Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2000, Blaðsíða 10
10
enning
FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2000 JL>V
Ung óperusýnim
- sem Islendingar munu hafa nautn af
Tölvupóstfangið þeirra er ,fmma“-
enda heita þau Finnur og Emma og deila
örlögum bœöi í einkalífmu og á óperusviö-
inu nœstu fjórar vikur. Viö þekkjum Finn
vel en erum rétt aö byrja aö kynnast
Emmu, ungri enskri söngkonu sem þegar
hefur vakið mikla athygli í heimalandi sínu
og víöar. Þau eru bœöi í stórum hlutverk-
um í óperunni Lúkretía svívirt eftir Benja-
mín Britten sem veröur frumsýnd í íslensku
óperunni í kvöld. Hún er sungin á frum-
málinu, ensku.
Harmræn dæmisaga
Finnur og Emma létu vel af vinnunni við óp-
eruna undir stjóm Gerrits Schuil og Bodo Igesz.
Einu vandræðin urðu af flensunni sem lagði
mannskapinn meira og minna i rúmið, en nú er
hún að baki. Emma og Finnur syngja hlutverk
kórsins, sagnaþula sem uppi eru á óræðum tima
eftir Krist og gera athugasemdir við hina átak-
anlegu sögu af nauðgun Lúkretíu sem gerist 500
árum fyrir Krists burð. Er þetta þá siðrænt
verk?
„Já, eiginlega," segir Finnur, „þetta er dæmi-
saga og alveg stórkostleg frásögn sem hefur orö-
ið eíni í fjölmörg leikrit og söguljóð, til dæmis
orti Shakespeare um Lúkretíu.“
- Hvemig tilfmningu skflur sýningin eftir í
bijósti manns? Verðum við hrygg þegar við
komum út?
„Vonandi hugsi,“ segir Finnur, og Emma
bætir við: „Sagan vekur spumingar um eðli
mannsins og maöur fær á tilfmninguna að hún
geti gerst á öllum tímum. Hún er klassískur
harmleikur."
„En kristnum boðskap er stillt upp sem mót-
vægi við grimmdina," segir Finnur. „Lokaorð
óperunnar em spumingin hvort þjáning og písl-
ardauði séu tfl einskis. Við henni er ekki gefið
beint svar en gefið í skyn að kristilegt siðgæði
sé kannski lausn. í raun og vem má líta á sögu
Lúkretíu sem hliðstæðu viö píslarsögu Krists."
Snilldarlega skrifuð
Um tónlist Brittens við harmsögu Lúkretíu
segir Emma að í henni séu yfimáttúrlega fagrir
kaflar - „til dæmis þátturinn þegar Lúkretía
birtist á sviðinu morguninn eftir nauðgunina.
Þjónustustúlkur hennar hafa verið að tala um
hvað dagurinn sé fagur og þá kemur hún fram .
.. Annar undurfallegur kafli í tónlistinni er þeg-
ar Tarkvíníus kemur inn í dyngju hennar.“
- Er það maðurinn hennar? spyr fáfróður
blaðasnápur.
„Nei, það er nauðgarinn, Ólafur svívirðingur
eins og hann er kaliaður," segir Finnur hlæj-
andi og vísar til þess að Ólafur Kjartan Sigurð-
arson syngur hlutverk Tarkvíníusar.
„Britten hafði góðan skilning á hinu leikræna
og tónlistin ber þess merki,“ heldur Finnur
áfram. „Persónumar em líka marghliða, ekki
svart/hvítar; þær em flóknar manneskjur og
Óperusöngvararnir Finnur Bjarnason og Emma Bell:
setja saman fótboltaliö fyrir eitt kvöld!
lifna á sviðinu, jafnvel mddamennin fá dýpt.
Tónlistin er fjölbreytt, ljóðrænir kaflar skiptast
á við harðari kafla - það má heyra kafla sem
minna á Mozart í léttleika sínum og svo ekta 20.
aldar tónlist. Segja má að Britten fari út fyrir
mörk hefðbundinnar tónlistar tfl að ná fram
þeirri tjáningu sem hann vfli koma á framfæri.
