Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2000, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 DV Hagsýni 15 Verðkönnun DV á hjólreiðahjálmum: Mikill verðmunur á hjálmum fyrir fullorðna - misjafnt úrval í verslunum Ódýrasti hjólreiðahjálmurinn fyrir ungbörn í könnun DV er frá Nanoq en ódýrasti fullorðinshjálmurinn fæst í versluninni Hvelli. Vorið er nú að koma og margir búnir að dusta rykið af hjólinu sem legið hefur í geymslu í vetur. Einnig er nauðsynlegt að hafa öryggistækin í lagi og því fór blaða- maður Hagsýni á stúfana og gerði lauslega athugun á því hvað nýr hjól- reiðahjálmur kostar. Spurt var um verð á hjálmum fyrir börn og full- orðna, í fyrsta lagi ungbörn, í öðru lagi unglinga, u.þ.b. 10-12 ára, og loks fullorðið fólk. í ljós kom að sömu hjálmarnir eru seldir fyrir fullorðið fólk og börn niður að átta ára aldri. Því er hér aðeins birt verð á hjálmum fyrir fullorðna annars vegar og ung- börn hins vegar, allt frá eins árs aldri og upp að þriggja ára. í úrtakinu lentu níu verslanir. Þetta eru Útisport, Hafnargötu 44, Borgarhjól, Hverfisgötu 50, Nanoq, Kringlunni 4- 12, G.Á. Pétursson, Faxafeni 14, Hjóla- bær, Austurvegi 11, Hvellur, Smiðju- vegi 4c, Markið, Ármúla 40, Músík og sport, Reykjavíkurvegi 60, og Öminn, Skeifunni 11. Flestar verslanirnar selja eitt eða tvö merki en mikill munur er á úrvalinu sem er í hverri verslun. Ódýrastur í Nanoq Ódýrast er að kaupa hjálm fyrir ung böm í Nanoq. Þar kostar ódýr- asti hjálmurinn 2295 kr. en hann er frá Carrera. Ódýrasti hjálmurinn í G.Á. Péturssyni er frá Etto og í Mark- inu var ódýrasti hjálmurinn frá Brancale en báðir kosta 2500 kr. í Hjólabæ var ódýrasti ungbarnahjálm- urinn, frá Atlas, á 2890 kr. í Erninum kostaði ódýrasti hjálmurinn 2988 kr. en hann er frá Trek. í Hvelli er ódýr- asti hjálmurinn frá Scratoni en í Útisporti er hann frá Atlas. Báðir hjálmarnir kosta 2990 kr. Allir hjálmar viðurkenndir Hér skal skýrt tekið fram að ekkert mat er lagt á gæði hjálmanna í könn- uninni og á það jafnt við um ung- bamahjálmana og hjálma fyrir full- orðna. Ávallt var þó spurt um hvort hjálmarnir sem kaupmennimir nefndu til sögu væru viðurkenndir af Evrópusambandinu (væru með CE- Síminn rukkar aukalega -misskilningur, segir þjónustufulltrúi GSM-eigandi hafði samband við DV nýlega: „Ég er með GSM-frelsi hjá Lands- símanum og fór eitt sinn fram úr inneigninni með því að senda SMS. Landssíminn mkkaði inn aukagjald vegna þessa án þess að ég vissi af því. Hvers vegna?“ Stefán Halldórsson, upplýsinga- fulltrúi Landssímans, segir að regl- ur kveði á um að ef menn fari fram úr inneign sinni um vissa upphæð sendi Síminn þeim SMS-boð um skuldina. Eftir það geti fólk ekki sent fleiri boð fyrr en skuldin hefur verið greidd. „Fólk greiðir ekki aukagjald til okkar heldur skuld sína þegar næsta inneign er keypt þannig að ég held að hér hafi orðiö smávægilegur misskilningur." -HG Misjafnt úrval í könnuninni kom berlega í ljós að í þessum níu verslunum er misjafnt úrval