Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2000, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2000, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2000 Afmæli Þórir Þórir Þröstur Jónsson rafvirki, Heiðvangi 16, Hellu, er sextugur í dag. Starfsferill Þröstur fæddist í Vestmannaeyj- um og ólst þar upp fyrstu sex árin. Þá flutti hann með foreldrum sínum að Tumastöðum í Fljótshlíð. Þau voru síðan búsett í Fljótsdal i fimm ár og loks í Deild í Fljótshlíð. Þröstur stundaði nám við Iðn- skólann á Selfossi og lauk þaðan prófum, lærði rafvélavirkjun og lauk sveinsprófi í þeirri grein 1963 en meistari hans var Magnús Há- konarson. Þröstur starfaði hjá Kaupfélagi Ámesinga á Selfossi 1963-64, hjá Kaupfélaginu Þór á Hellu 1964-73, en hefur starfað sjálfstætt með eigin rekstur á Hellu. Fjölskylda Eiginkona Þrastar er Ragnheiður Skúladóttir, f. 23.8. 1948, húsmóðir. Hún er dóttir Skúla Jónssonar, f. 24.9. 1919, d. 14.7. 1988, bónda á Hró- arslæk, og k.h., Ingigerðar Odds- dóttur, f. 28.3. 1923, húsfreyju. Börn Þrastar og Ragnheiðar eru Þröstur Jónsson Til hamingju með afmælið 4. febrúar 90 ára Jón Þór, f. 28.10. 1985, nemi; Dögg, f. 19.11. 1987, nemi. Systir Þrastar er Hrefna Jónsdóttir, f. 9.11. 1945, húsmóðir og kenn- ari í Garðabæ, gift Birni Stefánssyni, flugumsjón- armanni á Atlanta. Foreldrar Þrastar: Jón Ingi Jónsson, f. 8.2. 1911, d. 1996, bóndi í Fljótsdal og í Deild í Fljótsdal, og k.h., Soffla Gísladóttir, f. 31.12. 1915, húsfreyja, nú búsett á Hvolsvelli. Ætt Jón var sonur Jóns, b. í Dufþekju í Hvolhreppi, og Guðlínar Jónsdóttur. Soffia er dóttir Gísla, útgerðar- manns í Vestmannaeyjum, bróður Nikulásar, kennara á Kirkjubæ, afa Nikulásar Sigfússonar yfirlæknis. Annar bróðir Gísla var Tómas, afi Ómars Valdimarssonar, fyrrv. fréttastjóra og nú starfsmanns Rauðakrossins. Gísli var sonur Þórðar, b. í Ormskoti í Fljótshlíð, bróður Odds, afa Oddgeirs Krist- jánssonar tónskálds. Þórður var sonur ívars, b. í Tungu í Fljótshlíð, bróður Tómas- ar, langafa Stefáns Harð- ar Grímssonar skálds, Þórðar Tómassonar, safn- varðar og rithöfundar i Skógum, Ólafs Laufdal og Sigurðar, föður Halla og Ladda. ívar var sonur Þórðar, b. í Moldnúpi undir Eyjafjöllum Páls- sonar, b. í Langagerði í Hvolhreppi Þórðarsonar, pr. í Skarði í Meðallandi Gíslasonar. Móðir Gísla var Sigríður Gunnlaugsdóttir, Ein- arssonar, b. í Litlu-Hildisey í Land- eyjum, og Guðríðar Magnúsdóttur, b. i Miðey Jónssonar, b. í Miðey. Móðir Soffiu var Guðleif, systir Ingibjargar, ömmu Rúnars Guðjóns- sonar, sýslumanns í Reykjavík. Guðleif var dóttir Kristjáns Fídelí- usar, b. í Auraseli í Fljótshlíð Jóns- sonar, hreppstjóra í Fljótsdal í Fljótshlíð Jónssonar. Móðir Jóns var Vigdís Þorleifsdóttir, lrm. í Skaftafelli Sigurðssonar, sýslu- manns á Smyrlabjörgum í Suður- sveit Stefánssonar. Móðir Vigdísar var Sigríður Jónsdóttir, lrm. í Sel- koti ísleifssonar, ættfóður Selkot- sættarinnar. Móðir Kristjáns var Guðbjörg, systir Magnúsar, fóður Túbals í Múlakoti. Annar bróðir Guðbjargar var Þorleifur, faðir Guð- bjargar í Múlakoti. Þriðji bróðir Guðbjargar var Oddur á Sámsstöð- um, langafi Daviðs Oddssonar for- sætisráðherra. Guðbjörg var dóttir Eyjólfs, hreppstjóra i Fljótsdal í Fljótshlíð Oddssonar. Móðir Eyjólfs var Margrét Ólafsdóttir b. á Fossi, Bjarnasonar, ættfóður Víkingslækj- arættar Halldórssonar, forfóður Guðlaugs Tryggva Karlssonar. Móð- ir Guðleifar var Bóel Erlendsdóttir, b. á Hlíðarenda í Fljótshlíð Áma- sonar, og Bóelar, systur Erlends á Hlíðarenda, langafi Más Gunnars- sonar, starfsmannastjóra