Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2000, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2000, Blaðsíða 27
31 FIMMTTJDAGUR 27. APRÍL 2000 I>V Tilvera Afmælisbarniö Sheena Easton 61 árs Skoska söngkona Sheena Easton er komin af sextugs- aldri en hún fagnar 61. aönælisdegi sin- um í dag. Sheena hefur leikið i fjórtán kvikmyndum og vakið töluverða athygli fyrir leik sinn. Auk þess hefur hún sungið inn á fjölda hljómplatna, svo sem No Strings og My Cherie. Sheena hefur þrisvar gengið í hjónaband en þau hafa öll endað með skilnaði. Hún á hins vegar tvö börn sem hún ættleiddi fyrir mörgum árum. Gildir fyrir föstudaginn 28. apríl Vatnsberinn 120. ian.-18. febr.l: I Þú þarft að vera snöggur í dag, sérstak- lega í viðskiptum og í sambandi við fjármál. Fjölskyldan nær vel saman í kvöld. Flskarniril9 febr.-20. marsi: Gerðir þinar gætu haft H för með sér misskiln- ing sem erfltt er að greiða úr. Gættu þess að vera ekki of þrjóskur í sam- skiptum við fólk. Hrúturinn (21. mars-19. aprfl): . Það ríkir einhver ' óvissa í dag og hegðun ákveðins einstaklings hefur í för með sér vandræðT. Úr því leysist þó skjótt. Nautið (20. april-20. maíl: Aðrir hafa mikil áhrif á það sem þú gerir en þú verður að reyna að vera sjálfstæður. Kvoídið verður að einhveiju leyti óvenjulegt. Tvíburarnir (21. maí-21. iúníi: Það hefur góð áhrif á 'þig að vera mikið á ferðinni og þér líður best í dag ef þú hefur nóg fýrir stafni. Happatölur þinar eru 10, 12 og 28. Krabbinn (22. iúní-22. íúitv. Þú mætir harðri gagn- | rýni fyrir eitthvað sem ' þú gerir en það hefúr þegar upp er staðið góð áhrif á þig. Kvöldið ætti að vera rólegt. Liónið (23. íúií- 22. agasai . Fólk er hjálpsamt fyrri hluta dagsins. í kvöld verður fjölskyldan þér ofarlega í huga. Farðu varlega í fjármálum. Mevian (23. áeúst-22. sentó: Atburðir dagsins gera þig liklega bjartsýnan ^^^lfcen þú veröur að gæta ^ f hófs, sérstaklega í pen- ingamálum. Ekki vera kærulaus. Vogin (23. sept.-23. okt.): Einhver vandamál koma upp en þegar þú kynnir þér ástandið sérðu að þú þarft ekki að hafa áhyggj- ur.'Ef þér flnnst þú þarfnast aðstoðar skaltu ekki hika við að biðja um hana. Snorðdreki (24. okt.-2l. nðv.): JÞÚ þarft að einbeita þér að einkamálunum jog rækta samband þitt við manneskju sem þú ert að fjaríægjast. Rómantikin kemur við sögu í dag. Bogamaður (22. nóv.-2i. des.): |Eitthvað sem þú vinn- rur að um þessar mund- ir gæti valdið þér hug- arangri. Taktu þér góðan tíma til að íhuga hvað gera skal. Þú færð góðar fréttir. Stelngeitln (22. des.-l9. ian.): Ekki taka mark á fólki sem er neikvætt og svartsýnt. Dagurinn verður skemmtilegri en þú býst við, sérstaklega seinni hluti hans. S Pamela Anderson: I stríð vegna kyn- lífsmyndbands Nú hafa Pamela Anderson og gamli kærastinn hennar, Bret Michaels, grafið stríðsöxina og tekið höndum saman. Þau ætla nefnilega að stöðva sölu á mynd- bandi þar sem þau sjást elskast. „Myndin var aldrei ætluð öðr- um en okkur sjálfum,“ segir Michaels. Bæði hann og silíkon- gellan fyrrverandi eru æf vegna yfirvofandi sölu á myndbandinu. Þau hafa fengið til liðs við sig tvo þekktustu lögmenn Bandaríkjanna í höfundarrétti, Ed Massry og Ed McPherson, gegn IEG, Intemet Entertainment Group. Fyrirtækið hefur komist yfir myndbandið með ástarsenum Pamelu og Brets Michaels og hyggst það gefa út upptökur af því út um allan heim. Vegna þessa máls hafa Pamela og Bret ákveðið að gleyma öllum gömlum leiðindum til að geta ein- beitt sér að sameiginlegri baráttu Pameia brýnlr klærnar Silíkongellan fyrrverandi vill ekki sjá myndband meö ástarleikjum sínum og Brets Michaels I hillum verslana. gegn sölu myndbandsins. Pamela og Bret Michaels voru saman áður en hún hitti trommu- leikarann Tommy Lee. Pamela og Tommy tóku reyndar einnig upp sína ástarleiki á myndband á með- an allt lék í lyndi. Þrátt fyrir mikl- ar og margar tilraunir tókst Strandvarðapíunni fyrrverandi ekki að stöðva sölu þess mynd- bands á Netinu. íþetta sinn vonast hún til að málalokin verði önnur. „Við von- um hið besta. Við viljum ekki sjá myndbandið í hillum verslana," segir Bret Michaels sem Pamela sparkaði þegar hún hitti Tommy. Nú hefur Tommy fengið að sigla sinn sjó