Óperan er satt að segja snilldarlega skrifuð."
Lúkretía svfvirt verður aðeins sýnd í fjórar
vikur. Á henni verða einungis átta sýningar svo
að áhugamenn verða að drífa sig strax. Þetta er
liður í breyttri stefnu nýrra ópemstjóra - að
keyra sýningar í stuttan tíma tfl að geta haldið
góðum söngvurum allan tímann. Finnur og
Emma kunna að meta þessa skipan mála enda
em bæði að fara í viðamikfl verkefni í Englandi,
íslandi og Sviss á næstu mánuðum. „Þetta er
það besta fyrir alla aðila,“ segir Emma. „Ef mik-
il eftirspum verður er hugsanlegt að taka sýn-
inguna upp síðar."
„Þetta er geysilega áhugavert stykki," segir
Finnur, „og við það bætist að hér gefst sjaldan
tækifæri til að sjá 20. aldar óperur. Hlutverkin
em líka að mestu í
höndum nýrrar
kynslóðar óperu-
söngvara þannig
að þetta verður
„ung“ sýning."
Emma tekur
undir orð Finns og
vonar að fólk komi
að sjá sýninguna.
„Reynsla mín af ís-
lenskum áheyrend-
um er að svo fram-
arlega sem þeir
koma á staðinn þá
njóta þeir í botn
þess sem boðið er
upp á. Þeir era
móttækflegir og
áhugasamir og ég
veit að þeir munu
hafa nautn af þess-
ari sýningu."
Hugsið um
fótbolta
Finnur og
Emma era bæði
lausráðin en
dreymir um að fá
fasta stöðu við gott
óperuhús. Hefúr
slík staða þó ekki
bæði kosti og
galia? Öryggi að
vísu en ekki frelsi
til að taka góðum
tilboðum annars
staðar að?
„Einu sinni var
það svo að fólk réð
sig til nokkurs tíma
í senn, nokkurra vikna eða mánaða, og meðan
fólk fór sjóleiðina til Ameríku fór það ekki þang-
að fyrir minna en þrjá mánuði,“ segir Finnur.
„En núna er ástandið þannig að fólk er aö
syngja eina sýningu til dæmis í Frankfúrt og
næsta kvöld í París, og tveimur kvöldum seinna
á þriðja staðnum. Þetta er slítandi líf og það
verður leiðigjamt að búa á hótelum ár eftir ár.
Þess vegna vflja söngvarar að minnsta kosti inn
á milli fá fastan samning."
„Ég held að það sé ekkert voðalega gott fyrir
óperuhúsin heldur að fá söngvara svona í
mýflugumynd," segir Emma, „það hlýtur að
vera miklu aflarasælla að söngvarahópurinn
kynnist innbyrðis og nái góðu sambandi sín á
milli. Ekki dytti neinum í hug að setja saman
fótboltalið fyrir eitt kvöld! Þvert á móti er liðið
þjálfað rækilega saman ef það á að ná árangri."
Emma og Finnur fá ekki tækifæri tfl að syngja
aftur saman í sýningu í fyrirsjáanlegri framtíð.
Næstu fjórar vikur höfúm við einstakt tækifæri
tfl að horfa á þessa glæsilegu ungu söngvara og
hlusta á þau í ópem Brittens, Lúkretía svívirt.
Ekki dytti neinum í hug aö
DV-mynd ÞÖK
Músíkalskur Mozart
Fjórðu tónleikar Sinfónlu-
hljómsveitar íslands í gulri
áskriftaröð, þar sem áhersl-
an er lögð á vinsæl einleiks-
verk frá ýmsum tímum og sí-
gild hljómsveitarverk, fóru
fram í Háskólabiói í gær-
kvöldi. Fyrsta verkið á efnis-
skrá var Adagio fyrir
strengjasveit, selestu og slag-
verk eftir Magnús Blöndal
Jóhannsson sem hann samdi
árið 1980 og var frumflutt á
Myrkum músíkdögum ári
síðar. Þaö er alger kúvending
frá fyrri framúrstefnuverk-
um tónskáldsins, ómblítt,
með mjúkum línum, hljómur
selestunnar gefur því óraun-
veruleikablæ og það líður
áfram draumkennt og fallegt.