Flugleiða. Bóel var dóttir Eyjólfs, b. á Múla- koti í Fljótshlíð Arnbjömssonar, b. á Kvoslæk í Fljótshlíð Eyjólfssonar, ættföður Kvoslækjarættarinnar. Móðir Bóelar var Guðleif Jensdótt- ir, b. í Ámundakoti Sigurðssonar. Móðir Jens var Bóel Jensdóttir Wi- um, sýslumanns á Skriðuklaustri, ættfóður Wiumættarinnar. Hann tekur á móti gestum í Hellu- bíói 4.2. milli kl. 20.00 og 24.00. Sigríður Guðmundsdóttir, Kirkjubraut 16, Akranesi. Eiginmaður hennar var Þórður Þ. Þórðarson sem lést 1989. Ættingjum og vinum hennar er boðið að þiggja kaffi- veitingar í safnaðarheimilinu Vinaminni við Skólabraut á Akranesi, laugard. 5.2. kl. 14-17. 85 ára Björn Jónsson frá Fossi, Hrútafirði, Suðurbraut 2, Hafnarfirði. Hann er að heiman. Einar Jóhannsson, Eyjaholti lOa, Garði. Þorbjörg Sigflnnsdóttir, Austurbyggð 17, Akureyri. 80 ára Guðríður Guðjónsdóttir, Hólmagrund 24, Sauðárkróki. Guðrún Þ. Sívertsen, Lindarseli 6, Reykjavík. 75 ára Böðvar Jónsson, Norðurhjáleigu, V-Skaft. Karl Halldórsson, Njálsgerði 10, Hvolsvelli. Þórir Þröstur Jónsson. Adam D avid Adam David tölvufræð- ingur, Skógarhlíð 12, Reykjavík, er fertugur í dag. Starfsferill Adam fæddist í Notting- ham á Englandi en ólst upp í Abbotsbury í Suður- Englandi. Adam hefur stundað ýmis almenn störf frá því á unglingsárunum, fyrst í Englandi en síðan hér á landi. Adam flutti til íslands 1983 og hef- ur átt hér heima síðan. Hann stund- aði íslenskunám við HÍ 1983-85, og síðan tölvunám við HÍ 1989-92. Adam starfaði við Korn- markaðinn um skeið og sinnti ýmsum störfum í tengslum við Ananda Marga. Hann hefur starf- rækt tölvuþjónustu á eigin vegum frá 1987, en 1992 stofnaði hann Inter- net þjónustuna Veda Intemet sem hann starf- rækir enn. Adam er einn af stofn- endum nýaldarsamtak- anna Þrídrangur sem stóðu fyrir útisamkomunum Snæfellsás á Snæ- fellsnesi og voru upphafið að Snæ- fellsássamfélaginu að Hellnum. Þá hefur hann einnig sinnt menningar- og trúboðsstarfsstarfsemi. Adam hefur verið mikill áhuga- maður um útvist, hefur ferðast mikið hér á landi og erlendis og er áhugamaður um fjallgöngur. Fjölskylda Samýliskona Adams frá 1984 var Hild Dehuvyne, f. 23.12.1958, en hún starfar við skóla- og uppeldisstörf í Bandaríkjunum. Adam og Hild slitu samvistum. Börn Adams og Hild eru Elín Kalevala, f. 26.11. 1985, nemi; Rúnar Albion, f. 12.7. 1988, nemi; Birta Athena, f. 26.8. 1990, nemi. Systkini Adams eru Eilidh Boadella, f. 1961, d. 1980, stundaði mannúðar- og trúboðsstörf; Till Ju- an Boadella, f. 1988, nemi í Sviss. Foreldrar Adams eru David Boa- della, f. 1931, líkamssálfræðingur og leiðbeinandi við Zentrum fúr Biosynthese í Heiden, Sviss, og Elsa Corbluth, f. 1928, húsmóðir og ljóð- skáld. Vinir og aðrir velunnarar sem vilja fagna með Adam á þessum timamótum eru beðnir að skrá sig á boðslista á vefslóðinni http://veda.is/fagna40, eða greina frá nafni, símanúmeri og heimilis- fangi i síma 688 9497 eða bréfleiðis. Adam David. Messur Árbæjarkirkja: Guðsþjónusta kl. 11. ár- degis. Dr. Sigurjón Ámi Eyjólfsson hér- aðsprestur annast guðsþjónustuna. Org- anleikari: Pavel Smid. Bamaguðsþjón- usta kl. 13. Foreldrar, afar og ömmur boð- in velkomin með bömunum. 