Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2000, Blaðsíða 29
DV FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2000
29
-V'
Martino
Tirimo
heldur ein-
leikstón-
leika í ís-
lensku óp-
erunni á
morgun.
Beethoven
og Chopin
Á morgun heldur píanóleikar-
inn Martino Tirimo einleikstón-
leika í íslensku óperunni kl. 14.30.
Tónleikarnir eru haldnir á vegum
íslandsdeildar EPTA og eru á dag-
skrá menningarborga Evrópu. Á
þessum tónleikum leikur- Tirimo
tvær píanósónötur eftir Beet-
hoven og allar 24 prelúdiur Chop-
ins.
Martino Tirimo er fæddur og
uppalinn á Kýpur þar sem hann
kom fyrst fram opinberlega tólf
ára gamall. Hann stundaði síðan
nám í London og Vin. Eftir að
hann hlaut fyrstu verðlaun í
—— ~ píanókeppni
Tonleikar i Munchen
----------------og Genf voru
honum allar leiðir færar og hefur
hann verið eftirsóttur píanóleik-
ari hátt í þrjá áratugi. Hefur hann
leikið með mörgum af þekktustu
hljómsveitmn í heimi undir stjóm
heimsþekktra stjórnenda.
Tirimo hefur tekið upp fjöldann
allan af verkum hjá virtum út-
gáfufyrirtækjum. Má þar nefna
heildarútgáfu á píanósónötum
Schuberts og píanókonserta eftir
Rachmaninov og Brahms. Auk
þess að vera góður einleikari er
Tirimo virtur fræðimaður.
Á móti sói skemmtir á Gauknum
annaö kvöld.
Á móti sól
Hljómsveitin Á móti sól tekur til
hendinni á Gauki á Stöng annað
kvöld. Hluti tónleikanna verður tek-
inn upp og eitthvað af þeim upptök-
um verður hægt að nálgast á heima-
_________________síðu hljóm-
Skemmtanir rSX
-----------------ol.is, sem
verður opnuð um miðjan mánuðinn.
Annars er það helst af hljómsveitinni
að frétta að hún er önnum kafin við
upptökur á nýju efni sem fer að heyr-
ast innan skamms.
Geir Ólafsson skemmtir ásamt tríói
sínu á Rauða Ijóninu.
Geir Ólafs á
Rauða ljóninu
í kvöld leikur tríó Geirs Ólafsson-
ar á Rauða ljóninu frá kl.
23.30-03.00. Tríóið er skipað, auk
Geirs sem sér um söng og gaman-
mál, þeim Kjartani Valdemarssyni
hljómborðsleikara og Sigurgeiri Sig-
mundssyni gítarleikara.
Roger Whittaker á Broadway
Hér á landi er nú staddur góður
gestur, Roger Whittaker, sem vafa-
laust er einn þekktasti dægurlaga-
söngvari í heiminum. Hefur hann
þegar haldið sína fyrstu skemmtun
á Broadway og kemur hann þar
fram um helgina og heldur tónleika.
Whittaker á sér marga aðdáendur í
öllum heimshornum, enda hafa lög
hans hljómað á öldum____________
ljósvakanna í um fjöru-
tíu ár. Frægð hans var
mest á sjöunda áratugn-
um og í byrjun þess áttunda þegar
Skemmtanir
Roger Whittaker lék á alls oddi á fyrstu tónleikunum á Broadway.
hann átti hvern smellinn af öðrum
á vinsældalistum heimsins. Þekkt-
___________ustu lögin hans, Dur-
ham Town, New World
in the Moming, I Don’t
-----------Believe in It Any More,
Mammy Blue og The Last Farewell,
eru öll frá þvi tímabili.
Roger Whittaker hefur áður
komið hingað til landsins, þá
á ferðalagi á milli heimsálfa,
en hann flýgur eigin vél, en
þetta er í fyrsta sinn sem
hann heldur tónleika hér á
landi. Lengi hefur verið unn-
ið að því að halda tónleika
með Whittaker en ekki tekist
fyrr en nú. Whittaker er dug-
legur tónleikahaldari og
ferðast um allar heimsálfur
á ári hverju.
Roger Whittaker fæddist í
Nairobi í Keníu 22. mars
1936. Snemma fór hann að
vinna fyrir sér sem söngvari.
Auk þess sem hans sérsvið
hefur verið þýð og hljómfog-
ur rödd þá er hann mjög
snjall flautari. Á löngum
ferli hefur hann selt yfir 50
milljón plötur og má geta
þess að í Þýskalandi einu
selst ein milljón platna með
honum á ári hverju.
Stormviðvörun
Viðvörun: Búist er við stormi
(meira en 20 m/s) á vestanverðu
landinu og á miðhálendinu. Vaxandi
austan- og suðaustanátt, víða 15-20
Veðrið í dag
m/s síðdegis. Slydda eða rigning
með köflum, einkum sunnan- og
vestanlands og hlýnandi veður.
Sunnan 18-23 m/s og skúrir í kvöld,
en heldur hægari vindur og úrkomu-
lítið norðaustan- og austanlands.
Höfuðborgarsvæðið: Vaxandi
austan- og suðaustanátt, 13-18 m/s
síðdegis. Rigning með köflum og
hlýnandi veður. Sunnan 18-23 og
skúrir í kvöld.
