Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2000, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2000, Blaðsíða 30
34 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 Tilvera X>V Nafn: Siguröur Hlööversson Aldur: 32 ðra Staöa: Umsjónarmaður Hausverks um helgar á Sýn Viðtalsbil: Bilaður Manchest- er United aðdáandi Klukkan er hálfeitt eftir há- degi. Hvar ertu og hvað ertu að fara að gera? „Ég sit á skrifstofunni minni á auglýsingastof- unni sem ég á og er að fara að vinna innslag fyrir sjónvarpsþátt- inn minn um slökkviliðið. Við ætlum að kveikja í húsi og henda Valla inn í það.“ í hvaða flík klæddirðu þig fyrst í morgun? „Ég henti mér í bol.“ Kanntu á ryksugu eða þvotta- vél? „Já, ég kann á þetta en það er spurning hvað maður er öflugur við að nota það sem maður kann.“ Það eru fimm mínútur í heimsendi. í hvem myndirðu hringja? „Þetta er erfið spuming. Ég vona bara að ég væri staddur hjá fjölskyldunni. Ef ekki myndi ég hringja í konuna mína.“ Þú verður að eyða 100 millj- ónum í dag. Hvað myndirðu kaupa? „Ætli ég myndi ekki kaupa mér hlutabréf í Bakkavör, íjárfesta í fiskikompaníum." Þú verður að yfir- gefa landið á stund- inni. Hvert fær- irðu? „Ég myndi fara til Mallorca. Það er svo frábært að vera þar og ég fila Spánverjana í botn.“ Hver er undarlegasta flíkin í fataskápnum þínum? „Ætli fólk myndi ekki helst staldra við Manchester United nærbuxumar mínar. Það útskýrir hvað maður er í raun og vem bii- aður aðdáandi. Þær em að vísu ekki með G-streng.“ Hvað dreymdi þig í nótt? „Ég var einmitt að riíja þetta upp í morgun. Ég var að keppa í íþróttum á móti mjög góðu liði. Ég var eitthvað fúll vegna þess að það var ólétt kona í markinu. Við voram 2-0 undir og það var verið að skipta mér út.“ Lítið framboð af forsetaefnum - en hugur í fyrrverandi frambjóðendum 1 lok júnímánaðar verður íslend- ingum kjörinn forseti fyrir næsta kjörtímabil. Útlit er fyrir að sitjandi forseti, herra Ólafur Ragnar Gríms- son, verði sjálfkjörinn að þessu sinni þar sem enginn annar hefur enn lýst yflr framboði sínu til emb- ættisins. Hins vegar rennur fram- boðsfrestur ekki út fyrr en að áliðn- um maímánuði og því ekki loku fyr- ir það skotið að mótframboð berist. Ástþór Magnússon, sem var einn fjögurra sem buðu sig fram til for- seta fyrir fjórum árum, hefur ekki útilokað nýtt framboð af sinni hálfu. Guðmundur Rafn Geirdal nuddari, sem einnig hafði áhuga á að bjóða sig fram í júní 1996 en náði ekki tilskyldum fjölda meðmæl- enda, segist enn vera að biða eftir sjálfsprottnum stuðningi við fram- boð sitt nú, en Sigrún Þorsteinsdótt- ir, sem bauð sig fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur árið 1988, ætlar ekki fram en segist hins vegar von- ast eftir öðrum frambjóðendum en forsetanum sjálfum. Vill ekki Dorrit við opinber tækifæri „Þaö er út úr kortinu aö taka einhverja stúlkukind meö í opinberar veislur í útlöndum. Þaö hæfir einfaldlega ekki þjóöhöföingla, “ segir Ástþór Magnússon. Ástþór Magnússon segir forsetann ekki sinna friðarmálum og útilokar ekki mótframboð: Forsetaembættið til vandræða „Það er mikil þörf á að einhver bjóði sig fram gegn Ólafi Ragnari, hvort sem það verð.ég eða ein- hverjir aðrir,“ segir Ástþór Magn- ússon friðarboði og fyrrverandi forsetaframbjóðandi sem ekki er ánægður með framgöngu Ólafs Ragnars Grímssonar í embætti for- seta íslands og vill að hann fái mótframboð i forsetakjörinu í lok júní nk. „Ég var mjög vongóður og ánægð- ur að Ólafur Ragnar Grimsson skyldi verða valinn vegna þess að ég taldi að hann myndi vinna aö friðarmálum en hann hefur ekki látið út úr sér eina setningu um þau mál. Þess vegna er ég orðinn mjög óánægður með hann í dag,“ segir Ástþór, sem ekki hefur tekið ákvörðun um eigið framboð. „En það er allt opið ef maðurinn ætlar ekki að gera neitt,“ segir hann. Ræddi Andrés önd við Clinton Ástþór segist ekkert hafa við það að athuga að Ólafur Ragnar eigi í óformlegu sambandi við Doritt Moussaieff en vill ekki að hún fylgi honum í opinberar heimsóknir. „Það er út úr kortinu að taka ein- hverja stúlkukind með í opinberar veislur í útlöndum. Það hæfir ein- faldlega ekki þjóðhöfðingja," segir Ástþór. En Ástþór segir alvarlegast að Ólafur Ragnar hafí ekkert unnið að friðarmálum í embætti. „Hann glat- ar þar hveiju tækifærinu á fætur öðru. Síðustu Ameríkuferð notaði hann til að tala við Clinton um teiknimyndahetjur, eins og Andrés Önd og fleiri, frekar en að ræða það sem raunverulega skiptir máli; það að heimurinn er á heljarþröm. Og eftir hverja opinbera heimsókn er listi yfir allt þetta uppskafningslið sem hann er að dreifa fálkaorðum í, bæði hershöfðingja og ýmis hirðflfl. Ég sting upp á því að friðarsamtök í Ameríku færi Ólafi montprik og einglymi að gjöf og hylli hann þar með á viðeigandi hátt,“ segir hann. Dýpra í sykurkarið en Vigdís Að sögn Ástþórs kostar forseta- embættið þjóðina nærri 100 milljón- ir króna á ári hverju, fyrir utan kostnað við Bessastaði sjálfa. „Mér flnnst Ólafur Ragnar hafa fallið enn dýpra í sykurkarið en Vigdís. Ég hef kannski misst af einhverju en það eina sem ég sé af Ólafl Ragnari eru hallarveislur og ferðir á hest- bak með geimskutlu úr gljálífl Lundúna með slúðurblaðaljósmynd- ara með sér. Þó svo það sé ekki möguleiki að fella hann úr embætti þarf umræðan að komast upp á skjáinn aftur því embættið er bara til vandræða eins og það er,“ segir hann. Bjóði Ástþór sig ekki sjálfur fram segist hann sjá marga aðra verðuga frambjóðendur. „Það eru margir frambærilegir og öragglega margir sem væru til í að gera eitthvað ann- að en að hringla í sykurkarinu. Vandamálið er aftur að það er mjög erfitt fyrir mann í virðingarstöðu að bjóöa sig fram vitandi að hann tapar vegna þeirrar fáránlegu hefð- ar sem komin er á á íslandi að sitj- andi forseti sitji bara og éti á sig gat eins lengi og hann vill. í Costa Rica til dæmis er skipt um forseta eftir hvert kjörtímabil og þá geta menn ekki orðið svona ístrubelgir á þessu eins og Ólafur virðist ætla að verða í embættinu," segir friðarboðinn Ástþór Magnússon að lokum. -GAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.