Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2000, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2000, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2000 Sport Njarðvík (31) 74 > Haukar (28) 71 8-0, 10-11, 21-21, 24-25, 24-28, (31-28). 31-30, 41-30, 44-39, 51-43, 51-48, 55-58, 62-62, 65-64, 68-67, 72-71, 74-71. Teitur Örlygsson 26 Friðrik Ragnarsson 11 Keith Veney 11 Páll Kristinsson 10 Hermann Hauksson 7 Ragnar Ragnarsson 6 Friðrik Stefánsson 4 Fráköst: Njarðvík 35, Haukar 38 3ja stiga: Njarðvík 28/10, Haukar 31/8 Dómarar <1-10): Jón Bender og Einar Skarphéðinsson (4) Gœói leiks (1-10): 6. Víti: Njarðvik Haukar 9/5. Áhorfendur: 200. 28/21, Stais Boseman 22 Guðmundur Bragason 17 Jón Amar Ingvarsson 11 Bragi Magnúson 8 Marel Guölaugsson 5 Sigfús Gizurason 4 Ingvar Guðjónsson 3 Óskar Pétursson 2 Maöur leiksins: Teitur Örlygsson, Njarövík Uppgjörið um annað sætið - Njarðvík sigraði Hauka, 74-71 Njarðvík bar sigurorð af Hauk- um, 74-71, þegar liðin mættust í Njarðvík í gærkvöld, í leik sem hafði verið frestað. Leiksins verð- ur seint minnst sem augnakonfekt, né fyrir hágæða dómgæslu. Fyrri hálfleikur var einstaklega illa spil- aður af báðum liðum, þar sem leik- menn beggja liða voru mislagðar hendur og skotnýting var í algjöru lámarki. Teitur Örlygsson var eini sem spilaði af eðlilegri getu og skor- aði nálagt helming stiga Njarðvík- urliðsins. í seinni hálíleik byrjuðu heima- menn af krafti og náðu 11 stiga for- skoti og Haukamir virtust í vand- ræðum með svæðisvöm Njarðvík- inga en fundu þó fljótlega svar við henni. Haukarnir komust yfir, 57-60, þegar 5 mínútur voru eftir en þá tók Friðrik Ragnarsson, fyrirliði Njarðvíkinga, til hendinni og skor- aði 9 af síðustu 14 stigum liðsins, þar á meðcd mikilvæg stig af vítalín- unni. Haukar fengu tvö tækifæri til að jafna með 3ja stiga körfu í lok- in en bæði geiguðu og sigur heima- manna staðreynd. Teitur Örlygsson átti mjög góð- an leik fyrir heimamenn og hélt lið- inu nánast á floti framan af. Frið- rik Ragnarsson sýndi mikla leiðtoga hæflleika í lokin eftir að hafa haft sig lítið frammi framan af. Páll Kristinsson kom með ákveðinn neista og gekk Njarðvík vel þann tíma sem hann var inná. Ragnar Ragnarsson átti góða innkomu af bekknum og skoraði 2 mikilvægar 3ja stiga körfur. Hjá Haukum voru Guðmundur Barga- son og Stais Boseman bestir. Boseman hvíldi mest allann fyrri hálfleikinn vegna villu vand- ræða en átti mjög góðan seinni hálf- leik og skoraði grimmt ásamt því að hjálpa til við fráköstin og stela bolt- um. „Ég er mjög sáttur við þennan sigur og þá sérstaklega hvernig hann vannst á vítalínunni. Teitur var búinn að bera hitann og þung- ann af okkar leik framan af en ég ákvað aö taka af skarið í lokin,“ sagði Friðrik Ragnarsson eftir leik- inn. -BG DV Magnús Már Pórðarson hjá Aftureldingu skorar hér af línunni gegn Stjörnunni fyrr í vetur. Mosfellingar halda noður yfir heiðar í dag en í kvöld mæta þeir KA á Akureyri og má að öllum líkindum búast þar við hörðum slag. Mjög erfitt - segir Skúli Gunnsteinsson þjáifari Aftureldingar um leikinn gegn KA 14. umferð 1. deildar karla i hand- knattleik hefst í kvöld með teimur stórleikjum. Á Akureyri fá heima- menn úr KA íslands- og bikarmeistar- ana úr Aftureldingu í heimsókn en þessi lið eru í toppsætum deildarinn- ar. í Garðabæ mætast liðin í fjórða og fimmta sæti deildarinnar, Stjaman og Valur. Lið Aftureldingar er með 6 stiga forskot á KA en fyrri leikur þessara lið var jafh og spennandi þar sem Aft- urelding hafði betur í hörkuleik. Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Aft- ureldingar segðist renna nokkuð blint í sjóinn þar sem mikið hefi verið um meiðsli leikmanna liðsins. „Þetta verður örugglega mjög erfið- ur leikur fyrir okkur en margir af bestu leikmönnum liðsins eru að stíga upp úr meiöslun og Einar Gunnar Sigurðsson verður að öllum líkindum ekki meö en Bjarki Sigurðsson, Gintaras og Gintas eru allir komnir á fulla ferð eftir meiðsli. Við ætlum okkur sigur i leiknum, það er engin spuming og nú þegar seinni hluti deildarinnar er kominn á fullt á ég von á að áhorfendum fjölgi og ég vona að neikvæð umræða um handboltann gleymist i bili enda úrslitakeppnin í deOdinni framundan," sagði Skúli Gunnsteinsson í samtali við DV. - Hvemig fer leikur Stjömunar ogVals? „Stjaman vinnur 28-20,“ sagði Skúli að lokum. Geir Sveinsson, þjálfari og leikmað- ur Vals sagði að Hlíðarendapiltar væra staðráðnir í því að sigra Stjömunna enda hefðu þeir tapað stórt fyrir þeirn á heimavelli í fyrri umferöinni. „Þetta verður erfiður leikur en ég tel að við séum tilbúnir i slaginn enda búnir að æfa mjög vel undanfamar vikur. Stjaman er með mjög sterkan 8-10 manna hóp og ef rússneski línu- maðurinn snjalli, Eduardo Maskalen- ko, sýnir sömu takta og hann gerði með rússneska landsliðinu í Króatíu verða þeir enn sterkari. Ef við ætlum okkur að vera í einu af fiórum efstu sætum deildarinnar og þá verðum við að vinna Sfiömuna í kvöld,“ sagði Geir Sveinsson. - Á KA möguleika í Afturelding ? „Já já, KA vinnur öruggan sigur,“ sagði Geir að lokum. -SS ENGLAND Arsenal hefur boðið Lee Dixon og Nigel Winterburn eins árs samning til viðbótar en báðir eru leikmennimir að komast á aldur og staddir í síðari hálfleik ferilsins. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, vill hafa þá í eitt ár til viðbótar en þeir eru báðir með lausa samninga eftir yfirstandandi tímabil. Talið er mjög líklegt að Dixon verði áfram hjá Arsenal en meiri óvisa er með Winterburn sem er búbm að missa sæti sitt í byrjunarliði Arsenal. Svo virðist sem markvörðurinn Neville Southall hafi leikið sinn síðasta leik á milli stanganna í enska boltanum. Southall ætlar að snúa sér alfarið að þjálfun markvarða hjá Huddersfield og eins er hann með boð upp á vasann að gerast framkvæmdastjóri hjá Cardiff. Southall lék í marki Torauay um síðustu helgi gegn Siguröi Ragnari Eyjólfssyni og félögum f Chester. Sigurður Ragnar skoraði sem kunnugt er í leiknum og virðist því hafa verið með síðustu mönnum til að koma boltanum í netið hjá Neville Southall. Bradford City hefur fengið sóknarmanninn Jorge Cadete að láni frá skoska liðinu Celtic út þetta