Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 JLj"V || stuttar fréttir Boðar skæruhernað Forseti Tsjetsjeníu, Aslan Maskhadov, lýsti í gær yfir skæruhernaöi gegn Rússum um allt landiö. Sprengt á Wall Street Sprengja sprakk í gær á Wall Street í New York. Einn særðist í árásinni og tvær byggingar skemmdust. Hafha Bondevik Norðmenn vilja heldur að Jens Stoltenberg, nýr þingflokksfor- maður Verka- mannaflokksins, stjómi landi þeirra heldur en Kjell Magne Bondevik forsæt- isráðherra. Sam- kvæmt skoðana- könnun blaðsins Verdens Gang vilja 61 prósent Stoltenberg í stól forsætisráðherra. Aðeins 39 pró- sent vilja Bondevik. Vodkaverð hækkar Rússnesk yfirvöld ætla að hækka verð á vodka og öðru áfengi um 40 prósent innan skamms. Eftir hækkunina kostar lítrinn af vodka 180 íslenskar krónur. Aukin verðbólga Verðbólgan í Þýskalandi jókst um 1,6 prósent í fyrra. 1 desem- ber hækkaði verð um 0,4 prósent. Ísíðustu viku hækkaði Seðla- banki Evrópu vexti til þess að reyna að draga úr verðbólgu í að- ildarlöndum evrópska mynt- bandalagsins. Roger Vadim látinn Franski kvikmyndaleikstjór- inn Roger Vadim, sem uppgötv- aði Brigitte Bardot, er látinn af völdum krabbameins. Barði eiginkonurnar Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Afríku, sem í gær fagnaði því að 10 ár voru liðin frá þvi að hann lauk 27 ára fangelsisvist, greindi frá því við heimsókn í fæðingarbæ sin- um Mveso að faðir hans hefði bariö allar fjórar eiginkonur sínar. „Munið að ef við berjum ykkur er það vegna ástar á ykkur,“ sagði Mandela. Hann bætti því að faðirinn hefði skellt á afturendann á konunum til að þær yrðu feimnar við að kæra hann og sýna meiðslin. Við- staddir hlógu vandræðalega að orðum Mandela. Vilja afsögn Raus Nær þriöjungur Þjóðverja er þeirrar skoðunar að Johannes Rau forseti eigi að segja af sér fyrir að hafa þegið flugferðir af banka er hann var forsætisráð- herra Nordhein-Westfalen. ísraelar gengu út ísraelar gengu í gær út af fundi með Lfbönum og bandarískum og frönskum stjómarerindrekum um ástandið í suöurhluta Lí- banons. Voru ísraelar kallaðir heim vegna morðs Hizbollah- skæruliða á ísraelskum her- manni. Skirður í laumi Vladimir Pútín, starfandi for- seti Rússlands, greindi frá því í blaðaviðtali í gær aö hann hefði í bemsku verið skírður í laumi á valda- tíma kommún- ista. Sagöi Pútín móður sína og nágrannakonu hennar hafa laumast með hann, er hann var nokkurra mánaða, til kirkju til að láta skíra hann án þess að greina fóöur hans, sem var í Kommúnistaflokknum, frá. Stjórn N-lrlands leyst upp í gær Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, stjómmálaarms írska lýðveldishersins, IRA, var þungur á brún í gær er hann sagði að Peter Mandelson, ráðherra málefna N- Irlands í bresku ríkisstjóminni, hefði leyst upp stjóm N-írlands vegna hótunar frá flokki sambandsinna. Peter Mandelson leysti stjómina upp þrátt fyrir tímamótatillögu frá Sinn Fein um lausn á deilunni um afvopnun IRA. Mandelson sagði tillöguna ekki hafa verið fullnægjandi en viss árangur hefði þó náðst í viðræðunum undanfama daga. Mandelson sagði nauðsynlegt að leysa deiluna um afvopnun í eitt skipti fyrir öll. David Trimble, leiðtogi sambandssinna og fyrsti ráðherra n-írsku stjómarinnar, kvaðst harma að það skyldi hafa reynst Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, var ósáttur við endalok mála í gær. nauðsynlegt að leysa stjómina upp. Hann sagði ekkert mikilvægt skref hafa verið tekið til að leysa afvopnunardeiluna. Kvað hann nauðsynlegt að byggja á lýðræði en ekki einkaherjum þegar n-írsk stjóm yrði mynduð á ný. Með því að leysa upp stjómina vonast bresk yfírvöld til að geta komið í veg fyrir að friðarferlið á N- írlandi fari út um þúfur. Mandelson kvaðst vona að hægt yrði að byggja á þeim árangri sem þegar hefði náðst til að leysa deiluna. Hann kvaðst jafnframt vilja að málið yrði leyst eins fljótt og hægt væri. Það væri hins vegar ekkert vit í því að gera það á síðustu stundu síðdegis á föstudegi. „Við verðum að sýna skynsemi. Þetta þarf að ganga rólega fyrir sig svo allir viti hvað er á borðinu,“ sagði Mandelson. Innflytjandi frá Marokkó þvær fötin sfn viö skjólvegg úr plasti sem komiö hefur veriö upp skammt frá bænum El Ejido á Spáni. Hundruö innflytjenda frá Noröur-Afríku hafa flúiö til fjalla eftir átök í bænum. Hundruð Spánverja þyrptust út á götur, hrópuöu slagorö gegn útlendingum, brutu rúöur f gluggum verslana araba og