Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 DV Sigurður Björnsson, launafulltrúi Sjálfsbjargar, segir frá vitrænum eldhúsum og fleiru úr heimi hjálpartækjanna Sigurður Björnsson hjá Sjálfs- björg hefur notað hjólastól frá barnsaldri. Á þeim tíma hefur hann kynnst vel þeim ijölda hjálp- artækja sem í boði eru fyrir fatlaða og sjálfur notast hann við margt af því sem i boði er. Fjöldi og afbrigði slíkra tækja er reyndar með ólík- indum og eflaust fæstir sem gera sér grein fyrir allri þeirri aðstoð sem í boði er fyrir fatlaða og léttir þeim lifið í dagsins önn. Með sanni má segja að fatlaðir ættu sjaldnast kost á að inna af hendi öll þau verkefni sem þeir taka að sér, bæði innan veggja heimilisins og utan, ef ekki væri fyrir að fara liðsinni tækninnar. Á þessu sviði hefur enn fremur orðið tæknibylting á undanfórnum árum og áratug, ekki síst með að- stoð tölvutækni og ýmiss konar fjarstýribúnaðar. Blaðamanni lék forvitni á að vita hvernig daglegt líf fatlaöra gengur fyrir sig og hversu duglegir þeir eru við að færa sér tæknina í nyt, nú þegar nýtt árþúsund tækninnar er um það bil að hefjast. Lyfta sem vippar mér í rúmið „Ég er mjög duglegur við að nota mér tæknina enda er fötlun mín þess eðlis að ég er algjörlega háður henni að mörgu leyti. Ég er mikið að heiman og virkur í félagslífinu. Ég spila bridds, fer í leikhús og út á lífið og þess vegna stóla ég á tæknina við að koma mér á milli staða. Það má segja að tækin geri mér kleift að vera þar sem ég er í dag,“ segir Sigurður og á við þá stöðu sem hann gegnir hjá Sjálfs- björg. Sigurður nefnir hér ýmis tæki og tól sem kynnu að þykja nokkuð framandi í augum hins almenna borgara og þess sem ekki hefur kynnst aðbúnaði fatlaðra. „Fyrst ber náttúrlega að nefna hjólastól- inn sem er rafdrifinn og kemur mér á milli staða. Heima hjá mér er ég með lyftu sem vippar mér úr stólnum og þangað sem ég vil fara, t.d. í rúmið eða sófann. Ég er með fjarstýrða opnara á útidyrahurð- inni heima hjá mér og eins uppi i vinnu. Ég þrýsti einfaldlega á hnapp á litlu boxi, eins konar mælaborði sem er komið fyrir hægra megin á stólnum, og dymar opnast á undan mér. Það væri enda engin glóra í öðru. Það segir sig sjálft að ef ég ætti að fara að snúa lyklinum í skránni, ljúka upp hurðinni og ýta stólnum inn, allt í sömu aðgerðinni, þyrfti ég að láta græða á mig þriðju höndina." Eiginkonan er gott hjálpartæki Sigurður bendir á að aðrar hurðir séu auðveldari viðureignar, sérstak- lega þær sem séu ólæstar, og því auð- veldara að smeygja sér inn og út. Blaðamaður spyr hvort ekki sé erfitt að teygja sig í skápana og hvort hann hafi einhver tæknileg ráð við því. „Jú, ég bý svo vel að vera líka með lyftu á hjólastólnum. Ég á mjög erfítt með að lyfta höndunum og því get ég brugðið á það ráð að hækka stólinn sem því nemur, t.a.m. ef ég þarf að taka í höndina á standandi manni. Þetta nýt- ist mér líka þegar ég þarf að ná upp í skápana heima hjá mér og í vinnunni. Þá ýti ég einfaldlega á hnapp á mæla- borðinu, stóllinn lyftist og ég næ taki á því sem ég þarf á að halda en hefði annars ekki getað náð í ef um venju- legan stól hefði verið að ræða.“ Sig- urður segir eiginkonu sína styðja þétt við bakið á sér og þess vegna séu fáar hindranir sem honum takist ekki að yfirvinna. „Konan mín hefur staðið sem klettur við hlið mér, hún er gott hjálpartæki ef svo mætti að orði kom- ast.“ Siguröur hefur fötlunar sinnar vegna þurft að notast við ýmis tól og tæki til að iétta sér lífið í leik og starfi. Furðuleg eldhústól Sigurður segir að margar af þeim lausnum sem standa fótluð- um til boða séu mjög dýrar, til dæmis eldhúsinnréttingar með vaska og vinnuborð sem hægt er að hækka og lækka á vixl. „Venjan er sú að viðkomandi einstaklingur leggur inn umsókn til Trygginga- stofnunar varðandi þann búnað sem hann telur sig þurfa. Það er svo vanalega iðjuþjálfari eða ann- að fagfólk sem metur umsóknina og gefur grænt ljós á afgreiðslu eft- ir því sem þurfa þykir.“ En það er fleira en eldhúsinn- réttingar sem gleður augað í ver- öld fatlaðara, eldhúsáhöldin eru mörg hver ólík þeim sem flestir þekkja. „Ég nota sérhannaðan ostaskerara sem ólíkt venjulegum ostaskerara hefur skaft sem stend- ur lóðrétt upp í loftið þegar ostur- inn er sneiddur. Svo eru líka til sérhannaðir bollar, hnífar, gaflar og skeiðar sem allt lýtur að því marki að auðvelt sé að ná gripi á hlutnum.