Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2000, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2000, Blaðsíða 26
FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 I>V ^ 30_______ Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 90ára____________________________ Guðrún Zakaríasdóttir, ■a Digranesvegi 44, Kópavogi. ' 85 ára___________________________ Kolbeinn Bjarnason, Stóru-Mástungu la, Selfossi. 80 ára__________________________ Jónína Sigtryggsdóttir, Seljavegi 3a, Reykjavík. 75 ára__________________________ Guörún Siguröardóttir, Vesturvangi 10, Hafnarfiröi. Kristín Önundardóttir, Hamraborg 24, Kópavogi. Svanbjörg Jósefsson, Rétturirna 13, Reykjavík. Sveinn Ólafsson, Skeggjagötu 19, Reykjavík. 70_ára_,________________________ Árni Þórir Árnason, Akraseli 13, Reykjavík. Bragi Einarsson, Óöinsgötu 20b, Reykjavík. Jóhanna Pálsdóttir, Miögarði 14, Keflavík. Ragnheiöur Stefánsdóttir, Hjallabrekku 20, Kópavogi. 60 ára__________________________ Ámi Kristinn Þorgilsson, Aöalgötu 10, Blönduósi. Ásta Einarsdóttir, Mímisvegi 16, Dalvik. Bjargey Júlíusdóttir, Eyjabakka 4, Reykjavík. Eiríkur Gunnþórsson, "'P Hafbliki, Borgarfiröi eystri. Sigurjón Gíslason, Ekkjufelli, Egilsstööum. Sævar Þórjónsson, Ennishlíð 2, Ólafsvík. 50 ára__________________________ Auöur Jónsdóttir, Sunnubraut 12, Dalvík. Eygló Óskarsdóttir, Granaskjóli 90, Reykjavík. Guöjón Smári Valgeirsson, Kleppsvegi 134, Reykjavík. Kristján Arnason, Heiðarlundi 6h, Akureyri. 40 ára__________________________ Eyrún Jónsdóttir, Reyrengi 45, Reykjavík. Guöbrandur Sverrir Gíslason, Háaleitisbraut 52, Reykjavík. Guöjón Guömundsson, Smáratúni 30, Keflavík. Guöný Sigurgeirsdóttir, Skúlagötu 58, Reykjavík. Kristján Þ Björgvinsson, Miðgaröi 7a, Egilsstööum. Margrét Kjartansdóttir, Hálsaseli 33, Reykjavík. Milan Stefán Jankovic, Heiðarhrauni 32a, Grindavík. Nanna Áslaug Jónsdóttir, Efri-Rauösdal, Patreksfiröi. Róbert M Vilhjálmsson, Ránargötu 10, Reykjavík. Rósa Arnheiöur Reynisdóttir, Austurgötu 21, Keflavík. Sigurgeir Baldursson, Ullartanga 5, Egilsstööum. Svana Guðmundsdóttir, Reykjavegi 63, Mosfellsbæ. Svavar Magnússon, Klapparstíg 14, Dalvík. Þorgeir Ingi Njálsson, Klettahrauni 4, Hafnarfiröi. ---------7--------------------- jjrval -Gottíflugið msmssmm Guðmundur Magnússon forstöðumaður Þjóðmenningarhússins Þjóðmenningarhúsið var vígt við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 20. april siðastliðinn eftir gagngera endumýjun. Húsið mun hýsa ýmiss konar menningarstarfsemi í fram- tíðinni. Forstöðumaður þess er Guð- mundur Magnússon Starfsferill Guðmundur fæddist í Reykjavík. 17.4 1956. Hann lauk stúdentsprófi frá MH1976, BA-prófi í sagnfræði og heimspeki við HÍ 1980 og M.Sc.-prófi í rökfræði og vísindalegri aðferðafræði við London School of Economics 1982. Guðmundur var ritstjóri Stúd- entablaðs HÍ 1977-78, blaðamaður á Dagblaðinu sumrin 1978-80, á Sunnudagsblaði Tímans 1982-83, við Morgunblaðið 1983-87, stundakenn- ari við HÍ 1984-85, aðstoðarmaður menntamálaráðherra 1987-88, deild- arstjóri á skrifstofu Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík 1988-91, settur þjóðminjavöröur 1992-94, frétta- stjóri á DV 1994-95, skipaður skjala- vörður í Þjóðskjalasafni íslands í júní 1996 og gegndi samtímis starfi forstöðumanns Safnahússins við Hverfisgötu, nú Þjóðmenningar- hússins, skipaður forstöðumaður Þjóðmenningarhússins 14. febrúar sl. Samhliða störfum hefur Guð- mundur unnið að fræðistörfum á sviði sagnfræði, ritað greinar um menningarsöguleg efni og flutt fyr- irlestra innanlands og utan. Hann er m.a. höfundur ritanna Leiðtoga- fundurinn í Reykjavík (1986) og Eimskip frá upphafi til nútíma (1998), og var ritstjóri tímaritsins Frelsið 1986-90. Guðmundur hefur setið í fjöl- mörgum opinberum nefndum, svo sem húsafriðunarnefnd ríkisins, fornleifanefnd og skipulagsnefnd kirkjugarða og gegnt ýmsum trún- aðarstörfum fyrir Sjáifstæðisflokk- inn. Fjölskylda Kona Guðmundar er Vaka Hrund Hjaltalín, f. 7.9. 1956, húsmóðir. For- eldrar Vöku eru Rafn Hjaltalín, bæj- argjaldkeri á Akureyri, og k.h., Sig- rún Ágústsdóttir húsmóðir. Börn Guðmundar og Vöku eru Salóme, f. 21.10. 1983, verslunar- skólanemi; Sigrún, f. 2.10.1987; Unn- ur, f. 25.6. 1990, og Katrín, f. 11.6. 1993. Sonur Vöku er Ingvar Rafn, f. 15. 2.1979, nemi. Systkin Guðmundar eru Þor- steinn, f. 8.12. 1952, deildarstjóri á Alþingi; Salóme Guðrún, f. 30.9. 1954, búsett í Bandaríkjunum; Gunnar, f. 5.11.1965, nemi. Foreldrar Guðmundar eru Magn- ús Þorsteinsson, f. 10.3. 1926, bama- læknir í Reykjavík, og k.h., Guðrún Salóme Guðmundsdóttir, f. 18.7. 1929, húsmóðir. Ætt Magnús er sonur Þorsteins, skrif- stofustjóra i Reykjavik, bróður, samfeðra, Jóhanns skálds. Þor- steinn var sonur Jóns, sjómanns í Ólafsvík, bróður Guðríðar, ömmu Ingólfs Kristjánssonar rithöfundar og langömmu Danfríðar Skarphéð- insdóttur, fyrrv. alþk. Jón var sonur Þorsteins, b. í Garðakoti, Jónsson- ar. Móðir Þorsteins var Guðríður Steindórsdóttir, prests í Hvammi, Jónssonar og Hólmfríðar Þorláks- dóttur, systur Jóns, skálds á Bæg- isá. Móðir Magnúsar læknis var Katrín Jóhannsdóttir, b. i Lækjar- botnum, bróður Sæmundar, afa Guðrúnar hæstaréttardómara og Sigríðar sagnfræðings Erlends- dætra. Annar bróðir Jóhanns var Guðbrandur, afi Hauks Morthens og Kristins, föður Bubba Morthens. Jó- hann var sonur Sæmundar, b. í Lækjarbotnum, Guðbrandssonar, ættfoður Lækjarbotnaættar, bróður Sigurðar, langafa Guðmundar Daní- elssonar rithöfundar. Guðrún er dóttir Guðmundar, prentara í ísa- fold, Guðmundssonar, stofnanda HÍP og Gutenbergs, Þorsteinssonar. Móðir Guðmundar i ísafold var Sig- ríður, systir Hallgríms, prent- smiðjustjóra í Gutenberg. Bróðir Sigríðar, samfeðra, var Gunnar, fað- ir Birgis ísleifs seðlabankastjóra. Sigríður var dóttir Benedikts, gull- smiðs í Laxnesi, Ásgrímssonar. Móðir Benedikts var Sigríður, syst- ir Jóhanns, föður Ólafiu rithöfund- ar. Sigríður var dóttir Benedikts, prests á Mosfelli, bróður Þórdísar, langömmu Áma, afa Áma Johnsens alþm. Móðir Sigríðar var Margrét Gestsdóttir, b. í Útskálahamri, bróð- ur Áma, afa Áma, afa Styrmis Gunnarssonar ritstjóra. Gestur var sonur Magnúsar í Útskálahamri, af ætt Hallgríms Péturssonar skálds. Móðir Margrétar var Ingigerður Guðmundsdóttir af Fremra-Hálsætt. Móðir Guðrúnar var Salóme, hálfsystir Sólrúnar, barnsmóður Þórbergs Þórðarsonar. Salóme var dóttir Jóns, málarameistara í Reykjavík, Brynjólfssonar, og Guð- bjargar, systur Guðmundar refa- skyttu. Guðbjörg var dóttir Einars, á Heggstöðum, Guðmundssonar. Móðir Einars var Helga Horna- Salómonsdóttir, systir Sigurðar, afa Helga Hjörvars útvarpsmanns. Móðir Guðbjargar var Steinþóra Einarsdóttir, í Tjamarhúsum, Kortssonar, bróður Sólveigar, ömmu Péturs, afa Bjama Benedikts- sonar forsætisráðherra, föður Bjöms menntamálaráðherra. Fertug____________________________■ Anton Benedikt Kröyer verslunarmaöur Anton Benedikt Kröyer verslun- armaður, Arahólum 2, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Anton fæddist i Reykjavík. Hann lauk kennaraprófi frá Kennara- skóla Islands 1972 og síðan stúd- entsprófi frá sama skóla. Anton hefur kennt við Álftamýrarskóla, Héraðsskólann í Reykjanesi, Breið- holtsskóla og Fossvogsskóla en þó lengst af við Vogaskólann í Reykja- vík. Hann stundaði verslunarstörf á árunum 1976_82 og rekur nú hljóðfæraverslunina Gítarinn hf. á Laugavegi. Þá hefur Anton Bene- dikt spilað með danshljómsveitum um árabil. Fjölskylda Börn Antons Benedikts eru Ás- geir Kröyer, f. 17.1. 1972, Heiðdís Helga Antonsdóttir, f. 14.4. 1980, og óskírður sonur, fæddur 24.3. 2000. Foreldrar Antons Benedikts: Ás- geir Kröyer, f. 24.2. 1914, fyrrv. póstfulltrúi, og Helga Þorgeirsdótt- ir Kröyer, f. 21.5. 1917, d. 31.7. 1985. Ásgeir var sonur Benedikts Kröyers, b. og smiðs á Stórabakka á Fljótsdalshéraði, Kristjánssonar Kröyers, b. á Hvanná, Jóhannsson- ar. Móðir Benedikts var Elín Mar- grét Þorgrímsdóttir, prests í Þing- múla og í Hofteigi, Amórssonar, prests á Bergsstöðirm, Ámasonar, biskups á Hólum, Þórarinssonar, prófasts í Hjarðarholti í Dölum, Jónssonar. Ætt Móðir Áma biskups var Ástríð- ur Magnúsdóttir, prófasts í Hvammi í Hvammssveit, bróður Áma, prófessors og handritasafn- ara. Magnús var sonur Magnúsar, sýslumanns í Dalasýslu, Jónssonar og Guðrúnar Ketilsdóttur. Móðir Ástríðar var Sigríður, systir Páls Vídalíns lögmanns. Móðir Amórs á Bergsstöðum var Steinunn Am- órsdóttir sýslumanns Jónssonar, en hún og Ámi biskup, maður hennar, voru systkinabörn. Móðir Þorgríms var Margrét Bjömsdótt- ir, prests í Bólstaðarhlíð, Jónsson- ar, ættfoður Bólstaðarhliðarættar- innar, langafa Þorvalds, afa Vigdís- ar Finnbogadóttur forseta. Móðir Elinar Margrétar var Guðrún Pét- ursdóttur, systir Guðrúnar yngri, langömmu Bjama Benedikts- sonar for- sætisráð- herra. Önnur