Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2000, Blaðsíða 28
32 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 DV Smáauglýsingar .visir.is Nýr og betri smáauglýsinga- vefur á vísir.is W j e „Smáaugl DV*' @ÞÚ velur þann smáauglýsinga- flokk sem þú vilt skoða... MailiSS^SBS&aBffsessstsmKr H $0 9 ...eða slærð inn leitarorð. Q ...eða pantað birtingu eigin auglýsingu Bílar, bátar, hjólhýsi, sumarbústaðir, fyrir veiðimenn, fyrirtæki, útgerðarvörur, tónlist, teppi, bólstrun, antik, málverk, jeppar, lyftarar, dýrahald, sjónvörp, Ijósmyndun, garðyrkja, ræstingar, hreingerningar, þjónusta, bókhald, fjármál, fasteignir, byssur, viðgerðir, vélar - verkfæri, gisting, sveit, sport, heilsa, spákonur, líkamsrækt, tölvur, dulspeki - heilun, hljómtæki, teppi, parket, húsgögn, mótorhjól, fjórhjól, vetrarvörur, flug, kerrur, einkamál, a^Xðíí^dir fundir» gefins, þjónusta, skemmtanir, tapað - fundið, matsölustaðir, einn hnapp. fatnaður, bækur, hár og snyrting, fornbílar, óskast keypt, heildsala, verslun, húsnæði til vina þiniia... óskast, barnavörur, útgerðarvörur, nudd, aukahlutir á bíla... þarsemþaðávið og getur svarað með því að smella á O Þú getur líka sent smáauglýsingu A ...sem birtist w líka í DV. Sími 550 5000 Tilvera McCourt-fjölskyldan kemur til Limerick Myndin lýsir átakaniegri sögu hennar á fjóröa og fimmta áratugnum og þeim erfiöleikum sem hún þurfti aö kljást viö. Verðlaunabókin Angela’s Ashes í mynd: Harmþrungin fjölskyldusaga Háskólabíó sýnir um þessar mundir myndina Angela’s Ashes í leikstjórn hins kunna leikstjóra Al- ans Parkers. Myndin er byggð á samnefndri bók rithöfundarins Franks McCourts sem hlaut Pulitz- er verðlaunin árið 1997. í bókinni fjallar McCourt um bemsku sína en hann fæddist í Brooklyn hverfinu í New York árið 1935 inn í fjölskyldu af írskum uppruna. Þegar McCourt var barn að aldri fluttist fjölskyldan til Limerick á írlandi og fjaliar myndin öðrum þræði um þau vand- mál sem fylgdu þeim flutningum. Fjölskyldan fær heldur kaldar mót- tökur í hinu nýja samfélagi og margt er öðruvísi en vestanhafs. Ekki síst reynist yngstu kynslóð- inni erfitt að festa rætur í írskum jarðvegi. Hvers kyns vandamál koma upp, svo sem trúarbragðaá- rekstrar, aðlögunarerfiðleikar, veik- indi og bamadauði. Ofan á allt sam- an bætist síðan örbirgð, atvinnu- leysi og drykkjuskapur heimilisfoð- urins. Með helstu hlutverk fara Emily Watson, sem leikur Angelu McCourt, og Robert Carlyle sem leikur eiginmann hennar. Frank er sjálfur leikinn af þremur mismun- andi leikurum. Fjöldi annarra leik- ara kemur fram í myndinni enda spannar hún um tvo áratugi í lífi fjölskyldunnar. Leikstjórinn Alan Parker á að baki glæstan feril i faginu og hefur meðcd annars leikstýrt stórmyndun- um Bugsy Malone, Birdy og Miss- issippi Buming. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín, nú seinast fékk hann sérstök verð- laun fyrir ævistarfið hjá samtökum breskra leikstjóra. Á næstunni er von á íslenskri út- gáfu bókar McCourts hjá bókafor- laginu Bjarti í þýðingu Árna Ósk- Ben Affleck og Charlize Theron Þau leika ungt par sem vill hefja nýtt iíf en ýmis Ijón eru í veginum. Reindeer Games: Fangi reynir að snúa við blaðinu Nýjasta mynd leikstjórans Johns Frankenheimers, Reindeer Games, verður frumsýnd í Kringlubíói á fóstudaginn. Myndin er spennu- mynd á gamansömu nótunum og fjallar um Rudy Duncan sem er ný- kominn út úr fangelsi og staðráðinn í að hefja nýtt og betra líf með draumastúlkunni Ashley. Ekki fer þó ailt eins og til var ætlast því að í veginum stendur bróöir stúlkunnar, vörubilstjórinn Gabriel, og harðsvíraðir vinir hans. Þeir telja að Rudy lumi á upplýsingum um spílavíti sem þeir hafa i hyggju að yfirtaka. Áður en hann veit af er Rudy því flæktur í hraða atburðarás sem hugsanlega gæti riðið honum að fullu. Með hlutverk Rudys fer Ben Af- fleck en unnustu hans Ashley leikur Charlize Theron. Hlutverk hins brjálaða bróður hennar, Gabriels, er í höndum Gary Sinise. Handritshöfundur er Ehrin Kru- ger sem hefur á tiltölulega stuttum tíma skipað sér sess sem einn eftir- sóknarverðasti handritshöfundur í Hollywood. Um leikstjóm sér sem fyrr sagði John Frankenheimer en hann er einkum þekktur fyrir spennumyndir sem einkennast af mikilli sálfræðilegri dýpt og fjaila oftar en ekki um heimspekileg og fé- lagsleg málefni á spennandi hátt. -EÖJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.