Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2000, Blaðsíða 8
8 Viðskipti__________ Umsjón: Viðskíptablaöið Níunda Boeing 757 þotan í flugflota Flugleiða - nefnd Leifur Eiríksson og er fyrsta vél sinnar tegundar í heiminum Flugleiðir tóku í gær á móti nýrri Boeing 757 þotu frá Boeing-verk- smiðjunum í Seattle, níundu þotu þeirrar gerðar i flota Flugleiða. Þetta er fyrsta nýja flugvél Flug- leiða sem frá upphafi er gerð sam- kvæmt nýrri ímyndarstefnu félags- ins - að utan sem innan. Flugvélin kom hingað í beinu flugi frá Seattle og ber íslenska skrásetningu TF-FIP. Við komuna til Keflavíkurflugvallar gaf Hall- gerður Gunnarsdóttir, eiginkona Sturlu Böðvarssonar samgönguráð- herra, henni nafnið Leifur Eiríks- son. Flugleiðir hafa ákveðið að nýj- ar flugvélar, sem bætast í flugflot- ann, hljóti framvegis nöfn íslenskra landnámsmanna og landkönnuða. Eldri vélar félagsins munu halda dísanöfnum sem félagið tók fyrst upp árið 1989. Frá og með deginum í dag verða formlega tekin í notkun ný einkenn- isfót starfsfólks i flugi sem og á jörðu niðri. Áhafnir sem komu úr Ameríkuflugi í morgun voru þær síðustu sem voru í gömlu búningun- um en allar áhafnir í morgunflugi til Evrópu voru i nýjum einkennis- fötum. Sömuleiðis mætti starfsfólk í flugafgreiðslu í Leifsstöð og á öllum söluskrifstofum Flugleiða til vinnu í nýjum búningum í gær. Fyrsta sinnar tegundar Nýja B757-200 þotan er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum með fullkomnari gerð innréttingar far- BBI Krossanes afskráð Krossanes hf. hefur verið samein- að ísfélagi Vestmannaeyja hf. sam- kvæmt samþykkt á hluthafafundum félaganna þann 18/2 og 2/3 2000. Sameiningin miðast við 31/8 1999. Hlutabréf Krossaness hf. verða því tekin af skrá Verðbréfaþings í lok dags föstudaginn 28. apríl 2000. 1*» **ii* Hatdia Flugleiöir Nú vél Flugleiöa, Leifur Eiríksson, er fyrsta vél sinnar tegundar í heiminum. þegaklefans og er sams konar þeim sem eru í nýju B757-300 þotunum en Flugleiðir eiga tvær slíkar þotur í pöntun. Innréttingin er jafnframt byggð á þeim sem eru i Boeing 777 breiðþotunum. Loftin eru með boga- dregnum línum og eru farangurs- hirslur verulega endurbættar. Einnig er hér endurhönnuð lýsing klefans. Ný viðbótargeymsluhólf fyrir ýmsan öryggisbúnað eru einnig í lofti flugvélarinnar. Minni þörf verður því fyrir farþega að geyma handfarangur undir sætum og þannig komið til móts við þarfir þeirra um aukið rými og meiri þæg- indi. I flugvélinni eru einnig salerni af sömu gerð og í nýjustu breiðþot- unum en þjónusta við þau á flug- vöflum verður fljótvirkari sem stuðlar að styttri afgreiðslutíma flugvélarinnar. í þessari nýjustu þotu Flugleiða er svokallað Airshow-kerfi en það veitir farþegum upplýsingar á sjón- varpsskjám um flugleiðina á korti og um framvindu flugs, þ. á m. um hnattstöðu, áætlaðan flugtíma til áfangastaðar, flughæð, flughraða o.fl. Kerfið nemur slíkar upplýsing- ar frá flugleiðsögutölvum flugvélar- innar. Þá er einnig hægt að nýta kerfið til að veita nánari upplýsing- ar um vinsæla ferðamannastaði og þær borgir, sem flogið er til. Stefnt er að því að slík kerfi verði síðar sett í aðrar farþegaþotur félagsins. Flugleiðir eiga nú í fastri pöntun hjá Boeing þrjár aðrar flugvélar, eina B757-200 sem afhent verður í mars 2001 og tvær lengri B757-300 þotur sem afhentar verða í mars 2002 og mars 2003. Að auki á félagið umsaminn kauprétt á fjórum B757 þotum til viðbótar sem gætu fengist afhentar á árunum 2002-2004. Evran í lágmarki og búist við frekari lækkun Rammasamningur Búnaðarbankinn og Opin kerfi hafa gert með sér rammasamning um upp- færslu bankans á Microsoft-hugbún- aði fyrir netþjóna og útstöðvar bank- ans. Fram kemur í frétt frá Opnum kerfum og Búnaðarbankanum að samningurinn er svokallaður „Select Enterprise Agreement" sem er sér- stök gerð af samningi sem Microsoft býður fyrir stóra viðskiptavini og er fyrsti samningur þessarar tegundar sem gerður hefur verið hér á landi. „Þessi samningur er hluti af undir- búningi yflrfærslu allra útstöðva og netþjóna bankans yflr í Windows 2000 stýrikerfið en með þeirri yflrfærslu skipar Búnaðarbankinn sér í flokk með þeim fyrirtækjum sem hvað fremst eru í heiminum hvað varðar tækni og nýjungar," segir Ingi örn Geirsson, forstöðumaður tölvudeildar Búnaðarbankans. Sól-Víking: Hagnaður 79 milljónir Hagnaður af rekstri Sólar-Vik- ings nam 79,2 milljónum króna eftir skatta í fyrra. Rekstrartekjur námu 1,4 millj- örðum og jókst um 8,4% frá ár- inu á undan. Hagnaður af reglulegri starf- semi fyrir skatta var 116,4 milljónir en sambærileg tala árið á undan var 87,3 mifljónir. Gengi evrunnar hélt áfram að lækka í gær og setur sífellt sögulegt lágmarksmet. Frá áramótum hefur gengi hennar lækkað um 11% en um 22% frá því að gengi hennar var fyrst skráð í ársbyrjun 1999. Paul Meggyesi, gjaldeyrissérfræð- ingur hjá Deutsche Bank, sagði í samtali við Financial Times að fjár- festar virtust óttast ósamstöðu með- al stjórnmálamanna í Evrópu og að þessi ósamstaða geti haft neikvæð áhrif á þennan nýja gjaldmiðil. Almennt virðast sérfræðingar á þeirri skoðun að það skipti engu máli hvort Seðlabanki Evrópu hækki vexti á fundi sínum á morgun, evran muni hvort eð er halda áfram að lækka í verði. Þessar miklu og stöðugu lækk- anir allt frá því að gengi evrunnar var fyrst skráð hafa vakið spumingar með- Kaupþing hf. hefur gengið frá samningum viö eignastýringu þriðja aðila hjá Kaupþingi hf. og VlB hf. um sölu á samtals 4.300.000 krónum að nafnverði af hlutabréfum í Kögun hf. til þessara aðila. Sölugengið er 42 og munu fyrrgreindir aðilar fjölga hlut- höfum um að minnsta kosti 500 sam- tals með því að endurselja bréfln til viðskiptavina sinna. Hins vegar er líklegt að gengið verði hærra þegar bréfln verða seld aftur til einstak- Evran Frá því aö gengi evrunnar var fyrst skráö í ársbyrjun 1999 hefur gengi hennar fariö sífellt lækkandi. Nú er svo komiö aö sérfræöingar eru farn- ir aö óttast um framtíö Myntbanda- lagsins í Evrópu linga. Eins og kemur fram í skráningar- lýsingu Kögunar hf. þá hugðist Kaup- þing hf. selja 4.000.000 til 5.000.000 króna að nafnvirði af eigin hlutabréf- um í Kögun hf. samhliða skáningu fé- lagsins. í frétt frá Kaupþingi segir að gengið hafi verið frá samningum við eignastýringu þriðja aðila hjá Kaup- þingi hf. og VÍB hf. um sölu á samtals 4.300.000 krónum að nafnverði af hlutabréfum í Kögun hf. til þessara al sérfræðinga og fræðimanna um hver sé framtíð myntbandalags Evrópu. Jurgen Donges, hagfræðilegur ráðgjafi Þýskalandsstjómar, sagði í gær að verulega vantaði á ýmsar endurbætur í efnahagsmálum í Evr- ópu. Af þessum sökum væri al- menningur í Þýskalandi farinn aö missa trúna á evrunni. Meggyesi segir að ef Þjóðverjar eru að örvænta þá sé ekkert skrýtið að stuðningur við myntbandalagið fari minnkandi. Þessi þróun í Evrópu hef- ur nokkur áhrif á almenning í Dan- mörku en þar stendur til að greiða at- kvæði fljótlega um hvort ganga eigi í myntbandalagið. Um þessar mundir gefa skoðanakannanir til kynna að forskot stuðningsmanna evrunnar sé aðeins 2% en þjóðaratkvæðagreiðslan fer fram í september. aðila. Af fyrrgreindri upphæð kaupir VÍB hf. 1.800.000 krónur að nafnvirði en eignastýring þriðja aðila hjá Kaup- þingi hf. 2.500.000. Sölugengið er 42 og munu fyrrgreindir aðilar fjölga hlut- höfum um að minnsta kosti 500 sam- tals með þvi að endurselja bréfin til viðskiptavina sinna. Lokið verður við að íjölga hluthöfunum fyrir 10. maí næstkomandi með tilkynningu til hluthafaskrár Kögunar hf. Kögun á genginu 42 - hlutabréf félagsins skráð á VÞÍ í dag FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 DV Þetta helst BM3EI HFII nflRVIFISUIPTI HEILDARVIÐSKIPTI 464 m.kr. Hlutabréf 202 m.kr. ; Húsbréf 206 m.kr. MEST VIÐSKIPTI ■ © Eimskipafélag ísland 40,1 m.kr. i © Rugleiðir 33,6 m.kr. i © Össur 22,2 m.kr. MESTA HÆKKUN © Búnaöarbankinn 4,59% © Opin kerfi 3,13% © Landsbankinn 2,15% MESTA LÆKKUN | ©Olíuverslun Islands 7,61% ©Skeljungur 5,66% i©SÍF 3,23% ÚRVALSVÍSITALAN 1745 stig - Breyting © 0,08% Áframhaldandi rólegheit í þeim miklu hrær- ingum sem verið hafa á hlutabréfa- mörkuðum víða um heim hafa fjárfestar á íslenskum hlutabréfamarkaði haldið að sér höndum. Lítil viðskipti hafa verið með hlutabréf, sem og flest önn- ur verðbréf, og líklega verður rólegt um að litast á íslenska inarkaðnum í einhvern tíma í viðbót. Á sama tíma í fyrra einkenndu lækkanir markaðinn og þegar líða tók að sumri fóru við- skipti minnkandi. Þá var sagt að um árstíðabundna niðursveiflu í við- skiptamagni væri að ræða og hugsan- legt er að svo verði einnig í ár. 1 MESTU VIÐSKIPTI WMMMSHEFM 1 © FBA 1.102.778 | © íslandsbanki 1.097.785 i © Landsbanki 947.678 j Q Össur 940.872 j © Opin kerfi 383.655 UBWPWITm síbastliöna 30 daea i © Stálsmiðjan 45% | © Delta hf. 38% i © Ehfélag Alþ.bankans 33% : © ísl. Fjársjóðurinn 14% 1 © íslenskir aðalverktakar 11% 1 Ru(3KTC33WíD síbasttiöna 30 dæa \ © Krossanes 26% I © Marel 18% © ísl. járnblendifélagið 13% © Nýherji 13% © Opin kerfi 12% Fjárfestar innleysa hagnað Nikkei-hlutabréfavísitalan lækkaði í gær og í fyrradag. Hún endaði í 18.134,31 stigi og hafði þá lækkað um 138,02 stig eða 0,76%. Á tímabili í nótt fór vísitalan niður fýrir 18.000 en und- ir lok viðskiptadags fór hún á ný upp á við. Meginástæða lækkunar í nótt er sú að fjárfestar eru að innleysa geng- ishagnað síðustu vikna. HELSÍU HLUTABRÉFAVÍSITOLUR F DOW JONES 10844,05 O 1,58% • Inikkei 19158,74 O 1,05% ils&P 1434,54 O 0,50% itf NASDAQ 3643,88 O 1,69% BSftse Sdax 6241,20 O 0,91% 7157,95 O 0,81% ■ ICAC 40 6234,51 O 1,10% GEMG® 27.4.2000 kl. 9.15 KAUP SALA Dollar 74,850 75,230 SjrvPund 117,880 118,480 1*1 Kan. dollar 50,700 51,010 fSoönsk kr. 9,2420 9,2930 bt~*|Norskkr 8,4370 8,4840 i fiSsænsk kr. 8,4080 8,4550 3Hn. matk 11,5859 11,6555 : fcJÍFra. franki 10,5017 10,5648 1 i_ Bolg. franki 1,7076 1,7179 i O Sviss. franki 43,8100 44,0500 £3hoII. gyllini 31,2593 31,4471 ” þýskt mark 35,2211 35,4327 fl ít líra 0,03558 0,03579 þy* Au»t. sch. 5,0062 5,0363 j • Port. escudo 0,3436 0,3457 1 * ISoá. peseti 0,4140 0,4165 I • jjap. yen 0,70480 0,70910 riírskt pund 87,467 87,993 SDR 99,33000 99,93000 g§ECU 68,8864 69,3004

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.