systir Guðrúnar var Guðfmna, amma Bjarna Jónssonar vigslu- biskups. Móðir Ásgeirs Kröyers var Ant- onína, dóttir Jóns, b. á Svínabökk- um í Vopnafirði, Jónssonar. Móðir Jóns var Vilborg Pálsdóttir, b. í Vatnsdalsgerði í Vopnafirði, Bjömssonar. Móðir Páls var Guð- rún Sigurðardóttir „tuggu“, b. á Fossi, Sveinssonar, langafa Metúsalems, langafa Ragnars Hall- dórssonar, stjórnarformanns ísals. Jarðarfarir Sálumessa Nínu Bjarkar Árnadóttur skálds fer fram í Landakotskirkju á morgun, fimmtudaginn 27.4., kl. 13.30. Kristín Þorsteinsdóttir Viöarrima 44, Reykjavík, verður jarðsungin frá Háteigs- kirkju föstudaginn 28.4. kl. 13.30. Steinunn Hall, Vesturgötu 52, Reykja- vík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju á morgun, fimmtudaginn 27.4., kl. — 15.00. * Útför Guörúnar Pétursdóttur, Nausta hlein 30, Garðabæ, fer fram frá Dóm- kirkjunni föstudaginn 28.4. kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Jarðarför Þóröar Jónssonar, Sölvholti, Hraungeröishreppi, Flóa, fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 28.4. kl. 13.30. Jarðsett veröur í Laugardæla- & kirkjugarði. Merkir Islendingar T heódór Friðriksson, rithöfundur, verkamaður og þingvörðiu-, var fæddur 27. apríl 1876 í Nýjabæ i Flatey á Skjáífanda í S-Þingeyjar- sýslu. Hann ólst upp á Flateyjar- dal og í Flatey og Fjörðum. All- ar þessar byggðir eru nú komnar í eyði. Foreldrar hans vom Friðrik Jónsson og Sess- elja Elíasdóttir. Theódór bjó og starfaði víða norðanlands við landbúnað, sjómennsku og verkamannavinnu. Einnig var hann margar vertíðir í verstöðv- um nyrðra, í Bolungarvík, á Suður- nesjum og í Vestmannaeyjum. Árið 1932 fluttist hann til Reykjavíkur. í höf- Theódór Friðriksson uðstaðnum vann hann ýmis störf var m.a. pallavörður á Alþingi og naut hann einnig nokkurs ritstyrks frá þinginu. Á þessum árum skrifaði hann sitt kunnasta verk, sjálfsævisöguna í Verum, sem kom fyrst út 1941. Theódór var annálaður sögumaður, og fróð- leg, gamansöm og opinská frá- sögn em aðalsmerki hans sem rithöfundar. Theódór var kvæntur Sigurlaugu Jónasdótt- ur og áttu þau nokkur böm. Þau skildu. Theódór lést árið 1948. Andlát Njáll Ingjaldsson, Hagamel 33, Reykja- vík, lést á Landspítalanum miðvikudag- inn 19.4. Útförin fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn 3.5. kl. 13.30 Sverrir Björnsson frá Viðvík, til heimilis á Sauðárkróki, lést á Sjúkrahúsi Skag- firðinga sunnudaginn 23.4. Útför hans verður gerö frá Sauðárkrókskirkju föstu- daginn 28.4. kl. 11.00. Kristin Ásthiidur Lúthersdóttir, Bæjar- túni 6, Kópavogi, andaðist á St. Jósefs- spítala, Hafnarfirði, föstudaginn 21.4. sl. Þórólfur Alvin Gunnarsson, Höfðabraut 19, Hvammstanga, lést á heimili sínu fimmtudaginn 20.4. Jaröarförin nánar auglýst síðar. Theodóra M. Stella Grímsdóttir, Stór- holti 32, Reykjavík, andaöist á Landa- kotsspítala mánudaginn 24.4. sl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.