“ Fleiri tæki og búnaður er nefnd- ur til sögunnar. Sigurður nefnir sem dæmi kafFivélar og segir nauð- synlegt að vanda valið á þeim enda skipti máli að þær séu hvorki og of háar né vatnsgeymir þeirra of þröngur því þá geti verið erfitt að hella vatninu í könnuna. Nýjasta nýtt í fræðunum er að hans sögn þó svokallað vitrænt eldhús en því er stýrt með rödd þess sem það notar. Tölva er þá innbyggö í eldúsið sem lærir að þekkja og greina í sundur raddir og hlýða kalli eftir þörfum hvers og eins. Eins sé hægt að stýra eldhúsinu úr fjarlægö, bæði úr tölvu og síma, og því ekki nauðsynlegt að vera á staðnum þegar eldhúsið „er að störfum". Sigurður tekur þó fram að slíkur búnaður sé enn þá í þró- un og hann viti ekki til þess að hann hafi verið tekinn í notkun á íslandi. Hins vegar geti þeir sem hafa áhuga fræðst um slíkan bún- að á hjálpartækjasýningu sem fram fer í Perlunni nú um helgina. Þetta eru fæturnir okkar Ég spyr Sigurð hvemig innflutn- ingi á hjálpartækjum fyrir fatlaða sé háttað og hvort margir séu um hituna í þeim efnum. „Það eru bæði fyrir- tæki og einstaklingar sem standa að innflutningi. Ég get nefnt Össur, Jón Eiríksson, Tonica og svo er Trygg- ingastofnun með mikið af tækjum og tólum til sölu.“ Sigurður segir að stóru tækin, svo sem rafmagnshjólastólar, séu það dýr- ir, kosti margir hverjir um eina til eina og hálfa milljón, að Trygginga- stofnun greiði verulegan hluta af kaupverðinu og jafnvel upp í topp, en þá eigi Tryggingastofnun jafnframt stólana. „Notandinn ekur stólnum eins og um eigin stól væri að ræða og skilar honum að lokum til Trygginga- stofnunar þegar hann er úr sér geng- inn eða þegar viðkomandi skiptir um stól. Tryggingastofnun notar svo stól- inn í varahluti og þannig geta allir unað sáttir við sitt,“ segir Sigurður. Hann bendir á að það sé langt ferli frá þvi að stóll sé keyptur og þar til hann er kominn i hendurnar á kaup- anda. „Þetta getur verið þriggja til fjögurra mánaða ferli. Fyrst þarf nátt- úrulega að velja stólinn með tilliti til þess hver sé að nota hann og hvernig maður ætli að nota hann. Þá á ég við hjóla- og stýrisbúnað, sessu og bak og raunar allt sem viðkemur stólnum á einn eða annan hátt. Þegar því er lok- ið þarf að leggja inn pöntun sem fer í gegnum það ferli sem ég nefndi áðan og er kannski sá hluti sem tekur lengstan tíma. Ég vil þó taka það fram að þessi mál eru almennt séð í góðum farvegi hér á landi og réttur manna til hjálpartækja fremur góður. Ef fólk þarf á annað borð á sérhæfðum bún- aði að halda, þá fær viðkomandi í flestum tilfellum þann búnað. Það er undanteknig fremur en hitt ef svo nær ekki fram að ganga.“ Ég inni hann eftir ástæðum þessa góða sam- starfs á tímum niðurskurðar. „Það að láta okkur eftir þann bún- að sem við þurfúm þýðir einfaldlega að möguleikar okkar til vinnu aukast, afkastagetan eykst og það hlýtur að skila sér í ríkiskassann. Svo eru þetta líka almenn mannréttindi. Öðru fólki yrði ekki neitað um fætur og þetta eru fætumir okkar,“ segir Sigurður. Bensinn á markaðnum Sigurður líkir rafmagnshjólastól- um við bifreiðar og segir Qölbreytn- ina mikla og tegundirnar margar. „Þetta er eins og með bílaumboðin, það eru bensar á þessum markaði eins og þar. Ortopedia, sem er þýsk gæðasmíð, er eins og Mercedes Benz bifreiðar á bílamarkaðinum, virki- lega vandaður og áreiðanlegur stóll og sú tegund sem ég notast við. Balder, sem er norskur er líka góð- ur og þá helst fyrir það að unnt er að hækka og lækka sessuna. Rol- tech er danskur gæðastóll og Permobil hinn norski er framhjóla- drifinn og sérstaklega ætlaður ut- andyra, sannkallaður jeppi á stóla- markaðinum. Sigurður segir það stóran galla að ólikt við þá þjónustu sem bílaumboðin veita sé ekki boð- iö upp á prufuakstur á stólum áður en kaupin fara fram. „Maður þarf eiginlega að sjá þetta í hendi sér og hafa tilfinningu fyrir hlutunum, geta valið réttan búnað á stólinn án þess að hafa í raun reynsluekið hon- um. Svo þýðir náttúrlega ekkert að ætla að bakka með val á stól þegar kaupin hafa þegar átt sér stað. Það yrði stórmál." Sigurður segir það þó breytingu til batnaðar að verð á slíkum grip- um hafi farið lækkandi á undan- fornum árum. „Samkeppnin er mik- il á markaðnum og í kjölfarið hefur verð á stólum fari lækkandi á síð- ustu árum. Ég má þó til með að benda á mikilvægi þess að sú þjón- usta sem í boði er fyrir fatlaða sé auglýst sem mest og víðast. Það hef- ur verið útbúinn listi yfir þau tæki sem á boðstólum eru en sá pappír liggur ekki alltaf á lausu. Hins veg- ar hefur mikið starf unnist með því að setja upplýsingar um ýmiss kon- ar útbúnað og þjónustu inn á Netið. Þetta er allt í góðum farvegi," segir Sigurður að lokum. -KGP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.