Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2000, Blaðsíða 11
11 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 DV Fréttir Sameining sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu: Tilbúnir í viðræður - segir forseti borgarstjórnar Reykjavíkur - Kópavogur vill samvinnu „Ef leitað er eftir viðræðum við Reykjavíkurborg um sameiningu og nánara samstarf af nágrannasveit- arfélögunum þá vænti ég þess að menn séu tilbúnir að ræða það hvar og hvenær sem er. En í þeim tilvik- um sem rætt er um núna liggja sveitarfélögin ekki að Reykjavík." Þetta sagði Helgi Hjörvar, forseti borgarstjórnar, um sameiningar- hugmyndir á Reykjavíkursvæðinu. Bessastaðahreppur hefur samþykkt að bjóða fulltrúum sveitarfélaganna á svæðinu frá Vatnsleysu og upp í Kjós til fundar til að ræða samein- ingarmál. Fundurinn hefur enn ekki verið dagsettur. „Höfuðborgarsvæðið er eitt svæði og hér eru allt of mörg sveitarfélög,“ sagöi Helgi. „Það ber að fagna allri einföldun á þessu mynstri og sam- einingu sveitarfélaga ef af verður. Þessar hugmyndir snúa að samein- ingu suðursveitarfélaganna og ekki nema gott eitt um það að segja.“ Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, kvað ekki hafa verið haft samband við bæjaryfirvöld þar vegna hugsanlegra sameiningarvið- ræöna. „Hinu má ekki gleyma að sveitar- félögin á höfuðborgarsvæðinu eru nú þegar í miklu samstarfi," sagði Sigurður. „Þar má nefna að bæjar- stjórarnir hittast einu sinni í mán- uði og fara yfir sameiginleg mál. Þá eru ýmis veitumál sameiginleg, auk tengsla í skipulagsmálum. Umferð- armál eru meira eða minna skipu- lögð sameiginlega svo og almenn- ingssamgöngur. Nú er t.d. verið að Bæjarmörk Reykjavíkur- svæðisins [][¥] vinna sameiginlegt svæðisskipulag rekstur umræddra sveitarfélaga fyrir allt svæðið." væri afar mismunandi. „Eins og Sigurður sagði að kostnaður við verið hefur undanfarin ár þyrfti Helgi Hjörvar Tilbúinn í viöræöur viö forsvarsmenn Bessastaða- hrepps. Sigurður Geirdal Sameiningarhug- myndir af þessu tagi hafa skotiö upp kollinum ööru hvoru. reksturinn hjá okkur að versna um helming til að vera í meðaltali sem er í kringum okkur. Þannig séð er þetta ekki spennandi fyrir okkur en getur verið gott fyrir hina. Við erum að taka 62-63 prósent af tekj- unum til rekstrar meðan Garðabær- inn, sem er næst okkur, er með 73 og hinir með 86-88 prósent. Hér höf- um við aldrei mælt mjög mikið fyr- ir sameiningu en höfum hins vegar verið í fararbroddi um að koma á mikilli samvinnu." Sigurður sagði að sameiningar- hugmyndir af þessu tagi hefðu skot- ið upp kollinum öðru hvoru. Hinu mætti ekki gleyma, ef væri verið að tala um sameiningu frá Vatnsleysu- strönd og upp i Kjós, að örstutt væri í að öllum kjördæmunum yrði breytt. Þetta myndi með öðrum orðum þýða að verið væri að búa til eitt sveitarfélag úr sveitarfélögum í fjór- um kjördæmum. -JSS Keflavíkurflugvöllur: Tveir menn teknir með 1,5 kíló af hassi - götuverö 2 til 3 milljónir Tveir karlmenn og kona voru handtekin á Keflavíkurflugvelli á mánudaginn eftir að eitt og hálf kíló af hassplötum fannst innanklæða á karlmönnunum. Mennimir eru 23 og 24 ára gaml- ir. Engin flkniefni fundust á kon- unni sem er tvítug að aldri. Ekkert þeirra hefur komið við sögu fikni- efnalögreglu áður. Fólkið var að koma frá Dan- mörku. Samkvæmt