Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Blaðsíða 18
i. fjölskyldumál "H 4r ---------- LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 T>V Börn og skilnaður Því miður er það staðreynd að stór hluti hjónabanda endar með skilnaði. Þó að hver skilnaður hafi sínar orsakir þá einkennist aðdrag- andi skilnaðar oftast af langvar- andi erfiðleikum sem koma niður á öllum í fjölskyldunni. Það er alltaf sárt þegar hjónaband eða sambúð, sem stofnað var til af ást og með miklum væntingum, endar í deil- um og sambúðarslitum. Sambúðar- slitin eru reyndar eins margvísleg og pörin sem i þeim lenda. Stund- um skilur fólk í mikilli reiði og heift. Öðrum tekst að ganga frá sín- um málum á þann hátt að leiðin fram á viö verður báðum auðveld- ari. En hverjar svo sem ástæður skilnaðarins eru eða hvernig sem að honum er staðið þá er skilnað- urinn skipbrot og það getur tekið fólk langan tima að ná áttum og fót- festu í lífinu á ný. Skilnaður foreldra kemur oftar en ekki verst niður á bömunum. Deilur og ósætti sem gjaman era undanfari skilnaðar bitna ekki síð- ur á bömunum en sjálfur skilnað- urinn. Og þó sífellt sé verið að vara fólk við þvi að gera börnin að fórn- arlömbum í skilnaðarmálum þá er það allt of algengt að slíkt gerist. Þegar langvarandi deilur einkenna heimilislífið reyna börnin oft að taka að sér sáttasemjarahlutverk, án þess aö beint að ætla sér það. Slíkt sáttasemjarahlutverk getur tekið á sig ýmsar myndir. Bömin passa sig t.d. á því að segja hvorki né gera neitt sem getur komið af stað deilum og illindum foreldr- anna. Sum hver grípa jafnvel inn í deilumar á einhvern hátt til þess að stöðva þær. Á vissan hátt geta þau þannig orðið meðvirk í deilun- um og þau fela eigin tilfinningar og skoðanir til þess að bjarga málun- um. Það er algengt ef ekkert er að gert að börnin fari að kenna sér um hvemig komið er og hugsi jafn- vel með sér: „Ef ég heföi nú bara verið stilltari þá væru pabbi og mamma ekki að rífast“, eða „það er mér að kenna að pabbi og mamma vilja ekki búa saman lengur". í öll- um atganginum sem getur fylgt skilnaðinum gleymast þessar sjálfs- ásakanir bamanna. Þær geta graf- ið um sig í sálinni og markað þau fyrir lífstíð. •k-kie Ekki er það betra þegar foreldrar vilja neyða börnin sín til þess að taka afstöðu í rifrildi hinna full- orðnu. Börnunum er stillt upp við vegg og þau verða að velja með hvoru foreldrinu þau standi. Það val er baminu auðvitað ómögulegt. Barnið stendur með báðum foreldr- um sínum, vill hvorugt særa og þykir jafn vænt um bæði. Það er því aldrei of oft brýnt fyrir hjónum sem standa í þessum erfiðu sporum Þaö er því aldrei of oft brýnt fyrir hjónum sem standa í þessum erfiöu sporum aö varast þaö aö neyöa börnin sín til þess aö gera upp á milli for- eldranna. Börnin eru ekki skiptimynt í deilum hinna fullorönu, þaöan af síður vopn í hendi til aö ná sér niður á maka sínum. Þórhallur Heimisson að varast það að neyða börnin sín til þess að gera upp á milli foreldr- anna. Bömin eru ekki skiptimynt í deilum hinna fullorðnu, þaðan af síður vopn í hendi til að ná sér nið- ur á maka sínum. *** Stundum gerist það einnig þegar skilnaður er orðinn staðreynd að afar og ömmur fá ekki lengur að umgangast bamabörnin sín. Þaö foreldri sem fer með forræðiö yfir bömunum neitar þá fyrrverandi tengdaforeldrum um tíma með bömunum og er það auðvitað jafn sárt fyrir bæði ungu kynslóðina og þá eldri. Bömin era þá aftur notuð sem vopn í þeirri hefndarbaráttu sem svo oft vill fylgja skilnaðinum. Skilnaður er alltaf sár og erfiður þó að staðan geti verið sú í sumum hjónaböndum að engin önnur leið sé út úr þeirri kreppu sem sambúð- in er komin í en að slíta samvist- um. En hver svo sem orsök skiln- aðarins er ættu foreldrar alltaf að hafa í huga velferð bama sinna og forðast að nota þau sem vopn í bar- áttu sinni gegn fyrri maka og fjöl- skyldu hans því börn eru ekki vopn heldur einstaklingar og þeirra er framtíðin. Þórhallur Heimissono $fímm breytingar Myndimar tvær viröast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefúr fimm atriðum ver- ið breytt. Finnir þú þessi fimm at- riði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okk- ur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigur- vegaranna. I 1. verölaun: United-sími með símanúmerabirti frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Síðumúla 2, að verðmæti kr. 6.990. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kólibrísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningarnir veróa sendir heim. Merkiö umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 553 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavik Finnur þu fimm breytingar? 554 Eeee, ég get útskýrt þetta! Nafn:_____________________________________ Heimili:__________________________________ Vinningshafar fyrir getraun númer 553 eru: Krístín Baldursdóttir, Funalind 7,200 Kópavogi. Gerður Ólafsdóttir, Kjartansgötu 9,105 Reykjavík. BRETLAND SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Tom Clancy: Rainbow Six. 2. Danielle Steel: The Klone and I. 3. Dick Francls: Reld of Thirteen. 4. Ruth Rendell: A Sight for Sore Eyes. 5. Sebastian Faulks: Charlotte Grey. 6. James Patterson: When the Wind Blows. 7. Elvl Rhodes: Spring Music. 8. Charlotte Blngham: The Kissing Garden. 9. Nlcholas Evans: The Loop. 10. Jane Green: Mr Maybe. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Amanda Foreman: Georgina, Duchess of Devonshire. 2. Chrls Stewart: Driving over Lemons. 3. Tony Adams o.fl.: Addicted. 4. Anthony Beevor: Stalingrad. 5. Frank McCourt: Angela's Ashes. 6. Blll Bryson: Notes from a Small Island. 7. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 8. Rlchard Branson: Losing My Virginity. 9. Simon Winchester: The Surgeon of Crowthorne. 10. Tony Hawks: Around Ireland with a Fridge. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Dlck Francis: Second Wind. 2. Thomas Harris: Hannibal. 3. Danielle Steel: Granny Dan. 4. Roddy Doyle: A Star Called Henry. 5. Penny Vincenzl: Almost a Crime. 6. Ruth Rendell: Harm Done. 7. laln Banks: The Business. 8. Jlll Cooper: Score! 9. Kathy Relchs: Death Du Jour. 10. Elizabeth George: In Pursuit of the Proper Sinner. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Alex Ferguson: Managing My Life. 2. John Humphrys: Devil's Advocate. 3. Slmon Slngh: The Code Book. 4. Bob Howitt: Graham Henry; Supercoach. 5. Brlan Keenan o.fl.: Between Extremes. 6. Lenny McLean: The Guv'nor. (Byggt á The Sunday Times) BANDARÍKIN SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Anlta Shreve: The Pilot’s Wife. 2. Tom Clancy: Rainbow Six. 3. Penelope Htzgerald: The Blue Rower. 4. Arthur Golden: Memoirs of a Geisha. 5 Judy Blume: Summer Sisters. 6. Patricia Cornwell: Point of Origin. 7. Rebecca Wells: Divine Secrets of the Ya-Ya Sisterhood. 8. Margaret Truman: Murder at Watergate. 9. Sldney Sheldon: Tell Me Your Dreams. 10. Tami Hoag: Still Waters. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Robert C. Atklns: Dr. Atkins’ New Diet Revolution. 2. Frank McCourt: Angela's Ashes. 3. John Berendt: Midnight in the Garden of Good and Evil. 4. Michael R. Eades o.fl.: Protein Power. 5. John E. Sarno: Healing Back Pain. 6. Jared Dlamond: Guns, Germs and Steel. 7. Sebastian Junger: The Perfect Storm. 8. Adellne Yen Mah: Falling Leaves. 9. Wllliam L. Ury: Getting Past No. 10. Gary Zukav: The Seat of the Soul. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Patrlcia Cornwell: Black Notice. 2. Thomas Harrls: Hannibal. 3. Melissa Bank: The Girl’s Guide to Hunting and Rshing. 4. Jeffery Deaver: Thé Devil's Teardrop. 5. Tim F. LaHaye: Assasins. 6. Catherlne Coulter: The Edge. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Suzanne Somers: Suzanne. Somers’Get Skinny on Fabulous Food. 2. Mltch Albom: Tuesdays with Morrie. 3. Christopher Andersen: Bill and Hillary: The Marriage. 4. Blll Phllips: Body for Life. 5. H. Lelghton Steward o.fl: Sugar Busters. 6. Sally Bedell Smith: Diana, in Search of Herself. (Byggt á The Washington Post)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.