Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2000, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 Skoðun I>V Á að taka gjald í jarðgöngum alls staðar á landinu til að kosta þau? Anna Káradóttir, heimavinnandi: Já, það fyndist mér réttast. Svava Grétarsdóttir, heimavinnandi: Já, það væri sanngjarnt. Steinþór Sigurðarson þjónustufulltrúi: Ekki þar sem ekkert val er, en mætti láta útlendinga og aðra ferðamenn borga. Ársæll Markússon nemi: Já, auövitað á að rukka alls staðar. Konungur fiskanna í hættu Laxinn er jafnt tómstundagaman fjölda manna sem og atvinnugrein. Konungleg, svört skýrsla segir ijóta sögu. Hrun af manna völdum Orri Vigfússon, formaöur NASF, verndarsjóös villtra laxastofna, skrifar: Á aðeins fimmt- án árum hafa villt- ir laxastofnar í Noregi nánast hrunið. Stjómskip- uð nefnd skilaði nýverið af sér kon- unglegri skýrslu um málið (NOU 1999:9). I henni eru taldar upp flestar ástæður hrunsins Lýst er þungum áhyggjum af því að hlutfall stroku- laxa á hrygningarstöðvum laxveiðiánna sé allt að 70%-90%. og þær sagðar að mestu af manna- völdum. Meðal áhættuþátta eru til- greindar stíflur, ofveiði, súrt regn og skaðlegar afleiðingar fiskeldis, s.s. sjúkdómar, sníkjudýr, þar með talin laxalús, og flökkufiskar úr eldi. Nefndin telur líklegt að eldiskví- ar og viðvarandi lúsafaraldur sé ein höfuðástæða hárrar dánartíðni sjó- gönguseiða. Lýst er þungum áhyggj- um af því að hlutfall strokulaxa á hrygningarstöðvum laxveiðiánna sé allt að 70%- 90%. Það hafi í för með sér erfðamengun og að ástandið kunni að versna enn frekar. í nafni umhverfisverndar: Rifnir upp klukkan hálfsex á morgnana Sigurður V. Magnússon hringdi: Við, íbúamir við Grýtubakka, erum orðnir nokkuð þreyttir á starf- semi gámaþjónustu sem mætir klukkan hálfsex á morgnana, lík- lega vikulega, til aö tæma pappírs- gám sem er þama í hverfinu. Þeir koma á urrandi dísilbíl með tilheyr- andi talíum og jámadóti og skarka í þessu í morgunkyrrðinni. Með þessu ræsa þeir án efa stóran hluta íbúanna í einum 52 íbúðum í næsta nágrenni við gáminn. I vetur hringdi ég í gámaþjónust- una og kvartaði en fékk bara þau svör að þetta væri nú vaktavinna. Ég hringdi í talsmann gatnamála- Maður vaknar í bítið einu sinni í viku eða svo, á mið- vikudögum þegar gámur- inn er tæmdur. Einhverra hluta vegna hélt ég að fólk œtti lögum samkvœmt einhvem svefnfrið en svo virðist ekki vera. stjóra, sem þótti þetta afleitasta mál og sagðist mundu stöðva þetta. Síð- an gerðist þetta aftur og nú varð talsmaður gatnamálastjóra undr- andi. En ekkert hefur gerst í málinu síðan. Maður vaknar í bítið einu sinni i viku eða svo, á miðvikudög- um þegar gámurinn er tæmdur. Einhverra hluta vegna hélt ég að fólk ætti lögum samkvæmt ein- hvem svefnfrið en svo virðist ekki vera. Það er sama hvað gert er, menn undrast þessi vinnubrögð, en gera ekki nokkurn skapaðan hlut til að stöðva þetta. Nú skilst mér að íbúarnir eigi að fara að taka þátt í tilraunaverkefni með enn frekari sorpflokkun. Þetta er nú ekki til að liðka fyrir þeirri samvinnu. Kannski það boði bara að þessi morgunvinna gámaþjónust- unnar færist í aukana. Dagfari Okkur vantar alheimsfegurðardrottningu Samningur ungu skókaupmannanna um ásetning um sölu í Bandaríkjunum á ís- lenskum skóm framleiddum í Kína fyrir 7,3 mUljarða er mikið fagnaðarefni. Hingað til hafa skór verið tengdir hnignun þjóðarinn- ar fremur en sigmm - allt frá handritunum sem voru skædd í skó og síðar snædd í harðindum, gegnum tékkneskar bomsur skömmtunaráranna og að botnlausum tap- rekstri Sambandsverksmiðjanna norður á Akureyri. Þegar ekki var lengur hægt að halda vélum þeirra gangandi með styrkjum og stuðningi Framsóknarflokksins rann upp sá tími að íslendingar vora sér ekki lengur sjálfbjarga um skó. Allt frá landnámi og fram að lokun Sambandsverksmiðjanna höfðu þeir búið til sína skó sjálfir - vonda skó að vísu en skó engu að síður. Samkvæmt klassískri íslenskri hagfræði hefði þá átt að hefjast slæm tíð fyrir íslenska fætur. í fyrsta lagi var þjóðin berskjölduð fyrir útlendum skókaupmönnum sem vildu nýta sér bjargarleysi