Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 Fréttir I>V Sjómannaforustan og LÍÚ hafa haldið ótal samningafundi án árangurs: Ekki samið við sjó- menn á næstunni lönskólinn í Reykjavík. Þrátt fyrir fjölmarga viðræðufundi forustumanna Sjómannasambandsins og Landssambands islenskra útgerð- armanna undanfamar vikur og mán- uði, bæði formlega og óformlega, virðist sáralítil eða nákvæmlega eng- in hreyfing komin á samningamál þeirra. Menn hafa talað og talað og viðrað ýmsar hugmyndir en svo virð- ist sem þvílik stífni sé milli aðila sem fyrr að þeir geti ekki komið sér í „al- vöm viðræður" um eitt né neitt. Virðist því sem þessir aðilar ætli ekki að ná samkomulagi um grundvallar- mál frekar en tyrri daginn, en hvergi hefur „harka og stífni" í samninga- viðræðum verið meiri en milli þess- ara aðila í undangengnum samninga- lotum. Mál þessara aðila er ekki kom- iö til embættis ríkissáttasemjara þótt aðilar hafi haft aðstöðu til fundar- halda í húsakynnum hans að undan- fómu. Lengi vel hafa menn talað um að perónulegt ósætti Kristjáns Ragn- arssonar, formanns LÍÚ og fyrrver- andi framkvæmdastjóra útvegs- manna, annars vegar og Sævars Gunnarssonar, formanns Sjómanna- sambandsins, hins vegar stæði í vegi fyrir að samskipti samtaka þeirra í samningamálum gætu verið með eðlilegum hætti, og sjálfur „impraði" Kristján á þessu þegar hann tikynnti á sínum tíma að hann hygðist hætta sem fram- kvæmdastjóri LÍÚ og láta hitann og þungann í samningamálunum yflr á DV-MYND S Styrkur tll krabbamelnssjúkra barna Fyrirlesarinn Brian Tracy, til hægri, færöi Þorsteini Ólafssyni, formanni Styrkt- arfélags krabbameinssjúkra barna, 650 þúsund króna styrk fyrir hönd Vegs- auka og Hard Rock Café í Borgarleikhúsinu í gær. Peningarnir voru afrakstur tveggia hádegisveröa á Hard Rock þar sem fólki gafst kostur á aö boröa meö fyrirlesaranum fyrir 10.000 krónur. axlir annarra for- ustumanna LÍÚ. Vera kann að and- rúmsloftið á fund- um sjómannafor- ustunnar og LÍÚ hafi eitthvað breyst við brott- hvarf Kristjáns úr átakalínunni, en það hefur þá ekki skilað sér í meiri árangri á samn- ingafundunum. Engin sátt um verðmyndun Um árabil hefur verið tekist á um þá meginkröfu sjómannaforustunnar að allur fiskur skuli fara á markaði til verðmyndunar, en útvegsmenn hafa jafnan hafnað þeirri kröfu alfar- ið og ekki verið til viðræðu um eitt né neitt í þá veruna og eru ekki enn. Virðist nokkuð ljóst að aðilar muni engu samkomulagi ná um þetta atriði frekar en fyrri daginn, og breytingar verði ekki á verðmyndunarkerfinu nema til komi bein opinber afskipti af því máli. Konráð Alfreðsson, varaformaður Sjómannasambands íslands, segir að hann hafi ekki tölu á þeim fundum sem haldnir hafi verið að undan- fömu, en árangur þeirra funda sé ná- kvæmlega enginn. Varðandi megin- kröfuna um allan fisk á markað, seg- ir Konráð að sú krafa sé ekki endi- lega á oddinum í dag frekar en annað, í rauninni séu öll mál sjómanna á oddinum, enda hafi sjómenn dregist verulega aftur úr öðrum stéttum hvað varðar ýmis