Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2000, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2000, Blaðsíða 17
17 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 DV DV MYND: E.ÓL. Damien Poisblaud, söngvari og kórstjóri Damien hefur unniö mikið í miðaldatónlist og mun leiða Fóstbræður í flutningi þeirra á 12. aldar tóniist upp úr Codex Calixtinus sem er eitt elsta varðveitta tónlistarhandrit í heimi og elsta heimild um ritaðan fjölraddasöng. Það er áreiðanlega snúið verkefni að kenna 70 full- orðnum íslenskum karlmönnum að syngia eins og munkar. Frá þvi á góu hafa Fóstbræður undir stjóm Árna Harðarsonar grúft sig yfir að læra að syngja Codex Calixtinus, 12. aldar tónlist við latínutexta til dýrðar heilögum Jakobi. Heilagur Jakob var drepinn af Heródesi, landstjóra í Jerúsalem, en fluttur til smá- borgarinnar Santiago de Compostela í Galisíu á Norð- ur-Spáni. Þar lá hann í margar aldir uns hann vitrað- ist Karlamagnúsi keisara i draumi og hvatti hann til að fara i krossferð til að bjarga Galisíu úr höndum villutrúarmanna. í kjölfarið jukust mjög ferðir píla- gríma til grafar Jakobs og trú efldist mjög á dýrlings- dóm hans. Efsti túristabæklingur heims í dómkirkjunni í Santiago de Compostela hefur varðveist mikið handrit, Codex Calixtinus, frá 12. öld. Það geymir sögur af heilögum Jakobi og þeim krafta- verkum sem hann hefir látið ganga fram yfir þá sem heimsækja gröf hans og segir frá krossferð Karla- magnúsar til grafarinnar og er nokkurs konar vega- handbók fyrir pilagríma. Fyrir vikið hefur þetta stundum verið kallaður elsti ferðamannabæklingur heimsins. En í Codex er einnig að finna nótnaskrift yflr kirkjusöng og þykir einhver elsta og merkasta heimild um söngmennt Evrópuþjóða sem til er. í handritinu sem fært var í letur einhvem tímann milli 1150-1180 er að flnna staðfestingu þess að fjöl- radda söngur hefur verið iðkaður mun lengur en sem nemur aldri handritsins, en það er einnig stórkostleg heimild um kirkjusöng og trúariðkun miðalda. Sá hluti handritsins sem heitir Congauduent verð- ur fluttur af forsöngvurum og einsöngvara en þessi þáttur er elsta ritaða heimild um ijölradda söng sem til er í heiminum. Frumflutningur í Hallgrímskirkju Verkefhið sem felst í því að flytja hinn forna messusöng með karlakór, fjórum forsöngvurum og einsöngvara er unnið i samvinnu allra menningar- borganna níu í Evrópu. Á hverjum stað er nýr kór en sömu forsöngvarar fara milii allra borganna og einn listrænn stjórnandi er yfir öllu verkinu. Sá heitir Damien Poisblaud og er nýkominn til íslands og sveiflar nú tónsprotanum fyrir framan Fóstbræður. Damien er söngvari og kórstjóri sem starfar mikið að miðaldatónlist. DV bað hann að lýsa lauslega þessu verkefni og þátttöku borganna í því. „Þetta verða alls 7 tónleikar í 6 borgum og þeir fyrstu voru í Kraká í Póllandi i lok janúar. Þá var verkið ekki flutt í heild svo tónleikamir í Hallgríms- kirkju verður frumflutningur verksins eins það er nú borið fram. Ég hlakka mikið til að takast á við þetta og það verður stórkostlega gaman að heyra hvemig þetta hljómar i kirkjunni," sagði Damien Poisblaud. Þetta er í fyrsta skipti sem nákvæmlega þessir hlutar af Codex Calixtinus era fluttir með þessum hætti. í handritinu er mikill fjöldi laga og texta en Damien segist hafa valið fyrir þetta verkefni þá hluta sem mynda saman heildstæða messu eins og hún er enn sungin. A6 syngja með hjartanu Nú er ekki nákvæmlega vitað hvernig sú nótna- skrift sem varðveist hefur frá miðöldum var sungin og hvort nútímamenn túlka hana rétt. Getum við ver- ið viss? „Við getum það auðvitað ekki. Það er ekki langt siðan ég hlustaði á egypska söngvara sem sungu eft- ir þeim hefðum sem varðveist hafa meðal Koptanna i Egyptalandi sem er einn elsti kristni söfnuður í heim- inum. Það var mjög fróðlegt og ég heyrði ýmislegt nýtt. Það sem við getum verið viss um er að miðalda- menn vora mannlegir eins og við. Ég held að tónlist þeirra hafi gegnt því hlutverki að efla trúargleði, hug- Ijómun og innblástur í brjóstum þeirra og hafi fyrst og fremst verið sungin af mikilli gleði og tilbeiðslu. Á miðöldum bjó fólk við erfiðleika og lítil þægindi og þess vegna tel ég að viðhorf þess til efnislegra gæða hafi verið allt annað en okkar og það lagði meiri áherslu á upplifun og tflfinningar en þægindi." Damien segist reyna við stjórn kórsins og eigin flutning að byggja sem mest á þessari tilfinningalegu upplifun. „Það má segja að min nálgun byggi á því að syngja með hjartanu en ekki heilanum. í nútímanum syng- um við of mikið með heilanum og skynseminni. Ég vil að við syngjum með hjartanu af sannri tilfmn- ingu.“ Stórkostlegt land Damien hefur ekki komið til fslands áður og Fóst- bræður er fyrsti kórinn sem hann kemst í tæri við í þessu verkefni því þegar hann flutti verkið í Kraká fóru engar æfingar fram með kómum. Hann segir að fimm dagar séu nægur tími til undirbúnings með kórnum en skömmu fyrir tónleika koma síðan fjórir söngvarar til landsins sem munu syngja hlutverk cantora eða forsöngvara í verkinu. „Mér finnst þetta stórkostlegt land. Ég hef farið og skoðað Gullfoss og Geysi og komið í Skálholt og mér fannst það mögnuð upplifun. Ég sem söngvari reyni alltaf að nálgast list mína á tilfinningalegum forsend- um og þetta land gefur mér innblástur til þess.“ Damien segir að sér lítist vel á kórinn og hann eigi eftir að fá hinar norrænu raddir til að hljóma eins og suðræna munka. Til þess að gera hinum lokuðu ís- lendingum skiljanlegt hvernig hann vilji láta þá syngja fer hann mikinn i kórstjórn sinni, gengur um gólf, sveiflar höndunum ákaflega og leikur stutta leik- þætti þegar það á við. Fóstbræður gera sitt besta til að fylgja honum en það er misjafnlega djúpt eða grannt á munknum í brjóstum þeirra. Damien segir að sú tónlist sem mun óma um rjáf- ur og hvelfingar Hallgrímskirkju á laugardaginn verði eins og sú tónlist sem fyllt hefur evrópskar dómkirkjur um aldir. Það verður eins og að ferðast 700 ár aftur í tímann að sitja og hlusta. -PÁÁ Tónlíst Tónlist frá Paradís Á tónleikum í Langholtskirkju á skirdag fluttu Kór og Gradualekór Langholtskirkju háandlega tónlist eftir César Franck og Gabriel Fauré. Rúsinan í pylsu- endanum var Sálumessa Faurés en hún er svo falleg að það er ekki hægt að lýsa henni með orðum. Fauré samdi hana ekki eftir pöntun eins og Mozart, heldur í minningu fóður síns, og er hún þrungin einlægri trúartilfinningu. Hún er laus við ofsafengið dramað i velflestum sambærilegum verkum þar sem kvalir syndugra sálna í hreinsunareldinum era gjarnan að- alatriðið og eldspúandi ófreskjur flögra um. Til gam- ans má geta að ein framleg hugmynd um helviti er að þar séu eingöngu leikin misheppnuð tónverk eftir lé- leg tónskáld, og glymja þau í eyrum syndaranna án afláts. Enginn hér uppi man eftir þessum tónskáldum í dag en þar neðra vita sko allir hverjir þeir era. Ef þetta er ekki helvíti, þá veit ég ekki hvað er. En Sálu- messa Faurés á heima á himnum og hlýtur að vera uppáhaldstónverk Guðs. Sálumessan var síðust á dagskránni, en fyrst var sunginn Davíðssálmur 150 FWV 69 eftir Franck. Var innkoma kórsins dálítið klaufaleg og örlaði á smáóör- yggi karlanna á efstu tónunum. Þetta var þó aðeins í byrjun, kórinn náði sér fljótt á strik og stjórnaði Jón Stefánsson öllu með styrkri hendi, styrkleikajafnvæg- ið var gott og túlkunin innileg. Claudio Rizzi lék með á orgelið og fórst það vel úr hendi; sömuleiðis spilaði Gunnhildur Einarsdóttir fagurlega undir á hörpu og var útkoman hin ánægjulegasta. í næsta atriði steig Bergþór Pálsson á svið og söng með kórnum og orgelinu Tu es Petrus eftir Gabriel Fauré. Gerði Bergþór það án óþarfa dramatískra til- burða, andrúmsloftið var innilegt og var þetta einkar fallegur tónlistarflutningur. Sama má segja um sálm- inn Eitt er orð Guðs eftir Fauré sem kórinn söng við tóna orgelsins, túlkunin var sérlega áhrifamikil, blæ- brigðarík og ljóðræn. Er hér var komið sögu gekk Gradualekór Lang- holtskirkju fram fyrir áheyrendur og söng tvö verk eftir Fauré, Tantum ergo og síðan Messe Basse. Hið fyrmefnda var einstaklega fallega flutt, heildarhljóm- urinn var tandurhreinn og hið ljóðræna var svo fag- urlega mótað að harðneskjulegustu áheyrendumir sáust fella tár. Sömuleiðis var messan ágætlega sung- in og tveir einsöngvarar, þær Regína Unnur Ólafs- dóttir og Dóra Steinunn Ármannsdóttir, stóðu sig með mestu prýði þó hin síðamefnda muni reyndar hafa verið veik. Eftir hlé var komið að sálumessunni fógra eftir Fauré. Gradualekórirm hvarf þá af sviðinu en upphaf- legi kórinn kom í hans stað. Tveir einsöngvarar sungu með kómum, þau Bergþór Pálsson og Guðríð- ur Þóra Gísla- dóttir, og stóðu þau sig nokkuð misjafnlega. Bergþór söng einsöng í öðrum þættinum, Fóm- arsöngnum, og gerði það af stakri smekkvísi og einlægri trú- artilfinningu en Guðriður Þóra var dálitið vél- ræn í Pie Jesu, sem er fjórði þáttur. Hún hefur fallega náttúrarödd og góða radd- beitingu en styrkleikabrigðin hefðu mátt vera ríku- legri til að fegurð tónlistarinnar skilaði sér til fulls. Flest annað var hins vegar einstaklega vel gert, tfl dæmis var síðasti kaflinn þar sem kvenraddir syngja um Paradís og er einhver stórfenglegasta tónlist sem hefur verið samin, svo ótrúlega vel fluttur að sjaldan hefur annað eins heyrst í Langholtskirkju. Bara það gerði þessa tónleika einstaka. Jónas Sen DV-MYND HILMAR ÞÓR Bergþór Pálsson „Bergþór söng einsöng í öðrum þættinum, Fórnarsöngnum, og geröi það af stakri smekkvísi og einlægri trúartilfinningu. “ _______________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Ævisögur stórskálda Það vekur at- hygli á lista yfir þá sem hlutu starfslaun úr Launasjóði fræði- ritahöfunda sem veitt voru í fyrsta sinn fyrir páska að fjórir höfundar hljóta starfslaun til að skrifa ævisög- ur skálda og rithöfunda. Við erum greinilega að komast fyrir alvöru inn í þá bókmenntagrein. Öll eru starfs- launin í sex mánuði. Jón Viðar Jóns- son er að skrifa bókmennta- og leik- listarsögulega ævisögu Jóhanns Sig- urjónssonar, Kristján Jóhann Jóns- son skrifar um ævi, samtíma, skáld- skap og fræðistörf Gríms Thomsens, Viðar Hreinsson skrifar ævisögu Stephans G. Stephanssonar með hljómbotni í þeirri íslensku bók- menningu fyrri alda sem mótaði Stephan G. og Þórunn Valdimarsdótt- ir, handhafi Menningarverðlauna DV í bókmenntum (á mynd), skrifar ævi- sögu Matthiasar Jochumssonar og vill freista þess að leggja mat á ótví- ræð áhrif hans á samtíð sína og síð- ari tíma. Aðrir sem hlutu starfslaun eru Birna Arnbjörnsdóttir sem skrifar um íslenskt mál og samfélag, Krist- ján Eiríksson sem kannar íslenska óðfræði, Þorleifur Hauksson sem fjallar um íslenskan skáldsagnastíl frá 1850-1970 og Æsa Sigurjónsdóttir sem skrifar íslenska búningasögu frá 1890 út frá samtímaljósmyndum. Rétt til að sækja um starfslaun úr Launasjóði fræðiritahöfunda hafa höfundar alþýðlegra fræðirita, hand- bóka, orðabóka og viðamikils upplýs- ingaefnis á íslensku. Meginhlutverk sjóðsins er að auðvelda samningu bóka og verka í stafrænu formi til efl- ingar íslenskri menningu. Heimur Guöríöar Leikrit Steinunnar Jóhannesdótt- ur, Heimur Guðríðar, verður sýnt í Seljakirkju í kvöld kl. 20 og aftur á sunnudaginn kl. 14 á sama stað í tengslum við sögulega guðsþjónustu í stíl samtíma Hallgríms Péturssonar. Munu kirkjugestir koma ríðandi og að messu lokinni verður borið fram kirkjukaffi að gömlum sið. Nýr þýskur styrkur Þegar dr. Josef Spiegel, forstöðu- maður Stiftung Kúnstlerdorf Schöppingen i Þýskalandi, kom hingað til lands síð- astliðið haust til að kynna þá styrki sem stofnunin veitir, bætti hann við einum sérislenskum dvalarstyrk sem ætlað er að styrkja tengslin við ísland. Hann er ætlaður islenskum rithöfundi eða myndlistarmanni og nú hefur verið ákveðið að veita hann Bjarna Bjarna- syni rithöfundi fyrstum manna (á mynd). Hann fer núna um mánaðamót- in og dvelur við skriftir þar ytra í þrjá mánuði. Stiftung Kúnstlerdorf Schöppingen er til húsa í bænum Schöppingen í Þýskalandi. Vinnustofur myndlistar- manna era allar bjartar og rúmgóðar og rithöfundar hafa til afnota misstór- ar íbúöir. Aðstandendur Kúnstlerdorf Schöpp- ingen reyna eftir fremsta megni að koma listamönnum i tengsl við gallerí og aðra sýningaraðila í Þýskalandi. Einnig hafa þeir komið verkum höf- unda á framfæri við forlög og aðra að- ila, til dæmis útvarp. Hláturgas til Sauðárkróks Farandsýningin Hláturgas Læknaskop frá vöggu til grafar - verður sett upp á tiu sjúkrahúsum víðs vegar um landið í ár í boði lyfja- fyrirtækisins Glaxo Wellcome á ís- landi. Fjórði áfangi sýningarinnar verður opnaður í Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks á morgun kl. 15.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.