því Pamela er nú með seglbrettaheimsmeistaranum Kelly Slater. Bret Michaels býr með Kristi Gibson og eiga þau von á sínu fyrsta barni saman. Cecilia Ahern, dóttir Berties Aherns, forsætisráöherra írlands, er í hljómsveitinni Shimma sem tekur þátt í Evröpusöngvakeppninni í Svíþjóö 13. maí næstkomandi. Ýmsir spá írunum sigri í keppninni. Varð ófrísk með afrískri aðferð Ofurfyrirsætan Iman, eiginkona Davids Bowies, kveðst hafa beitt gamalli afrískri aðferð til þess að verða bamshafandi. Iman og Dav- id Bowie eiga bæði böm um tvítugt með fyrrverandi mökum. Sjálf reyndu þau meira en ár að búa til barn en án árangurs. „Þegar konum í Afríku gengur illa að verða bamshafandi er þeim ráðlagt að taka barn annarra kvenna í fangið,“ sagði Iman ný- lega i sjónvarpsviðtali. Hún kvaðst hafa fengið að halda á barni fyrir- sætimnar Christie Brinkley í fang- inu. „Við Christie vorum i mynda- tökum hjá Vogue í september í fyrra og hún lét mig halda á bam- inu sinu allan daginn," sagði Iman meðal annars. Nokkrum dögum síðar varð Iman bamshafandi. Algjör „sucker“ Monica Lewinsky á ekki upp á pallborðið hjá Kananum frekar en annars staðar. Hefur þessi fyrrum starfsmaður Hvita hússins reynt allt til að auka vinsældir sínar - m.a. gefið út endurminningar sínar og selt handtöskur með nafninu sínu en ekkert gengið upp. Um daginn sást til hennar á kvik- myndahátíð í New York þar sem sýndar voru gamlar evrópskar myndir. Þegar Monica kom inn í salinn fóru menn að flissa, pískra og benda eins og þeirra er vísa en það var ekki fyrr en myndin byrjaði að gamanið hófst. Svo skemmtilega vildi nefnilega til að fyrsta setning- in í myndinni, sem var frönsk og textuð, var „I'm such a sucker". Ætlaði salurinn að rifna úr hlátri á kostnað grey Monicu. Af rúntinum í dómsalinn Gwyneth Paltrow hefur verið stefnt fyrir rétt eftir bílslys þar sem hún kom við sögu í apríl í fyrra. Að sögn Jorge Arauz og Ver- onicu Cabello keyrði.leikkonan á ofsahraða á kyrrstæðan bíl við götu í Hollywood sem þau voru farþegar í. Samkvæmt ákærunni sem er gefin út á hendur leikkon- unni olli áreksturinn varanlegum og alvarlegum meiðslum þeirra sem í kyrrstæða bílnum voru. Sjálf var Gwyneth á bílaleigubíl þegar atvikið átti sér stað. Arauz og Cabello fara fram á bætur fyrir líkamlegar og andleg- ar þjáningar sem þau hafa gengið í gegnum í kjölfar slyssins auk þess sem hún greiði fyrir tjónið á bílnum - 4000 dollara og læknis- kostnað - 8000 dollara. Eigandi bílasölunnar sem átti bílinn sem leikkonan var á fer einnig fram á sitt. Gwyneth hefur sjálf ekkert tjáð sig um málið. Gwyneth Paltrow Dýr rúntur hjá leikkonunni. Aðdáendurnir höfðu of hátt Britney Spears varð að láta taka upp tónleika í klúbbnum Sound í London fimm sinnum þar sem aðdá- endur hennar höfðu of hátt. Lætin í áheyrendum voru svo mikil að fjór- ar fyrstu upptökurnar voru ónot- hæfar. Samkvæmt frásögn breskra slúðurblaða var það reyndar ekki bara hávaði sem eyðilagði upptök- urnar. Upptökumar þóttu eiginlega fyrst og fremst ónothæfar vegna þeirra orða sem áheyrendur létu falla. Carey ekki hrif- in af Aguilera Mariah Carey er ekki yfir sig hrifin af Christinu Aguilera. Nýlega fékk hún skipuleggjendur hátíðar- tónleikanna til heiðurs Diönu Ross til að reka Aguilera. Christina Aguilera var rekin eftir að Carey hafði hótað að hætta við þátttöku í sýningunni. Samkvæmt frásögn bandaríska tímaritsins US Magazine er Mariah Carey hrædd um að velgengni söngkonunnar Christinu Aguilera hafi slæm áhrif á hennar eigin söngferil. Keyptu hús á hálfan milljarð Söngkonan Celine Dion og eiginmaður hennar, Rene Angelil, hafa keypt sér lúxusvillu í Quebec fyrir um hálfan milljarð íslenskra króna. Fyrir þessa upphæð hafa hjónakornirn fengið hús með i íjórum svefnherbergjum, sundlaug, gufubaði, tónlistarherbergi, þremur örnum og fimm herbergja gestaíbúö. Celine hefur að undanförnu verið að jafna sig á frétt tímaritsins Enquirer sem hélt þvi fram að hún ætti von á tvíburum. i Dion hefur lengi reynt að eignast ; barn með eiginmanni sínum en án j árangurs. Hún hefur nú tekið sér : langt frí frá tónleikahaldi til þess að geta sinn manni sínum og húsi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.