kjara- og hagsmunamál. „Við erum orðnir svo langt á eftir öðmm að við það verður ekki unað, og við glimum við uppsafnaðan vanda margra ára. Það er sama hvort horft er á starfsaldursmál, orlofsmál, uppsagnarmál eða nánast hvaða mál sem er, sjómenn hafa engar leiðrétt- ingar fengið um árabil þótt aðrir hafi sífellt sótt einhveijar lagfæringar. Þá emm við sífellt að beijast við að reyna aö tryggja að farið verði að þeim samningum sem í gildi eru hveiju sinni en á því hefur verið mik- ill misbrestur. Það er alveg óhætt að segja að sjómenn séu orðnir mjög Konráð Alfreðs- son: „Sjómenn orönir langeygöir eftir kjarasamningi“ langeygðir eftir kjarasamningi," segir Konráð Al- freðsson. Engir samn- fngar á næst- unni? Annar viðmæl- andi, úr röðum talsmanna útgerð- armanna, sagði við DV að svo gæti allt eins farið að sjómenn fengju engan samning á næstunni, enda væri staða þeirra erfið. Sjómenn séu í rauninni hópur manna með mjög misvísandi hagsmunamál og mjög mismiklar tekjur eftir því hvers konar veiðimennsku þeir stunda. Þessi aðili sagði sjómenn ekki hafa neina stöðu til að fara í verkfallsað- gerðir á næstunni, bæði vegna þess Gylfi Kristjánsson blaðamaður Fréttaljós Kristján Ragn- arsson, formað- ur LÍÚ. Brotthvarf hans úr átakalínu samnlngamál- anna virðist lítiö hafa liökaö fyrir málum. að alls ekki væri um neina samstöðu meðal sjómanna um slíkt að ræða. í rauninni væru tveir fyrstu mánuðir hvers árs einu mánuðir ársins sem sjómenn hefðu sterka stöðu til verk- fallsaðgerða, þeir gætu þá lamað loðnuveiðar með slíkum aðgerðum en á öðrum árstíma væri verkfallsvopn sjómanna langt frá því að vera beitt vopn, enda gætu útgerðirnar tekið kvóta sinn í öðrum tegundum á styttri tíma þótt til sjómannaverkfalls kæmi t.d. á næstu mánuðum. Eins og staðan er í dag bendir því fátt til að til tíðinda dragi á næstunni. Útvegsmenn ætla að funda í næstu viku og ráða ráðum sínum og eftir það munu þeir hitta talsmenn sjó- manna að nýju. Hvort eitthvað nýtt kemur þá upp á borðið er ekki talið líklegt, þótt menn munu e.t.v. ræða málin eitthvað áfram eins og þeir hafa verið að gera að undanfömu án nokkurs árangurs. -gk Skólameistari IR: Sjö hafa sótt um Sjö umsóknir höfðu borist um stöðu skólameistara Iðnskólans í Reykjavík síðdegis i gær. Vera má að einhverjar umsóknir hafi átt eftir að berast með pósti. Þeir sem hafa sótt um eru: Ágúst Birgir Karlsson, aöstoðarskólameistari Iðnskólans í Reykjavik, Baldur Gíslason, verkefnastjóri hjá Prent- tæknistofnun m.fl. , Helga Bjöms- dóttir, framhaldsskólakennari í Iðnskólanum í Reykjavík, Ingi Bogi Bogason, upplýsinga- og menntafulltrúi hjá Samtökum iön- aðarins, Ingibergur Elíasson, kennari við Borgarholtsskóla, Ólafur Grétar Kristjánsson, deild- arsérfraeðingur í menntamálaráðu- neytinu, og Sigurður Öm Krist- jánsson, rafmagnstæknifræðingur og kennari við Iðnskólann í Reykjavík. Starfsumsóknimar verða sendar skólanefnd Iðnskólans á næstu dögum til umsagnar. Menntamála- ráðherra mun síðan skipa í stöð- una. Skipað verður í hana frá