tímabil. Peter Reid, stjóri Sunderland, á í vandræðum þessa dagana vegna meiðsla vamarmanna. Steve Bould er meiddur og verður frá í það minnsta í þrjár vikur. Reid er nú að reyna að kaupa tvo ítalska leikmenn, þá Massimo Paganin og Nicola Boselli. Paganin hefúr verið á mála hjá Inter Mílan en Boselli hjá Bologna. Peter Reid er tilbúinnn að greiða 3 milljónir punda fyrir báða leikmennina. -SK FIA hefur sókn gegn Evrópusambandinu Bernie Ecclestone varaforseti FIA er hér lengst til vinstri meö Albert Mónakóprins og Max Mosley forseta FIA. Alþjóðasamtök akstursíþróttafélaga, FIA, hófu sókn gegn Evrópusambandinu í gær vegna ásakanna þeirra á hendur FIA að samkeppnis- hamlandi markmið ræðu þar ríkjum. FIA segir að rannsókn Evrópusambandsins samanstandi af „merkingarlauri upptalningu staðreynda" og þau hafa kallað eftir því að fá aðgang að öllum skjöl- um sambandsins um efnið sem að nefnd þess heldur fyrir sig í leyfisleysi. FIA hefur einnig óskað eftir að yfirheyrslur fari fram yfir starfsmönnum þess og að þær verði opnar fiölmiðlum og að þeir starfsmenn sam- bandsins sem unnið hafa að þessum málum hing- aö til verði látnir víkja. „Það er vont til þess aö vita að valdamikil stofn- un innan Evrópusambandsins skuli haga sér svona,“ sagði forseti FLA, Max Mosley. „Jafnvel þótt að þeir hafi ekkert fyrir sér laga- lega, ætti þeim ekki að leyfast að komast upp með ólöglegar aðgerðir. í fyrra urðu þeir að biðjast af- sökunar á að hafa lekið skjölum til fiölmiðla. Þá sýndi nefndin blaðinu the Financial Times mikið magn trúnaöarskjala sem stíluð voru á FIA áður en að þeir fengu sín eintak i hendurnar. Sam- keppnisnefnd Evrópusambandsins hótaði FIA og Ecclestone, eiganda Formula One Holdings, háum fiársektum í fyrra vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu þeirra í þessari grein mót- orsportsins, þar sem að einokun á sjónvarpsrétti og keppnum bryti í bága við samkeppnislög Evr- ópusambandsins. Nefndin hefur sakað FIA og Eccelstone um að safna öllu því sem þarf til að halda heimsmeist- arakeppni í grein eins og Formúlu 1, undir einn hatt þannig að sjón- varpsstöðvar ættu það á hættu að þurfa að borga sektir ef þeir sýndu eitt- hvað sem gæti verið í beinni samkeppni við Formúlu 1. Talsmaður nefndarinn- ar, Karel van Miert sagði: „Við höfum fundið sann- anir þess að verið sé að brjóta samkeppnisreglur Evrópusambandsins og það gæti þýtt háar fiár- sektir fyrir viðkom- andi.“ Nefndin gaf FIA og Formula One Hold- ings frest til september að svara þessum ásökun- um. Hún hefur vald til þess að neyða fram- kvæmdastjórnir þeirra til að segja upp samning- um eða borga fiársektir sem næmu 10% af brúttó tekjum. Meira að segja fyrir fiársterka aðila eins og Bernie Ecclestone eru það miklir peningar. „Þess vegna hef ég beðið formann samkeppnis- nefndarinnar, Prófessor Monti, að taka í taumana til að tryggja að sanngirni og að ekki sé verið að fela eitt eða neitt innan sambandsins," sagði for- seti FIA, Max Mosley. Búast má við að réttarhöld um málið hefiist í apríl. -NG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.