1 bamaguðs- þjónustunni veröur sýnt bamaleikritið „Ósýnilegi vinurinn" á vegum Stoppleik- hópsins. Verið öll velkomin. Prestarnir. Áskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14 i tengslum við sólar- kaffi Amfirðingafélagsins í Reykjavík. Martha Hjálmarsdóttir stígur i stólinn. Árni Bergur Sigurbjömsson. Breiðholtskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa og altarisganga á sama tima. Organisti: Daniel Jónasson. Gisli Jónas- son. Bústaðakirkja: Bamamessa kl. 11. Léttir söngvar, biblíusögur, bænir, umræður og leikir við hæfi bamanna. Foreldrar hvatt- ir til að koma með börnum sinum. Guðs- þjónusta kl. 14. Organisti Guöni Þ. Guð- mundsson. Pálmi Matthíasson. Digraneskirkja: Messa kl. 11. Sunnu- dagaskóli á sama tíma. Léttur hádegis- verður eftir messu í safnaðarsal. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Organisti: Kjartan Sigutjónsson. Dómkirkjan: Messa kl. 11. Altarisganga. Prestur sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Dómkórinn syngur. Organleikari Mart- einn H. Friðriksson. Fundur Safnaðarfé- lags Dómkirkjunnar í safnaðarheimilinu eftir messu. Dr. Hjalti Hugason ræðir um kristnitökuna. Messa kl. 14 um messuna með þátttöku fermingarbama. Forsöngv- ari Anna Sigríður Helgadóttir. Prestur sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Eliiheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 10.15. Rangæingakórinn leiðir söng. Ein- söngur Bryndís Jónsdóttir. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Magnús Björnsson. Eyrarbakkakirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústs- son. Ritningarlestur: Benedikta Waage og Liija Hallgrímsdóttir djákni. Tvísöngur: Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Lovísa Sig- fúsdóttir. Organisti: Lenka Mátéová. Barnaguðsþjónusta á sama tíma. Umsjón: Margrét Ólöf Magnúsdóttir. Prestarnir. Fríkirkjan í Reykjavik: Barnastarf kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Allir hjartanlega velkomnir. Hjörtur Magni Jóhannsson. Grafarvogskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00 i Grafarvogskirkju. Prestur sr. Anna Sigríöur Pálsdóttir. Umsjón: Hjört- ur og Rúna. Barnaguðsþjónusta kl. 11.00 í Engjaskóla. Prestur sr. Vigfús Þór Áma- son. Umsjón: Signý, Guðrún og Guðlaug- ur. Messa í Grafarvogskirkju kl. 14.00. Sr. Vigfús Þór Ámason prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti: Hörður Bragason. Kór Grafarvogskirkju syngur. Prestarnir. Grensáskirkja: Barnastarf kl. 11. Messa kl. 11. Altarisganga. Kirkjukór Grensás- kirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarn- arson. Sr. Ólafur Jóhannsson. Grindavíkurkirkja: Barnastarfið kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Hallgrímskirkja: Fræðslumorgunn kl. 10. Biskup tslands, herra Karl Sigur- björnsson, flytur erindi: Á þröskuldi nýrrar aldar. Kirkjan og framtíðin. Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Sigurður Pálsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni. 1 messunni verður frú Sigríður Norðkvist kirkju- vörður kvödd. Kaffiveitingar eftir messu. Kvöldmessa kl. 20. Sr. Bernharður Guð- mundsson hefur hugvekju og sr. Jón Dal- bú Hróbjartsson þjónar fyrir altari. Háteigskirkja: Bama- og fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Helga Soffia Konráðs- dóttir Messa kl. 14. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Tómas Sveinsson. Hjallakirkja: Lofgjörðarguðsþjónusta kl.ll. Sr. íris Kristjánsdóttir þjónar. Barnakór Snælandsskóla syngur og leiðir safhaðarsöng undir stjóm Heiðrúnar Há- konardóttur. Undirleikari: Lóa Björk Jó- elsdóttir. Bamaguðsþjónusta i kirkjunni kl. 13 og í Lindaskóla kl. 11. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl.18. Prestarnir. Kópavogskirkja: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Kársneskórinn syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Fram- haldssagan úr barnastarfmu. Kirkju- stund fyrir alla aldurshópa. Organisti: Hrönn Helgadóttir. Prestur sr. Guðni Þór Ólafsson. Landspftalinn: Messa kl. 10. Sr. Ingileif Malmberg. Langholtskirkja: Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjónusta kl. 11. Fermingar- börn lesa ritningariestra og bænir. Lára Bryndís Eggertsdóttir syngur einsöng. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Org- anisti Jón Stefánsson. Kaffisopi eftir messu. Barnastarf í safnaðarheimili kl. 11:00. Lena Rós Matthíasdóttir annast stundina. Laugarneskirkja: Messa og sunnudaga- skóli kl. 11. Hrund Þórarinsdóttir stjórn- ar sunnudagaskólanum með sinu fólki. Prestur sr. Bjarni Karlsson. Messukaffi. Messa kl. 13 í dagvistarsalnum, Hátúni 12, Margrét Scheving, Guðrún K. Þórs- dóttir og sr. Bjarni Karlsson þjóna. Lágafellskirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Predikun: Þórdís Ásgeirsdóttir djákni. Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 11.15. Jón Þorsteinsson. Neskirkja: Sunnudagaskólinn kl. 11. Átta til níu ára starf á sama tíma. Messa kl. 14. Sr. Frank M. Halldórsson. Ytri-Njarðvikurkirkja: Sunnudagaskól- inn kl. 11. Börn sótt að safnaðarheimilinu i Innri-Njarðvík kl. 10.45. Guðsþjónusta kl. 14. Kirkjukór Njarðvikur syngur. Baldur Rafn Sigurðsson. Selfosskirkja: Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta á sjúkrahúsi kl. 14.30 og á Ljósheimum kl. 15.15. Sóknarprestur. Seljakirkja: Krakkaguðsþjónusta kl. 11. Fræðsla, framhaldssaga og mikill söngur. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ágúst Einarsson prédikar. Organisti er Gróa Hreinsdóttir. Sóknarprestur. Seltjamameskirkja: Messa kl. 11. Org- anisti Sigrún Steingrímsdóttir. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Eftir messu segir Sveinn Guðmarsson guð- fræðinemi frá námsdvöl sinni í Grikk- landi. Barnastarf á sama tíma. Stokkseyrarkirkja: Messa kl. 14. Sókn- arprestur. Torfastaðakirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 14. Allir velkomnir. 60 ára G. Tómas Guðmundsson húsasmíðameistari, Hlíðarvegi 41, Kópavogi. Eiginkona hans er Sólbjört Aðalsteinsdóttir. Þau taka á móti vinum og vandamönnum í Lionshúsinu Lundi, Auðbrekku 23, kl. 18-21. Hjördís Alfreðsdóttir, Akralandi 1, Reykjavík. Katrín Knudsen, Sandholti 24, Ólafsvík. María Sigurbjömsdóttir, Beykilundi 12, Akureyri. Regína Vigfúsdóttir, ViðUundi 12a, Akureyri. 50 ára_____________________ Ámi Ómar Bentsson, Breiðvangi 54, Hafnarfirði. Iðunn Anna Valgarðsdóttir, Álakvísl 24, Reykjavík. ívar Herbertsson, Ægisgötu 13, Akureyri. Jóhanna Georgsdóttir, Timguseli 10, Reykjavík. Jón Ágúst Guðmundsson, Austurholti 5, Borgamesi. Sigrún Magnúsdóttir, Skaftahlíð 42, Reykjavík. 40 ára Hrafnhildur Sigiu-ðardóttir félagsmálastjóri, Miðtúni 13, Seyð- isfirði. Hún tekur á móti gestum i félagsheimlinu Herðubreið, Seyðis- firði, í kvöld kl. 20.30. Andrés Ari Ottósson, Lágmóa 12, Njarðvík. Anna María Guðnadóttir, Sæbóii 1, Grundarfirði. Dagbjört Lára Garðarsdóttir, GUsbakka 14, Neskaupsstað. Emilia Helga Þórðardóttir, Brattholti 2b, MosfeUsbæ. Gunnar H. Guðmundsson, Urðarvegi 31, ísafirði. Lovísa Signý Kristjánsdóttir, Móasíðu 6f, Akureyri. Ólöf Jóhanna Garðarsdóttir, ÞUjuvöUum 23, Neskaupsstað. Ragnar Erlingsson, Vættaborgum 60, Reykjavík. Sesselja D. Ármannsdóttir, Hraunbæ 48, Reykjavík. Sigríður Lámsdóttir, Kirkjubraut 60, Höfn. Sigurdís S. Guðmundsdóttir, Vesturfold 19, Reykjavík. Svanhildur K. Rúnarsdóttir, Fannafold 106, Reykjavík. Valgerður Þórisdóttir, Næfurási 17, Reykjavík. Þórarinn M. Guðmundsson, Reykjavíkurvegi 32, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.