af hjólreiðahjálmum, fyrir mis- munandi aldurshópa og af hinum ýmsu gerðum hjálma og eru dæmi um að aðeins ein gerð hjálma sé til sölu en annars staðar er hægt að velja úr fjölda merkja. Því er nauð- synlegt að kynna sér markaðinn að- eins áður en fest eru kaup á hjálmi fyrir sjálfan sig eða barnið. -HG merki) og stóðust allir hjálmamir í könnun- inni þá staðla. Hjálm- arnir sem fjallaö er um í þessari grein eru að- eins ætlaðir til al- mennra nota. Ekki var spurt um hjálma fyrir keppnisfólk eða neinar sérþarfir. Ódýrasti fullorö- inshjálmurinn í Hveíli Fullorðinshjálmarn- ir eru að jafhaði dýrari en barnahjálmarnir eins og eðlilegt er en sá ódýrasti er Prorider- hjálmur hjá Hvelli sem kostaði aðeins 1990 kr. Ódýrasti hjálmurinn hjá Markinu, sem er frá Brancale, kostar 2500 og á sama verði er Aquilahjálmurinn sem seldur er í Borgarhjól- um. í Nanoq var ódýrasti hjálmurinn frá Carrera, 2795 kr. í Hjólabæ var Atlashjálmur ódýrastur, á 2890 kr„ og í G.Á. Péturssyni var Atlashjálm- ur einnig ódýrastur, á 2990 kr. Ódýrustu hjálmarnir í Erninum og Músík og sporti voru á sama verði, 3424 kr„ en í báðum tilfellum er um að ræða hjálma af Trek-gerð. Lægsta verð fyrir hjólreiðahjálm í Útisporti er 3590 kr. en hann er einnig af Trek- gerð. Sigurður Helgason, Umferðarráði: Fylgist með börnunum „Við hjá Umferðarráði teljum að ekki sé óhætt að hleypa krökkum út að hjóla í umferðinni einum fyrr en þeir hafa náð 10-11 ára aldri. Auð- vitað fer það eftir þroska þeirra hve snemma þau geta séð um sig sjálf en þetta er viðmiðunin," segir Sigurð- ur Helgason, upplýsingafulltrúi Um- ferðarráðs. Hann segir að löggjöf um þetta efni sé ekki í takt við tím- ann. „Löggjafmn segir óhætt að hleypa 7 ára börnum ein- um út í umferðina en það gildir bara ekki við þær að- stæður sem ríkja í umferð- inni í dag og ég tel löngu kominn tima til að breyta þessum reglum. Ég verð líka að segja að mér finnast foreldrar oft helst til kaldir að hleypa börnunum sínum Siguröur Helgason. einum út á hjóli því talsvert er um hjólaslys hjá bömum. Síðan böm vom skylduð til að nota hjólreiðahjálma hef- ur slysum ekki fækkað en sem betur fer hefur orðið mun minna um höfuðá- verka og lífshættuleg slys,“ segir Sigurður. Hann telur nauðsynlegt að foreldrar fylgist alltaf með ungiun bömum þegar þau eru úti að hjóla, jafnvel þótt þau séu ekki úti í umferðinni, því þau séu fijót að sleppa út á götu ef ekki er haft vakandi auga með þeim. Loks bendir Sigurður foreldrum á að ganga á undan börnum sínum með góðu fordæmi og nota hjálminn sjálf þegar farið er út að hjóla. -HG WhirlpuoP ísskápur með innbyggðum frystiskáp 56.905 kr. ' : WhirlpodT » og yfirhita 42.655 kr. Veggofn með griííi, undir og yfirhita Whirlpooí 1200 snúninga þvottavél 49.900 kr. I Whirlpool' 5 kg tauþurrkari m. barka 24.605 kr. Whirlpool 900W 22 lítra örbylgjuofn 29.990 kr. Heimilistæki SÆTÚNI 8 • SÍMI 569 1500 umboðsmenn um land allt Verö miðast viö staðgreiðslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.