðyikudög- um og bjór í öllum áfengisverslun- um - jafnvel í stykkjatali. Persónu- lega finnst mér nóg komið og alger- lega óþarft að útrýma hléum í bíó. Þau hafa gagnast mér ágætlega í gegnum tiðina og eru til margs nýtanleg. Maður hefur nú migið ófáum lítrunum í hléum, verslað í sjoppunni (það hlýtur að skila sér í miðaverðinu) og svo reykir mað- ur náttúrulega. Á íslandi er bíó ekki bara til að hlaupa inn í, setj- ast og gleyma sér í tvo tíma. Á Is- landi er bíó partur af stærra konsepti. Við forum í bíó á köldum vetrardögum til þess að njóta góðra mynda en auk þess til að hitta annað fólk. Sýna sig og sjá aðra. Af þessum ástæðum stend ég með eigendum kvikmyndahúsa sem ég vona að séu á móti hlélaus- um kvikmyndahúsum - jafnvel þó útlendingum finnist það asnalegt. Græðgi sæl- gætissalanna Það er ekkert eins óþolandi eins og þegar hinn dimmi heimur kvik- myndahússins sundrast, ljósin kvikna og gest- irnir ryðjast fram eins og vísundahjörð. Oftast gerist Páll Asgeir As- geirsson, blaöa- maöur. þetta á einhverju sérstaklega við- kvæmu augnabliki í kvikmyndinni og eýðileggur framvindu sögunnar algerlega og sker í sundur sam- band áhorfandans við kvikmynd- ina. Það er sorglegt til þess að vita að græðgi sælgætissalanna sem reka bíóið skuli þannig leggja lista- verk í áuðn og troða fótum sanna list. Hlé í bíó er tímaskekkja sem eig- endur kvikmyndahúsa ættu að sjá sóma sinn í að leggja af þegar í stað. Þeir sem ekki geta setið í 90 mínútur samfleytt án þess að fá gosdrykk eða poppkom verða að birgja sig upp áður. Að hugsa til þeirra skemmdarverka sem með þessu eru unnin á tönnum og holdafari bíógesta eru auðvitað al- veg sérstakur hryllingur. Mótmæl- um öll og sitjum sem fastast í hléinu. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist í stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt tii að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönk- um. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.