Sólarlag í Reykjavik: 17.24
Sólarupprás á morgun: 09.57
Síðdegisflóð í Reykjavík: 18.21
Árdegisflóð á morgun: 06.39
Veðrið kl. 6 í morgun:
Akureyri alskýjaö -3
Bergstaöir alskýjaö -2
Bolungarvík léttskýjaö -2
Egilsstaöir -3
Kirkjubœjarkl. alskýjaö 1
Keflavíkurflv. slydda 1
Raufarhöfn alskýjaö 0
Reykjavík slydduél 1
Stórhöföi rigning 3
Bergen rigning 6
Helsinki ísnálar -7
Kaupmhöfn alskýjaö 3
Ósló alskýjaö 3
Stokkhólmur 0
Þórshöfn rigning 4
Þrándheimur úrkoma í grennd 5
Algarve heiðskírt 13
Amsterdam alskýjað 8
Barcelona heiðskírt 7
Berlín skýjaö 2
Chicago snjókoma -2
Dublin alskýjaö 10
Halifax skýjað -6
Frankfurt skýjað 2
Hamborg þokumóöa 5
Jan Mayen skafrenningur -7
London rigning 8
Lúxemborg þokumóöa 2
Mallorca léttskýjaö 0
Montreal heiðskírt -19
Narssarssuaq alskýjað 1
Orlando hálfskýjaö 12
París skýjaö 4
Vín léttskýjaö 1
Winnipeg heiöskírt -14
Allgóð vetrar-
færð
Allgóð vetrarfærð er um helstu þjóðvegi landsins
en víðast hvar er hálka. Ófært er um Klettsháls, en
í morgun var verið að moka Mosfellsheiði. Hálku-
Færð á vegum
blettir eru á Reykjanesbraut og á Hellisheiði og
Þrengslum og hálka er í Árnessýslu.
Ástand vega
T^Skafrenningur
0 Steinkast
0 Hálka @ Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkc
Q>) £fært [D Þungfært (5) Fært fjallabílum
Aslaug og Kristján
eignast
Myndarlega telpan á
myndinni fæddist á
Sjúkrahúsi Akraness 31.
janúar síðastliðinn, kl.
Barn dagsins
dóttur
02.14. Við fæðingu var
hún íjórtán merkur og 50
sentímetrar. Foreldrar
hennar eru Áslaug Torfa-
dóttir og Kristján Guð-
jónsson og er hún þeirra
fyrsta bam.
dagS^UfD
Caroline Ducey leikur Marie sem
leitar í bói þriggja karlmanna.
Romance
Bióborgin sýnir hina umdeildu
frönsku kvikmynd, Romance.
Romance segir frá ungri konu,
Marie (Caroline Ducey), og sam-
bandi hennar við eiginmann sinn,
Paul (Sagamore Stévenin). Paul er
yfir sig ástfanginn af eiginkon-
unni, reyndar svo ástfanginn að
hann neitar að hafa við hana sam-
ræði. Marie ákveður að fullnægja
þörfum sínum annars staðar og
hittir þá Paolo (Rocco Siffredi).
Paolo er ekki aðeins karlmennsk-
an uppmáluð og reiðubúinn að
fullnægja óskum
Marie heldur verð- '/////////
Kvikmyndir
ur hann ástfanginn af
henni. En Marie líst
ekki á tilfinningasemi Paolos og
það er ekki fyrr en hún kynnist
sér eldri manni, Robert (Francois
Berléan), að hún fær lostanum
fullnægt. Hann býðst til að binda
hana niður og gerir það á þann
hátt að hún nær loks þeirri kyn-
ferðislegu alsælu sem hana
dreymdi um.
Nýjar myndlr í kvikmyndahúsum:
Bíóhöllin: Englar alheimsins
Saga-bíó: The 13th Warrior
Bíóborgin: Romance
Háskólabíó: Rouge Trader
Háskólabíó: American Beauty
Kringlubíó: Stir of Echoes
Laugarásbíó: Next Friday
Regnboginn: House on the
Haunted Hill
Stjörnubíó: The Bone Collector
Gengið
Almennt gengi LÍ 04. 02. 2000 kl. 9.15
Eininn Kaup Sala Tollnengi
Dollar 73,180 73,560 73,520
Pund 116,380 116,970 119,580
Kan. dollar 50,670 50,990 51,200
Dönsk kr. 9,7530 9,8070 9,7310
Norsk kr 8,9610 9,0110 8,9900
Sænsk kr. 8,5520 8,5990 8,5020
Fi. mark 12,2058 12,2792 12,1826
Fra. franki 11,0636 11,1301 11,0425
Belg.franki 1,7990 1,8098 1,7956
Sviss. franki 45,1600 45,4100 44,8900
Holl. gyllini 32,9320 33,1299 32,8692
Þýskt mark 37,1058 37,3288 37,0350
ít. líra 0,037480 0,03771 0,037410
Aust. sch. 5,2741 5,3058 5,2640
Port. escudo 0,3620 0,3642 0,3613
Spá. peseti 0,4362 0,4388 0,4353
Jap. yen 0,680600 0,68470 0,702000
jrskt pund 92,148 92,702 91,972
SDR 98,840000 99,44000 99,940000
ECU 72,5727 73,0087 72,4300
Símsvari vegna gengisskráningar 5623270