Hljómsveitin lék það líka
undurblítt undir stjóm
pólska hljómsveitarstjórans
Jerzy Maksymiuks. Hann er
tónleikagestum að góðu
kunnur því þrvívegis hefur hann komið
áður og stjómað sveitinni við góðan orðstír.
Einleiksverk kvöldsins var svo óbókonsert
í C-dúr K 314 eftir Mozart sem
er einnig þekktur sem flautu-
konsert í D-dúr þar sem Moz-
art þurfti að framkalla einn í
flýti og færði því þennan
óbókonsert hentuglega upp
um einn tón. Konsertinn er í
glæsistíl enda ætlað að hljóma
þægilega í eyrum aðalsins og
Tónlist
Daöi Kolbeinsson óbóleik-
ari - lék Mozart af öryggi
og diiiandi kátínu.
DV-mynd Hilmar Þór
Arndís Björk Ásgeirsdóttir
gefa einleikaranum tækifæri
til að sýna snilld sína. Einleik-
ari kvöldsins var Daði Kol-
beinsson, sem getið hefur sér
gott orð í Blásarakvintett
Reykjavíkur. Hann hefur leik-
ið með hljómsveitinni í ára-
tugi en merkilegt nokk aldrei
leikið einleik með henni áður.
Það var svo sannarlega kom-
inn tími til enda sýndi hann aö hann var vel
að verkefninu kominn. Fyrsti þáttur hljóm-
aði bjartur og fallegur, leikinn af miklu ör-
yggi, annar þátturinn blíður með undur-
fógrum tóni og fullkominni ró og sá þriðji
var líkt og ferskur andblær, dillandi kátur
og glaður. Maksymiuk náði góðu sambandi
við einleikarann, tímasetningin afbragð og
jafnvægi milli hljómsveitarinnar, sem
sýndi afar fágaðan leik, og einleikarans
fint og útkoman í heild skemmtilegur og
músíkalskur Mozart.
------ Fyrsta sinfónía Brahms leit ekki
dagsins ljós fyrr en árið 1876 eða á
fertugasta og þriðja aldursári hans.
______ Sú fjórða og síðasta í e-moll ópus 98
var samin á árunum 1884-5 og er
hún voldugt verk þroskaðs lista-
manns. Þó að hann hafi sjálfur líkt
henni við óþroskuð kirskuber Alpafjallanna
er hún það verk sem hann hafði hvað mest
dálæti á. Þar er þykkur Brahmsvefur snilld-
arlega ofinn í fjórum köflum og hvergi sleg-
ið slöku við sem má einnig segja um leik
hljómsveitarinnar á verkinu. Maksymiuk
hefur lag á að laða fram það besta hjá sveit-
inni, fallegum og Scifaríkum tón strengjanna
og litríku samspili hljóðfærahópa sem náði
hápunkti í glæsflegum lokakaflanum þar
sem heildarmyndin var fullkomnuð í kröft-
ugum og þéttum leik.
Upphaf píanóveislu
íslandsdeild Evrópusambands
píanókennara (EPTA) stendur
fyrir heljarmikilli píanóveislu á
menningarárinu. Til dæmis
verður boðið upp á fyrstu píanó-
keppni sem sambandið hefur
staðið fyrir hér á landi o.fl.
Veislan hefst á morgun kl. 14.30
þegar kýpverski píanósnilling-
urinn Martino Tirimo heldur
tónleika í íslensku óperunni. Hann heldur líka
námskeið fýrir píanóleikara og lengra komna
nemendur.
Tirimo hefúr hlotið virt verðlaun víða um
Evrópu fyrir leik sinn og leikið iim á fjölda
hijómplatna. I tileftii þúsaldamóta leikur hann í
ár allar sónötur Beethovens í London og víðar.
