Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2000, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 I>V Fréttir 9 Tamningamaður og kennari á Eyrarbakka tekur til sinna ráða: Enn kært í Ármótsmálinu „Ég kærði áburð á mig og fór fram á lögreglurannsókn í málinu í gær,“ sagði Skúli Steinsson, tamn- ingamaður og kennari á Eyrar- bakka, vegna farbannsmálsins á Ár- móti á Rangárvöllum. Farbann til og frá bænum var sett á í kjölfar þess að salmonella fannst í naut- gripum og hrossum á Ármóti. Skúli hafði þegar kært héraðsdýralækni fyrir Halldóri Runólfssyni yfirdýra- lækni. Ástæðuna segir hann þá að héraðsdýralæknir hafi eyðilagt at- vinnugrundvöll sinn með áburði um að hann hafi brotið gegn far- banninu. I kærubréfl sem Skúli sendi yfir- dýralækni segir hann m.a. að vegna afskipta héraðsdýralæknis hafi minnstu munað að hann missti starf sitt við kennslu í hesta- mennsku í bamaskólanum á Eyrar- bakka. Þá hafl hann orðið fyrir miklum tekjumissi við tamningar, þjálfun og sölu hrossa vegna þess orðróms að hann hafi flutt hross milli Ármóts og Eyrarbakka. Landbúnaðarráðuneytið hefur þegar ákveðið að láta fara fram rannsókn á hvort farbannið hafi verið brotið. Skúli kvaðst vilja gera sitt til að hraða málinu. „Mér liggur á að sá grunur, að ég hafi brotið farbanniö, verði hreins- aður af mér,“ sagði hann við DV í gær. „Þess vegna kærði ég.“ -JSS Ármót á Rangárvöllum Enn loga deilur í kjölfar þess að salmonella kom upp í búpeningi þar. Gagnvirk miðlun og Islensk miðlun í samstarf Ryksuga fyrir öll uerkfæri og þú getur andað léttar! Hægt er að tengja FESTO-ryksuguna við öll verkfærin frá FESTO ..það sem fagmaðurinn notar! DV, HÖFN i HORNAFIRÐI: Gagnvirk miðlun og íslensk miðl- un hafa gert samning um samstarf sem felur í sér að íslensk miðlun tekur að sér öll sölu- og markaðsmál fyrir SkjáVarp á ísaflrði. Starfsmenn íslenskrar miðlunar á ísafirði munu framvegis veita upplýsingar um SkjáVarp ísafjörð- ur og sjá um öll tengsl við forsvars- menn fyrirtækja og stofnana á svæðinu og þá sem nýta sér þjón- ustu SkjáVarps, segir Ágúst Ólafs- son, talsmaður Gagnvirkrar miðl- unar. íslensk miðlun er með sér- þjálfað starfsfólk í markaðs- og sölu- málum og þetta samstarf fellur því vel að starfsemi SkjáVarps sem staðbundins upplýsingamiðils, segir Ágúst. SkjáVarp miðlar nú stað- Eigandi hrossa sem aflífuð voru í Skagafirði: Stefndi ríkinu fýrir að skjóta trippin - dýralæknir sagði hestana vannærða Nýverið var flutt í Héraðsdómi Reykjavíkur mál gegn íslenska rik- inu þar sem Gunnar Þór Árnason var stefnandi í málinu. Forsaga málsins er sú að 4. des- ember 1998 voru sex hross skotin að skipun dýralæknis í Skagafirði. Trippin voru í eigu Gunnars Þórs og töldu yflrvöld að dýrin væru vannærð, ormasjúk og þróttlaus. Hestamir voru í girðingu á bæ í Skagaflrði þcir sem Gunnar Þór seg- ist hafa gefíð þeim. Gunnar Þór vill meina að hon- um hafi ekki verið gefínn kostur á því að gæta réttar sins sem eig- anda hrossanna áður en þau voru aflífuð. Eins heldur hann því fram að engin skrifleg skýrsla sé til um rannsókn á hrossunum og að þau hafi ekki verið í eins slæmu ástandi og dýralæknar töldu. Búist er við ákvörðun í málinu fyrir miðjan maí. -SMK Þessir ungu menn sigruðu á landsmóti sem haldið var /' félagsmiðstööinni Ný-ung á Egilsstööum. Þeir eru frá hægri: Árni H. Pálsson, Kolbeinn Sigurbjörnsson og Sigmar Ingi Kristmundsson. Lengst til vinstri erArnþór Björn Reynisson sem afhenti 1. verðlaun, tölvu frá Nemendafélagi Menntaskólans. Mótið var fyrir ungt fóik á aldrinum 14-25 ára og var haldiö í boði Töivusmiðjunnar sem gaf 2. og 3. verðlaun. -SB bundnum upplýsingum til íbúa tutt- ugu og tveggja byggðarlaga um land allt. Júlía Dodge Durango SLTPIus Laramy SLT Plus Dodge Ram Quad Cab 2500 V8 vél, 4,7, 7 manna, leður. Verð kr. 3.900,000 ____ 4x4 dísil, leðurklæddur, CD. Nýr bíii. Verð. kr 3.950.000 < Notaður Grantí Cherokee Ltd m/öllu, árgerð ekinn um 15 þ. km. VePð aðeins Rl\ 4.200.00I Erand Cherokee Limitod Qortge Dakota 4,7 vél, Quadro-drive, sóllúga, CD. Nýrbíii. Verð kr. 4.050.000 ss., V8 vél, 4,7, 4x4, 4 dyra. Nýr bíii. Verð kr. 2.950.000 Ræsir hf., Skulagötu 59 Verður þjónustuaðili með varahluti og viðgerðarþjónustu. Egill Vilhjálmsson ehf. Smiðjuvegi 1 Bílaverkstæði Friðfinns Halldorssonar, Funahöfða, s. 587-1480 Hefur sérhæft sig í þjónustu á þessum bifreiðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.