Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2000, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2000 Fréttir i>v Islensk ástarsaga: Amma keyrir strætó - og afi kominn í bændaskólann „Stundum líða 14 dagar án þess að ég sjái hann. En við hringjum hvort í annað daglega og það er gott,“ segir Bjamey Sigvaldadóttir, nýbökuð amma, sem keyrir leið 14 hjá SVR. Torfi, eiginmaður hennar, situr hins vegar á skólabekk í Bændaskólanum á Hvanneyri og stefnir að því að verða ráðunautur: „Ég sakna hennar mikið. Það er ekkert varið í að búa svona sitt í hvoru lagi. Ég vil hafa hana hjá mér,“ segir afmn sem saknar ömmunnar álíka mikið og hún saknar hans. Toríi heldur heimili fyrir sig og flmm böm þeirra hjóna við Andakílsárvirkjun en Bjamey fær að gista hjá systur sinni í höfuðborginni á meðan hún keyrir strætó. Bjamey og Torfi bjuggu búi sínu á Kletti í Kollaflrði og síðar í Botni í Mjóafirði þegar snjóflóðin dundu á Vestflrðingum fyrir nokkrum árum. Bjamey segir að náttúruöflin hafi í raun neytt þau suður - þau hafl búið við stöðuga snjóflóðaógn. Draumurinn „Draumur okkar er að eignast jörð og heQa búskap á ný. Þá gæti Torfl ver- ið ráðunautur og ég húsmóðir og að- stoðarkona hans í ráðunautastarfinu. Nú er bara að bíða eftir því að Torfi klári skólann. Þá get ég hætt aö keyra strætó og snúið heim á ný,“ segir Bjamey sem er úr Keflavík en Torfi er af Drangsnesinu: „Ég er að vestan og vil hvergi frekar vera. Þar er nóg af jörðum en litið vit í að hefja fjárbú- skap þegar enginn er fullvirðisréttur- inn,“ segir Torfi og bætir því við að námið gangi vel - það renni eins og strætó. Bjamey og Torfi em nýorðin amma og afi og kunna því vel þó amma sé Bjarney „amma“ Sigvaldadóttir á fullri ferö í strætó meö hugann uppi í Borg- arfiröi. DV-mynd ÞÖK. Torfi „afi“ Jónsson meö afabarnið sitt í fanginu og tvö af fimm börnum sínum, Olöfu Birnu og Jón Halldór. ekki nema 39 ára og afi 36. Bömin þeirra fimm em 17,16,12,9 og 7 ára og það var einmitt elsta dóttirin sem var að eignast ömmu- og afabamið á dög- unum. Söngurinn „Ég hugsa margt á meðan ég keyri stætó og yfirleitt reikar hugurinn upp í Borgarfjörð til Torfa og bamanna. Þess á milli hlusta ég á Guil 909 og syng með. Mér finnst gott að syngja fyrir farþegana því þeir verða að hlusta. Ég ein ræð hvenær ég sleppi þeim út og þetta er sérstaklega skemmtilegt fyrir mig vegna þess að það er búið að reka mig úr þremur kórum. Ég er vita laglaus," segir Bjamey og slær sér á lær svo gullnu fléttumar dingla eins og í dansi undan strætókaskeitinu sem er númer 9. Svo skellir hún í gír því amma ætlar áfram og ekkert annað. -EIR Hreinsunarátak borgarinnar á flækingsköttum: Heimiliskettir veiddir í búr - krafist er lausnargjalds „Ég skammast mín svo fyrir þetta að ég hef ekki einu sinni get- að rætt aðgerðimar við Norræna dýraverndunarráðið," sagði Sigríð- ur Ásgeirsdóttir, formaður Dýra- vemdunarfélags Reykjavíkur, um aðgerðir borgarinnar til að fækka flækingsköttum. Fyrir hönd Dýraverndunarfélags- ins sendi Sigríður Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur bréf með yfirskriftinni „Lögmæti átaks til að fækka flæk- ingsköttum." í bréfinu er skorað á Heilbrigðisnefndina til að fresta átak- inu þar til hlýnar í veðri. Þar stend- ur orðrétt: „Engar skráningar hafa verið gerðar vegna þessara svoköll- uðu „sífelldu kvartana", sem átakið er réttlætt með og engar upplýsingar em til um það, hverjir eru að kvarta og hvers vegna. Þessar ástæður eru því órökstuddar með öllu og hæpnar lagalegar forsendur eru fyrir hinni stórfelldu kattaveiði sem fyrirhuguð er nú á kaldasta tíma ársins." í samtali við Sigriði í gærdag barst henni neitun frá lögfræðingi Heilbrigðisnefndar. Ellefu merktir heimiliskettir fangaöir „Það er algerlega siðlaust að setja agn fyrir heimilisketti og krefjast svo lausnargjalds en dýrin em beinlinis ginnt í búrin,“ segir Sigríður. Hún segist óttast að það skapist bóta- skylda á hendur borginni vegna máls- ins. „í fyrsta lagi er útivist