Tónlistarhátíðin
Þriðju tónleikar í Tónlistarhátíð Tónskálda-
félags Islands verða í Ými á sunnudaginn kl. 16.
Þá flytur fjöldi hljóðfæraleikara verk eftir ís-
lensk tónskáld á fyrri hluta aldarinnar, Jón
Leifs, Áma Bjömsson, Jón Þórarinsson, Þórar-
in Jónsson, Sveinbjöm Sveinbjömsson, Skúla
Halldórsson, Karl O. Runólfsson, Hallgrím
Helgason og Helga Pálsson.
Lög Sveinbjöms
Á sunnudaginn kl. 20
flytja Jónas Ingimundar-
son píanóleikari, Signý Sæ-
mundsdóttir sópransöngv-
ari og Bergþór Pálsson bar-
ítonsöngvari lög eftir
Sveinbjöm Sveinbjöms-
son, tónskáldið sem meðal annars samdi þjóð-
sönginn, Ó, Guð vors lands, við kvæði skóla-
bróður sins Matthíasar Jochums-
sonar.
Sveinbjöm bjó mestan hluta
starfsævi sinnar erlendis og samdi
mikið af lögum við erlend Ijóð. Nú
hefur Páll Bergþórsson þýtt mörg
þessara ljóða á íslensku og verða
þau sungin á tónleikunum. Tón-
leikamir em haldnir í samvinnu
við Tónskáldafélag íslands og
Reykjavík menningarborg. Tileftii tónleikanna
er útgáfa Gerðubergs og Smekkleysu á nýjum
geisladisk með lögum Sveinbjöms sem fæst
hafa verið gefin út áður. Flytjendur era hinir
sömu og á tónleikunum.
Gjömingur í Norræna
húsinu
Mikið er á seyði
í Norræna húsinu
um helgina. Meðal
annars opnar
Gisle Froysland
sýningu á innsetn-
ingum og mynd-
böndum í sýningarsal (opið kl. 12-17 alla daga
nema mán. til 12.3.) og pólski myndlistarmað-
urinn Robert Sot sem nú sýnir sjálfsævisögu-
legar ljósmyndir I anddyri Norræna hússins
verður með gjöming í húsinu kl. 15 á sunnu-
daginn
Verk Roberts Sot vísa til lífs hirðingjans,
listamannsins sem stöðugt er á ferðalagi og
skráir hjá sér það sem fyrir augu ber. Hann vel-
ur sömu samsetningu í öllum ljósmyndum sín-
um: hann er sjálfúr alltaf 1 forgrunni sofandi
hvar svo sem hann er staddur. Sýningin stend-
ur til 20. febrúar.
Roni Hom: PI
í kvöld kl. 17 verður opnuð sýning-
in Pi á verkum bandarísku listakon-
unnar Roni Hom í Listasafni íslands.
Um langt árabil hefur ísland verið
m v helsti starfsvettvangur hennar og hef-
í, 'jkj* ur skapast á milli listakonunnar og
JÉíslensks umhverfis og náttúru sér-
stakt samband, sem hún hefúr nýtt
sér tfl listsköpunar, einkum í ljósmyndum,
bókverkum, grafik og skrifuðum textum.
Sýningin PI er kennd við stærðfræðihugtak-
iö sem stendur fyrir þá óræðu tölu sem ákvarð-
ar hlutfóll á mflli ummáls og þvermáls hrings
og endurspeglar reynslu listakonunnar af dvöl
hennar á nyrstu svæðum íslands. Sýning þessi
hefúr vakið mikla athygli og farið víða um
Bandaríkin og meginland Evrópu, auk þess
sem myndimar hafa verið gefnar út í glæsilegu
bókverki. Það var löngu tímabært að þetta sér-
stæða stefnumót Roni Hom við ísland yrði
kynnt íslensku áhugafólki um myndlist. Sýn-
ingin stendur til 5. mars.
*
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir