Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2000, Blaðsíða 9
FÖSTUÐAGUR 4. FEBRÚAR 2000
9
I>V
Utlönd
Forsetakosningar í Finnlandi á sunnudag:
Jafnræöi með
Halonen og Aho
Algjört jafnfræði er með fram-
bjóðendunum tveimur i síðari um-
ferð forsetakosninganna í Finnlandi
á sunnudag. Samkvæmt nýjustu
skoðanakönnun dagblaðsins Hels-
ingin Sanomat nýtur jafnaðarmað-
urinn og utanríkisráðherrann Tarja
Halonen stuðnings 51 prósents kjós-
enda en Esko Aho, leiðtogi mið-
flokksins og fyrrum forsætisráð-
herra, hefur 49 prósent kjósenda á
bandi sínu.
Munurinn á frambjóðendunum
tveimur hefur aldrei verið jafnlítill
og samkvæmt fréttaritara norska
blaðsins Aftenposten i Helsinki er
munurinn á stefnu frambjóðend-
anna ekki mikið meiri. Aho talar
mest um félagslega tvískiptingu og
byggðamál, eins og miðflokksmanns
er von og vísa. Halonen, aftur á
móti, leggur mesta áhersluna á vel-
Esko Aho hefur saxaö á forskot
Törju Halonen fyrir forsetakosning-
arnar í Finnlandi á sunnudag.
ferðarsamfélagið, eins og sæmir
góðum jafnaðarmanni. Stjómmála-
skýrendur telja þó að ekki yrði
munur á þeim í forsetaembættinu.
I fyrri hluta kosningabaráttunnar
var helsta umræðuefnið hvort velja
ætti karl eða konu til forsetaemb-
ættisins. Hugmyndin um konu á
forsetastóli naut þá mikils fylgis.
Upp á siðkastið hafa stjómmál hins
vegar náð yflrhöndinni og hefur
Aho meðal annars haldið uppi
hræðsluáróðri um að jafnaðarmenn
myndu einoka völdin í landinu ef
Halonen yrði kjörin forseti.
Þá hefur stjórnarmyndun íhalds-
manna í Austurríki með hægriöfga-
manninum Jörg Haider einnig
blandast inn í kosningabaráttuna.
Aho harmar öfgaskoðanir Haiders
en segir að ESB eigi ekki að blanda
sér í innanríkismál Austurrikis.
Franskt hjúkrunarfólk er enn einu sinni komið (baráttuhug. Fjöldi þess efndi til mótmælaaðgeröa nærri Eiffelturnin-
um í París í gær. Þar á meöal var þessi kona sem lagði áherslu á kröfur sínar um bætt vinnuskilyröi og meira fé til
heilbrigðismála meö þvt aö stinga sprautum í höfuö sér.
Gefendur fjár
sagöir uppspuni
Þýska blaðið Der Tagesspiegel
dregur nú í efa fuUyrðingar
Helmuts Kohls, fyrrverandi Þýska-
landskanslara, um að hann hafi tek-
ið við greiðslum í kosningasjóð
kristilegra demókrata frá „heiðvirð-
um borgurum". Telur blaðið að um
sé að ræða vaxtatekjur af háum fjár-
hæðum á leynireikningum flokks-
ins.
Der Tagesspiegel hafði það eftir
heimildarmönnum innan Kristilega
demókrataflokksins að fyrrverandi
aðstoðarmaður Kohls hefði greint
frá því að fénu hefði verið komið
fyrir á leynireikningum í tengslum
við stjórt fjármálahneysli á níunda
áratugnum.
í gær baðst Johannes Rau, forseti
Þýskalands, afsökunar á því að hafa
þegið flugferðir með þotum í eigu
banka þegar hann var forsætisráð-
herra í Nordrhein-Westfalen.
Vafi þykir nú leika á því hvort Kohl
hafi þegiö fjárframlög frá „heiövirö-
um borgurum". Símamynd Reuter
Wiranto ætlar
að sitja þar til
Wahid kemur
Indónesíski hershöfðinginn
Wiranto situr sem fastast á ráð-
herrastóli sínum. Ætlar hann
ekki að vikja fyrr en Abdurra-
hman Wahid forseti snýr heim úr
utanlandsferð sinni um miðjan
febrúar.
Juwono Sudarsono vamar-
málaráðherra sagði i morgun að
hann hefði beðið Wiranto um að
hlýða skipun forsetans og fara
frá. Skipunina gaf forsetinn í kjöl-
far skýrslu um fjöldamoröin á A-
Tímor í fyrra eftir þjóðaratkvæða-
greiðsluna þar um sjálfstæði eyj-
unnar.
Búist er við uppgjöri þegar for-
setinn sriýr heim og er talið að það
muni skaða forsetann sem er nú í
Evrópuferð. Wahid lýsti því yfir
að hann vildi að Wiranto léti af
embætti sínu áður en hann sneri
heim. Skipunin olli mikilli ólgu í
Indónesíu. Óttast menn að Wahid
verði jafhvel steypt af stóli.
SJÓNVARPSKRINGLAN.IS
—?-----— |-------'■wgr * «—^— h » —^
11 >3IUI 110 u 1 lCI.il I u
í tilefni opnunarinnar gefum
viö heppnum viðskiptavini
eitt sjónvarpstaEki á dag
fpá 4.til 21. febpúap.
Þegap þú vepslap í nýppi netvepslun okkap
Sjónvarpskringlan.is
dettup þú sjálfkpafa í lukkupottinn.
Á hvepjum degi dpögum við einn úp hópi
viðskiptavina okkap og gefum honum
gullfallegt 14" Tatung sjónvappstæki.
Sjónvappskpinglan.is
allt sem þú sepð í sjónvappinu og meipa til