hennar með því að selja henni rándýra og vonda skó. í öðru lagi hefði fólkið sem áður saumaði skó ekkert að gera. 1 þriðja lagi væri enginn skóframleiðandi í svo nánu samlifi við íslenska fætur að hætta væri á að hugsanlegum sérþörf- um íslenskra fóta í íslenskri færð yrði ekki sinnt „Hann var þar ekki sem fulltrúi stefnu sins flokks heldur sem lukkutröll en það er hlutverk sem stjómmálamenn hafa í œ ríkari mæli tékið sér eftir að þeir drógu úr afskiptum sínum af viðskiptalífinu. “ sem skyldi. í fjórða lagi var hætta á að fólk í tryggu framsóknarkjördæmi fyrir norðan flytti suöur og yrði íhalds- og vinstrimennsku að bráð. En ekkert af þessu - nema það síðast- talda - gekk eftir. Loks þegar Islendingar hættu að sauma skó blómstraði íslenskur skóiðnaður. Og það meira að segja undir vörumerkinu X-18 Reykjavík. Síðasta bjarg- ráð Sambandsverksmiðjanna á Akureyri hafði verið að merkja skóna sína Made in Europe - en það dugði ekki til. Saga ís- lenskrar skóframleiðslu virðist því stríða gegn hinni klassísku íslensku hagfræði sem Framsóknarflokkurinn hefur reynt flokka mest að sanna upp á þjóðina. Það var dálítið vel til fundið hjá hinum ungu skókaupmönnum að fá formann flokksins, Halldór Ásgrímsson, til að vera viðstaddan blaðamannafund þar sem þeir kynntu ásetning sinn um sölu á Bandaríkja- markaði. Hann var þar ekki sem fulltrúi stefnu síns flokks heldur sem lukkutröll en það er hlut- verk sem stjómmálamenn hafa í æ ríkari mæli tekið sér eftir að þeir drógu úr afskiptum sínum af viðskiptalífinu. Þar gera þeir minni skaða þótt því verði ekki neitað að alheimsfegurðardrottn- ingarnar okkar tóku sig betur út þegar þeirra naut við. Kannski eignumst við aftur slíka drottningu. Og þá höfum við ekkert við Halldór aðgera- Vrfví Er Hannes Hólmsteinn herra Island? Gunnar Sigurðsson skrifar: Ég er svo sam- mála flestum stjómmálakenn- ingum Hannesar Hólmsteins að það liggur við að ég gæti verið hann sjálfur. Nú ber hins vegar svo við að ég get ekki lengur sætt mig við að Hann- es komi fram sem talsmaður Sjálf- stæðisflokksins. Hann hefur ein- faldlega ekki ______ nógu góð áhrif á fólk því það fælist frekar frá heldur en að aðhyllast það sem hann segir. Maðurinn má ekki halda að hann sé herra ísland þótt hann sé prófessor í stjórnmálafræði. Ferma foreldrarnir börn sín? Hannes Hólmsteinn Fólk fælist frekar frá heldur ert að aðhyllast kenning- ar hans. Lilja hringdi: Maður heyrir núna ítrekað að fólk talar um að það sé að „fara að ferma“. Kunningjakona mín sem ég hitti á fórnum vegi sagði mér þessi tíðindi og í DV var nýlega talað við foreldra sem „ferma börnin sín“. Konan sagðist hafa fermt áður, karl- inn að hann hefði fermt dóttur sina í fyrra. Eru fermingar þá að verða einhvers konar heimilisiðnaður? Ég hef nefnilega haldið að prestastéttin hafi séð um að ferma blessuð börn- in fram undir þetta en ekki foreldr- arnir. Þeir halda aftur á móti ferm- ingarveislur. Fermingin fer fram í kirkjunni Framkvæmd af prestinum, en veisl- an í kjölfarið á vegum foreldranna. Skítmenni og smásál Ingvi Eggertsson skrifaði meðal annars: Ég get ekki annað en sagt frá því hvers konar skítmenni og smásál ég er. Ég sé nefnilega eftir nokkur hundruð milljónum sem fara í hátíð á Þingvöllum á sama tíma og skorið er niður hjá sjúkrahúsunum. En ég kann ekki að skammast mín og sé eftir fleiru, til dæmis lúxusferðum ríkisstarfsmanna með risnureikn- inga. Þetta angrar líka mína litlu aurasál. En auðvitað verður fólk í ábyrgð- arstöðum að geta fengið að leika sér á kostnað almennings, slíkt er hollt og gott. Sjálfur er ég félagslega heft- ur og tregur til kauphækkana handa okkar góðu þingmönnum. Það er eins gott að mér var ekki falið að stjóma landinu. Ríkisstjórnin á aðeins einn leik í stöðunni, það er að senda mig, svona plebba eins og ég sannarlega er, til fjarlægra staða með farseðil upp á vasann - aðra leiðina. Þá mun ég ekki spilla hinni hreinu og rétt- trúuðu íslensku þjóð með göllum mínum og illu innræti. ÍDV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reylgavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.