Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2000, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2000 5 Fréttir Lögmaður segir mannréttindi brotin á Janet Grant og bömum hennar: Fái vegabréf tafarlaust - krefst lögmaðurinn í harðorðu bréfi til sendiráðs Bandaríkjanna Janet Grant og Róbert Árni Hreiðarsson lögmaður, sem tekiö hefur að sér að reka mál Janetar henni að endurgjaldslausu, ræddu stöðuna á skrifstofu Róberts í gær. Meö þeim á myndinni er Jón Einarsson, lögfæðingur og fulltrúi Róberts. DV-mynd S sagt að um mistök hafi verið að ræða og hann einhliða sviptur þegn- réttindum sínum. Monica Ósk er fædd í Alicante á Spáni árið 1992 en hefur hvergi verið skráð í þjóðskrá. Fjandskapur Bandaríkja- manna í bréfi Róberts til sendiráðsins segir að enginn vafi leiki á því að Janet og bömin hennar séu banda- rískir þegnar. Janet hafi verið það frá fæðingu og því hljóti börn henn- ar að vera það sömuleiðis enda séu þau fædd utan hjónabands. Róbert segir að starfmaður sendi- ráðs Bandaríkjanna á Spáni hafi í óleyfi og án vitundar Janetar fjar- lægt frumrit fæðingavottorðs sonar hennar úr skjölum sem hann hafði til skoðunar er Janet sat í varðhaldi á Spáni. í bréfinu til sendiráðsins hefur Róbert eftir Janet að hún hafi aðeins mætt fjandskap sendiráðsins er hún leitaði aðstoðar þess í þreng- ingum sínum á Spáni. „Þessi óréttláti og ólöglegi verkn- aður gerði ómögulegt fyrir hana að taka drenginn með sér þegar henni var vísað frá Spáni,“ segir i bréfinu. Þar kemur einnig fram að Janet var meinað að hafa dóttur sína með sér þar sem yfirvöld efuðust um skjöl sem staðfestu fæðingu dótturinnar í Alicante þrátt fyrir að þau væru gef- in út af yfirvöldum þar og að Janet hefði sömuleiðis staðfestingu frá sjúkrahúsinu þar sem hún ól Móniku Ósk í þennan heim. Vill fund í sendiráöi „Skjólstæðing mínum hefur nú í yfir sex mánuði verið haldið frá börnum sínum þrátt fyrir að hafa öll lagaleg réttindi sem móðir og umráðamaður barna sinna. 1 öllum siðvæddum löndum er þetta ástand talið ólöglegt og brot á mannrétt- indum. Hún ætti að geta notið fé- lagsskapar barna sinna og þau hennar. Það er kallað „fjölskyldu- líf‘ á lagamáli og í mannréttinda- sáttmálanum," segir i bréfi Róberts en hann fer fram á fund með full- trúum sendiráðsins fyrir lok vik- unnar. „Við ætlum líka að reyna fá ræð- ismann Spánar á íslandi til að reyna að hjálpa til við að leysa mál- ið og fá einnig íslenska utanríkis- ráðuneytið til að koma að málinu. Ef bandarisk yfirvöld afneita tilvist barnanna sem bandarískra ríkis- borgara og vilja ekkert fyrir Janet gera þá er ljóst að börnin eru ríkis- fangslaus. Það er ólögmætt að al- þjóðarétti og strfðir gegn bamasátt- mála Sameinuðu þjóðanna að börn séu ríkisfangslaus. Þegar kona er ógift á ríkisfang barns að fylgja rik- isfangi móður, segir Róbert í samtali við DV. -GAR Róbert Ámi Hreiðarsson, lögmað- ur Janetar Grant, hefur sent hvassyrt bréf til sendiráðs Banda- ríkjanna hérlendis og krafist þess að böm Janetar og Spánverjans Jose Maria Corado, Ástþór Mario og Mónika Ósk, fái tafarlaust viður- kenndan bandarískan ríkisborgara- rétt og útgefm vegabréf eins og þeim beri. Þá er þess krafist að vegabréf Janetar sjálfrar, sem rann út 1994, verði endumýjað umsvifa- laust. Áður hefur verið greint frá að bæði böm Janetar eru ríkisfangs- laus og komast ekki frá Spáni til móður sinnar sem var send þaðan nauðug í júlí i fyrra í fimm ára út- legð til íslands fyrir þá sök að hafa dvalist ólöglega i landinu. Janet er fædd á íslandi, bjó hér fram á fullorðinsár og á hér fjölda ættingja. Bandarísk yfirvöld lýstu því yfir eftir fæðingu Ástþórs á Landsspítalanum í Reykjavík árið 1989 að hann væri bandarískur þegn en mörgum árum síðar var Börn Janetar Grant. Mynin var send sem jólakveöja til ömmu barnanna á íslandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.