Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2000, Blaðsíða 13
13 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 DV_______________________________________________ Útlönd Leikskólakennari Elians flýgur frá Kúbu til að hitta drenginn: Faðir Elians vill einn fá að tala máli drengsins Elian Gonzalez Skólafélagar og kennari Elians eru á leiö til fundar viö Elian í Bandaríkjunum. Juan Gonzalez, faðir Eli- ans litla Gonzalez, fór fram á það í gær við bandarísk stjórnvöld að hann yrði gerður að sérlegum tals- manni Elians. Sálfræðingur sem hefur rannsakað Elian segir einnig að að ættingjar drengsins frá Miami ættu ekki að heimsækja dreng- inn að svo stöddu, sérstak- lega með tilliti til þess hversu mikil heift væri komin í málið. í beiðni föð- ur Elians um að hann einn fái að tala máli sonar síns kemur fram að hann vilji mnfram allt vemda dreng- inn og leyfa honum að alast upp í friði frá átökunum sem staðið hafa um forræði hans að undanförnu. Sagði hann jafnframt að þótt hagsmunir ættingja drengsins á Miami væra óljósir væri ljóst að deilan um drenginn væri fyrir löngu orðin að milliríkja- deilu milli Kúbu og Banda- rikjanna og það að frum- kvæði ættingjanna. Sálfræðingurinn sem fenginn var til að meta ástand bamsins eftir brottnám hans á laugardaginn og endurfund með föður sínum sagði að best væri að ættingjum Elians yrði haldið frá drengunum næstu vikurnar, einkum á þeim forsend- um að hann þyrfti hvíldar við. í gær var flogið með fyrrum leik- skólakennara og frænku Elians frá Havana til Bandarikjanna þar sem hún mun hitta Elian. Áður hafði faðir hans beðið um að fjórum skólafélögum Elians frá Kúbu yrði veitt vegabréfsáritim svo þeir gætu heimsótt Elian á búgarðinn í Mary- land þar sem hann dvelur nú. Upphaflega höfðu yfírvöld á Kúbu ætlað að senda 28 manna sendinefnd til Maryland sem bandarisk yfirvöld féllust ekki á. Tilgangur- inn mun hafa verið sá að skapa „kúbverskt" and- rúmsloft fyrir drenginn. „Aðalatriðið er að bjarga drengnum bæði andlega og líkamlega," sagði Kastró við fjölmiðla. Kúbversk yfirvöld hafa sem kunnugt er fagnað því að drengurinn skuli loks vera í vörslu föður síns en leggja áherslu á að slagur- inn sé ekki á enda. Á sama tíma hafa ætt- ingjar Elians á Miami miklar áhyggjur af því að drengurinn verði fluttur úr bandarískri lögsögu og þar með verði málið ekki leng- ur í höndum bandarískra yfirvalda. Bandaríkjastjórn hefur þó reynt að lægja öldurnar og segir að drengnum verði haldið á bandarískri grundu. Háttsettir bandarískir embættismenn hafa gagn- rýnt Kastró fyrir að nota drenginn sem vopn í milliríkjadeilu gegn Bandaríkjunum og segja Bandarík- in ekki hafa hagsmuni Kúbu að leið- arljósi í málinu heldur fyrst og fremst hagsmuni Elians. Jörg Halder Sakar ESB um aö taka ekki á spillingarmálum sínum. Jörg Haider segir ESB úrkynjað Jörg Haider, fyrrverandi leiðtogi Frelsisflokksins í Austurríki, sagði í gær að Evrópusambandið, ESB, væri siðlaust og úrkynjað eins og Róm til foma. Haider, sem sagði af sér flokksformennsku í Frelsisflokknum í febrúar síðastliðnum, sagði ESB ekki hafa tekið á spillingarmálum, einkum misnotkun á milljarða styrkjum til landbúnaðar. Fjármálaráðherra Austurrikis, Karl-Heinz Grasser, sagði í viðtali við blaðið Der Standard að brotið væri á réttindum Austurríkis með pólitískri einangrun af hálfu ESB. Benti ráðherrann á að Austurríki gæti beitt neitunarvaldi sínu innan sambandsins. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, kvaðst ekki sjá miklar líkur á því að aðildarríki ESB breyttu afstöðu sinni til Aust- urríkis vegna stjórnarþátttöku Frelsisflokksins. Kepptu í gráti Minami Kudo og Shinnosuke Kumagai, sem eru í fangi glímukappa, kepptu í gráti ungbarna í Tokyo í gær. Um 60 börn, fædd á árinu 1999, kepptu um hvert þeirra gréti hæst. London með Heimsferðum -alla fimmtudaga í sumar Heimsferðir tryggja þér lægsta verðið til London í sumar með beinu flugi alla fimmtudaga í sumar. Þú getur valið um helgarferðir, flugsæti eingöngu, flug og bil eða flug og hótel, en við bjóðum fjölda góðra hótela í hjarta London á ffábæru verði. Tryggðu þér lága verðið meðan enn er laust. Verðkr. 7.900-- Flugsæti, önnur leiðin. Skattar, kr. 1.830., ekki innifaldir. Austurstræti 17, 2. hæð, 595 1000, www.heimsferdir.is Verðkr. 14.200,- Flugsæti ffam og til baka. Skattar, kr. 3.790., ekki innifaldir. HEIMSFERÐIR TILBOÐ AEG O kr. stgr. áður kr. 63.052 Lavamat W 80 TTTTrrmTr. Vesturland: Hljómsýn, Akranesi. Kf. Radionaust. Akureyri. Elektro co ehf, Dalvík. Öryggi sf, Húsavi Verslunin Vík, Neskaupstaö. Kf. Fásknjðsfiröinga, Ffckrúösfii • Taumagn: 5 kg • Vindingarhraði: 800/400 sn/mín • Ryðfrír belgur og tromla • Sjálfvirkt magnskynjunarkerfi • „Fuzzy- Logic“ Sjálfvirk vatnsskömmtun eftir tau magni, notar aldrei meira vatn en þörf er á • „ÖKO“ kerfi (sparar sápu) • Öll þvottakerfi • Ullarvagga ■ r>_ BRÆÐURNIR RðDICmUST ORM&SQN Geislagötu 14 • Sími 462 1300 Lágmúla 8 • Simi 530 2800 ^inga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Heldssandi. Guöni HallgriJ|sson, Grundarfiröi. Ásubúð, Búðardal. Vestfirðlr: Geirseyrarbúðin, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, ísafirði. Pokahomiö, Tálknafiröi. Norðuriand: ingrfmsfjarðai; Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húmretninga, Blönduósi. Skagfiröingabúö, Sauöárkróki. Urð, Raufarhöfn. Austuriand: Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Kf. Vopnafirðinga, Vopnafiröi. Kf. Stöðfirðinga. i, Höfn, KASK Djúpavogi. Suðuriand: Mosfell, Hellu. Árvirijnn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Klakkur, Vík. Reykjanes: Ljósbogin Keflavík. Rafborg, Grindavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.