og með 1. júní nk. -JSS Tilboði BM Vallár tekið Á fundi Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar á dögunum var ákveðið að taka tilboði BM Vallár ehf. varðandi kaup á hellum og steinum til viðhalds. Tilboð BM Vallár hljóðaði upp á rúmlega 14,5 milljónir króna sem var 83,72% af kostnaðaráætlun. Tilboð Steypu- stöðvarinnar ehf. hljóðaði upp á 75,58% en var frávikstilboð þar sem stærð hellusteina var ekki sú sama og útboðslýsing hljóðaði upp á og var því ekki lægsta boð. í frétt DV á þriðjudag var sagt að tilboð Steypu- stöðvarinnar hefði verið lægst og er beðist velvirðingar á þeirri ónákvæmni. -hdm Veðriö í kvöld Væta fyrir vestan Gert er ráö fyrir suðaustanátt 5-8 m/s, en 8- 13 m/s vestantil. Vestanlands veröur rigning meö köflum fram eftir morgni, en síðan úrkomulítið, en léttskýjaö noröaustan- og austanlands. Sólarlag i kvöld Sólarupprás á morgun Síódegisflóö Árdegisflóö á morgun 21.40 05.09 12.53 01.35 20.04 04.42 17.26 06.08 Skýrlngar á veöurtáknum ^VINDÁTT 10°—HITI VV .10° V- '^VINDSTYRKUR \rancT HEIÐSKÍRT S metrum á sekúndu *'KUbI o O LÉTTSKÝJAD HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ %%.. W Ö RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA 'Q' P ■ú sss ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF* RENNINGUR ÞOKA Enn hálkublettir á fjallvegum Góö færö er á öllum helstu þjóðvegum landsins, þó eru hálkublettir víöa á fjallvegum á Vestfjöröum, Noröaustur- og Austurlandi. Fært er oröið um Hellisheiöi eystri. Veðrið á morgun Víða bjart veður Á morgun verða austan 8-13 m/s meö suöurströndinni en hægari annars staöar. Smáskúrir verða SA-lands en víöa bjart veður noröan og vestan til. Hiti 2 til 8 stig að deginum en vægt næturfrost norðan- og austanlands. Laugarda) Vindun vL— Hiti 2° til 8° ' Hæg A- eöa NA-átt. Dálítll rigning eöa súld á austanveröu landinu en nokkuö bjart veöur vestanlands. Hitl 2 til 8 stlg, hlýjast suövestan til. Gert er ráö fyrir fremur hægum sublægum áttum og votvlörl, elnkum sunnan tll. Milt veröur i vebri. BBnnrfBTO- J 'W/ Hiti 4° til 8° 4 ó 4 Enn er spáö fremur hægum suölægum áttum og votvlörl, elnkum sunnan til. Áfram veröur nokkuö mllt í veöri. AKUREYRI léttskýjaö -5 BERGSTAÐIR léttskýjaö -4 BOLUNGARVÍK skýjaö 0 EGILSSTAÐIR -7 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö -2 KEFLAVÍK hálfskýjaö -3 RAUFARHÖFN skýjað -9 REYKJAVÍK léttskýjaö —3 STÓRHÖFÐI hálfskýjaö i BERGEN skýjaö 6 HELSINKI léttskýjaö 6 KAUPMANNAHÖFN þokuruöningur 10 OSLÓ skýjaö 8 STOKKHÓLMUR 8 ÞÓRSHÖFN alskýjað 1 ÞRÁNDHEIMUR slydduél 4 ALGARVE léttskýjaö 10 AMSTERDAM léttskýjaö 13 BARCELONA skýjaö 12 BERLÍN skýjaö 11 CHICAGO hálfskýjaö 7 DUBLIN súld 8 HALIFAX alskýjaö 0 FRANKFURT léttskýjaö 11 HAMBORG skýjaö 9 JAN MAYEN léttskýjaö -5 LONDON rigning 10 LÚXEMBORG heiöskírt 13 MALLORCA hálfskýjaö 10 MONTREAL léttskýjaö 2 NARSSARSSUAQ rigning 2 NEW YORK skýjaö 8 ORLANDO heiöskírt 17 PARÍS skýjaö 13 VÍN léttskýjaö 13 WASHINGTON skýjaö 7 WINNIPEG heiöskírt 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.