Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2000, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2000, Blaðsíða 32
36 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 Tilvera I>V Heimur Gudríð- ar í kvöld Leikritið Heimur Guðriðar - síðasta heimsókn Guðríðar Sím- onardóttur í kirkju Hallgríms- eftir Steinunni Jóhannesdóttur, sem einnig leikstýrir, verður sýnt í Seljakirkju kl. 20. Sýning- in er sett upp í tengslum við sögulega guðsþjónustu frá 17. öld. Leikarar eru Margrét Guð- mundsdóttir, Helga Elínborg Jónsdóttir, Jakob Þór Einarsson, Guðjón Davíð Karlsson og Egill Ásbjamarson. Krár ■ BUTTERCUP A GAUKNUM Það verður rokkað til helv... með Butt- ercup á Gauki á Stöng. Lagið „Bú- inn“ situr í 10. sæti íslenska list- ans. ■ CAFÉ ROMANCE Breski píanó- leikarinn Simone Young hamrar á pí- anóið af öllum lífs og sálar kröftum. ■ TARA Á KRINGLUKRÁ Frekar ró- legt og næs verður þegar dúettinn Tara dregur fram tóna úr farteskinu á barnum í musteri Mammons, Kringlukránni. Klassík ■ TONLEIKAR I ARBÆJARKIRKJU Söngfélag Skaftfellinga heldur sína árlegu tónleika í Árbæjarkirkju kl. 20. Sveitin ■ FYRIRLESTDR A AKUREYRI Edda Hermannsdóttir íþróttakennari heldur fyrirlestur sem hún nefnir heilbrigður lífstíll í íþróttahöllinni, Akureyri, kl. 19 og stendur hann til kl. 22. Skráning fer fram hjá Flmi í Vaxtarræktinni í íþróttahöllinni og aðgangseyrir er 1000 kr. Leikhús ■ KYSSUI MIG KATA Söngleikurinr Kysstu mig, Kata, eftir Cole Porter verður sýndur klukkan 19 í Borgar- leikhúsinu. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir og meö aöalhlutverk fara Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Bergþór Pálsson. Sfmi í miðasölu er 568 8000. ■ LANGAFI PRAKKARI Barnaleikrit iö Langafi prakkari veröur sýnt í grunnskólanum á Hvammstanga klukkan 17.00. Verkið er byggt á bókum Sigrúnar Eldjárn og hefur not ið mikilla vinsælda. ■ ÉG SÉ EKKI MUNIN Leikfélagið Hugieikur sýnir leikverkiö Ég sé ekki Munin í Möguleikhúslnu klukk- an 20. ÞórTulinus leikstýrir verkinu sem er byggt á Hávamálum og hafa fjórtán hugleiskir höfundar túlkað þau og fært forna speki I nútíma- búning á gamansaman hátt. Opnanir ■ KJARVALSSTAÐIR Ragnheiður Jónsdóttlr er mætt á Kjarvalstaði til að standa síðustu vaktina í sýning- arverkefninu Veg(g)lr en hún er að taka við af Gunnari Erni. Ragnheiður stendur vaktina til 18. maí. Fundir ■ STARFSFUNDIJR KHI Haldinn verður starfsfundur f Kennarahá- Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is Ríki kiðlinga og gríslinga - Guttormur yfir 900 kílóin og Hagbaröur minkur talinn af á Bústaðaveginum „Það er komið vor í loft og 1 hjörtun líka,“ segir Tómas Guðjóns- son, forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal, en í Húsdýragarðinum hefur verið í nógu að snúast undanfarnar vikur því gríslingar, kiðlingar og kálfar hafa skotið þar upp sínum velkomnu koll- um. Von er á minkahvolpum innan skamms og líklegt er að hreindýra- kálfar, selkópar og yrðlingar andi að sér fersku vorloftinu í Laugardaln- um. „Aðsóknin hefur verið ágæt það sem af er árinu og alls eigum við von á um 200 þúsund gestum í ár. Við höf- um verið að vinna að stefnumótun fyrir framtíðina í samráði við Iðn- tæknistofnun og hugmyndir okkar verða væntanlega kynntar 19. maí á tíu ára afmæli garðsins," segir Tómas dálítið leyndardómsfullur. Hann bendir á stækkunarmöguleika fyrir ofan garðinn þar sem hætt hef- ur verið við byggingu nýs húss fyrir Landssímann og nýtt kvikmyndahús og fyrir neðan garðinn þar sem nú er ræktunarstöð sem flytja á annað. Tómas segir ýmsar hugmyndir hafa verið ræddar, m.a. sjávardýra- safn, vísindasafn og tívolí. „Það eru ýmsar draumahugmyndir í gangi sem á eftir að vinna úr,“ segir hann. Þess má geta að Fjölskyldugarður- inn, sem er lokaður á veturna, verð- ur opnaður 15. mai nk. Draumfarir í Laugardalnum „Þaö eru ýmsar draumahugmyndir í gangi sem á eftir aö vinna úr, “ segir Tómas Guöjónsson, forstööumaöur Fjölskyldu- og húsdýragarösins í Laugardal. Meö Tómasi á myndinni eru Berglind Ágústsdóttir dýrahiröir og kálfurinn Skrauta. DV-MVND ÞOK Os á fæðingardeildinnni Fyrsta ungviði ársins