Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2000, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2000, Blaðsíða 33
Tilvera i FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 DV Fríður flokkur í ferðahug Þessi myndarlegi 22 manna hópur hefur nýlokiö sjö mánaöa feröamálanámi frá Feröamálaskólanum I Kópavogi. Námiö felst í fargjaldaútreikningi og notk- un farbókunarkerfis auk heföbundinna feröagreina, eins og feröalandafræöi útlanda, feröalandafræöi íslands, markaösfræöi, þjónustusamskiptum og sölutækni. Námiö er sniöið aö íslenskum aöstæöum en er einnig alþjóðlega viöurkennt enda eru námsgögn aö stórum hluta frá Alþjóölegu flugmálasamtökunum. Hélt hjónaband- inu leyndu Hin unga og efnilega leikkona Mena Suvari kom mörgum á óvart á þegar hún mætti til óskarsverð- launahátíðarinnar á dögunum með eiginmann upp á arminn. Enginn vissi að leikkonan unga væri svo Ímikið sem trúlofuð hinum 38 ára gamla Robert Brinkman, sem er kvikmyndatökumaður. Þykir mörgum að hjónaband Menu minni óþægilega á kvikmyndina American Beauty, sem skaut henni upp á stjömuhimininn, en þar leikur hún táningsstúlku sem fell- ur fyrir miðaldra manni. Aldursmunur Menu og Roberts er 17 ár og segir leikkonan það engu skipta og bendir á 1 því sam- bandi að aldursmunur foreldra hennar er 24 ár og þeirra hjóna- band hafi verið farsælt. Ástfangin Mena Suvari er nýgift og yfir sig ástfangin. Dansað inn í dýpri vitund Breski leikarinn, dansarinn og trommarinn, Alain Allard, ætlar að kenna íslendingum að dansa sig inn í dýpri vitund um næstu helgi. Dansinn, svokallaður 5Rythms- dans, er sagður vera vestræn að- ferð, sambærileg hinu indverska jóga, hinu japanska aikido og hinu kínverska Tai Chi. 5Rythms, sem einnig er kallaður The Wave, eða Aldan, var þróaður á 30 árum í Bandaríkjunum af Gabrielle Roth. í dansinum eru flmm taktar og er hægt að dansa þá við alls konar tónlist og mun það koma berlega í ljós á námskeiðinu um helgina. Alain Allard mun hafa hlotið sjö ára ítarlega þjálfun hjá þeim Ya- Acov og Susannah Darling Kahn en þau eru sögð vera meðal fremstu 5Rythms-kennara Evrópu. Allard starfar við sálfræðimeðferð - tran- spersonal psycoherapy - og er sú reynsla hans, ásamt langri aikido- ástundun, sögö fléttast inn í starf hans sem kennara í hreyfingu og dansi. Skipuleggjandi 5Rythms-nám- Hinn ítarlega þjálfaði Alain Allard Kennir íslendingum aö dansa 5Rythms-dans um helgina. skeiðsins er Sigurborg Kr. Hannes- dóttir og fer það fram í Reykjadal í Mosfellsbæ dagana 28. til 30. apríl. Fyrstir með viðskiptafréttimart Notaðu vísifingurínn! www.visir.is ___________________. 37 S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.