kveiktu í nokkrum fbúöarhúsum þeirra. Spánverjar uröu æfir er ung spænsk kona var stungin til bana á markaði. Símamynd Reuter Austurrískur ráðherra frystur á ESB-fundi Atvinnumálaráðherrar Evrópusam- bandsins, ESB, frystu kollega sinn frá Austurríki, Elisabeth Sickl, á fundi sínum i Lissabon í Portúgal í gær. Þegar Sickl hóf mál sitt gengu fulltrúar Frakklands og Belgíu út úr fundarsalnum. Þeir sneru ekki aftur fyrr en lokinni ræðu hennar. Hver ráðherrann á fætur öðrum gagnrýndi Sickl í ræðu sinni. Gest- gjafinn, Eduardo Ferro Rodrigues, vinnumálaráðherra Portúgals, varð hvað eftir annað að minna ráð- herrana á að halda sig við efniö. Elisabeth Sickl ákvað að svara ekki árásunum. Hún er í Frelsisflokki Jörgs Haiders. Þetta er í fyrsta sinn sem ráðherra Frelsisflokksins tekur þátt í fundi á vegum Evrópusambands- ins frá því að flokkurinn myndaði stjóm með Þjóðarflokknum í Aust- Elisabeth Sickl kemur til ESB- fundarins í Lissabon f gær. urríki. Enginn ESB-ráðherrann heilsaði Sickl þegar fundurinn hófst. Til þess að komast hjá vandræðum hafði opnunarathöfn og ýmsum menningarviðburðum, sem gert var ráö fyrir að ráðherramir tækju þátt í, verið aflýst. Á fimmtudaginn gengu fulltrúar Frakklands og Belgíu út þegar nýr utanríkisráðherra Austurríkis, Benita Ferrero-Waldner, hélt ræðu á fundi öryggis- og samvinnustofn- unar Evrópu í Vín. Jörg Haider, leiðtogi Frelsis- flokksins, sagði í viðtali i gær við tyrkneska blaðið Hurriyet að sér þætti það hlægilegt að aflur heimur- inn* þar á meðal forseti Bandarikj- anna, væri hræddur við lítinn stjómmálaflokk, við litla Austur- ríki. Frakkar vísa á bug gagnrýni á friðargæsluliða sína í Kosovo Franska vamarmálaráðuneyt- ið vísar því á bug að franskir friðargæsluliðar í Kosovo séu hlutdrægir og óhæfir til að koma í veg fyrir árekstra milli Albana og Serba. Því var haldið fram í greinum í Washington Post og Intemational Herald Tribune að franskir hermenn vernduðu ekki Albana í Kosovo. Washington Post hafði það eftir l um tug lögreglumanna Samein- '« uðu þjóðanna í bænum Mitrovica í Kosovo að franskir > hermenn hefðu verið viðstaddir en ekki veitt þeim aðstoð þegar óbreyttir serbneskir borgarar réðust á þá í síðustu viku. í greininni var því haldið fram að Frakkar hefðu neitað að taka þátt í aðgerðum gegn meintum serbneskum óeirðaseggjum í Mitrovica. Franski ofurstinn Henri Pelissier mótmælti ásökunun- um á fundi með fréttamönnum í París. Sagði hann franska her- menn hafa bjargað 120 albönsk- um borgurum og komið þeim í í skjól kvöldið sem átta Albanar ? vom drepnir í kjölfar sprengju- árásar á serbneskt kafflhús. Franskir embættismenn segja | einnig að yfirmenn friðargæslu- j liðsins og fulltrúar Sameinuðu ;, þjóðannahafi vísað frétt Was- hington Post á bug og hrósað | Frökkunum. Breskir hermenn vom sendir í gær til liðsinnis Frökkum í I Mitrovica. Kæra til lögreglu vegna danskrar gullfiskasúpu Sýning í listasafninu Trapholt í Kolding í Danmörku hefur ver- ið kærð til lögreglu af dönsku dýraverndunarsamtökunum. Eitt listaverkanna samanstend- ur af 10 gullfiskum sem synda í matvinnsluvél. Með því að ýta á takka geta gestir breytt inni- haldinu í gullfiskasúpu. Bæði safnið og listamaðurinn, Marco Evaristti hafa verið kærð. Safnstjórninn, Peter Meyer, kveðst undrandi á kærunni og kveðst líta á hana sem atlögu að tjáningarfrelsi og listrænu frelsi. Hann bendir á að það séu gestir safhsins sem taki ákvörðun um hvort gull- fiskamir eigi að deyja eða ekki I með því að ýta á takka. Flugræningjarn- ir eiga yfir höföi sér dauðarefsingu Ræningjar afgönsku farþega- flugvélarinnar, sem var rænt í innanlandsflugi og snúið til j London, geta átt von á því að verða teknir af lífí verði þeir sendir heim til Afganistans. Þetta sagði einn leiðtoga tale- bana, herforinginn Rahmatullah Safí, sem var á Stanstedflugvelli á meðan samið var við flugræn- ingjana, í viðtali við BBC. Safi j sagði að refsa ætti flugræningj- unum, annaðhvort í Bretlandi | eða Afganistan. ISafi lét þessi orð falla samtím- is því sem mannréttindasamtök báðu Jack Straw, innanríkisráð- herra Bretlands, um að vísa ekki úr landi þeim farþegum sem sótt hafa um pólitískt hæli í Bretlandi. Aðstoðarutanríkisráðherra talebana, Abdul Rahman Zahid, sagði í gær að talebanar væru ánægðir með að gíslamir yrðu brátt sendir heim og að flugræn- ingjunum yrði refsað í samræmi við bresk lög.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.