í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum voru 12 litlir grísir sem gyltan Freyja gaut 15. mars. Öllum heilsast þeim vel og gríslingamir stækka dag frá degi. Rúmum hálfum mánuði síðar báru þrjár geitahuðnur, Rák, Fiða og Skálm, samtals fimm kiðlingum og voru tveir þeirra hafrar en þrír huðnur. Enn leið hálfur mánuður og var Bíógagnrýni kominn 18. apríl en þá bar kýrin Gæfa rauðskjöldóttum kvígukálfi. Faðirinn er enginn annar en hinn þéttvaxni Guttormur, þyngsta naut landsins, sem enn er að bæta við sig kílóum og var 906 kíló við síðustu vigtun sem fram fór í febrúar. Gutt- ormur hefur nú fengið nýja stíu und- ir sitt jarðneska hýði og unir þar sæll. „Hann er orðinn það stór að þessir stöðluðu básar hentuðu hon- um ekki. Við héldum að hann væri orðinn gamall og stirður en þá var bara of þröngt um hann þannig að hann fékk ekki nægilegt legupláss. Eftir að hann fór sér í stíu er hann allur annar; liðugur og amar ekkert að honum," segir Tómas. í vor mun minkalæðan Gunnvör gjóta hvolpum sinum en Hagbarður faðir þeirra verður fjarri góðu gamni því hann sætti lagi í snjóþyngslum marsmánaðar og yfirgaf Gunnvöru og væntanlega afkomendur sína og húsdýragarðinn í heild sinni fyrir fullt og fast. „Við fréttum af minki sem ekið var yfir á Bústaðavegi og það gæti hafa verið Hagbarður en við höfum enn ekki fengið það staðfest," segir Tómas Guðjónsson. -GAR Laugarásbíó/Stjörnubíó - Final Destination: ★ ★ ' Grafalvarlegur leikur við dauðann Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir Enginn getur flúið sín örlög eða næstum engir. í Final Destination kynnumst við nokkrum ungmenn- um sem storka örlögunum og þegar þau halda að þau séu hólpin er að- eins hálfleikur. Allt er þetta ungum pilti, Alex Browning (Davon Sewa), að þakka eða kenna. Hann hefur gáfu sem sjálfsagt margir vildu hafa, getur séð fyrir hluti en ein- göngu sem tengjast dauðanum. í byrjun myndarinnar er Alex einn úr hópi fjörutiu nemanda sem eru á leið með kennurum sinum til Parísar. Þegar hann er kominn um borð í Boeing 747 fær hann sýn. Flugvélin mun springa í loft upp rétt eftir flugtak. Alex er flughrædd- ur fyrir og óhætt er aö segja að hann tryllist í kjölfarið á sýninni og er þvi ekki beint trúverðugur þegar hann æðir um flugvélina æpandi að hún muni springa rétt eftir flugtak. Lætin um borð enda með því að nokkrum nemendum og kennara þeirra er hent frá borði. Vélin fer af stað og eins og Alex spáði springur hún í loft upp stuttu eftir flugtak. Hinir eftirlifandi og lögreglan sem kemur á vettvang líta Alex horn- auga, vita varla hvemig á að um- gangast hann. Alex fær jafnvel á til- finninguna að það sé honum að kenna að flugvélin fórst. Ekki tekur betra við þegar heim er komið. All- ir forðast hann þar til Alex fær á til- flnninguna að öll sem lifðu hefðu átt að deyja. Þau léku á dauðann og það væri ekki látið líðast... Final Destination fer nokkuð vel af stað. Sýnin er skemmtilega stílisemð og ógnvekjandi og aðdrag- andinn að slysinu er góður og eftir- málin trúverðug. Þegar aftur á móti dauðinn er kominn inn í spilið sem einhver áþreifanlegur en þó ósýni- legur hlutur fer myndin að missa marks og fer út og suður í atburða- skýringum. Um leið missa leikarar tökin á persónum sínum sem verða flatari með hverri mínútu. Þama er fyrst og fremst um að kenna reynsluleysi eða jafnvel getuleysi ungra leikara og einnig reynsluleysi leikstjórans James Wong sem er að gera sína fyrstu kvikmynd. Eins og með hryllingsmyndir sem beint er að unga fólkinu, Scream, Idle Hands, svo að einhverjar séu nefndar, þá virðist það vera formúl- an að vera nógu frumlegur. Þetta heppnast stundum og stundum ekki. Final Destination er best þeg- ar hún fer á fjörurnar við klassísk- ar formúlur eins og sýnir Alex og verst þegar hún reynir að fara nýj- ar leiðir, þá er hugmyndaauðgin ekki meiri en svo að stundum er ekki annað hægt en að brosa að vit- leysunni. Leikstjóri: James Wong. Handrit: James Wong, Glen Morgan og Jeffrey Reddick. Kvikmyndataka: Robert McLachlan. Tón- list: Shirley Walker. Aðalhlutverk: Devon Sawa, Ali Larter, Kerr Smith og Kristen Cloke.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.