katta ekki bönnuð. Svo eru heimiliskettir lögvarin eign,“ segir Sigríður og telur þarna fljótfæmi og hugsunarleysi yf- irvalda vera um að kenna og í því sambandi nefndi hún Dani, en þeir hafa rætt þetta mál undanfarin þrjú ár. Yfirvöld hafa verið í samráði við Dýralæknafélag en þrátt fyrir það hafa yfirvöld ekki enn treyst sér til að leggja fram löggjöf um málið. í samtali við Sigríði Heiðberg, for- 'ífiiaiiíiii' ipiillli Nokkrir heimiliskettir sem létu ginna sig meö agni í búr í Kattavinaféiaginu í gærdag. DV-myndir S Starfsstúlka í Kattavinafélaginu við hliðina á einu búrinu sem kettirnir eru veiddir í. Eingöngu heimilis- kettir hafa rataö í búrin. mann Kattavinafélagsins, voru 11 heimiliskettir komnir til hennar í gærdag frá því átakið hófst. Að henn- ar sögn fór ekki á milli mála að um heimilisketti væri að ræða þar sem þeir bára ól eða vom eyrnamerktir. Sigríður hefur svo samband við eig- endur kattanna en 7 þeirra eru þegar komnir til sinna heimila. Þegar þeir era sóttir þurfa þeir að borga lausn- argjald sem nemur 2.500 krónum. Sú fjárhæð fer óskipt til borgarinnar. Kattavinafélagið tekur svo 500 krónur fyrir hveija nótt sem þeir dvelja þar. -hól Hvaða verðlaun? Mikil ólga varð i íslenskum bók- menntaheimi þegar tilkynnt var um til- nefhingar til ís- lensku bókmennta- verðlaunanna í des- ember. Fýlan er ekki enn rokin úr sumum og búast má við að hún muni enn aukast eftir að verðlaunin verða af- hent síðdegis á mánudag. Aðrir taka hins vegar þann pól í hæðina að verðlaunin sé algerlega marklaus og skipti engu máli. Til vitnis um þá af- stöðu, sem mun nokkuð algeng, má nefna að Mikael Torfason, einn af framúrstefnulegustu rithöfundum og kvikmyndagerðarmönnum þjóð- arinnar, kom inn í gagnrýnar sam- ræður nokkurra bókmenntapáfa um verðlaunin. Þar sem páfamir spáðu og spekúleraðu um væntanlega vinningshafa og hörmuðu um leið fjarvera nokkurra öðlingsrithöfúnda varð rithöfundinum unga að orði: Hvaða bókmenntaverðlaun?... Hörkusamkeppni Athygli hefur vakið að hið nýja fyrirtæki Gen.is fer mikinn og virð- ist samkvæmt helgarviðtali DV ný- lega sem framkvæmdastjóri þess, Jóhann Páll Valdimarsson, ætli í öfluga almenna útgáfústarfsemi - og bullandi samkeppni við Mál-og menningu og Vöku-Helgafell. Þetta vekur athygli í ljósi þess að helstu styrktarfyrirtæki Gen.is áttu áður hlut í Almenna bókafélaginu sem engu að síður hélt ekki velli. Þessi aðilar hljóta að trúa því að nú séu bjartir tímar fram undan í almennri bókaútgáfu, sérstaklega á sviði fag- urbókmennta. Vist er að samkeppn- in verður hörð þar sem FBA hefur fjárfest í Vöku-Helgafelli og Mál og menning mun hafa átt bærilega af- komu á síðasta ári og hyggst sækja fram á fleiri sviðum... í pönsum hjá Óla Roger Whittaker blístraði sig inn í hjörtu gesta á Hótel íslandi í fyrrakvöld fyrir troð- fullu húsi. Ólafúr Laufdal veitingamað- ur er mörgu vanur eftir margra áratuga veitingarekstur en hann er hálforðlaus eftir kvöldin með gamla Roger. í stað þess að hanga á bamum sat fólk prútt og stillt, drakk kaffi og át pönsur og blístraði með Roger gamla þegar það átti við. Verið getur að kaffidrykkja og pönsuát gefi ekki eins mikið í aðra hönd og búsið en á móti kemur sjaldgæf gleði veitinga- mannsins sem veifar hrærður á eft- ir blístrandi og allsgáðmn gestum úr húsi sínu... Ekki horfa, Bogi! Það vakti mikla athygli þegar Gagnvirk miðlun kynnti Stafræna sjónvarpsnetið á dögunum. Talið er að það muni valda byltingu í íslenskri ljósvakamenningu þegar það verður fullbúið. Eftir góða umfjöllun fjölmiðla gerðist það þó að kona nokkur i vest- urbæ Reykjavíkur hringdi í Svein- bjöm Imsland, frumkvöðul Stafræna sjónvarpsnetsins, og var henni mikið niðri fyrir vegna fyrir- ætlana Gagnvirkrar miðlunar. Skildi hún þessa gagnvirku tækni svo að sjónvarpið virkaði eins í báð- ar áttir. Sagðist hún ekki kæra sig um að Bogi Ágústsson gæti horft á hana heima i stofú... Umsjón: Haukur L. Hauksson Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.