Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2000, Blaðsíða 24
Útsala FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2000 Sviðsljós Leiðinlegur tengdapabbi Þó svo að Claudia Schiffer sé hamingjusöm og nýtrúlofuð er hún ekki ýkja hrifin af tilvonandi tengdafoður sínum, Richard Jef- fries. Nokkrum dögum eftir að Claudia og Bretinn Tim Jeffries opinberuðu trúlofun sína sagði Richard í blaöaviðtali aö Claudia væri ekki falleg. Tilvonandi tengdapabbinn bætti því við að Claudia væri eins og aðrar þýsk- ar stúlkur, bara á höttumnn eftir eiginmanni. Og ekki nóg með það. Faðir Tims kveðst ætla að skrifa bók um öll smáatriði fyrri ástar- ævintýra sonarins. Meðal fyrrver- andi vinkvenna Tims eru Koo Stark, Kylie Minogue og Elle Macpherson. Richard gerir ekki ráð fyrir að verða boðið í brúð- kaup Claudiu og Tims. Puffy er velkom- inn í fangeisið Rapparinn Sean „Puffy" Combs hefur verið ákærður fyrir ólöglegan vopnaburð. Lögreglan í New York fullyrðir að hann hafi losað sig við byssu eftir vopnuð átök fyrir utan næturklúbb með því að fleygja henni úr bílnum. Verði Combs fundinn sekur á hann yfir höfði sér 15 ára fangelsi. Fangar í fangelsi í New York eru þegar famir að bjóða rapparann velkominn í sinar raðir. Lofa þeir að gefa honum góð ráð um lífið á bak við múrana. Honum er meðal annars bent á að fleygja ekki byssu út um bílglugga nema á brú, alls ekki á fjölfarinni götu. Enn meiri lækkun Úlpur 5.900,- Kápur 9.900,- Jakkar 4.900,- &Cápusalan Snorrabraut 38. Sími 562 4362. ABBA afþakkar 90 milljarða fyrir að sameinast á ný Sænska popphljómsveitin ABBA, sem var á hátindi frægð- ar sinnar á áttunda áratugnum, hefur afþakkað boð upp á næst- um 90 milljarða íslenskra króna fyrir að sameinast á ný. TUboðið kom frá bandarísk- breskri samsteypu sem vUdi sameina ABBA á ný tU að hljóm- sveitin kæmi fram á 100 tónleik- um. Vonaðist fyrirtækið tU að geta rakað saman fé á vinsæld- um hljómsveitarinnar. Sjálfir telja hljómsveitarmeðlimirnir að þeir séu enn vinsælir þar sem þeir hafa aldrei komið saman á ný eftir að þeir héldu hver í sína áttina 1982. Blóðugt brott- hvarf Kellie úr Bráðavaktinni Þeir sem eru búnir að fá upp í háls af leikkonunni KeUie Mart- in í hlutverki Lucy Knight í Bráðavaktinni geta nú fagnað. KeUie á nefnUega eftir að hverfa úr sjónvarpsmyndaflokknum á dramatískan og blóðugan hátt. Ekki er ástæða tU að afhjúpa hér á hvem hátt tU að eyðUeggja ekki ánægjuna fyrir áhorfendum. Það var leikkonan sjálf sem vUdi hverfa af sjónarsviðinu. Henni þótti hlutverk sitt í hinni vin- sælu þáttaröð ekki nógu áber- andi. Mörgum þótti nú reyndar bera of mikið á henni. Fyrirsætan Anna Nicole Smith sýndi í vikunni undirföt fyrir stórar stúlkur á sýningu Lane Bryant ( New York í vikunni. Bryant segir að stórar stúlkur vilji flott undirföt eins og aörar stúlkur en ekki lummuleg eins og mæður þeirra ganga (. Símamynd Reuter # Naomi Campbell: Sló aðstoðarkonu blóðuga með síma Ofurfyrirsætan Naomi CampbeU, sem þekkt er fyrir reiðiköst sín, slapp með skrekkinn eftir að hafa lýst sig seka um að hafa ráðist á fyrrverandi aðstoðarkonu sína. Samkomulag í málinu náðist mUli saksóknara og verjanda Naomi. Bresk blöð greindu nýlega frá því að Naomi hefði verið í nær fjórar vikur á stofnun í Bandaríkjunum tU að læra að hafa hemU á skapi sínu. Naomi var komin með áhyggj- ur af þvi að reiðiköst hennar hefðu slæm áhrif á samband hennar við ítalska kaupsýslumanninn Flavio Briatore. Fyrrverandi aðstoðarkona Na- omi, Georgina Galanis, sem aðstoð- aði Naomi er hún var við kvik- myndatökur í Toronto, sakaði fyrir- sætuna um að hafa tekið sig háls- taki og slegið sig í höfuðið með síma. Georgina hafði aðeins verið nokkra daga i þjónustu ofurfyrir- sætunnar þegar hún fékk símann í höfuðið á hótelherbergi. Naomi og Georgina höfðu verið teknar af toU- vörðum á flugveUi og þegar á hótel- herbergið kom sauð upp úr á mUli þeirra. Georgina, sem býr í New York, höfðaði einnig mál á hendur Naomi fyrir bandarískum dómstól og krafðist 8 mUljóna doUara í bæt- ur fyrir árásina. Samkomulag náð- ist í því máli i mars síðastliðnum. Ekki hefur verið greint frá því um hvað samið var. Naomi, sem þessa dagana er í Ástralíu tU þess að auglýsa nýja Umvatnið sitt, er sögð orðin leið á að ganga fram og aftur um paUana á sýningum tískukónganna. Árum saman hefur hún þrammað fram og aftur en nú ætlar hún að fara að taka það rólega. „Lífið í kringum tískusýningam- Þó Naomi reiðist oft getur hún líka brosað. Símamynd Reuter ar er ótrúlega stressandi. Það tekur á að sýna 16 daga í röð með æfing- um inn á miUi. Ég er ekkert að vor- kenna mér en ég hef ákveðið að slappa meira af. Það þýðir einfald- lega að ég ætla ekki að vinna jafn- mikið og áður,“ sagði Naomi á dög- unum í viðtali við alþjóðlega frétta- stofu. Hingað tU hefur aUur heimurinn verið vinnustaður hennar. Nú verð- ur breyting þar á. „Ég mun örugglega ekki sýna oft- ar í New York og London. Ég er enn ekki búin að ákveða hvort ég hætti að sýna í MUano,“ sagði ofurfyrir- sætan. Ekki er langt siðan hún hætti við verkefni í París. Hún var útkeyrð og varð að safna kröftum á ný. Ekki má heldur gleyma því að Naomi er orðin 29 ára og það þykir frekar hár aldur í tískubransanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.