upplýsingum frá Tollstjóranum á Keflavíkurflugvelli er íslenskt götuverð hassins tvær til þrjár milljónir. Fólkið var handtek- ið og flutt til yfirheyrslu hjá fíkni- efnadeild lögreglunnar í Reykjavík. Við yfirheyrslur sögðust karlmenn- irnir eiga hassið og er málið talið upplýst. Fólkinu hefm- verið sleppt úr varðhaldi. -SMK Álftafjörður: Á157 km hraða á einbreiðu malbiki Lögreglan á ísafirði hafði afskipti af 19 ára gömlum ökumanni á ofsa- hraða á þriðjudag. Maðurinn var tekinn á 157 kíló- metra hraða á klukkustund á ein- breiðu malbiki í Álftafirði. Mikil umferð var um svæðið um páskana. Maðurinn, sem er ekki grunaður um ölvun, kvaðst vera að flýta sér. -SMK Snæfellsnes: Sandsuga dýpkar höfnina á Arnarstapa DV, SNÆFELLSNESI: I höfninni á Amarstapa, á sunn- anverðu Snæfellsnesi, standa nú yfír dýpkunarframkvæmdir en inn í höfnina berst jafnan verulegt magn af sandi þannig að árlega hefur þurft að moka sandinum burt þegar mjög stórstreymt hefur verið. 1 ár er verið að reyna nýja aðferð við dýpkunina og er sérstök sand- suga sem kafarar stýra notuð til að dæla sandinum út fyrir hafnargarð- inn. Reiknað er með að dælt verði 300 rúmmetrum. DVÓ/GK DVJvlYND ÞÖK Skrifað undir samning Frá vinstri á myndinni eru Þorsteinn Gunnarsson, stjórnarmaöur Norræna menningarsjóðsins, Valur Vaisson, bankastjóri ísiandsbanka, Þórunn Sigurö- ardóttir, stjórnandi menningarborgar, Jón Siguörsson, bankastjóri Norræna fjárfestingarbankans og Páll Skúiason, formaöur stórnar menningarborgar, skrifuðu undir samning vegna balletts Jóns Leifs á þriöjudag. Menningarborgin: Bakhjarlar ballettsins Baldurs - skrifað undir milljónasamning vegna balletts Jóns Leifs Fyrsta opinbera athöfnin í Þjóð- menningarhúsinu fór fram í fyrra- dag þegar samningar við bakhjarla Baldurs var kynntur og undirritað- ur í stofunni sem helguð er ís- lenskri tónlist. Baldur er bailett eftir íslenska skáldið Jón Leifs. Ballettinn verður fluttur í fyrsta sinn í Laugardals- höllinni þann 18. ágúst nk. Verkið kostar í heild 85 milljónir og verður það flutt í norrænu menn- ingarborgunum þremur, Reykjavík, Bergen og Helsinki. Fullskipuð sinfóníuhljómsveit undir stjóm Leifs Segerstam mun flytja verkið ásamt dönsuram úr bæði Finnska þjóðarballettinum og íslenska dansflokknum. Eins munu einsöngvarar og kór taka þátt í flutningi verksins sem var andsvar Jóns við misnotkun nasista á hin- um norræna menningararfí. Baldur er samstarfsverkefni nor- rænu menningarborganna. Ballett- inn er unninn að framkvæði og undir stjóm Reykjavíkur. Þrír aðilar hafa komið til sam- starfs við menningarborgirnar í uppsetningunni á Baldri: Norræni menningarsjóðurinn, Norræni fjárfestingarbankinn og ís- landsbanki munu í sameiningu veita 30 milljónir til ballettsins. Af- gangiminn kemur svo frá hinum þremur norrænu menningarborg- um. -SMK Góð dýna s$meríóL útfœriía & madij am na tvofdld FJOÐRU Góður nætursvefn er grundvallaratriði - og til að ná honum þarf góða dýnu! Norsku Jensen dýnurnar hafa verið framleiddar í yfir 50 ár. Þær eru með mismunandi fjaðrakjarna - og af hverri gerð er hægt að velja mismunandi stífleika. - Fðs. 10:00 -18:00 • Lauoard. 11:00 -10:00 • Sunnud. 13:00 -18:00 TM - HÚSGÖGN Síðumúla 30 -Sími 568 6822 - œvintýri líhust .w

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.